Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2006, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 23.07.2006, Qupperneq 14
 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR14 PS nefnist ný bók sem Páll Stefánsson ljós- myndari sendir frá sér innan skamms. Sex ár eru liðin frá því að Páll sendi síðast frá sér bók en þær eru orðnar æði margar. Ég held að þetta sé ellefta heildarverkið mitt en svo hef ég átt hluta í ýmsum öðrum bókum,“ segir Páll. „Ég gaf út bækur svolítið þétt á. Mig lang- aði til að koma með eitthvað nýtt enda voru margir ljósmyndarar farnir að herma eftir því sem ég hafði verið að gera.“ Páll gaf út bókina Panorama árið 1997, Land árið 1999 þar sem hann myndaði sex uppáhalds svæð- in sín og svo 1881 km árið 2000 þar sem hann keyrði hringinn í kring- um landið og tók myndir á tuttugu kílómetra fresti. Páll segir að nýja bókin sé mun persónulegri en þær fyrri. Veðrið er verra, meira abstrakt og í stað þess að taka myndir af stórum svæðum sýni hann lítinn hluta - af ám, hverum eða landsvæðum svo dæmi séu tekin. Páll segist fyrst og fremst vera tímaritaljósmyndari og tekur meðal annars myndir fyrir Iceland Review og Atlantica. „Svo hef ég haldið sýningar og viðað að mér efni. Auðvitað liggur svona bók alltaf í undirmeðvitundinni og ég er kannski að reyna að finna nýjan tón í landlagsljósmyndum. Flestar myndirnar í nýju bókinni eru fer- kantaðar. Teknar á Hasselblad filmuvél sem hefur ótrúlegan kost miðað við stafræna tækni. Film- urnar ná meiri gæðum, fleiri smá- atriðum og það er hægt að stækka myndirnar endalaust upp,“ segir Páll. „Það er kannski flóknara og þyngra að vera með svona stóra filmu á ferðalagi en kostirnir eru svo miklu meiri. Filman nær líka að festa þessa síbreytilegu birtu okkar - hún spannar stærra svið en stafræna tæknin.“ Páll ferðaðist út um allt land við efnissöfnun. Hann sankaði að sér efni í ein sex ár, en þó aðallega síð- asta eina og hálfa árið. Það var því úr nægu að velja. „Þessi bók er svolítið eins og ljóðabók. Það eru ekki alltaf bestu ljóðin sem detta inn heldur þau ljóð sem ríma við ljóðið á undan. Ég fékk síðan góða hjálp frá Kristjáni B. Jónassyni, ritstjóra bókarinnar, og Helgu Guð- nýju Ásgeirsdóttur, sem hannaði bókina, við að velja myndirnar. Textinn í bókinni er af skornum skammti. „Aftast í bókinni má lesa ítarlega myndatexta þar sem sagan á bak við hverja mynd er rakin. Ég held að fólk geti haft dálítið gaman af því,“ segir Páll ljósmyndari. kristjan@frettabladid.is Búlgaría um Verslunarmannahelgi 3. ágúst Frá kr. 59.990 **** sértilboð Fjögurra stjörnu hótelgisting - frábært verð Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú frábært tilboð til þessa vinsæla sumarleyfi sstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir, en fyrir liggur að gistingin verður á fjögurra stjörnu hóteli og a.m.k. morgunverður er innifalinn. Frá kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi á 4* hóteli í viku. Flug, skattar, gisting með a.m.k. morgunverði og fararstjórn. VIÐ RAUÐFOSS „Þessi mynd er tekin við Rauðfoss að fjallabaki. Í staðinn fyrir að taka mynd af fossinum sjálfum sný ég baki í hann. Birtan var svo mögnuð í þessa átt og þetta lítríka líbarítgrjót sem liggur í árfarveginum er fallegt,“ segir Páll. VIÐ KALDALÓN „Þetta er tekið í Kaldalóni í Ísafjarðardjúpi. Þessi mynd er svolítið tákngervingur bókarinnar, er lítill lækur sem ég búta niður og lýsir þeim litum sem eru allsráðandi í íslensku sumri. Hún gæti í raun verið tekin hvar sem er - svona tilfinning og form.“ Ferköntuð eftirskrift Páls BRÚARÁRFOSS „Þessi mynd er bæði í bókinni og kápa bókarinnar. Þetta er Brúarárfoss í Biskupstungum og myndin er tekin á þessum sérkennilegu skilum þar sem vetrarbirta og vorbirta mætast. Hún er blá, svona húm í henni. Ég gerði mér ferð þangað austur til að fanga þetta. Eftir svona langan tíma sem ljósmyndari er ég farinn að þekkja birtuna og hvað er hægt að kreista út úr henni.“ POLLUR „Ég hef áður séð þessar tjarnir uppi á miðjum Vatnajökli og ég einsetti mér það að leita einn pollinn uppi. Þessi mynd er tekin úr flugvél í hálfs kílómetra hæð. Það er erfitt að átta sig á skalanum í þessu en maður sér túrkisbláa litinn og öskuna úr þeim nýlegu gosum sem hafa verið í Vatnajökli.“ HRAFNTINNUSKER „Þetta er einn af þessum ótrúlegu stöðum í lýðveldinu þar sem eldur og ís mætast. Þetta er óskaplega ómerki- legur heitur pollur með grjóti. Það er í raun ekkert merkilegt við þessa mynd, ég beini myndavélinni bara niður og smelli af.“ FJALLSÁRLÓN „Þetta er Fjallsárlón í sunnan- verðum Vatnajökli. Myndin var tekin í byrj- un júní, klukkan tvö að morgni í þessum endalausi degi sem íslenskt sumar er.“ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.