Fréttablaðið - 23.07.2006, Side 65

Fréttablaðið - 23.07.2006, Side 65
SUNNUDAGUR 23. júlí 2006 29 Dagur Tími Lið Völlur 19:15 ÍA – Kefl avík Akranesvöllur 19:15 KA – Þróttur Akureyrarvöllur 19:15 Valur – Víkingur Laugardalsvöllur 19:15 KR – ÍBV KR-völlur 8 LIÐA ÚRSLIT Sunnudagur 23. júlí 2006 Mánudagur 24. júlí 2006 GOLF Tiger Woods er með eins höggs forystu fyrir síðasta hring- inn á opna Breska meistaramótinu í golfi sem leikinn verður á Hoyla- ke-vellinum í dag. Woods lék öruggt golf á þriðja hringnum í gær og lauk keppni á einu höggi undir pari, líkt og Ernie Els, en þeir léku saman í gær. Báðir höfðu þeir bætt vallarmetið á Hoylake- vellinum á öðrum degi, þegar þeir notuðu aðeins 65 högg til að klára holurnar átján. Woods er einu höggi á undan Els, sem einnig lék á 71 höggi í gær, og þeim Sergio Garcia og Chris DiMarco. „Ég var að slá nokkuð vel en það var alls ekki gott að þrípútta á einni holunni. Það er mjög jákvætt að vera í efsta sæti fyrir lokahringinn og ég vona að ég nái að nýta mér það,“ sagði Woods eftir hringinn í gær. Suður-Afríkumaðurinn Els var nokkuð sáttur við niðurstöðu sína í gær. „Ég byrjaði illa en hugsan- lega hefur það haft áhrif á spila- mennsku Tiger Woods, sem náði ekki að fá marga fugla, en þetta var erfiður dagur á skrifstofunni. Við náðum reyndar að sýna betri takta undir lokin,“ sagði Els. Ástralinn John Senden gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á þrettándu holu vallarins í gær. „Þetta var mjög sérstakt fyrir mig og ég mun aldrei gleyma Hoylake- vellinum,“ sagði Senden. - hþh Spennan er mikil fyrir lokahringinn á opna Breska meistaramótinu í dag: Tiger Woods heldur forystunni EFSTU MENN Woods og Els kveðjast að leik loknum í gær. NORDICPHOTOS/AFP GOLF Enski kylfingurinn Nick Faldo hefur samið við Golfklúbb Reykjavíkur um að halda golfmót hér á landi eftir þrjár vikur. Mótið verður fyrir unglinga og verður eitt af mörgum mótum í mótaröð Faldo sem nefnist Faldo Series. Þetta er mikill heiður fyrir Ísland, en þetta verður fyrsta mótið í mótaröðinni sem haldið er utan Englands. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli dagana 7. til 9. ágúst. Faldo stendur í ströngu þessa dagana á opna Breska meistara- mótinu en hann náði sér ekki á strik þar og komst ekki í gegnum niðurskurð mótsins. - hþh Nick Faldo: Stendur fyrir móti á Íslandi FÓTBOLTI Átta lið eru eftir í VISA- bikar karla og í kvöld ræðst það hvaða þrjú lið af fjórum leika til undanúrslita á Laugardalsvellin- um. Þrír leikir fara fram í kvöld en KR og ÍBV mætast í síðustu viður- eigninni í Frostkaskjóli annað kvöld. Allir fjórir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Keflvíkingar sækja Skaga- menn heim en Suðurnesjaliðið komst áfram með sigri á Leikni og ÍA vann Framara í framlengdum leik í Laugardalnum. Liðin hafa fjórtán sinnum mæst í bikar- keppninni og hafa Skagamenn haft gott tak á Keflavík og unnið í níu skipti auk þess sem liðið vann þá bláklæddu á heimavelli þeirra fyrr í sumar. Í Laugardalnum taka Valsmenn á móti Víkingum en búast má við hörkuleik þar, sem og í 1. deildar- slagnum á Akureyri þar sem KA tekur á móti Þrótti. - hþh Átta liða úrslit VISA-bikarsins: Hefjast í kvöld TEKINN FÖSTUM TÖKUM Úr leik Vals og Víkings fyrr í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Hollendingurinn Dennis Bergkamp spilaði í gær sinn síð- asta leik fyrir Arsenal á hinum nýja og glæsilega Emirates-leik- vangi. Bergkamp spilaði allan leikinn með Arsenal gegn Ajax, sem skartaði stjörnum á borð við Marco van Basten og Frank Rijkaard. Bergkamp náði ekki að skora í leiknum en var hylltur af sínum gömlu vinum í leikslok. „Á tíma mínum með Arsenal var ég svo heppinn að spila með frábærum leikmönnum á borð við Tony Adams, Thierry Henry og Ian Wright. En Dennis Bergkamp toppar þá alla. Ásamt Gianfranco Zola er hann besti erlendi leik- maðurinn í sögu ensku úrvals- deildarinnar,“ sagði Lee Dixon um sinn gamla vin. - hþh Dennis Bergkamp: Kvaddi í gær KVADDUR MEÐ VIRKTUM Dennis Bergkamp þakkar ásamt ellefu ára gömlum syni sínum þeim 56 þúsund áhorfendum sem sungu nafnið hans hástöfum á Emirates- leikvanginum í gær. NORDICPHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Íslenska körfuknatt- leikslandsliðið skipað leikmönn- um 18 ára og yngri náði ekki að fylgja frábærum sigri á Evrópu- meisturum Frakka eftir á Evrópu- mótinu í Portúgal í gær. Liðið beið lægri hlut fyrir Lettum, 98-78, og eins og tölurnar gefa til kynna var sigur andstæðinganna nánast aldrei í hættu. Brynjar Björnsson var stiga- hæstur í íslenska liðinu með 21 stig en þrír leikmenn skoruðu fjórtán; þeir Þröstur Jóhannsson, Hörður Axel Vilhjálmsson og Hjörtur Ein- arsson. Næsti leikur liðsins er á morgun gegn Slóvenum. - hþh U18 ára landslið Íslands: Tapaði stórt fyrir Lettum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.