Tíminn - 24.12.1977, Side 13
Laugardagur 24. desember 1977
13
liiillí'U
garði erkominn Kolbeinn ungi”.
Hvað getum við lesið Ut Ur
þessu? Þaö.fyrst og fremst, að
þessi ættartala hefur verið í Odda
ogrunnið beint inn i Njálu. Annað
er það, að þetta er skrifað, þegar
Kolbeinn ungi er lifandi og einn af
mestu höföingjum landsins. Ég
held, að höfundur Njálu hefði
sagt, aðfrá Valgarði varkominn
Kolbeinn ungi, ef hann hefði verið
dáinn fyrir 50 árum, á sama hátt
og hann talar um Úlf: Hann var
faðir Svarts.Það er ljóst, að þetta
er skrifað um 1230. Þá er Kol-
beinn ungi tengdasonur Snorra
Sturlusonar, en hann giftist dótt-
ur hans 1228. Þarna er rétt lýst
gráglettni Snorra aö bæta þvi inn
i Njálu, alveg óvænt, að þessi
tengdasonur sinn sé kominn af
Valgarði.
Hvað segir hann svo um árið
1230, sá sem bezt var kunnugur
Sturla Þórðarson? Það erá þessa
leið: „Þetta sumar var kyrrt og
friður góður á Islandi. Litil þing-
reið. Snorri reið eigi til þings, en
létStyrmiprest hinn fróða riða til
þings með lögsögu. Nú tók að
batna með þeim Snorra og Sturlu,
og var Sturla þá löngum i Reyk-
holti o g hafði m ikinn hug á að lá ta
rita sögubækur eftir bókum þeim,
er Snorri setti saman”.
Sturla Þórðarson er óþarflega
stuttorður hér. Það væri meira
virði fyrir okkur, ef hann hefði
nefnt nöfnin á bókunum, sem
Snorri setti saman en nefna nöfn
allra, sem féllu á örlygsstöðum.
En er nú ekki skáldaleyfi að láta
andann gruna aðeins fleira en
augaö sér? Hvaðan kemur Sturlu
Sighvatssyni þessi mikli áhugi á
bókum, sem Snorri setti saman?
Er trúlegt að hann hafi haft
brennandi áhuga á konungasög-
um Snorra?
Þegar Snorri er svona önnum
kafinn 1230, að hann getur ekki
riðið tilþings, þá eru þeirfrænd-
urnir að keppast viö að skrifa
Njálu. Sturla að láta afskrifa
hana handa Sólveigu sinni, sem
er Oddaverji og alin upp á KeltP
um við Rangá, þar sem þeir hitt-
ust, Ingjaldur og Flosi, daginn
eftir Njálsbrennu. Svo er nú hægt
að lesa þaðá millillnanna iSturl-
ungu, að Snorra hafi ekki verið
það óljúft að gera Sólveigu
greiða. Það skyldi þó ekki vera,
að Sturla Sighvatsson hafi látið
afrita Njálu fyrstur manna og eitt
handritið stafi frá honum, sem er
frá um 1300.
Það fer ekki á milli mála, að
Njála er eitt mesta stolt Islend-
inga og vinsælust allra bóka, sem
gefnar hafa verið út á Islandi að
fornu og nýju. Halldór Laxness
segir á einum stað, að Völuspá,
Njála og Passiusálmarnir séu ó-
brotleg minnismerki sjálfrar sög-
unnar. Skáld Njálu hefur, eins og
aðrir höfundar beztu íslendinga-
sagna, fullkomnustu menntun,
sem hægt var að fá f heiminum
um hans daga. Hann er eins vel
menntaður og sjálfur Dante.
Finnst mönnum þetta minna
nokkuð á Snorra og skólann I
Odda?
Halldór Laxness segir enn-
fremur, að kannski upp ljúki ein
stutt setning leyndardómum heils
mannlifs, heillar aldar, heils
heims. „Deyr fé”. „Upp upp min
sál”. „Ung var ek gefin Njáli”.
I grein, sem Halldór Laxness
hefur skrifað um fornsögurnar
segir hann á þessa leið:
„Það er alveg klárt mál, aö
beztu íslendingasögurnar —
Njála, Egilssaga Skallagrims-
sonar, Laxdæla og Eyrbyggja,
eru allar úr sömu skúffunni”.
Arnór Sigurjónsson segir, að 8
Darraðarljóðin i Njálu og Höfuð- 1
laust Egils gætu verið úr sama
afli.
manna ekki góður stuðningur við 1
má taka þögn sem samþvkki.
Svö þakka ég öllum íslending-
um fyrir samveruna i 86 ár. Loks
óska ég öllum árs og friðar. Lifið
öll heil og lesið Njálu!
FRAMSOKNARFLOKKURINN
óskar landsmönnum öHum
gleðilegra jóla,
árs og friðar