Fréttablaðið - 31.07.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 31.07.2006, Síða 16
 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur 26.762 JÚ N Í 2 00 6 JÚ N Í 2 00 5 JÚ N Í 2 00 6 Ú TF LU TN IN G U R A LL S JÚ N Í 2 00 5 22.347 34.889 38.072 IN N FL U TN IN G U R A LL S Svona erum við > Utanríkisverslun milli ára. Á góðviðrisdegi má oft koma auga á fjölda manns sem standa í hring og sparka litlum grjónapoka á milli sín. Þetta kemur mörgum furðulega fyrir sjónir en íþróttin, sem nefnist fótpoki á íslensku, er gríðarvinsæl og stunduð um allan heim. Ólíkt öðrum íþróttum snýst fótpoki ekki um að bera sigurorð af andstæð- ing sínum heldur er markmiðið að halda pok- anum á lofti sem lengst og láta hann ganga á milli sem flestra. Hvenær var fótpoki fundinn upp? Árið 1972 var Bandaríkjamaðurinn John Stalberger að leita að aðferð til að liðka hnéð eftir aðgerð sem hann hafði nýlega gengist undir. Félagi hans Mike Marshall hafði verið að leika sér að halda litlum grjónapoka á lofti og John leist svo vel á að hann fór að stunda íþróttina með Mike. Upphaflega kölluðu þeir þessa íþrótt „Hack the sack” en nokkrum árum síðar ákváðu þeir að skíra hana „footbag”, eða fótpoka. Íþróttin gengur líka undir nafninu „Hacky sack” eða hakkísakk. Hvaða búnað þarf? Þó að góðir skór hjálpi til þá er sjálfur fótpok- inn eini nauðsynlegi búnaðurinn til að stunda fótpoka. Fótpokar eru til í mismunandi stærðum og gerð- um en oftast eru þeir fylltir með sandi eða plastkúlum og gerðir úr bómull eða rúskinni. Vinsældir fótpoka má að stórum hluta þakka þessum einföldu kröfum um búnað, en fótpoki er ódýr og kostar á bilinu fimm hundruð til þúsund krónur. Fót- pokinn er handhægur og geymist auðveldlega í vasa. Hverjar eru reglurnar? Nokkur afbrigði eru til af fótpoka, meðal annars eitt þar sem þátttakendur sparka bolt- anum yfir net líkt og í tennis, og annað þar sem einn maður sýnir listir með pokann. Langvin- sælasta afbrigðið er þó þannig að þátttakendur standa í hring og sparka pokanum á milli sín. Þar eru engir and- stæðingar eða keppendur og enginn sigrar eða tapar. Markmiðið er að halda pokanum sem lengst á lofti með öllum hlutum líkamans fyrir utan hendur og handleggi. FBL-GREINING: FÓTPOKI Íþrótt sem snýst ekki um að sigra Einkaþjálfun færist í vöxt Einkaþjálfun komst í umræðuna í vikunni þegar í ljós kom að börn hefðu verið send til slíkra þjálfara. Björn Leifsson er eigandi World Class, stærstu líkamsræktarstöðvakeðju landsins. Eru einkaþjálfarar almennt fag- menntaðir? Ég mundi halda að svona helmingur væri það. Þeir menntuðu hafa yfirleitt íþróttakennaramenntun og svo erum við með þriggja mánaða einkaþjálfara- skóla sem við krefjumst þess að allir fari í gegnum. Hversu margir starfa við einka- þjálfun á landinu? Við erum með í kringum 40 manns þannig að ég mundi giska á að þeir væru í kringum hundraðið á landinu. Leitar fólk í auknum mæli til einkaþjálfara? Já, þetta hefur færst mjög mikið í vöxt. Fyrir fimm árum voru einn og einn sem voru hjá einkaþjálfara, í dag er þetta mjög algengt. SPURT OG SVARAÐ EINKAÞJÁLFARAR BJÖRN LEIFSSON Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir mikilvægt að afnema vörugjöld af mat- vælum enda sé löngu ljóst að ómögulegt sé að stýra neyslu í gegnum skattkerfið. Hann segir ömurlegan tvískinnung ríkja í tollamálum og telur landbúnaðinum hollt að starfa í hefðbundnu samkeppnis- umhverfi. Afnám vörugjalda af matvælum hefur lengi verið meðal helstu baráttumála Samtaka iðnaðarins. Í nýlegri skýrslu formanns matvæla- verðsnefndar forsætisráðherra eru færð rök fyrir ágæti niðurfellingar vörugjalda enda myndi þess bæði gæta í matarreikningi heimilanna og hagræði hjá framleiðendum. Vöru- gjöld á matvæli hafa verið réttlætt með því að æskilegt sé að hafa háa skatta á matvörum sem taldar eru óhollusta og eru þau því stundum nefnd sykurskattur. Þannig hefur verið reynt að stýra neyslu fólks. Sveinn Hannesson blæs á það. „Rökin fyrir að verið sé að skatt- leggja óhollustu eru bara píp. Vöru- gjöld leggjast til dæmis á allar drykkjarvörur, hvort sem þær eru óhollar eða hollar.“ Máli sínu til stuðnings bendir hann á að te og sódavatn beri vörugjöld. „Fólk drekkur meira og meira sódavatn þrátt fyrir þennan okurskatt, sem sýnir að þessi neyslustýring virkar ekki.“ Eina þjóðin innan OECD sem leggur vörugjöld á lúxusvörur Vörugjöld eru víða við lýði og leggj- ast nánast hvarvetna á fjóra flokka vara: áfengi, tóbak, bíla og eldsneyti. Sæmileg sátt ríkir um þá skipan mála, að sögn Sveins. Vörugjöld voru lögð á matvæli, sælgæti og gos- drykki í Finnlandi og Svíþjóð en þegar þjóðirnar gengu í Evrópusam- bandið voru þau afnumin. Norðmenn leggja vörugjöld á matvæli og Danir á sælgæti og gos. Á umliðnum árum hefur þeim vöruflokkum fækkað sem vörugjöld eru lögð á hérlendis. Má þar nefna byggingarefni á borð við gler og steypustyrktarjárn. Hins vegar leggjast gjöldin enn á ýmis lagnaefni, gólfdúka, baðkör og klósett. „Við erum að líkindum eina þjóðin innan OECD sem leggur vöru- gjöld á slíkar lúxusvörur,“ segir Sveinn og glottir. Vörugjöldin eru föst krónutala í fjölmörgum flokkum og nema frá átta krónum upp í fjögur hundruð krónur á kíló vöru. Þau leggjast á millistig viðskipta og ofan á þau bætast verslunarálagning og virðis- aukaskattur. Fyrir vikið eru þau það sem kallað er ógagnsæ. „Þessi skatt- ur er ósýnilegur neytendum og jafn- vel stjórnvöld furða sig á að einhver tiltekin vara sé dýrari hér en annars staðar en gleyma því að þau hafa lagt vörugjöld á vöruna. Þá mismuna gjöldin framleiðendum og skekkja verðmyndun,“ segir Sveinn. Ótrúlegur og ömurlegur tvískinnungur Upphaflega voru vörugjöld lögð á með bráðabirgðalögum árið 1975 sem sértækar aðgerðir í efnahags- málum. Síðar voru þau fest í sessi meðal annars með þeim rökum sem áður voru nefnd, að verið væri að beina neyslu fólks frá óhollum vörum. Sveinn veltir fyrir sér hvers vegna vörugjöld séu þá ekki líka lögð á saltar og feitar vörur. „Opinberir aðilar láta sér detta í hug að gera átak gegn offitu og sjúkdómum með að skattleggja óhollustu. En hvað með salt? Það er allt í lagi að borða pínulítið salt en vafalaust óhollt að borða heilan bauk. Á þá að skattleggja saltið sér- staklega?,“ spyr Sveinn og svarar sjálfum sér neitandi. „Við skulum frekar upplýsa fólk um hvað er hóf- legt í stað þess að stýra því með skattlagningu.“ En það eru ekki bara vörugjöldin sem Sveinn og iðnrekendur gagn- rýna þegar kemur að skattlagningu matvæla. Tollar, hvort sem þeir leggjast á vörur til hreinnar skatt- heimtu eða verndar innlendri fram- leiðslu, eru þyrnir í þeirra augum. „Við Íslendingar erum með ótrú- legan og ömurlegan tvískinnung í tollamálum. Við berjumst fyrir afnámi tolla og viljum fríverslun með fisk en stöndum svo með þeim þjóðum sem berjast harðast gegn tollalækkunum á landbúnaðarvör- um. Við höfum í raun geðklofna afstöðu til þessara mála og ég vor- kenni þeim mönnum sem þurfa að mæta á fundi í alþjóðlegum viðræð- um með svona afstöðu,“ segir Sveinn. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra vildu hvorugur kveða upp úr um hvort rétt væri að lækka eða afnema verndartolla á landbúnaðar- vörur þegar þeir tjáðu sig um skýrslu matvælaverðsnefndar. Bentu þeir á að innan Alþjóða við- skiptastofnunarinnar stæðu yfir við- ræður um þau mál og rangt væri að stíga nokkur skref í þeim efnum áður en niðurstaða viðræðnanna lægi fyrir. Viðræðurnar hafa nú runnið út í sandinn og ekki von á nið- urstöðum. Sveinn telur miður að ekki hafi samist um málið enda náist ekki umtalsverðar breytingar á verndartollum og niðurgreiðslum nema með alþjóðlegu samkomulagi. „Reynslan sýnir að hugmyndir um frelsi í viðskiptum og aukna samkeppni hafa ekki fæðst á Íslandi. Þessu hefur yfirleitt verið troðið upp á okkur í tengslum við alþjóð- lega samninga.“ Landbúnaðurinn fórnarlamb verndar- stefnu Breyting varð á högum iðnaðarins þegar Ísland varð aðili að EFTA. Tollvernd var þá afnumin og segist Sveinn ekki vilja sjá þann iðnað í dag sem hefði þróast áfram í skjóli tollverndar. „Ég held að sama gildi um landbúnaðinn. Hann þarf á þeim aga að halda sem samkeppnin veit- ir.“ Og Sveinn gengur raunar lengra í að lýsa afstöðu sinni. „Ef ekki er hægt að halda úti landbúnaðarframleiðslu nema með stórkostlegum niðurgreiðslum eða tollamúrum þá eigum við að draga úr henni. Það gilda engin sérstök lögmál í landbúnaði ólík öllum öðrum greinum í heiminum. Landbúnaður- inn er hins vegar fórnarlamb vernd- arstefnu stjórnvalda víða um lönd þar sem menn eru svo talsmenn hnattvæðingar og frelsis í viðskipt- um í öllum öðrum greinum.“ Neyslustýringin virkar ekki SVEINN HANNESSON Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Reynslan sýnir að hugmynd- ir um frelsi í viðskiptum og aukna samkeppni hafa ekki fæðst á Íslandi. Þessu hefur yfirleitt verið troðið upp á okkur í tengslum við alþjóðlega samninga.“ FRÉTTAVIÐTAL BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Heimild: Hagstofa Íslands MATARINNKAUP Sveinn Hannesson segir að ef ekki sé hægt að halda úti landbúnaðarframleiðslu nema með stórkostlegum niðurgreiðsl- um þá eigi að draga úr framleiðslunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.