Fréttablaðið - 18.06.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.06.2006, Blaðsíða 13
Félagið Framtíðarlandið var stofn- að í gær. Það er félag áhugafólks um framtíð Íslands, og þar með tekið fyrsta skrefið í átt að betra landi, Framtíðarlandinu. Þetta félag er stofnað af fólki úr öllum hópum þjóðfélagsins, fræðimönn- um, listamönnum, tónlistarfólki, frumkvöðlum, fólki eins mér og fólki eins og ykkur. Við eigum það öll sameiginlegt að þykja vænt um landið okkar, okkur hefur liðið vel hér. Við eigum það líka sameiginlegt að finnast vera nóg komið. Nú er komin þörf fyrir afl sem upplýsir, gagnrýnir og leggur til hugmynd- ir að nýrri framtíðarsýn á Íslandi. Það er nauðsynlegt að efla lýðræð- ið, umræðu – og grundvallarþætti samfélagsins: réttlæti, menntun, umhyggju um fyrir náunganum og skapandi atvinnustefnu. Við þurfum saman að styðja stjórn- völd til góðra verka, leiðbeinum þeim. Látum í okkur heyra og sýnum þeim hvernig Framtíðar- landið Ísland á að vera. Það er ekki hlutverk stjórn- valda að búa til land handa okkur. Á síðustu árum hefur það sýnt sig að hugmyndirnar frá valdhöfum eru fátæklegar. Ég held að far- sælla sé að stjórnvöld skaffi frjó- an jarðveg, menntun og jákvætt lagaumhverfi þar sem skapandi kraftur Íslendinga getur sprottið. Við megum ekki vera hrædd, við verðum að trúa á eigin getu. Sagan sýnir að fólk er ótrúlega klárt að bjarga sér þegar það fær tækifæri til þess. Þegar því er gefinn laus taumurinn. Ísland er á teikniborðinu. Við verðum að taka það af teikniborð- inu, fá að tjá okkur sjálf um hvern- ig landið okkar á vera í framtíð- inni. Rísum upp og höfnum úreltri atvinnustefnu þar sem höfuðá- hersla er lögð á stóriðju með til- heyrandi vatnsaflsvirkjunum og stórfelldri og óafturkræfri eyði- leggingu náttúru. Nú er komið að ögurstund. Mikilvægustu mánuðir í sögu þjóðarinnar eru framundan. Mánuðir sem skipta sköpum um hvernig framtíðarlandið mun líta út. Nálægðin við þessa mögnuðu náttúru gerir okkur að sérstakri þjóð. Við erum dugleg og skapandi og framkvæmum hluti sem stund- um virðast ómögulegir. Héðan kemur listafólk sem skarar fram- úr á sínum sviðum og leiðandi fyr- irtæki á heimsvísu. Fyrir aðeins 10 ¿ 20 árum átti enginn von á því. Við eigum náttúru landsins þetta mikið til að þakka. Hún hefur kennt að okkur ber að sýna fólki virðingu og umhyggju. Þessi harða og ósnortna náttúra er okkar orku- ver. Hún gefur okkur kraft til þess að fá hugmyndir, grípa þær og hrinda í framkvæmd. Okkur ber að virða hana. Látum ekki taka hana frá okkur og þar með frjóan jarðveg atvinnutækifæra, við- skiptahugmynda, menningar og lista. Kæru Íslendingar. Ég vill þakka þeim sem komu í Austurbæ í gær til þess að taka þátt í stofnun Framtíðarlandsins. Ég skora á ykkur hin að fara á vefsíðuna okkar framtidarlandid.is og skrá ykkur. Hjálpumst að við að hjálpa stjórnvöldum að skapa drauma- landið Ísland, landið okkar. Ísland er Framtíðarlandið Samtök atvinnulífsins hafa sent verkalýðsfélögunum tilboð um hækkanir á launum á almennum vinnumarkaði. Þau segjast vera tilbúin til að semja um sérstakan taxtaviðauka, kr. 12.000, sem bætist við alla mánaðarlauna- taxta gildandi kjarasamninga og sérkjarasamninga aðila frá 1. júlí 2006 og kr. 2.000 til viðbótar 1. janúar 2007. Einnig er í tilboðinu sérstakt ákvæði um ca. 2 prósenta launa- hækkun starfsmanna, sem fengið hafa greitt umfram umsamið taxtakaup. Skattleysismörk hækki Tilboðið er áhugavert en ekki nógu gott. 12 þúsund króna hækk- un lægstu launa er of lág, þar verður að bæta við ca. 50 pró- sentum. Og það verður að vera algjört skilyrði að launataxtar ræstingafólks fylgi með. Þeir mega ekki fá minni hækkun en aðrir taxtar. Ég segi þetta vegna þess að stundum hefur það átt sér stað að þeir hafi verið látnir sitja eftir. Þá verður ríkið að koma að málinu með verulega hækkun skattleysismarka, helst það mikla að lágmarkslaunin verði ekki skattlögð. Háu launin í þjóðfélag- inu hafa fengið umtalsverðar skattalækkanir, nú hlýtur að vera komið að því létta skattbyrðarn- ar af lágu laununum. Matarskatt- slækkun er góðra gjalda verð en fyrst og fremst verður að hækka skattleysismörkin. Lægstu laun- in hækki UMRÆÐAN KJÖR LAUNA- FÓLKS SIGURÐUR T. SIGURÐSSON FYRRVERANDI FORMAÐUR HLÍFAR UMRÆÐAN FRAMTÍÐAR- LANDIÐ BIRKIR BJÖRNSSON GAGNAGRUNNSSÉRFRÆÐINGUR SUNNUDAGUR 18. júní 2006 13 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.