Fréttablaðið - 18.06.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 18.06.2006, Blaðsíða 82
 18. júní 2006 SUNNUDAGUR38 LANGAR ÞIG Í EINTAK? Sendu SMS skeytið BTC KEF á númerið 1900 Þú gætir unnið! Vinningar eru: • Keane - Under The Iron Sea • Keane - Live Recordings 2004 EP • Keane - Strangers DVD • Pepsi kippur • DVD myndir • Fullt af öðrum geisladiskum og margt fleira SM S LE IKU R V in ni ng ar v er ða a fh en d ir hj á B T S m ár al in d . K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t er tu k om in n í S M S k lú b b . 1 49 k r/ sk ey tið . 10. hver vinnur! HANDBOLTI Það ríkti sannkölluð þjóðhátíðarstemning í Laugar- dalshöllinni og íslenskir áhorfend- ur sýndu að þeir geta staðið vel við bakið á sínu liði allan leikinn. Strákarnir eru ekki vanir slíkri umgjörð og látum á Íslandi og var ekki laust við að smá skrekkur væri í þeim. Leikurinn byrjaði nákvæmlega eins og fyrri leikur liðanna í Sví- þjóð. Eini munurinn var sá að það var Tomas Svensson sem varði öll skot íslenska liðsins en síðast var það Peter Gentzel og rétt eins og í fyrri leiknum komst Svíþjóð í 3-0 áður en Ísland komst á blað. Það mark kom úr vítakasti frá Snorra Steini Guðjónssyni þegar tæpar sjö mínútur voru búnar af leikn- um. Íslenska liðið tók við sér í kjölfarið og komst yfir, 4-3, en Svíar tóku fljótt frumkvæðið aftur og héldu því út hálfleikinn. Það gátu þeir þakkað Svensson og íslensku markvörðunum sem vörðu ekki skot fyrr en eftir rúmar 18 mínútur. Varnarleikurinn var rétt eins og í fyrri leiknum mjög góður og hefði markvarslan fylgt með hefði liðið leitt leikinn. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þó áhyggjuefni en Arnór Atla- son var fjarri sínu besta og ógnaði lítið, Snorri fékk of lítinn tíma til þess að komast í takt við leikinn, Ólafur var seinheppinn í leik- stjórnandahlutverkinu og skot Einars gengu ekki líkt og í fyrri hálfleik. Strákarnir voru þar að auki ekki nógu þolinmóðir og völdu ekki nógu góð skot. Það var bót í máli að Svíar leiddu aðeins með tveimur mörkum í leikhléi, 12-10, og mikið taugastríð fram- undan í síðari hálfleiknum. Hann byrjaði alveg skelfilega hjá íslenska liðinu. Gentzel kom í markið, byrjaði að verja eins og brjálaður maður. Eftir aðeins átta mínútur í síðari hálfleik náðu Svíar fimm marka forystu, 12-17, og fór þá um áhorfendur í Höll- inni. Strákarnir rönkuðu þá við sér og fóru að taka almennilega á hlut- unum eftir nokkuð hálfkák þar á undan. Um leið vann liðið sig inn í leikinn en taugastríðið hélt áfram enda munurinn 2-4 mörk og lítið sem mátti út af bregða. Vörn Íslands hélt áfram að spila vel og litlir þrír boltar varðir hjá Birki Ívari hjálpaði mikið. Ísland saxaði smám saman á forskotið og allt ætlaði um koll að keyra þegar Ólafur Stefánsson jafnaði metin, 22-22, sjö mínútum fyrir leikslok. Þegar íslenska þjóðin var eflaust byrjuð að skoða flugtilboð til Þýskalands dundi yfir enn eitt áfallið. Staðan var þá 23-23 og fimm mínútur eftir. Þá missti íslenska liðið þrjá leikmenn af velli á svo gott sem einu bretti og vonarglæta fyrir Svía eftir allt. Þá steig Birkir Ívar Guðmundsson upp, varði skot frá Lindahl og í raun tók hann tvö skot á þessum kafla þar sem Ísland fékk aðeins eitt mark á sig og staðan 23-24. Þar með var björninn unninn. Ísland reyndi að „stela“ sigrinum undir lokin en það gekk ekki og skipti engu máli því strákarnir voru búnir að tryggja sig inn á HM. Frammistaða liðsins í þessu einvígi var mögnuð og Ísland er vel að sigrinum komið. Alfreð hefur tekist að gera ótrúlega hluti með varnarleikinn á stuttum tíma og hann er grunnurinn að þessum árangri. Alexander, Sigfús og Sverrir voru ótrúlega sterkir í vörninni og Guðjón Valur var dug- legur að trufla þar fyrir framan. Markvarslan var ekki viðunandi en mönnum fyrirgefst ansi mikið þegar þeir taka bolta eins og Birk- ir gerði undir lokin. Sóknarleikur- inn var óvenju slakur en strákarn- ir í þessu liði sýndu enn og aftur gríðarlega karakter og rifu sig upp þegar þeir voru komnir í öng- stræti. Það er óhætt að óska þjóðinni til hamingju því við erum loksins komin með betra handboltalands- lið en Svíar. Það var viðeigandi að holgdgervingur Svíagrýlunnar, Staffan „Faxi“ Olsson, væri við- staddur jarðarför grýlunnar. Hann kaus að tjá sig ekki við Fréttablað- ið eftir leikinn enda hundfúll. Landslið Íslands í dag er klár- lega eitt það besta sem Ísland hefur átt fyrr og síðar. Hvort því tekst að skrá nafn sitt rækilega í sögubækurnar kemur í ljós í Þýskalandi í janúar en efniviður- inn er svo sannarlega fyrir hendi og með Alfreð Gíslason við stjórn- völinn er í lagi að vera bjartsýnn á HM í Þýskalandi og framtíð íslensks handbolta. henry@frettabladid.is Eftirminnileg jarðarför Svíagrýlunnar Svíagrýlan var endanlega kveðin í kútinn í gær. Íslendingar eru loksins orðnir betri en Svíar í handbolta. Strákarnir okkar tryggðu sér farseðil á HM í Þýskalandi í janúar í gær þrátt fyrir eins marks tap, 25-26, gegn Svíum í mögnuðum leik þar sem taugar leikmanna og frábærra áhorfenda voru þandar til hins ítrasta. LITADÝRÐ Umgjörðin á leiknum í gær var stórkostleg. FRÉTTABLAÐIÐVILHELM VIÐ ERUM Á LEIÐ Á HM Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, faðmar hér dauðþreytt- an Guðjón Val Sigurðsson á gólfi Laugardalshallarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson steig upp svo um munaði undir lok leiksins þegar Ísland missti þrjá leikmenn af velli í stöðunni 23-23. Birkir varði tvo bolta og fékk eitt mark á sig á þeim tíma og eftir það var aldrei spurning hvernig einvígið endaði. „Þetta er klárlega með mikil- vægustu boltum sem ég hef varið á ævinni. Ég var mjög sigurviss á þessari stundu sem við misstum mennina út af og ég vissi að ég myndi verja næsta skot. Var alveg klár á því. Sá sem fór inn er ekki mjög leikreyndur og ég náði að veiða hann í að skjóta á nærstöng- ina. Þetta var verulega ljúft og ótrúlegt að leggja þetta sænska lið,“ sagði Birkir Ívar. - hbg Birkir Ívar Guðmundsson: Vissi ég myndi verja ÞAÐ VAR LAGIÐ Birkir fagnar hér eftir að hann varði skot Lindahls er Ísland var þrem mönnum færri. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI „Þetta er ótrúlega ljúft og mikill léttir. Það er yndislegt að hafa geta orðið að liði og hjálpað strákunum, mér sjálfum og hand- boltanum gangangi. Þetta verður fyrsta almennilega Heimsmeist- aramótið í handbolta sem haldið verður núna í Þýskalandi og það er algjör klassi að ná að komast þangað,“ sagði vígreifur Ólafur Stefánsson eftir leikinn. „Leikur okkar var ekki sá besti í dag en svona er þetta oft þegar mikil spenna er í kringum leikina. Það var mjög mikið í húfi en við sýndum mikinn karakter í því að klára þetta þrátt fyrir að á móti hafi blásið undir lokin,“ bætti kampakátur Ólafur við. - hþh Ólafur Stefánsson: Ótrúlega ljúft LEIÐTOGI Ólafur Stefánsson skipaði félög- um sínum látlaust fyrir í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI „Þetta er alveg stór- kostlegt. Ég hélt að ég væri að fara með þetta þegar ég hélt áfram að klikka og klikka enda sá ég að munurinn var alltaf það sem ég klúðraði. Sem betur fer er ég með frábæra liðsfélaga sem geta leyft manni að eiga ömurlegan dag en ná samt að njóta þessa yndislega augnabliks,“ sagði Róbert Gunn- arsson en hann skoraði fjögur mörk úr sjö skotum og var langt frá því að vera slakur í leiknum. „Við vorum í miklu stressi en þeir áttu engin svör við þessu hjá okkur. Ég vona að þetta lyfti hand- boltanum í heild sinni hér á Íslandi og að handboltinn verði aftur númer eitt. Stemningin í höllinni var stórkostleg og ég hef aldrei upplifað svona áður, vona á þetta alltaf að vera,“ sagði Róbert. - hþh Línumaðurinn Róbert Gunnarsson var í skýjunum eftir leikinn: Svíarnir áttu engin svör FÖLSKVALAUS GLEÐI Hornamennirnir Guðjón Valur og Alexander Petersson töpuðu sér í fagnaðarlátunum eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI „Það var ólýsanleg upp- lifun að taka þátt í þessum leik og ég hef aldrei lent í öðru eins,“ sagði varnartröllið Sverrir Björns- son sem átti frábæran leik í íslensku vörninni. „Þetta var ævintýri og erfiður leikur fyrir okkur. Við höfðum trúna og ég held að ekki nokkur maður hafi efast um að við mynd- um ekki klára dæmið. Við höfðum gríðarlega trú á okkar og börð- umst fyrir þessu. Það hefði verið gaman að vinna en við sættum okkur við HM í staðinn,“ sagði Sverrir og hló. - hbg Sverrir Björnsson: Við höfðum trúna SVEITTUR OG GLAÐUR Sverrir Björnsson stóð sig vel. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.