Fréttablaðið - 18.06.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.06.2006, Blaðsíða 18
 18. júní 2006 SUNNUDAGUR18 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Kristjánsdóttir Tjaldanesi 3, Garðabæ, sem lést fimmtudaginn 8. júní sl. verður jarðsungin þriðjudaginn 20. júní kl. 13.00 frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjúkrunar- heimilið Holtsbúð í Garðabæ í síma 5352220. Jón Kr. Sveinsson Kristján Þ. Jónsson Sveinbjörg Guðmarsdóttir Inga Sveinbjörg Jónsdóttir Jóna F. Jónsdóttir Þorsteinn Ingi Jónsson Sigurður M. Jónsson Svala Rún Jónsdóttir Guðmundur Óli Reynisson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Magnús Kristjánsson vélstjóri, Heiðvangi 48, Hafnarfirði, lést á Landsspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju, föstudaginn 23. júní kl. 13.00. Karin Gústavsdóttir Claus Hermann Magnússon Ásdís Elín Guðmundsdóttir Gunnar Geir Magnússon Garðar Þór Magnússon Elínrós Erlingsdóttir Pálmey Magnúsdóttir Bjarni Knútsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Unnar Agnarsdóttir Sóltúni 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni fyrir frábæra umönnun og umhyggju. Óskar H. Gunnarsson Gunnhildur Óskarsdóttir Arnór Þ. Sigfússon Agnar Óskarsson Margrét Ásgeirsdóttir og barnabörn. MERKISATBURÐIR 1000 Kristniboðarnir Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggja- son taka land í Heimaey og skipa upp viði í kirkju sem Ólafur konungur boðaði að reist skyldi þar sem þeir kæmu fyrst í land. 1815 Napóleon er gersigraður við Waterloo. 1940 Hitler og Mussolini funda í München. 1955 Þrír bræður frá Hvítárbakka í Biskupstungum kvænast þremur systrum úr Austur- hlíð í sömu sveit. 1980 Fokkerflugvél nauðlendir á Keflavíkurflugvelli, enginn slasast. 1983 Fyrsta bandaríska konan flýgur út í geim tuttugu árum síðar en fyrsta rúss- neska konan fór út í geim. JOHN CHEEVER (1912-1982), LÉST ÞENNAN DAG. „Heimþrá er ekkert. Helmingur jarðarbúa er alltaf með heimþrá.“ Bandaríski rithöfundurinn John Cheever ferðaðist meðal annars um Evrópu og fékk þar innblástur í ýmis skrif sín. Á þessum degi hélt Charles de Gaulle fræga ræðu sem af mörgum er talin ein sú merkasta í sögu Frakklands. De Gaulle talaði til frönsku þjóðarinnar frá London eftir að Frakkland hafði fallið í hendur Þjóðverja, og lýsti því yfir að stríð- inu væri ekki lokið. Nú væri tími andspyrnunnar sem hann hygðist leiða og bað Frakka um að sýna sér stuðning. Ræðunni var útvarpað af breska ríkisútvarpinu, BBC, með sérstöku leyfi frá Winston Churchill. Reyndar höfðu bresk stjórnvöld gert tilraun til að setja de Gaulle stólinn fyrir dyrnar og varna því að útsendingin yrði gerð. Hún hófst eftir sem áður klukkan sjö síðdegis og endaði með orðunum: „Á morgun, líkt og í dag, tala ég í Útvarpi London.“ De Gaulle minnti þjóð sína líka á að Bretar og Bandaríkjamenn myndu standa við bakið á Frökkum í baráttunni við að ná aftur þeim svæðum sem af þeim höfðu verið tekin. Frægasta setning ræðunnar er að öllum líkindum þegar de Gaulle segir: „Frakkar er ekki einir! Við erum ekki einir! Við erum ekki einir!“ Hann hélt áfram að tala til þjóðar sinnar úr útlegðinni á meðan á stríðinu stóð, fyrst frá London, en flutti sig síðar meir til Alsír. ÞETTA GERÐIST: 18. JÚNÍ 1940 Charles de Gaulle ákallar þjóð sína DE GAULLE TALAR FRÁ LONDON Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskól- ans við Sund, er vanur að halda upp á afmælið sitt. Í dag ætlar hann ekki að bregða út af venjunni og býður vinum sínum í veislu í tilefni fimmtugsaf- mælisins. „Mér þykir alltaf gaman að hafa boð. Maður á ekki mörg stórafmæli, ekki af þessari stærðargráðu,“ segir Már. Honum líður vel með tímamótin og bendir á að þegar aldurinn er ann- arsvegar sé ekkert öruggt. „Ég er nú voðalega þakklátur að ná því að verða fimmtugur. Í raun er ekki sjálfgefið að maður nái þeim aldri, svo þetta er bara gleðitilfinning,“ segir Már. „Lífið verð- ur sífellt betra,“ bætir hann svo við. Aðspurður segist hann eiga margar góðar minningar frá fyrri afmælisdög- um sínum. Sérstaklega eru Má eftir- minnilegir afmælisdagarnir þegar hann var yngri því afmæli föður hans bar upp á sama dag. „Faðir minn dó þegar ég var ungur þannig að ég reyni að halda í minninguna frá þeim tíma.“ Önnur afmæli á fullorðinsárum eru Má föst í minni. „Þegar ég varð fertug- ur var haldin veisla sem ég vissi ekk- ert af. Konan mín undirbjó hana og kom mér verulega mikið á óvart með tónlist og fullu húsi af fólki.“ Einnig er Má eftirminnilegur afmælisdagurinn árið 1985. „Þá varði ég lokaritgerð mína við Hafnarháskóla og það féll saman, afmæli og ritgerðarvörnin. Það var var mjög skemmtilegur tími en samt skrítið því í aðdragandanum mundi ég ekkert eftir afmælisdegin- um, enda upptekinn af öðru,“ segir Már. „Annars hafa allir afmælisdagar mínir verið góðir. Á sumum hefur ekk- ert tilstand verið en bara notalegt að halda upp á daginn með ástvinum sínum.“ Már segir þó að sumir haldi því fram að átjándi júní sé versti afmælisdagur ársins því þá liggi þjóð- in öll í timburmönnum. „Það hefur þó aldrei háð mér,“ bætir hann svo við. Sumarafmælin sem slík hafa einnig bæði kosti og galla. „Fólk er mikið á ferðalögum á þessum tíma og getur stundum verið erfitt að hóa fólki saman vegna árstímans.“ MÁR VILHJÁLMSSON: FIMMTUGUR Í DAG Lífið verður sífellt betra MÁR VILHJÁLMSSON REKTOR MENNTASKÓLANS VIÐ SUND Sumir hafa haldið því fram við Má að átjándi júní sé versti afmælisdagur ársins enda liggi öll þjóðin þá í timburmönnum. Það hefur þó ekki háð Má sem segir að allir afmælisdagar hans hafi verið góðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskulegur faðir okkar, Pétur Þorbjörnsson skipstjóri, Skúlagötu 20, Reykjavík, sem lést 8. júní sl. á Landspítalanum við Hringbraut verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 19. júní kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg frænka okkar, Sigríður Lárusdóttir hattagerðar- og kaupkona, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 13. júní. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en bent er á Styrktarsjóð Sigríðar Lárusdóttur sem er í umsjá Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Sigrún Magnúsdóttir Declan Kelleher Gunnar Þorvaldsson Katrín Pálsdóttir Birkir Baldvinsson Guðfinna Guðnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.