Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 29

Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 29
óskar eftir starfsmanni með vinnuvélaréttindi og meirapróf. Um er að ræða framtíðarstarf hjá góðu fyrirtæki. Góðar tekjur í boði. Nánari upplýsingar hjá Arnari Kristjánssyni í síma 892 7674. Frá Nesskóla FJARÐARBYGGÐ Í Nesskóla í Neskaupstað vantar kennara til starfa í haust. Um er að ræða eina stöðu á yngsta stigi, stöðu myndmenntarkennara og stöðu á elsta stigi. Í skólanum er rekið framsækið skólastarf og m.a. er í gangi þróunarverk- efni í lestri á yngsta stigi og á elsta stigi er verið að kenna framhaldsdeildaráfanga. Við skólann starfar námsráðgjafi, deildarstjóri sérkennslu, þroskaþjálfari og hópur úrvalsstarfsmanna. Frábær aðstaða er í og við skólann. Í Neskaupstað er glæsileg íþróttaaðstaða, sundlaug, íþróttahús, líkamsrækt, gervigrasvellir og náttúran stórkostleg. Í boði er flutningsstyrkur sbr. reglur þar um. Nánari upplýsingar veitir Óli skólastjóri í síma 477-1124 eða 863-4698. Netfang oliskoli@skolar.fjardabyggd.is Skólastjóri SKOÐUNARMAÐUR Frumherji hf. leitar að skoðunarmönnum til að skoða ökutæki í skoðunarstöðvum fyrirtækisins bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi. Starfið Starf skoðunarmanns felst aðallega í skoðun ökutækja af öllum stærðum og gerðum ásamt afgreiðslustörfum. Hæfniskröfur Bifvélavirkjun, vélvirkjun eða sambærilegt nám Almenn ökuréttindi, en aukin ökuréttindi og bifhjólaréttindi eru einnig kostur. Kostur er að viðkomandi hafi einhverja starfsreynslu í faginu. Við leitum að starfsfólki sem hafa góða þjónustulund og geta starfað sjálfstætt Umsóknir Umsóknir sendist til Frumherja hf fyrir 1.júlí 2006 merkt starfsmannastjóra, eða með tölvupósti á annamaria@frumherji.is. Nánari upplýsingar veitir Anna María Þorvaldsdóttir s. 570-9135. Öllum umsóknum verður svarað og meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Frumherji hf. var stofnað árið 1997 og er starfsemi fyrirtækisins í alhliða þjónustu á sviði ýmiskonar skoðana og prófana ásamt annarri starfsemi. Fyrirtækið starfar nú á sjö mismunandi sviðum á um 30 stöðum á landinu og eru flest starfssvið fyrirtæk- isins rekin samkvæmt viðurkenndum gæðastöðlum. Frumherji hf. Hesthálsi 6-8 • 110 Reykjavík www.frumherji.is Menntasvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða sérfræðing í fjármáladeild. Aðalskrifstofa Menntasviðs þjónustar leik- og grunnskóla Reykjavík- urborgar. Alls heyra um 80 leikskólar og um 40 grunnskóla undir Menntasvið en starfsmenn sviðsins eru um 4.300. Helstu verkefni: • Veitir skólastjórnendum ráðgjöf um búnað í skólum og skólamötuneytum og gerir kostnaðaráætlanir þar um • Undirbýr gerð útboða • Sér um innkaup á búnaði og tækjum til nýbygginga Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á rekstrar- eða tæknisviði • Þekking á almennum búnaði fyrir skóla, á tæknibúnaði fyrir mötuneyti eða af rekstri mötuneyta er kostur • Reynsla og þekking á almennum útboðsreglum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði • Góð tölvukunnátta Upplýsingar um starfið veita Ingunn Gísladóttir starfsmannastjóri og Runólfur Birgir Leifsson, fjármálastjóri í síma 411-7000. Umsóknarfrestur er til 3. júlí nk. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og störf og sendist til Menntasviðs Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Laun eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um laus störf á Menntasviði er að finna á www.menntasvid.is SÉRFRÆÐINGUR Í FJÁRMÁLADEILD Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. ATVINNA SUNNUDAGUR 18. júní 2006 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.