Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 31

Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 31
PROTOCOL ASSISTANT Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu Protocol Assistant lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 28. júní 2006. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: http//iceland.usembassy.gov. Starfsmenn óskast Vegna aukinna umsvifa Selecta fyrirtækjaþjónustu óskum við eftir öflugum einstaklingum í sölu- og þjónustulið okkar. Starfið felst í þjónustuheimsóknum til viðskiptavina okkar ásamt sölu á vörum og þjónustu fyrirtækisins. Leitað er eftir þjónustulunduðum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Einnig óskum við eftir starfsmanni á lager starfið felst í tiltekt á pöntunum og öðrum lagerstörfum. Góð vinnuaðstaða og mötuneyti á staðnum. Áhugasamir sendi inn umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf á olafur@selecta.is eða í pósti á Selecta ehf, Fossaleyni 21, 112 Reykjavík, merkt “Starfsumsókn”, fyrir 21. júní n.k. s: 5 85 85 85 Fljótsdalshéra› - Lyngási 12 - 700 Egilssta›ir - sími 4 700 700 - www.fljotsdalsherad.is Félagsráðgjafi Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs óskar eftir að ráða félagsráðgjafa til starfa. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Almenn félagsleg ráðgjöf • Fjárhagsaðstoð • Barnavernd • Málefni aldraðra Helstu menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun á sviði félagsráðgjafar • Reynsla á sviði barnaverndar og almennrar félagsþjónustu • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og skipulagshæfni • Hæfni til að starfa sjálfstætt Um er að ræða 100% stöðu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá merkt: Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs – atvinnuumsókn, Lyngás 12, 700 Egilsstöðum eða á netfangið kristinth@egilsstadir.is. Einnig má sækja um stöðuna á www.job.is Umsóknarfrestur er til 14. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Kristín Þ. Þorsteinsdóttir, Félagsmálastjóri Fljótsdalshéraðs, s. 4 700 700, netfang: kristinth@egilsstadir.is. Fljótsdalshéra› fl jo ts d a ls h er a d .i s IKEA Holtagörðum, 104 Reykjavík Sími: 520 2500 │Netfang: ikea@ikea.is│Vefsíða: www.IKEA.is Viltu vera í okkar liði? IKEA er ein stærsta húsgagnakeðja í heiminum og rekur 235 verslanir í 34 löndum. Síðan IKEA var stofnað í Svíþjóð árið 1943 hefur fyrirtækið mótað árangursríka hugmyndafræði sem grundvallast á tengslum við sænskan uppruna IKEA og hugsjónir stofnandans, Ingvar Kamprad. Í dag er IKEA vörumerkið eitt af stærstu og þekktustu vörumerkjum á heimsvísu. Hugmyndafræði IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það er gert með því að bjóða upp á breitt úrval af vel hönnuðum og hagnýtum húsbúnaði á svo lágu verði að allir hafi efni á að kaupa hann. IKEA á Íslandi hefur starfað frá árinu 1981 og vaxið síðan þá í að vera ein stærsta húsgagnaverslun á landinu. Fyrirtækið er enn að vaxa og í haust flytjum við í nýtt og stærra húsnæði við Urriðaholt í Garðabæ. Þess vegna þurfum við að bæta við okkur starfsfólki í framtíðarstörf. Hjá IKEA vinna nú yfir 200 manns í fjölbreyttum störfum og býður fyrirtækið upp á starfsumhverfi fyrir skapandi fólk, þar sem möguleiki er til að þróast og vaxa. Hvort sem unnið er sjálfstætt eða saman, þá er tekist á við ábyrgð og starfsfólki gefið tækifæri á að vaxa með IKEA í góðu starfsumhverfi. Umsóknum skal skila á þar til gerðu umsóknareyðublaði á vefsíðu, á netfangið magnus@ikea.is eða á þjónustuborð IKEA. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 18 ára. Sé sótt um ákveðið starf skal tilgreina það í umsókninni. Nánari upplýsingar veita Magnús Auðunsson í starfsmannahaldi og Róbert Valtýsson, starfsmannastjóri IKEA. Fjölbreytt störf í boði og sveigjanlegur vinnutími: • Sölufulltrúar í Smávörudeild/Húsgagnadeild starfið felst meðal annars í ráðgjöf, almennri sölu og aðstoð við viðskiptavini • Ræstingafólk starfið felst meðal annars í þrifum í verslun og skrifstofum, vaktavinna • Umsjón barna í Smálandi starfið felst meðal annars í umsjón, skráningu og móttöku barna ásamt eftirliti og gæslu, aðeins 25 ára og eldri koma til greina 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ATVINNA SUNNUDAGUR 18. júní 2006 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.