Fréttablaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 6
6 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR
Aðeins örfá sæti
Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu
sætunum til Bologna og Trieste á Ítalíu
19. júlí í 2 vikur. Þú kaupir 2 flugsæti en
greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og
skelltu þér til Ítalíu eða yfir til Króatíu á
einstökum kjörum.
Verð kr. 19.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum,
m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð á mann.
2 fyrir 1 til
Ítalíu / Króatíu
19. júlí
frá kr. 19.990
Stökktu til
Mallo ca
17. og 24. ágúst
frá kr. 3 . 90
Síðustu sætin
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu
sætunum til Mallorca í ágúst. Þú bókar og
tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí
á frábærum kjörum á einum vinsælasta
sumarleyfi sstað Íslendinga.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í viku, 17. eða 24.
ágúst. Aukavika kr. 14.000.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/
stúdíó/íbúð í viku, 17. eða 24. ágúst.
Aukavika kr. 14.000.
FORVARNIR Magnús Stefánsson
félagsmálaráðherra hefur komið
á rekspöl umfangsmikilli vinnu
vegna forvarnamála. Annars
vegar á að draga upp heildarmynd
af því forvarnastarfi sem þegar
er unnið í landinu og hins vegar á
að móta heildstæða forvarna-
stefnu, líkt og kveðið er á um í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar frá 2003. Magnús lagði
minnisblað þessa efnis fyrir ríkis-
stjórnarfund á dögunum.
„Forvarnir eru mjög mikil-
vægt viðfangsefni,“ sagði Magnús
í samtali við Fréttablaðið en mál-
efni fjölskyldunnar og þar með
barna og unglinga heyra undir
ráðuneyti hans.
Magnús sagði ekkert liggja
fyrir um hvort forvarnastarfið,
eins og það er nú, yrði stokkað
upp og því breytt með einhverjum
hætti. Fyrst og fremst vildi hann
fá heildarmynd af því starfi sem
unnið væri. „Það eru mjög margir
í forvarnastarfi og við þurfum að
átta okkur á umfanginu. En ég er
sannfærður um hægt sé að nýta
kraftana markvissara.“ Aðspurð-
ur segir hann ekki liggja ljóst
fyrir hve háum fjárhæðum sé
varið árlega til forvarnastarfs en
af störfum sínum í fjárlaganefnd
Alþingis sé honum mætavel ljóst
að töluverðir peningar fari í ýmis
verkefni.
Fréttir hafa borist af mikilli
drykkju ungmenna á bæjarhátíð-
um sem haldnar eru vítt og breitt
um landið yfir sumarmánuðina.
Magnús þekkir til þeirra. „Ég hef
orðið vitni að drykkjuskap ung-
menna á bæjarhátíðum, bæði nú í
sumar og áður. Það er allt of mikið
um að börn og unglingar undir
átján ára flykkist saman til
drykkju.“
Verslunarmannahelgin fer í
hönd og telur Magnús vert að
hafa áhyggjur enda geti margt
gerst á útihátíðum, bæði gott og
svo annað miður gott. Þess vegna
setti hann af stað samstarf
ýmissa aðila sem koma að for-
varnamálum í því augnamiði að
vekja foreldra og aðra til umhugs-
unar.
Aðspurður telur Magnús stríðið
gegn unglingadrykkju ekki tapað.
„Ég vona að minnsta kosti ekki.
En það er erfitt og þannig hefur
það verið og þannig verður það.
Þetta er barátta sem þarf að heyja
alla daga. Og þetta hefst ekki með
átaki heldur markvissu starfi.“
bjorn@frettabladid.is
Ráðherra segir stríðið gegn
unglingadrykkju ekki tapað
Unnið er að mótun heildstæðrar forvarnastefnu á vegum Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra.
Ráðherrann hefur áhyggjur af þróun bæjarhátíða þar sem ungmenni safnast saman til drykkju.
MAGNÚS STEFÁNSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Hefur hrint af stað vinnu sem miðar að því að móta heildstæða forvarnastefnu, eins og
kveðið er á um í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BARNAKLÁM Rétt rúmlega helming-
ur barnaklámmynda á netinu
kemur frá Bandaríkjunum, að því
er fram kemur í nýrri skýrslu frá
bresku eftirlitsstofnuninni Inter-
net Watch Foundation.
Nærri fimmtán prósent af þessu
klámi koma frá Rússlandi, nærri
tólf prósent frá Japan og tæp níu
prósent frá Spáni, að því er fram
kemur á vefsíðu fréttastofu breska
ríkisútvarpsins, BBC.
Samkvæmt skýrslunni bárust
stofnuninni á fyrri hluta þessa árs
nærri fimmtán þúsund ábendingar
um vefsíður með klámfengnum
myndum af börnum. Þetta voru
fjórðungi fleiri ábendingar en á síð-
asta ári.
Klámfengnar myndir af börnum
reyndust vera á nærri fimm þús-
und vefsíðum. Nærri 2.500 af þeim
eru hýstar í Bandaríkjunum, en
rúmlega 730 í Rússlandi. Sumar af
þessum vefsíðum hafa verið á net-
inu í meira en fimm ár, þrátt fyrir
að yfirvöldum hafi verið tilkynnt
um þær. Í Bandaríkjunum eru
miklu fleiri fyrirtæki en í öðrum
löndum sem bjóða upp á vefhýs-
ingu, en stofnunin telur það eitt
skýra það hve ástandið í Bandaríkj-
unum á þessu sviði er slæmt. - gb
FYLGST MEÐ NETINU Lögreglumaður á Spáni leitar uppi síður með barnaklámi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Bresk skýrsla um barnaklám á netinu:
Helmingur barnakláms hýstur
á bandarískum vefsvæðum
NEYTENDUR Samtök ferðaþjónust-
unnar fagna skýrslu matvæla-
verðsnefndarinnar. Að sögn sam-
takanna hafa veitingamenn lagt
ríka áherslu á að tollar verði
afnumdir og öll sala matvæla
verði í sama virðisaukaskatts-
þrepi, óháð því hvernig hún er
seld.
Í yfirlýsingu frá samtökunum
segir að ófremdarástand ríki í
samkeppnismálum veitingastaða
vegna skattkerfisins, þar sem
varan er seld með mismunandi
virðisaukaskatti.
„Matur er seldur í dag með
mismunandi hætti á fjölbreyti-
legum stöðum. Það er til dæmis
verið að selja alls kyns skyndibita
í söluturnum sem eru á öðru
skattþrepi en matur út úr lúgu á
hamborgarastað,“ segir Erna
Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það
er verið að selja sama hamborg-
arann, annars vegar í fjórtán pró-
senta skattþrepi og hins vegar í
24,5 prósenta skattþrepi.“ Erna
segir þetta skekkja samkeppnis-
stöðu matsölustaða og það verði
að laga hið fyrsta. „Matvæli eiga
að vera skattlögð með sama hætti
óháð því hvar og hvernig þau eru
seld.“
Hún segist vonast til að bragar-
bót verði gerð á þessum málum,
þar sem nefnd forsætisráðherra
um matvælaverð hafi bent á að
þetta skyti skökku við. - æþe
Samtök ferðaþjónustunnar vilja að öll sala matvæla fari í sama skattþrep:
Ekki sama hvar er keypt
SKYNDIBITI Hamborgari er ýmist í fjórtán
prósenta skattþrepi eða 24,5, eftir því hvar
hann er keyptur.
BANDARÍKIN, AP Michael Lenz, rúm-
lega fertugur ásatrúarmaður og
fangi á dauðadeild í Virginíuríki í
Bandaríkjunum, hefur farið fram
á það við Hæstarétt Bandaríkj-
anna að dauðarefsingu hans verði
frestað vegna þess að kviðdóm-
endur í máli hans flettu upp í
Biblíunni meðan réttarhöldin
stóðu yfir.
Lenz hlaut dauðadóm fyrir að
myrða félaga sinn, Brent Parker,
árið 2000 þegar þeir sátu báðir í
fangelsi. Báðir voru þeir félagar í
ásatrúarfélagi, en Lenz þótti
Parker ekki sýna trúarbrögðun-
um tilhlýðilega virðingu og myrti
hann. - gb
Ásatrúarmaður á dauðadeild:
Vill að refsingu
verði frestað
SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti
íslenskra skipa nam 25 milljörðum
króna fyrstu fjóra mánuði ársins,
samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu Íslands. Það er milljarði króna
minna verðmæti en árið 2005. Afla-
verðmæti aprílmánaðar nam
rúmum sex milljörðum, sem er
nokkru meira en í sama mánuði í
fyrra.
Aflaverðmæti botnfisks var í lok
apríl rúmlega milljarði meira en á
sama tíma í fyrra. Verðmæti karfa-
og ufsaafla hefur hækkað mikið frá
fyrra ári. Verðmæti ufsaaflans
jókst um 38 prósent á milli ára og
karfaaflans um 21 prósent. - shá
Sjávarafli 2006:
Verðmæti ýsu
og ufsa eykst
VERÐMÆTARI Ufsinn gefur 38 prósentum
meira af sér í ár en í fyrra.
BANDARÍKIN, AP Meira en hálf millj-
ón barna fæðist fyrir tímann í
Bandaríkjunum á ári hverju.
Kostnaðurinn við að sinna veik-
burða börnum sem fæðast fyrir
tímann er um 2.000 milljarðar
króna á ári hverju þar í landi.
Sérfræðingar segja eina ástæðu
hækkandi tíðni vera aðgerðir gegn
ófrjósemi sem valda auknum
líkum á fjölburafæðingum. - sgj
Eitt af átta fæðist of snemma:
Dýrt að fæða
fyrir tímann
KJÖRKASSINN
Skoðaðir þú seglskipið Sedov við
Reykjavíkurhöfn?
Já 14%
Nei 86%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefurðu heimsótt Húsdýragarð-
inn í sumar?
Segðu þína skoðun á visir.is