Fréttablaðið - 23.07.2006, Síða 18
23. júlí 2006 SUNNUDAGUR18
Lengi hafa svartsýnisraddir spáð Laugaveginum hægum dauðdaga í samkeppninni við
verslunarmiðstöðvar en þessi forn-
fræga gata gengur nú í endurnýjun
lífdaga og það með stæl. Allt það
sem er nýtt, öðruvísi, skrítið eða
„artí“ fær húsaskjól við Laugaveg-
inn eða hliðargötur hans og sífellt
spretta upp nýjar verslanir og veit-
ingastaðir sem gleðja fagurkera
borgarinnar. Vikulega má sjá list-
sýningar og tónleika í bakgörðum
og portum og svo er alltaf gaman
að rölta um litlu hliðargöturnar og
skoða gamlar perlur.
Laugavegsrúnturinn er enn vin-
sælasta ökuleið borgarinnar en
ekki er verra að búa í miðbænum
og vera í göngufjarlægð við lífið á
Laugaveginum. „Maður er nálægt
öllu og í snertingu við þjóðlífið.
Einn daginn er allt troðfullt, eins
og á Þorláksmessu, Menningarnótt
og 1. maí, en morguninn eftir eru
bara nokkrir starrar og mávar
hoppandi um götuna. Það eru
ákveðin lífsgæði í því að búa
hérna,“ segir Mörður Árnason
þingmaður en hann hefur búið við
götuna hálfa ævina, fyrst þegar
hann var níu ára, síðan aftur sex-
tán ára og í tæplega tvo áratugi
hefur hann átt heima á fjórðu hæð
á Laugavegi 49. „Laugavegurinn er
hluti af mínu lífi, mér hefur alltaf
liðið vel að búa við þessa götu.“
Mörður segir að þó að alltaf megi
deila um einstök hús séu þær
áherslur sem borgarstjórinn og
Laugavegssamtökin hafa haft und-
anfarin ár í rétta átt. „Laugavegur-
inn hefur sloppið furðuvel úr
hremmingum síðustu ára. Á Lauga-
veginum á ströng verndarstefna
ekki við, vegna þess að gatan verð-
ur að vera lifandi. En það þarf að
passa að glata ekki verðmætum
með óskynsamlegu niðurrifi og
halda sérstaklega upp á það sér-
kenni að á Laugaveginum er að
finna hús frá öllum tímum íslenskr-
ar byggingarsögu. Það vantar bara
torfhúsin, ég vil að því verði kippt í
liðinn,“ segir Mörður.
rosag@frettabladid.is
ATLI STEFÁN YNGVASON Verslunarstjóri Cintamani.
AUSTURENDI LAUGAVEGAR LIFNAR VIÐ „Það eru fjögur eða fimm fyrirtæki að opna á móti okkur í Sautján, það setur fjör í Laugaveginn.
Það er af hinu góða að fá fleiri fyrirtæki á Laugaveginn,“ segir Magnús Ketilsson, verslunarstjóri í Gallerí 17. Hann hefur orðið var við
óvenjumarga ferðamenn í ár á þessum slóðum og segir að það vanti ekki Íslendingana heldur. „Mér finnst þessar framkvæmdir lofa góðu,
það er nóg í gangi hérna á Laugaveginum.“
Líf á Laugaveginum
KLAPPARSTÍGURINN KALDUR Fyrir ári
síðan var allt að gerast á Klapparstígnum
en nú er fjörið að færast á aðrar götur
miðbæjarins. Fyrr á árinu hætti verslunin
Ranimosk á Klapparstíg en hún gladdi
marga miðbæjarrottuna með ýmsu
glingri og notuðum vörum. Nágranni
Ranimosk, Nonnabúð myndlistarmanns-
ins Jóns Sæmundar Auðarsonar, hættir
senn þar sem aðalsmerki búðarinnar,
Dead, er að leggja upp laupana á
Íslandi. Í ofanálag hefur Spútnik fært sig
frá Klapparstíg og yfir á Laugarveginn.
FERÐAMANNASTRAUMURINN Í BANKASTRÆTI Auk Cintamani og verslunar Bláa lónsins sem voru opnaðar í vor neðst á Laugavegin-
um hafa minjagripabúðirnar Íslandía og Rammagerðin komið sér fyrir steinsnar hvor frá annarri í Bankastrætinu. „Það er langmest af
ferðamönnum á þessum slóðum. Mér finnst þetta orðið túristastaður og það er mjög skemmtilegt, gaman að spjalla við fólk á öðrum
tungumálum,“ segir Atli Stefán Yngvason, verslunarstjóri í Cintamani Center for Adventure sem var opnuð í apríl. „Þetta er alveg frábær
staðsetning.“ Verslunarstjórar Íslandía og Rammagerðarinnar eru sammála um að nóg sé að gera á Laugaveginum þrátt fyrir náið sambýli
samkeppnisaðila. Rammagerðin rekur enn verslun í Hafnarstræti en sá sóknarfæri á Laugaveginum. „Við erum með öðruvísi vöruúrval hér.
Í Hafnarstrætinu fáum við mikið af hópum en hérna erum við að ná í gangandi vegfarendur,“ segir Sólveig Einarsdóttir verslunarstjóri.