Fréttablaðið - 18.06.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 18.06.2006, Blaðsíða 76
Hvað skyldu margar jómfrúr á Íslandi vita að morgunverður dýralæknisins sam- anstendur af rúgbrauði með smjöri, lifr- arkæfu, púrtvínshlaupi, spægipylsu, lauk og dilli? Eða að reyktur áll bragðast best ofan á góðum þrumara með eggjahræru, tómötum, salati og graslauk? Nú, eða að sólarupprás er fólgin í franskbrauði með smjöri, gorgonzola-osti, tómat og hrárri eggjarauðu. Svarið er: Alla vega ein. Jómfrúin í Lækjargötu. Jómfrú Jakob Jakobsson. Í okkar póstmóderníska samfélagi þar sem öllum finnst sjálfsagt að tala um miðaldra matrónur sem herra er í raun og veru ekki skrýtið að karlmaður skuli geta borið með stolti titilinn jómfrú, en það gerir Jakob Jakobsson með miklum sóma hafandi lært sín fræði hjá hinni margróm- uðu Idu Davidsen „smörrebrödsjomfru“ í kóngsins Kaupmannahöfn. Eins og eðlilegt er var íslensk matar- gerð lengi vel byggð á dönskum hefðum, burtséð frá íslenskum sérréttum eins og súrsuðum sviðakjömmum og langsoðinni ýsu. Það eina sem er undarlegt þegar maður hugleiðir skyldleika íslenska eld- hússins og hins danska er að hin göfuga danska smurbrauðslist skyldi ekki ná að skjóta rótum hér á landi. Að vísu voru hér reknar smurbrauðsstofur áður en Jómfrú- in opnaði dyr, eins og smurbrauðstofan Björninn á Njálsgötunni þar sem nú er myndbandaleiga og reyndar fleiri sem ekki var ætlað langlífi. Sennilega eiga fá veitingahús í Reykjavík jafn tryggan hóp viðskipta- vina og Jómfrúin og óvíða geta fastir viðskiptavinir gengið út frá því vísu að gæði réttanna séu alltaf söm og jöfn, alla daga og á öllum tímum dags. Jómfrúin er vel að merkja siðsamur staður og sækist ekki eftir félagsskap nátthrafna og hefur ekki opið langt fram á kvöld. Fyrir utan smurbrauðslista sem danska hirðin væri fullsæmd af býður Jómfrúin upp á sígilda heita rétti í hádegi, svínasteik með stökkri puru og heilsteikt rauðsprettuflök svo að eitthvað sé nefnt. Og terturnar, maður lifandi! Tertur sem bráðna í munninum og flýta fyrir nauðsynlegum efnaskiptum í svína- fitunni. Þar skal fyrsta fræga telja sérrí- marengstertuna sem ég hef fyrir satt að móðir eigandans baki með eigin hendi. Sú terta er mitt eftirlæti. Jómfrúin lætur ekki mikið yfir sér, en á sínu sviði er þessi staður í sérflokki. Skyndibiti í hádeginu handa viðskiptavin- um sem láta ekki bjóða sér fjöldafram- leiddan óþverra. Úrvalshráefni meðhöndl- að af fagmennsku. Og þjónustan lipur og glaðleg. Handa þeim sem ekki vilja eta yfir sig en langar þó að bragða á fleiri en einni sort er boðið upp á heilar og hálfar brauðsneiðar. Hádegisverður handa tveimur, fjórar hálfar sneiðar (áleggið var reyktur áll, roastbeef og silungshrogn) appelsínu- límónaði með og kaffi og tertur á eftir kostaði 5.670 kr. MEÐ HNÍF OG GAFFLI ÞRÁINN BERTELSSON SKRIFAR Jómfrú ÍslandsCartier-tískuhúsið hefur sett nýjan ilm á markað. Cartier hefur getið sér gott orð innan tískuheimsins fyrir fallega skartgripi og fylgi- hluti og er þekkt fyrir að hanna skartgripi á kóngafólk- ið enda slagorð fyrir- tækisins „kings of jewelleries, jewelleries for kings“. Cartier ákvað að bæta nýrri fjöður í hattinn sinn og er ilmvatnið ekki aðeins vel lyktandi því glasið er einnig einstak- lega fallegt. Rautt og glært glasið með frosna morello kirsu- berinu sem tappa gerir glasið ómissandi á snyrtiborðið. Ilmvatn- ið ber nafnið Délices og er ilminum lýst sem kvenlegum, fáguð- um, nýtískulegum og kynþokkafullum. Ávaxtakeimur og austur- lenskur kryddilmur eru undirstöður ilmsins og fæst hann í öllum helstu snyrtivöruverslunum landsins. Nýr ilmur frá Cartier DÉLICES Nýi ilmurinn frá Cartier er kominn til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANIEL Í dag verður samnorræni blóma- dagurinn haldinn hátíðlegur á öllum Norðurlöndunum. Hér á Íslandi skipuleggja Flóruvinir daginn en markmið hans er að vekja áhuga almennings á villtum plöntutegund- um. Dagurinn byrjar á plöntuskoð- un fyrir áhugasama í samstarfi við Ferðafélag Íslands í Undirhlíðum á Reykjanesfólkvangi. Það er grasafræðingurinn Eva G. Þorvaldsdóttir sem leiðir hópinn en lagt verður af stað frá húsnæði Ferðafélagsins kl. 10. Að plöntu- skoðuninni lokinni verður farið í Grasagarðinn þar sem safndeildin Flóra Íslands verður kynnt. Að lokum verður þátttakendum boðið upp á te úr þurrkuðum, íslenskum jurtum. Áhugasömum er bent á að gott er að hafa handbók um íslensk- ar plöntur meðferðis í plöntuskoð- unina. Villtar plöntur skoðaðar FAGUR FÍFILL Ekki eru allir jafn hrifnir af túnfíflinum sem vex víða villtur. ENGINN TRÚÐI Á ÞAU, EN HANN HJÁLPAÐI ÞEIM AÐ FINNA TAKTINN R.V. kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.10 THE OMEN kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA X-MEN3 kl. 2, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 5, 8, og 11 B.I. 14 ÁRA DA VINCI SÝND Í LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 1.30 og 3.40 ÍSÖLD M/ ÍSL TALI kl. 1.30 og 3.40 R.V. kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 TAKE THE LEAD kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 THE OMEN kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA DA VINCI CODE kl. 3, 6 og 9 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 3 og 6 R.V. kl. 4, 400 KR. 8 og 10 THE OMEN kl. 10 B.I. 16 ÁRA 16 BLOCKS kl. 8 B.I. 14 ÁRA X-MEN3 kl. 6 B.I. 12 ÁRA RAUÐHETTA M/ ÍSL TALI kl. 3.45 400 KR. DA VINCI CODE kl. 5.15 B.I. 14 ÁRA !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 S.V. MBL. D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM V.J.V TOPP5.IS S.V. MBL.B.J. BLAÐIÐ V.J.V TOPP5.IS L.I.B TOPP5.IS HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR 51.000 MANNS UPPLIFÐU VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! LEITIÐ SANNLEIKANS HVERJU TRÚIR ÞÚ? LOKAUPPGJÖRIÐ! MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? S.V. MBL. Heims frumsýning Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen! Á 6 degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma, Þorir þú í bíó 2000. KR. AFSLÁTTUR FYRIR XY FÉLAGA 45.000 MANNS Komdu í fyndnasta ferðalag sumarsins. Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! 1 FJÖLSKYLDA. 8 HJÓL. ENGAR BREMSUR Frábær mynd með Antonio Banderas í sjóðheitri danssveiflu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.