Fréttablaðið - 18.06.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 18.06.2006, Blaðsíða 86
 18. júní 2006 SUNNUDAGUR42 F í t o n / S Í A FRÉTTIR AF FÓLKI Athygli vakti þegar hinn ungi Jónas Örn Helgason lýsti því yfir að hann hygðist gefa hluta verðlaunafjárins sem hann vann í Meistaranum. Hinn 21 árs gamli verkfræðinemi varð fimm milljónum krónum ríkari og ætlaði að eyða stærstum hluta þess í nýja íbúð en Jónas Örn stóð engu að síður við stóru orðin og fyrir nokkru afhenti hann Hjálp- arstofnun kirkjunnar og Rauða Krossins fimm hundruð þúsund krónur sem skiptust jafnt á milli þeirra. Afhendingin fór fram í höfuðstöðvum Glitnis og veittu þeir Jónas Þórir Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, og Kristján Sturlu- son, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, fénu viðtöku. Íslendingar eru mjög spenntir fyrir Hróarskelduhátíðinni enda hafa aldrei selst jafnmargir miðar á hátíðina hérlendis. Fjölmargir hafa sótt hátíðina um árin enda eru margir sem telja hana eiga engan sinn líka. Íslenskir þátttak- endur hafa jafnan haldið hópinn og er ekki ósennilegt að einhverjir verði með kassagítarinn á lofti í tjöldum á hátíðarsvæðinu. Reyndar vekur þessi mikla miðasala athygli og er freistandi að álykta sem svo að áhuginn á að sjá hljómsveitir á borð við Sigur Rós sé ein af aðalástæðunum. Hitt er hins vegar ennþá forvitnilegra að íslenskum tónleikahöldurum hefur ekki tekist að fá sam- landa sína til að berja erlendar hljómsveitir augum því bæði Iggy Pop og sonur Frank Zappa neyddust til að flytja sig í Hafnarhúsið vegna dræmrar miðasölu. Þá var Reykjavik Rocks- hátíðin slegin af og eini maðurinn sem hefur fyllt Laugardalshöll- ina er sjálfur kóngurinn, Bubbi Mort- hens. - fgg HRÓSIÐ FÁ ... aðstandendur sýningarinnar Pétur Gautur fyrir glæsilega frammistöðu á Grímunni. Hvað er að frétta? Allt gott – hljómsveitin mín Bermuda er á fullu að semja og spila út um allt land, við vorum til dæmis á Hressó 17. júní og það var heilmikið fjör. Bermuda var líka að gefa út lagið „Fegurðargenið er fundið“ og ég hef verið að reyna að finna Kára Stef síðustu dagana til þess að fá hann til að leika „brjálaða vísindamanninn“ í vídeóinu sem við erum að fara að gera við lagið, en það er erfitt að finna karlinn. Augnlitur? Blár/brúnn. Hægra augað er brúnt en það vinstra er blátt. Starf? Ég vinn hjá Kreditkortum hf. og er trommari og umboðsmaður hljómsveitarinnar Bermuda. Svo er ég fastamaður í Lúðrasveitinni Braki og brestum úr Mosfellsdal. Fjölskylduhagir? Er í sambúð og á einn fimm mán- aða strák sem heitir Halldór Ásgeir. Hvaðan ertu? Ég er úr Mosfellssveit nánar tiltekið úr Arkarholti. Uppáhaldsmatur? Heilsteikt nautalaund à la ég sjálf- ur með bernaise à la Daði Georgs sem er einnig uppáhalds-mixer- maðurinn minn. Annars eru kærastan mín, Hjörtur bróðir, Anna systir og mamma langbestu kokkarnir á Íslandi. Allur matur hjá þeim er í uppáhaldi hjá mér. Fallegasti staður? Mosfellssveitin eins og hún leggur sig ...en svo er líka gott að búa í Kópavogi... hmm, jæja, ég myndi segja að Þingvellir séu með því fallegasta sem ég hef séð nýlega en þar fór ég um á hesti fyrir fáum dögum í úrhellisrigningu, það var ógleymanleg sjón. Mestu vonbrigði? Þau nýjustu eru að fá ekki að spila á 17. júní á stóra sviðinu. Annars er lífið bara þannig að það skiptast á skin og skúrir þannig að það er engu að kvíða, bara sætta sig við það. Hvað fer mest í taugarn- ar á þér? Þegar innihaldslausu kjaftæði í fallegum umbúðum er haldið að fólki. Það er allt of algengt í dag. Menn eru alltaf að afbaka raunveruleikann – það veldur dofa. Uppáhaldsbók? The Richest Man In Babylon. HIN HLIÐIN Á GUNNARI REYNI ÞORSTEINSSYNI TROMMARA Í BERMUDA Með augun hvort í sínum lit Hljómsveitin Sniglabandið verður með vikulega skemmtiþætti eftir hádegi á sunnudögum á Rás 2 þar sem sveitin bregður á leik í beinni útsendingu með alls konar sprelli undir dyggri stjórn útvarpsmanns- ins Magnúsar Einarssonar. Þetta er fimmta sumarið sem hljóm- sveitin skemmtir hlustendum stöðvarinnar sem geta hringt inn og beðið sveitina um óskalög sem hún svo spilar í beinni. Auk óskalaganna verða ýmsir fastir liðir á boðstólum eins og hljóðfæri dagsins, pistill vikunnar, útvarpsleikrit og í lok hvers þáttar geta hlust- endur komið með uppskrift að lagi sem hljómsveitin flyt- ur svo í næsta þætti. Það er annars nóg um að vera hjá sveitinni. Innan skamms kemur út tvöföld geislaplata sem á eru skemmtileg brot úr þáttum Sniglabandsins á árunum 2003- 2004 auk sautján nýlegra laga. Sniglabandið verður einnig eitthvað á ferð um landið í sumar og spilaði sveitin á þjóðhá- tíðarballi á Akureyri á skemmti- staðnum Rocco, sem gekk áður undir nafninu Oddvitinn. Í skemmtiþætti dagsins í dag mun sveitin senda beint út frá skemmtistaðnum og Akur- eyringum gefst kostur á að mæta á staðinn og biðja um óskalög og jafnvel syngja í beinni með hljómsveitinni. Þáttur- inn er á dagskrá milli kl. 14 og 16 svo það er bara að hrista af sér þjóðhátíðardagsþynn- kuna og mæta á svæðið. Sniglabandið leikur óskalög fyrir Akureyringa SNIGLABANDID Ætlar að skemmta Norðlendingum með lifandi tónlist á Rás 2. FRÉTTIR AF FÓLKI Nýstofnað vefrit, Orðið á götunni (ordid.blog.is), hefur vakið athygli fyrir fréttaskýringar og slúður úr heimi stjórnmálanna. Greinilegt er að ötulir menn standa á bakvið vefinn því hann er uppfærður oft og vel. Enn sem komið er hefur enginn gengist við ritinu opinberlega en netlöggur þessa lands þykjast merkja fingraför ungkratans Andrésar Jóns- sonar á vefnum, en Andrés þykir búa yfir prýðilegu tengslaneti. Sjónvarpsstöðin Sirkus hefur ekki farið troðnar slóðir í dagskrárgerð sinni en sitt sýnist hverjum um þá þætti sem hún hefur boðið upp á. Nýlega var tilkynnt að hún hygðist leita að tveimur dagskrárgerðarmönnum sem eiga að kanna hina ýmsu króka og kima íslensks samfélags. Samkvæmt fréttatilkynningu frá stöðinni, sem Guðmundur Arnar Guðmundsson kynningarstjóri Sirkus sendi út í gær, eiga þættirnir að gefa áhorfendum kost á því að kynnast lífi ólíkra hópa í Reykjavík. „Meðal hlutverka sem þáttastjórnendur fara í er að vera í einn dag útigangsmaður, sjómaður, lögga og rappari, svo eitthvað sé nefnt,” segir í fréttatilkynningunni. Athygli vekur að stöðin notar það sem gul- rót að framleiðendur þáttanna eru þeir sömu og gerðu Idol Extra og Idol Extra Live en lítið fór fyrir þeim þegar Idol-æðið gekk yfir. Áhugasamir, sem hafa ekki áhuga á að reyta arfa í sumarblíð- unni, geta farið inn á www. minnsirkus. is/pipola. -fgg/bs „Þetta kom mér mjög á óvart og mér datt ekki í hug að ég mundi taka þetta enda fannst mér hinir sem voru tilnefndir líklegri til vinnings,“ segir Hugleikur Dags- son en hann var valinn leikskáld ársins á uppskeruhátíð leikhúss- ins, Grímunni, á föstudag fyrir sýninguna Forðist okkur. Sýningin var sett upp í samvinnu við leik- hópinn Common Nonsense og nemendaleikhúsið í Borgarleik- húsinu. Verkið vann einnig til verðlauna danshöfundarverð- launa ársins, en það var Ólöf Ing- ólfsdóttir sem sá um dans og hreyfingar í verkinu. Hugleikur hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtilegar og kaldhæðnar myndasögur, en bækurnar Forðist okkur, sem er safnrit, og Fermið okkur komu út hjá JPV útgáfunni og hafa bæk- urnar slegið í gegn. „Ég er með eina myndasögu í vinnslu sem kemur út í ágúst. Hún ber nafnið Eineyðgi kötturinn Kisi og hnakk- arnir, og er ég að vinna í henni núna.“ Hugleikur ætlar að staldra við innan leikhússins og er þessa dag- ana að skrifa söngleik sem ber nafnið Leg og fjallar um unga ófríska stúlku. Leikritið átti upp- haflega að vera myndasaga á ensku með heitinu Abortion en Hugleikur ákvað að breyta henni yfir í söngleik. „Þetta var hug- mynd sem ég og Davíð Þór Jóns- son, sem sá um tónlistina í Forðist okkur, vorum búnir að vera með í maganum lengi og ákváðum láta slag standa í vor enda vinnum við vel saman.“ Sýningin verður sett upp í Þjóðleikhúsinu og er það í fyrsta sinn sem Hugleikur vinnur í elsta leikhúsi landsins og líkar honum það vel. Þetta snjalla leikskáld ætlar ekki að leggja land undir fót í sumar enda hefur hann í mörgu að snúast og ætlar hann ekki að halda upp sigurinn eitthvað sér- staklega. „Ætli ég horfi ekki á bresku þættina A bit of Fry and Lorry, snilldarþætti sem mér voru að áskotnast og kannski ég fái mér eitthvað kjöt að borða um helgina,“ segir Hugleikur ánægð- ur með titilinn leikskáld ársins. alfrun@frettabladid.is HUGLEIKUR DAGSSON: VALINN LEIKSKÁLD ÁRSINS Á GRÍMUNNI Staldrar við innan veggja leikhússins FORÐIST OKKUR Sýningin hefur vakið mikla athygli og vann til tveggja verðlauna á Grímunni sem haldin var á föstudaginn. Á FRAMTÍÐINA FYRIR SÉR Hugleikur Dagsson hefur mörg járn í eldinum, meðal annars myndasögu og söngleik sem settur verður upp í Þjóðleikhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 27.03. 1973 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Pétur Gautur 2 Jaap de Hoop Scheffer 3 Framtíðarlandið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.