Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 78

Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 78
34 18. júní 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 14 15 16 17 18 19 20 Laugardagur ■ ■ LEIKIR  16.00 Ísland og Portúgal mætast í undankeppni kvennalandsliða fyrir HM í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  12.30 HM stúdíó á Sýn.  12.50 HM á Sýn. Bein útsending frá leik Japan og Króatíu í F-riðli.  15.00 HM stúdíó á Sýn.  15.50 HM á Sýn. Bein útsending frá leik Brasilíu og Ástralíu í F-riðli.  15.50 Landsleikur í fótbolta á Rúv. Bein útsending frá leik Íslands og Portúgals.  18.00 HM stúdíó á Sýn.  18.50 HM á Sýn. Bein útsending frá leik Frakklands og Suður-Kóreu í G-riðli.  21.00 4-4-2 á Sýn.  21.30 Helgarsportið á Rúv.  22.00 PGA meistaramótið á Sýn. Bein útsending frá mótinu. FÓTBOLTI Portúgal er komið í sex- tán liða úrslit á heimsmeistara- mótinu í Þýskalandi eftir öruggan sigur á Íran í gær. Glæsimark frá Deco og vítaspyrna Cristianos Ronaldo voru nóg til að leggja Írana að velli. „Þetta er sögulegt augnablik fyrir Portúgal. Þetta er í fyrsta skipti í 40 ár sem við komumst svona langt á HM. Við erum algjör- lega í skýjunum,“ sagði Luiz Fel- ipe Scolari, þjálfari Portúgal, eftir leikinn en þeir unnu Angóla 1-0 í fyrsta leiknum. „Við spiluðum mun betur en í leiknum gegn Angóla. Við sýndum og sönnuðum taktana sem í okkur búa,“ sagði Scolari en það var árið 1966 sem Portúgal komast síðast í aðra umferð á HM. Þá var það goðsögnin Eusebio sem leiddi þá til þriðja sætis á mótinu í Eng- landi. - hþh Portúgal komið áfram á HM: Söguleg stund fyrir Portúgal FÖGNUÐUR Luis Figo og Cristiano Ronaldo fagna sigrinum gegn Íran á HM í gær. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Í tilefni af því að lands- leikur Íslands gegn Portúgal er hundraðasti A landsleikur kvenna- landsliðs Íslands verður ókeypis aðgangur á völlinn. Fólk er að sjálfsögðu hvatt til að fjölmenna en leikurinn hefst klukkan fjögur. Guðlaug Jónsdóttir úr Breiðabliki þurfti að draga sig út úr hópnum og kemur Rakel Logadóttir úr Val inn í hópinn. Jörundur Áki Sveinsson þjálf- ari tilkynnti byrjunarliðið í gær. Þóra Helgadóttir er í markinu en vörnina skipa Dóra Stefánsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Ásta Árnadóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir. Greta Mjöll Samú- elsdóttir og Hólmfríður Magnús- dóttir verða á köntunum og þær Katrín Jónsdóttir og Edda Garð- arsdóttir á miðjunni. Erna B. Sig- urðardóttir mun spila sem sóknar- tengiliður en Margrét Lára Viðarsdóttir verður í fremstu víg- línu. - egm Ísland - Portúgal í dag: Frítt á völlinn EKKI MEÐ Ásthildur Helgadóttir er í leik- banni í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL FÓTBOLTI „Við erum búnar að eiga alveg frábærar æfingar og hópur- inn er einstaklega samheldinn,“ sagði Þóra B. Helgadóttir, mark- vörður og fyrirliði íslenska liðs- ins. Hún mun bera fyrirliðabandið í fjarveru Ásthildar systur sinnar en hún er í leikbanni. „Við eigum eftir að sakna hennar og náttúru- lega svekkjandi að hún fái ekki að vera með í hundraðasta leiknum enda hefur hún spilað eitthvað um 65% af þessum leikjum. En maður kemur í manns stað og þetta getur alltaf komið upp. En skarðið er óneitanlega stórt.“ Öllum landsliðskonum Íslands frá upphafi var boðið á leikinn og munu þær hittast í sérstakri mót- töku fyrir leikinn. Þá hyggst hópur- inn sem spilar leikinn í dag hittast í kvöld. „Það er fullt af breytingum á liðinu enda höfum við verið aðeins á hælunum í síðustu leikjum. Okkur langar virkilega að rífa okkur upp og það er ekki betri leið til þess en að fá nýtt blóð í þetta. Við höfum mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Þóra. „Við vitum að þær portúgölsku eru nokkuð léttleikandi en hafa ekki riðið feitum hesti frá þessari undankeppni enn sem komið er. Við getum ekki farið með kæru- leysi í nokkurn leik enda er Portú- gal sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Þóra en leikurinn er liður í undan- keppni fyrir heimsmeistaramótið 2007. Portúgal er án stiga í riðlin- um en íslenska liðið er með sjö stig í þriðja sætinu eftir að hafa leikið fjóra leiki. Leikurinn verður fjórði A- landsleikur kvenna á milli þjóð- anna. Fyrstu þrír leikirnir hafa allir farið fram í Portúgal og því í fyrsta sinn er þjóðirnar mætast á Íslandi. Íslenska liðið hefur enn ekki náð að sigra Portúgal og gæti því náð sögulegum árangri í dag. 15. júní 1995 mættust þjóðirnar fyrst en það var í vináttulandsleik sem fram fór ytra. Heimamenn knúðu fram sigur með tvemur mörkum gegn einu en Guðrún Sæmundsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum. elvar@frettabladid.is Íslenski hópurinn er einstaklega samheldinn Íslenska kvennalandsliðið leikur gegn Portúgal á Laugardalsvellinum í dag. Þetta verður hundraðasti A-landsleikur Íslands í kvennaflokki frá upphafi. STELPURNAR FAGNA Stelpurnar í íslenska landsliðinu fagna hér marki og spurning er hvort þær fagni ekki aftur á Laugardalsvellinum í dag þegar Portúgal kemur í heimsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Grindavíkurbær er: Besti bær á Íslandi. Knattspyrnulið Grindavíkur er: Ógleyman- legt fyrir mig eftir frábæra veru hér í tíu ár . Vörn eða sókn: Sóknin. Besti samherji frá upphafi: Grétar Ólafur Hjartarson og Scott Ramsay. Uppáhalds leikmaður á Íslandi: Heimir Guðjónsson áður en hann hætti og Grétar Ólafur. Uppáhalds leikmaður í heimi: Maradona. Besti þjálfari sem þú hefur haft: Allir, hver á sinn hátt. Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ég horfi á sjónvarp en á mér engan uppáhaldsþátt. Stelpurnar mínar horfa mikið á sjónvarpið og ég neyðist oft til að horfa á ýmislegt sérstakt! Uppáhalds hljómsveit: Það koma margar til greina en U2 og Rolling Stones eru ofarlega á lista. Uppáhalds drykkur: Kók. Hverjir verða heimsmeistar- ar: Argentína. MEÐ SINISA VALDIMAR KEKIC60 SEKÚNDUR FÓTBOLTI Keflvíkingar eru í lykil- stöðu í einvígi sínu gegn liði Dungannon frá Norður-Írlandi eftir öruggan 4-1 sigur í fyrri leik liðanna sem fram fór á Keflavík- urvelli í gær. „Þetta einvígi er náttúrulega tveir leikir og það er ýmislegt sem getur gerst. Þeir misstu mann út af og þá gengum við á lagið. Ég er ánægður með að við skyldum hafa náð að vinna með þremur en mjög óánægður með að við fengum þetta mark á okkur,“ sagði Kristján Guðmunds- son, þjálfari Keflavíkur. Það tók Kelfvíkinga stundar- fjórðung að ná að skora fyrsta markið en það gerði hinn færeysi Simun Samuelsen með hörku- skoti. Keflavík var betra liðið í fyrri hálfleiknum og hefði getað skorað fleiri mörk en Hólmar Örn Rúnarsson klúðraði dauðafæri undir lok hans. Gestirnir fengu reyndar sín færi og komust nálægt því að skora þegar Ómar Jóhannsson missti boltann undir sig og hann fór í stöngina. Þá var komið að þætti Guð- mundar Steinarssonar sem skor- aði tvö næstu mörk, það síðara úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Baldri Sigurðs- syni. Fljótlega eftir seinna mark- ið fékk Rodney McAree að líta rauða spjaldið og Dungannon- menn voru manni færri í tæpar tuttugu mínútur. Magnús Sverrir Þorsteinsson kom Keflavík í 4-0 en Dungannon minnkaði muninn með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu undir lokin. Keflvík- ingar geta þakkað fyrir að enginn leikmaður liðsins meiddist í þess- um leik en leikmenn Dungannon voru óhræddir við að tækla í leiknum. „Þeir vilja vera í návígi og tækla og við vissum það fyrir leikinn. Í hálfleik sagði ég síðan við mína menn að gæði sending- ana þyrfti að batna og það tókst ágætlega,“ sagði Kristján. Seinni viðureign liðanna fer fram eftir viku ytra en ljóst að mikið þarf að fara úrskeiðis ef Keflavík á ekki að fara áfram í keppninni. - egm Keflavík vann öruggan sigur, 4-1, á Norður-Írska liðinu Dungannon í Intertoto-keppninni í gær: Keflvíkingar komnir í bílstjórasætið BRJÁLAÐIR Norður-Írarnir voru mjög grófir í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR > Til hamingju, HSÍ Umgjörð landsleiks Íslands og Svíþjóðar í gær var stór rós í hnappagat HSÍ sem hefur mátt þola sinn skerf af gagnrýni undanfarin ár. Sjaldan eða aldrei hefur náðst upp eins stórkostleg stemning á landsleik, eða íþróttaleik, á Íslandi og umgjörðin hafði þar mikið að segja. Þeir sem lögðu leið sína í Höllina í gær munu seint gleyma þeirri upplifun og það eiga þeir að mörgu leyti HSÍ að þakka sem var með allt sitt á tæru. Til hamingju, HSÍ. Birgir Leifur í 19. sæti Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, er fimm höggum undir pari eftir þrjá hringi á áskorandamóti í golfi í Larvik í Noregi. Birgir lék þriðja hringinn í gær á þremur höggum undir pari og er ásamt tíu öðrum kylfingum í nítjánda til þrítugasta sæti fyrir lokahringinn sem leikinn verður í dag. FÓTBOLTI Argentínski miðjumaður- inn Andres D‘Alessandro hefur verið lánaður til spænska úrvals- deildarliðsins Real Zaragoza í eitt ár. D‘Alessandro lék með Portsmouth á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig mjög vel en enska félagið hafði vonast til þess að halda kappanum. Það tókst ekki og hann er farinn til Spánar en það er þýska félagið Wolfsburg sem á Argentínumanninn. - hþh Andres D´Alessandro: Fer að láni til Real Zaragoza

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.