Fréttablaðið - 18.06.2006, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
SUNNUDAGUR
18. júní 2006 — 161. tölublað — 6. árgangur
opið 13 – 17
20-50%
afsláttur af
nýjum vörum 14.–19. júní
VEÐRIÐ Í DAG
SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM - Í dag
verður hæg suðlæg átt. Nokkuð bjart
austan til annars skýjað með köflum
og hætt við skúravotti vestan til, annars
yfirleitt þurrt. Hiti 9-15 stig, hlýjast fyrir
austan. VEÐUR 8
ALLT ATVINNA
Stútfullt blað af
atvinnuauglýsingum
Atvinna
Í MIÐJU BLAÐSINS
HUGLEIKUR DAGSSON
Valinn leikskáld
ársins
Fagnar sigri með kjötáti og vídeóglápi
FÓLK 42
Spilar lifandi tónlist í útvarpi
Sniglabandið snýr aftur á Rás 2 og
spilar óskalögin fyrir landsmenn
en sveitin
verður fyrir
norðan í
dag.
FÓLK 42
���� ���� ����������������� ����� � ����� ������ ������������ ��������
���������������������������������������������� ������������ ��������������������������������������������
���������
Laus störf hjáOlíudreifingu ehf
Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða áhugasama og vandvirkaeinstaklinga í eftirtalin störf í Reykjavík.Um framtíðarstörf er að ræða.
Störfin standa báðum kynjum til boða.Járniðnaðarmaður / vélvirki / pípariLeitað er að járniðnaðarmanni til almennrar járnsmíða- og
lagnavinnu á verkstæði og utan verkstæðis. Um fjölbreytt starf er að ræða í viðhaldi, nýsmíði og uppsetningu tækja. Starfsvettvangur er allt landið, æskilegt er að starfsmaður geti farið út á land þegarþannig háttar.
Bílaverkstæði
Leitað er að bifvélavirkja, vélvirkja eða einstaklingi vönumviðgerðum á stórum tækjum.Um fjölbreytt starf er að ræða í viðhaldi og viðgerðum ábifreiðum og flutninga- og afgreiðslutækjum ásamt búnaði.
Til greina kemur að ráða nema sem búinn er með grunnnám í bæði störfin.
Allar nánari upplýsingar veita:Birgir Pétursson í síma 550-9957Skúli Sigurðsson í síma 550-9960
Olíudreifing ehf. sér um dreifingu á fljótandi eldsneyti fyrir Olíufélagið ehf. og Olíuverzlun Íslands hf. Félagið hefur starfað frá 1. janúar 1996Sjá nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.oliudreifing.is
FORSÆTISRÁÐHERRA Varnarmálin og
efnahagsmálin voru meginatriðin
í ræðu Geirs H. Haarde forsætis-
ráðherra á Austurvelli í gær, 17.
júní. Geir sagði að blómatímar
væru að mörgu leyti í landinu.
Allir hópar hefðu það betra en
áður þó ekki væru allir sáttir við
sitt hlutskipti.
„Það er hlutverk okkar stjórn-
málamannanna og ýmissa sam-
taka í þjóðfélaginu að vaka yfir
hag og velferð þeirra sem lakar
eru settir en aðrir. Það mun mín
ríkisstjórn gera,“ sagði hann og
taldi alla verða að leggja sitt af
mörkum til að tryggja stöðug-
leika.
„Ég vil nota þetta tækifæri og
fullvissa alla tilheyrendur um að
ríkisstjórnin mun gera sitt í þessu
efni, þótt það geti kostað tíma-
bundnar frestanir á opinberum
framkvæmdum, skattalagabreyt-
ingar eða aðrar aðgerðir,“ sagði
hann.
Geir sagði að ríkisstjórnin væri
staðráðin í að reyna til þrautar á
næstunni að ná viðunandi niður-
stöðu í viðræðum við Bandaríkja-
menn á grundvelli varnarsamn-
ingsins frá 1951. Þess væri nú
freistað að ná samningum um nýja
skipan sem gæti komið í staðinn
fyrir fasta viðveru Bandaríkja-
hers í landinu.
„Ég tel mögulegt að koma
málum þannig fyrir að mikilvæg-
ustu þættir í öryggi landsins verði
tryggðir,“ sagði hann.
Forsætisráðherra sagði það
ánægjuefni að nú hyllir undir sam-
komulag við Færeyinga og Norð-
menn um skiptingu landgrunns í
síldarsmugunni utan 200 mílna
efnahagslögsögunnar. Þá sé verið
að efla Landhelgisgæsluna í
tengslum við breyttar aðstæður í
leitar- og björgunarmálum hér á
landi. - ghs
Forsætisráðherra segir hlutverk stjórnvalda að vaka yfir hag láglaunafólks:
Allir leggi sitt af mörkum
FORSÆTISRÁÐHERRA „Ríkisstjórnin mun
gera sitt,“ sagði Geir H. Haarde.
Hefði hætt í pólitík
Björn Ingi Hrafnsson hefði hætt í
pólitík, að eigin sögn,
hefði hann ekki náð kjöri
í borgarstjórnarkosning-
unum. Hann kveðst hafa
lagt allt í sölurnar fyrir
Framsóknarflokkinn.
VIÐTAL 20
LÖGREGLUMÁL Maður á fertugsaldri
lagði hníf að hálsi eins gesta
hátíðahaldanna í miðborg Reykja-
víkur um miðjan dag í gær.
Sá sem varð fyrir árásinni hafði
sjálfur samband við lögreglu. Lög-
reglumenn ásamt tveimur sér-
sveitarmönnum, sem voru staddir
í miðborginni, tókst að hafa upp á
árásarmanninum sem lagði á
flótta. Var hann handtekinn
skömmu síðar og færður á lög-
reglustöð. Sérsveitarmennirnir
báru ekki skotvopn í þessari
aðgerð, að sögn lögreglu.
Maðurinn var í annarlegu
ástandi og að sögn lögreglu er ekki
útilokað að hann sé andlega van-
heill. Málið er í rannsókn og í gær-
kvöld var enn óljóst hvort árásar-
maðurinn þyrfti aðhlynningu á
sjúkrahúsi. - shá
Ofbeldisverk um miðjan dag:
Lagði hníf að
hálsi manns
Hafa margt að bjóða
Þungamiðja umræðunnar um sjálf-
bæra þróun færðist til Íslands í liðinni
viku. Þar hafa íslenskir vísinda- og
fræðimenn margt að bjóða.
UMHVERFISMÁL 24
SVÍAGRÝLAN VAR JÖRÐUÐ Í LAUGARDALSHÖLLINNI Ísland tryggði sér sæti á HM í Þýskalandi í byrjun næsta árs þrátt fyrir eins marks tap
gegn Svíum í gær, 25-26. Ísland vann fyrri leikinn með fjórum mörkum og einvígið því með þremur. Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson
fagnar hér árangrinum ásamt varnartröllinu Sverri Björnssyni sem átti góðan leik. - sjá síðu 38–39
ST. KITTS. AP Andstæðingar hval-
veiða höfðu enn yfirhöndina á
fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins á
St. Kitts í gær. Japanir undir-
bjuggu tillögu sem miðar í átt að
því að hvalveiðibann verði afnum-
ið og aðra tillögu til vara um „hefð-
bundnar hvalveiðar“.
Japanir hafa hótað að segja sig
úr ráðinu, komi andstæðingar
hvalveiða ekki til móts við hug-
myndir þeirra. Þeir segja friðun-
arþjóðirnar duglegri við að friða
kjósendur heimafyrir en að stuðla
að ábyrgri nýtingu hvalastofnsins.
Stefán Ásmundsson, fulltrúi
Íslendinga á ráðstefnunni, tók í
sama streng og sagði engan áhuga
fyrir því að veiða dýr í útrýming-
arhættu. - kóþ
Ósætti í Alþjóðahvalveiðiráði:
Eru að friða
kjósendur sína
DÝRIÐ FORBOÐNA Mikill ágreiningur er um
hvalveiðar innan Alþjóðahvalveiðiráðsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
Ísland mætir Portúgal í dag
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu mætir Portúgal í undankeppni
HM á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn
er mjög mikilvægur fyrir íslenska liðið
en Þóra B. Helgadóttir, fyr-
irliði liðsins, hefur vaðið
fyrir neðan sig þegar að
væntingunum kemur.
ÍÞRÓTTIR 34
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M