Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2006, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 18.06.2006, Qupperneq 66
Líf, fréttir og viðburðir á ensku Vefurinn Reykjavik.com og blaðið Reykjavikmag eru nýjar upplýsinga- veitur á ensku. Þær bjóða upp á ferska umfjöllun og nýjustu upplýsingar um allt sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma; menningarviðburði, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir og næturlíf. Nýjustu fréttir frá Íslandi Reykjavíkmag blaðið kemur út hálfsmánaðarlega og verður dreift um alla borg. Vefurinn Reykjavík.com flytur alltaf nýjustu fréttir frá Íslandi og er stöðugt uppfærður í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Í Reykjavík er alltaf eitthvað sem er nýjasta nýtt Be prepared, Ingólfsfjall er 551 m hátt móbergsfjall í Ölfusi. Það er hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt. Þegar sjávar- staða var hæst í ísaldarlok hefur það verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar. Ingólfsfjall er einkum gert úr móbergi með hraunlögum inn á milli, einkum að neðan og í kolli. Það hefur orðið til um miðja ísöld. Suður úr vesturhorni fjallsins skagar grár klettamúli, Silfurberg, er það úr móbergi með ljósum holufyllingum sem aðallega eru geislasteinaútfellingar. Þar suður af er Kögunarhóll og liggur þjóðvegurinn á milli. Ingólfsfjall er kennt við landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Uppi á fjall- inu er grágrýtishæð sem heitir Inghóll og segja munnmæli að þar sé Ingólfur heygður. Í Landnámabók segir að þar hafi Ingólfur Arnarson haft vetursetu undir Ingólfsfjalli hinn þriðja vetur sinn hér á landi. Síðar reis þar stórbýli sem hét Fjall og fór í eyði á 18. öld. Enn sjást leifar fornra mannvirkja á staðnum, sem nú eru friðlýstar. FJALLIÐ: INGÓLFSFJALL ...að fyrstu heimildir um sjóræningja eru frá 13. öld fyrir Krist? Þeir stund- uðu sjórán við Grikkland. ...að í Miðjarðarhafi voru sjóræningjar lengi umsvifamiklir, eða allt fram á tíma Júlíusar Sesars? ...að sagan segir að áður en Sesar varð keisari hafi hann verið á leið til Ródos að læra ræðumennsku? Honum var rænt af sjóræningjum og neyddist Sesar til að borga fúlgur fjár fyrir frelsi sitt. ...að um leið og Sesar slapp safnaði hann saman litlum her, klófesti sjóræningjana og krossfesti þá? ...að eftir valdatöku Sesars varð Miðjarðarhafið mun öruggara gegn sjóræningjum? Ástandið varði þó ekki lengi. ...að næsta gullöld sjóræningja kom er víkingar gerðu strandhögg um alla Evrópu? ...að í okkar augum eru þeir hetjur en flestir efa að Írar séu á sama máli? ...að gullöld sjórána var á árunum 1640-1680? ...að það var að sjálfsögðu í Karíba- hafinu? ...að á 7. áratug 15. aldar var Tortuga, eða Skjaldbökueyja, höfuðvígi sjóræningja? ...að eftir 1655 tók Port Royale við þeim titli? ...að oft ríkti ákveðið lýðræði um borð í sjóræningjaskipum? ...að áhafnir kusu oft leiðtoga sinn og skiptu svo jafnskjótt um hann aftur? Ránsfeng var einnig skipt niður eftir settum reglum sem ákveðnar voru fyrirfram og skráðar niður. ...að þrátt fyrir að líf sjóræningja hafi verið erfitt var það betra en líf breskra sjóliða á sama tíma? ...að þær aðstæður sem sjóliðarnir bjuggu við eru almennt taldar þær verstu sem nokkrir hermenn nokkurn tímann hafa þurft að þola? ...að þeim var reglulega gefinn úldinn og maðkaður matur? ...að breskir kafteinar voru miskunn- lausir og afar grimmir við áhöfn sína? ...að í dag er hættulegasta sjósvæðið milli Kyrrahafs og Indlandshafs? ...að skemmdir og rán sjóræningja á ári hverju eru metin allt að einum milljarði? VISSIR ÞÚ... ������������ �������������� �������������� ������� ���������� ���� 28 Erum umboðsaðilar fyrir LYCON VAX. Óskum eftir snyrtistofum til að bjóða LYCON VAX.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.