Fréttablaðið - 18.06.2006, Side 22

Fréttablaðið - 18.06.2006, Side 22
 18. júní 2006 SUNNUDAGUR22 Þessa dagana virðist allt snúast um heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Mótið stendur til 9. júlí en antisportistar þurfa ekki að örvænta. Það er hægt að gera svo margt annað en að öskra á sjónvarpið næstu þrjár vikurnar. Ekki öskra á sjónvarpið Þrír HM-leikir eru spilaðir í dag en það má einnig nota daginn í aðra leiki. Fréttablaðið mælir til dæmis með nýja Löru Croft-tölvuleiknum, Tomb Raider Legend (Psp)-Eidos. Í leiknum þvælist Lara Croft um heiminn í leit sinni af forngripum en á leiðinni hittir hún ýmsa óvini sem hún hélt að væru löngu látnir. Öll þriðjudagskvöld í sumar er boðið upp á kvöldgöngur í Viðey. Í kvöld er það fuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmarsson sem leiðir gesti um eyjuna sem er sannkölluð fuglaparadís því 30 fuglategundir verpa þar. Lagt er af stað frá Sundahöfn kl.19 og tekur gangan um tvær klukkustundir. Fín útivera í stað þess að horfa á fjóra leiki í Heimsmeistaradeildinni. Hvernig væri að flýja HM algjörlega um helgina og halda inn í Þórsmörk? Útivist stendur fyrir sinni árlegu Jóns- messu- göngu þessa helgi þar sem gengið er yfir Fimmvörðuháls að næturlagi. Ferðir þessar hafa verið gríðarlega vinsælar og á laugardagskvöldið er sungið við varðeld og lambakjöt grillað. Þeim konum sem mæta í íslenskum þjóðbúningi í Norska húsið á Stykkishólmi verður boðið upp á kaffi og kökur milli klukkan 14 og 16 en þjóðbún- ingadagur er á safninu þennan dag og því ókeypis inn. Þetta er góð ástæða til að renna til Stykkis- hólms í sínu fínasta pússi og viðra þjóðbúning ættarinnar. Ferðafélagið Útivist ætlar að ganga á Grænudyngju sem er 402 metra há. Lagt er af stað kl. 18.30 frá Toppstöðinni í Elliðaárdal. Gengið verður frá Djúpavatni á Grænudyngju og þaðan um Sogaselsgíga. Þetta er um 5 kílómetra vegalengd. Á meðan Mexíkó og Serbía bítast um boltann er óvitlaust að koma við á Café Oliver við Laugaveg þar sem The Jazzy Havanas Band heldur uppi frábærri stemningu. Hinni ljúfu tónlist má skola niður með mojito að hætti Havanabúa. Þess má geta að þessi hljómsveit spilar alla sunnudaga á Oliver. MÁNUDAGUR JÚNÍ 19 ÞRIÐJUDAGUR JÚNÍ 20 MIÐVIKUDAGUR JÚNÍ 21 FIMMTUDAGUR JÚNÍ 22 FÖSTUDAGUR JÚNÍ 23 LAUGARDAGUR JÚNÍ 24 SUNNUDAGUR JÚNÍ 25 Það er æfing hjá Sjósundfélagi Íslands klukkan 17 í Nauthólsvíkinni, einmitt þegar leikur Brasilíu og Ghana er að hefjast. Allir sem treysta sér í sjóinn eru velkomnir. Síðan má skella sér á ljósmyndanámskeið hjá Norræna félaginu en í þrjár klukkustundir kennir norskur ljósmyndari áhugasömum nokkur góð trix fyrir aðeins 1.500 krónur. Háskólanemar hafa yfirleitt drifið sig út úr bænum þessa helgi og framhalds- skólanemar jafnvel fylgt á eftir. Það er því tilvalið að bregða sér út á lífið þessa helgi og sleppa þannig við troðning á skemmtistöðum borgarinnar. Þetta gæti orðið erfiður dagur fyrir antisportista því bæði Brasilía og England eru að keppa á Heimsmeistara- mótinu í dag. Þeir sem vilja sleppa við lætin í sjónvarpstæk- inu geta tekið daginn rólega í Bláa lóninu en þar er boðið upp á algjöran frið og slökun með nuddi undir beru lofti. Tangósveit lýðveldisins býður upp í dans í Iðnó klukkan 21 og leikur til kl. 23. Stiginn verður tangó á gólfinu en þeim sem ekki þora út á gólfið er líka velkomið að horfa á. Miðaverð er 1.500 kr. Á meðan allt ætlar um koll að keyra yfir leik Englands og Brasilíu er tilvalið að kíkja í heimsókn til annars antisportista. Íslendingar gera allt of lítið af því að kíkja óvænt í heimsókn hver til annars en það má bæta úr því. Mættu með eitthvert góðgæti með þér eins og köku og sjálfsögðu heitasta slúðrið úr vinnunni og einkalífinu. Það er tilvalið að skella sér í messu í dag klukkan 14 í gömlu torfkirkjunni í Árbæjarsafninu. Fótboltaáhugamenn munu líklega biðja fyrir góðum leik Brasilíu og Þýskalands sem eigast við klukkan 20. Aðrir geta spókað sig frítt um safnið af vild en það er ókeypis inn í tilefni af safnadeginum. Diskó- og pönk-sýningin er í fullum gangi og hana er virkilega gaman að skoða. ÞRIÐJUDAGUR JÚNÍ 27 FÖSTUDAGUR JÚNÍ 30 ÞRIÐJUDAGUR JÚLÍ 4 MIÐVIKUDAGUR JÚLÍ 5 SUNNUDAGUR JÚLÍ 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.