Fréttablaðið - 18.06.2006, Side 12
18. júní 2006 SUNNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir,
Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar
PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Það mun taka smá tíma að venjast
því að Halldór Ásgrímsson sé
hættur í ríkisstjórninni og á útleið
úr pólitík. Nærri öll mín fullorð-
insár hefur Halldór verið í ríkis-
stjórn og það var hálf skrítið að
horfa á myndina af stjórninni á
Bessastöðum án Halldórs. Umsvif
hans í íslenskum stjórnmálum
hafa verið slík að þegar hann
hefur ákveðið að draga sig í hlé
verða kaflaskil.
Kynni mín af stjórnmálamann-
inum Halldóri Ásgrímssyni eru
þannig að ég er sannfærður um að
skarð hans verður vandfyllt. Hall-
dór er búinn þeim eiginleikum að
þeir sem kynnast honum skynja
að þar fer óvenju vandaður og
heill maður. Auðvitað er hann og
hefur verið umdeildur og ég er
ekki frekar en margir aðrir sam-
mála öllu sem hann hefur gert eða
sagt. En þegar horft er yfir feril
hans verður ekki komist hjá því að
viðurkenna að þar er margt sem
mun halda nafni hans á lofti. Mig
langar að nefna nokkur atriði sem
ég tel mikilvæg á stjórnmálaferli
Halldórs.
Aflamarkskerfið
Þegar aflamarkskerfið var sett á,
urðu þáttaskil í íslensku efnahags-
lífi. Sóunin sem fylgdi óheftum
aðgangi að fiskveiðiauðlindinni
var gríðarleg og ef ekkert hefði
verið að gert hefðu afleiðingarnar
orðið skelfilegar. Þetta var ýmsum
ljóst, þar á meðal Halldóri
Ásgrímssyni. Hann var í broddi
fylkingar þegar aflamarkskerfinu
var komið á. Það reyndist ekki
alltaf auðvelt að verja þetta kerfi,
enda mjög umdeilt. En Halldór
hvikaði ekki þótt oft hafi blásið
harkalega á móti. Aflamarkskerf-
ið, þótt það sé ekki gallalaust, er
ein af grunnstoðum þeirrar hag-
sældar sem við höfum notið und-
anfarinn einn og hálfan áratug.
Sveiflurnar í efnahagslífinu mink-
uðu til muna vegna þess að við
tókum upp skynsamlegt kerfi í
fiskveiðunum og án þess hefði
sjávarútvegurinn vart getað aðlag-
að sig niðurskurðinum á þorsk-
veiðum við upphaf síðasta áratug-
ar. Fyrir þátttöku sína og forystu
í þessu máli á Halldór mikinn heið-
ur skilinn.
Stefnufesta
Andstæðingar ríkisstjórnarinnar
hafa haldið því fram að Framsókn-
arflokkurinn njóti ekki fylgis
vegna þess að hann sé of leiðitam-
ur í samstarfinu við okkur sjálf-
stæðismenn. Ég tel að þessi skoð-
un sé fjarri öllu lagi. En það er rétt
að Framsóknarflokkurinn hefur
breyst undir forystu Halldórs.
Framsókn var opin í báða enda
eins og sagt er, það er flokkurinn
gat unnið bæði til hægri og vinstri.
Það hefur ekki breyst. En breyt-
ingin er fólgin í því að ekki er
lengur hlaupið eftir dægursveifl-
unni, stefnufestan sem fylgdi
Halldóri hefur átt stóran þátt í því
að ríkisstjórnarsamstarfið hefur
gengið jafn vel og verið jafn
árangursríkt fyrir þjóðina og raun
ber vitni. Vandi Framsóknar-
flokksins er ekki sá að flokkurinn
geti ekki verið stoltur af verkum
sínum eða stefnu, þvert á móti.
Vandi flokksins er helst sá að
honum hefur ekki tekist að tala
einni röddu til þjóðarinnar. Sumir
þingmenn hans hafa til dæmis
ekki borið gæfu til að styðja stefnu
og verk flokksins síns nema endr-
um og sinnum og þá helst vegna
þess að þeir gættu ekki að sér.
Þennan vanda tókst Halldóri ekki
að leysa þannig að vel væri. Ég er
sannfærður um að Framsóknar-
flokkurinn á vegna verka sinna
töluvert fylgi inni miðað við skoð-
anakannanir. Sameinaður og sam-
taka þingflokkur getur halað það
fylgi inn.
Árásirnar á Halldór
Einkavæðing bankanna er skraut-
fjöður í hatti ríkisstjórnarinnar. Í
kjölfar hennar hafa bankarnir
eflst gríðarlega og í krafti stærðar
þeirra og getu hefur íslenskt við-
skiptalíf tekið miklum stakka-
skiptum. Það var vel staðið að sölu
bankanna, þótt endalaust megi ríf-
ast um einstök útfærsluatriði. En
þær árásir sem Halldór Ásgríms-
son varð fyrir vegna sölunnar á
Búnaðarbankanum voru algerlega
tilhæfulausar og ómerkilegar.
Margir þeirra sem fyrir þeim
stóðu þekktu Halldór eftir ára-
langa þátttöku í stjórnamálum.
Þau kynni hefðu átt að duga því
fólki til að vita að Halldór Ásgríms-
son myndi einungis vinna eftir
bestu sannfæringu. Deilurnar um
sölu Búnaðarbankans voru þeim
sem harðast gengu þar fram til
minnkunar.
Árangursríkt starf
Það hefur verið í nokkurs konar
tísku undanfarið að tala um að
Halldór hafi ekki staðið sig vel.
Eins og gengur og gerist snýst
stríðsgæfan með mönnum eða á
móti. En framhjá því verður ekki
horft að þegar stjórnmálasaga síð-
asta aldarfjórðungs verður skrif-
uð mun nafn Halldórs Ásgríms-
sonar verða fyrirferðamikið.
Samstarf hans og Davíðs Oddson-
ar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar
gæfuríkt og vandfundinn annar
eins uppgangstími í sögu þjóðar-
innar.
Í DAG
FORMAÐUR
KVEÐUR
ILLUGI
GUNNARSSON
Sumir þingmenn Framsóknar-
flokksins hafa til dæmis ekki
borið gæfu til að styðja stefnu
og verk flokksins síns nema
endrum og sinnum og þá helst
vegna þess að þeir gættu ekki
að sér.
ALLT SEM fiIG VANTAR
ER Á VISIR.IS/ALLT
n‡ vöru- & fljónustu-
skrá á visir.is
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Sá á kvölina sem á hvalina
Hvalaskoðunarsamtök Íslands mót-
mæla harðlega þeirri ákvörðun Einars
K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra
að heimila veiðar á 50 hrefnum hér
við land í sumar. Samtök ferðaþjónust-
unnar hafa einnig látið í sér heyra en
fulltrúar hennar kvarta undan framferði
hvalveiðimanna undanfarin tvö ár og
segja þá hafa veitt á auglýstum hvala-
skoðunarsvæðum og veitt gæfustu
dýrin sem séu söluvara hvalaskoðunar-
fyrirtækja. Einar hefur hins-
vegar sagt að Íslendingar
eigi ekki annarra kosta völ
sem fiskveiðiþjóð en að
hefja atvinnuhvalveiðar
enda hefðu bráða-
birgðarannsóknir
Hafrannsókna-
stofnunarinnar
sýnt að hlutfall þorsks í fæðu hrefnu
sé mun hærra en áður var talið. Það er
ljóst að það sé vandasamt að hafa hvali
í lögsögu sinni og því mætti segja að sá
á kvölina sem á hvalina.
Lokaður vegna veðurs í átta
mánuði
Flugvöllurinn á Þingeyri hefur verið
lokaður fyrir umferð frá því í fyrra en
þá hófust framkvæmdir við hann.
Verið er að gera hann þannig úr garði
að Fokkerflugvélar geti lent þar og því
hefur hann verið lengdur, breikkaður
og ljós sett þar á alla kanta. Ráðgert
var að ljúka þessum framkvæmdum 1.
nóvember í fyrra en ekki tókst það þar
sem slitlag var ekki komið á hann. Til
að leggja það þarf tíðin að vera góð því
í nokkra daga má hitinn ekki fara niður
fyrir 5 stig. Ekki hefur verið hægt að
treysta á slíka tíð frá því í nóvember og
má því segja að flugvöllurinn hafi verið
lokaður vegna veðurs í átta mánuði.
Börsungar gleyma leik Spánverja
Fresta varð blaðamannafundi sem
haldinn var með Eiði Smára Guðjohn-
sen og forsvarsmönnum Barcelona
þegar búið var að ganga frá kaupum
á kappanum. Mönnum hafði yfirsést
að leikur Spánverja og Úkraínumanna
væri í fullum gangi á sama tíma
og fundurinn ætti að fara fram.
Menn kynnu að spyrja hvernig
knattspyrnumönnum frá Spáni
gæti yfirsést svona nokkuð en
hugsanlega er þetta til marks
um áhugaleysi Katalóníubúa á
gengi spænska landsliðsins.
jse@frettabladid.isÞað er ekkert auglýsingaskrum þegar sagt er að heims-meistarakeppnin í fótbolta sé stærsti íþróttaviðburður heims. Í hugum mjög margra stendur þessi málsgrein
reyndar óhögguð þótt orðið „íþrótta“ sé fellt burt úr henni.
Fegurð HM í fótbolta umfram til dæmis Ólympíuleika, er að á
HM er ekkert lið komið til að vera bara með. Leikur tvegga fót-
boltaliða snýst aldrei um neitt annað en sigur og ólíkt frjálsum
íþróttum, vinnur ekki alltaf sá besti í fótbolta. Lið getur unnið
vegna þess að klókur þjálfari spilar vel úr takmörkuðum leik-
mannahópi, lið getur líka unnið vegna ósanngirni, með svindli,
eða með algjörri heppni.
Ólíkt frjálsum íþróttum, vinnur ekki alltaf sá besti
í fótbolta. Lið getur unnið vegna ósanngirni, með
svindli, eða með algjörri heppni.
Þannig líkist fótbolti lífinu sjálfu miklu meira en til dæmis
hundrað metra hlaup; þar vinnur sá sem hleypur hraðast, punkt-
ur. Eins og lífið, er fótbolti er miklu flóknara fyrirbrigði. Þetta
skynjar fólk, líka þeir sem horfa ekki alla jafnan á fótbolta, en
hrífast með þegar HM brestur á. Það er því ekkert undarlegt við
að það hægist á viðskiptum og öðrum hversdagslegum hlutum á
jarðarkringlunni þegar þrjátíu og tvö af bestu fótboltaliðum
heims koma saman og leika sín á milli þar til sigurliðið stendur
eitt eftir.
HM í fótbolta hefur sloppið blessunarlega við að verða pólit-
ískt bitbein þjóða, eins og hefur af og til orðið hlutskipti Ólympíu-
leikanna. Ef eitthvað er hefur fótboltanum stundum tekist að fá
þjóðir til að gleyma ágreiningi sínum, þótt ekki sé nema í þær 90
mínútur sem einn leikur stendur yfir. Frægasta dæmið um
hvernig fótboltinn getur risið upp yfir jafnvel grimmustu átök
er úr fyrri heimsstyrjöldinni, þegar breskir og þýskir hermenn
lögðu niður vopn yfir jólin 1914 og léku fótbolta á einskismanns-
landinu milli skotgrafanna í Ypres í Belgíu.
Á föstudag var skorað svo fallegt mark á HM að litlar líkur
eru á að betur verði gert á þessu móti. Þetta var mark númer tvö
í leik Serbíu-Svartfjallalands við Argentínu. Markið kom við
tuttugustu og fjórðu snertingu innan argentíska liðsins þegar
Esteban Cambiasso þrumaði boltanum í netið eftir hælsendingu
frá félaga sínum, Hernan Crespo. Ótrúleg snilld sem hefur kall-
að fram gæsahúð um allan heim.
Fótboltasérfræðingar hafa strax tekið að bera þetta mark
saman við annað af argentískum uppruna, eða það sem snilling-
urinn Diego Maradona skoraði upp á eigin spýtur með því að
leika á næstum hvern einasta leikmann enska landsliðsins á HM
í Mexíkó 1986. Það þykir hið fullkomna einstaklingsmark. Mark-
ið sem landi hans Cambiasso skoraði er á sama hátt hið full-
komna mark liðsheildarinnar.
En þótt þetta mark Maradona sé eitt það eftirminnilegasta í
sögu HM er þó síðara markið sem hann skoraði í sama leik ennþá
frægara. Þar kom við sögu „la mano de Dios“ eins og Maradona
útskýrði seinna sjálfur, eða hönd guðs, sem hjálpaði honum við
að koma boltanum fram hjá Peter Shilton, markverði enska liðs-
ins. Markið tryggði að Argentínumenn héldu áfram í keppninni,
sem þeir enduðu svo með að vinna.
Í þessum eina leik kristallaðist sígilt aðdráttarafl fótboltans,
snilldin bak við fyrra markið og viljinn til að vinna með öllum
tiltækum ráðum sem stýrði hendi Maradona í seinna skiptið. Og
eins og í lífinu kom sanngirni eða réttlæti þar ekkert við sögu.
SJÓNARMIÐ
JÓN KALDAL
Ekkert lið er komið til leiks á HM í Þýskalandi
bara til að vera með:
Fegurð fótboltans
Halldór Ásgrímsson