Fréttablaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 18
 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hagstæðar ferðir á nokkra af okkar frábæru áfangastöðum í sólina í ágúst. Kominn tími til að drífa sig úr rigningunni! Verð frá 44.590 kr. Sumarleyfið er dýrmætur tími sem þú notar til að slaka á og njóta lífsins með þeim sem eru þér kærastir. Við vitum að þú vilt ódýrt, gott og fjölbreytt sumarleyfi og bjóðum því nú á tilboði ferðir til Marmaris, Portúgal, Benidorm, Krít og Mallorca. Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 www.plusferdir.is Heitt TILBOÐ 44.590kr. 44.590kr. 44.590kr. 44.590kr. 44.590kr. Portúgal Brottfarir 22. og 29. ágúst og 5., 12. og 19. september. Netverð á mann miðað við 2-4 í íbúð á Elimar í 7 nætur. Mallorca Brottfarir 22. og 29. ágúst. Netverð á mann miðað við 2-4 í íbúð á Pilari Playa í 7 nætur. Benidorm Brottfarir 22. og 29. ágúst. Netverð á mann miðað við 2-4 í íbúð á Buenavista í 7 nætur. Krít Brottfarir 21. og 28. ágúst og 4., 11. og 18. september. Netverð á mann miðað við 2-4 í íbúð á Malou í 7 nætur. Marmaris Brottfarir 22. og 29. áúgst. Netverð á mann miðað við 2-3 í herbergi á Fidan í 7 nætur. Læknar eru ávísun á lukku Íslendingar hafa ávallt mælst meðal hamingjusömustu þjóða í könnunum sem gerðar eru á vegum háskólans í Leicester. Sú var tíðin að við trónuðum efst á þeim lista en vermum nú fjórða sætið og Danir það efsta. Adrian White, prófessor við háskólann í Leicester, sagði könnunina leiða í ljós að auðæfi væru ekki ávísun á hamingju heldur skipti aðgengi að heilsugæslu mestu máli. Ætli það sé þess vegna sem svo margir sæki í læknanám? Það hlýtur að vera gott hlutskipti að fylla fólk hamingju bara með því að láta það vita að maður sé innan seilingar. Albanía er ekki innan tuttugu efstu og kemur það kannski ekki svo á óvart en þar í landi brugðust menn hart við þegar skandínavískar konur lágu þar berbrjósta á baðströnd. Svona viðbrögð kunna ekki góðri lukku að stýra. Ómar Ragnarsson efstur á Norður- landi vestra Það er ýmislegt hægt að lesa úr listunum yfir skattgreiðendur. Þó er eitt og annað þar sem gæti ruglað menn í ríminu. Til dæmis greiðir Ómar Ragnarsson hæstu opinberu gjöld á Norðurlandi vestra. Það er ekki endurkoma Sumargleðinnar eða umfjöllun um Kárahnjúka sem hefur neitt með þau útgjöld að gera enda er um að ræða Ómar Ragnarsson lækni frá Blönduósi. Af tíu efstu á listanum þar eru fimm læknar. Þar er líka aðeins ein kona meðal tíu efstu rétt eins og á Vestfjörðum. Þeir sem vilja frekari upplýsingar gætu þurft að hrista af sér nokkra unga sjálfstæðismenn. Að rugla neytendur í ríminu Osta- og smjörsalan og Mjólka heyja nú harða markaðsbaráttu um fetaostinn og ganga ýmsar ásakanir á báða bóga. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, ásakar Mjólkumenn um að reyna að rugla neytendur í ríminu með því að selja fetaost sinn í umbúð- um sem eru mjög áþekkar þeirra. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir vera að íhuga að kæra Osta- og smjörsöluna fyrir að nota orðið Feta á umbúðum sínum en það er beygingar- mynd orðsins Feti sem er lögformlega skráð vörumerki Mjólku. Það er svo spurning hvort landinn fái í náinni framtíð að kaupa hinn gríska fetaost hér á landi í stað þess að láta rugla sig í rím- inu með þessum látum. jse@frettabladid.is Síðasta grein vakti meiri viðbrögð en vanalega. Ég birti þar lista yfir forsetningar framan við staðar- nöfn landsins og bað fólk að leiðrétta þær sem rangar væru. Flestir leiðréttu villu mína um Norðfjörð. Það á að segja „í Nes- kaupstað“ og „á Norðfirði“ en ekki öfugt. Að auki hafði ég ritað tvö s í kaupstað. Þó var þetta eini staður- inn sem ég hringdi sérstaklega í og breytti réttu í rangt eftir sam- tal við lögregluna í Fjarðabyggð. Ég hefði betur hringt í málfars- lögregluna. Þá benti Strandamaður á að Djúpavík beygist ekki í „Djúpu- vík.“ Víkin er kennd við djúpin sem í henni eru. Sunnlendingur sagði að þaðan færu menn „inn á“ hálendið. Þá sagðist kona fyrir norðan einatt fara „til Húsavíkur“ og „til Akureyrar.“ Ég þakka ábendingarnar. En þá að grein vikunnar: Bóndi skrifaði í blaðið og var hissa á verðhækkunum verslana á lambakjöti. Þær hafi ekki skilað sér til hans. Kaupmaður svaraði um hæl og benti á milliliði sem höndla með kjötið á leið þess frá búi í búð. Bændur virðast ekki skilja eigið kerfi. Kerfið sem þeir sitja fastir í. Eins og flugur í neti. Því er ekki furða að við hin eigum stundum erfitt með að skilja það. Íslenskur landbúnaður virkar nær óskiljanlegur. Bóndi sýslar með 200 fjár allan ársins hring, fæðir það og hýsir, rýir og rekur, og fær í staðinn 200-300 krónur fyrir kjötkílóið einu sinni á ári. Ég keypti síðasta lærið á Dalvík í gær. Á 1.900 krónur kílóið. Og lambakjötsmenn státa sig af því að útlendingar borgi tvöfalt og þrefalt meira. Fyrir ullarreifið fær bóndinn fimmtíu kall ef hann er heppinn. Heilsárs ullarvöxtur á heiðum og í húsi gefur tuttugu mínútur á stöðumæli í miðbæ Reykjavíkur. Hvernig kemst þetta fólk af? Fyrir nokkrum árum dundu á okkur fréttir um fátækt í stéttinni og sannarlega eru bænd- ur engir skattakóngar. Samt framleiða þeir „heimsins besta lambakjöt,“ eins og auglýsingarn- ar segja. Kaninn er meira að segja búinn að uppgötva það, kallar gúrmeti og heimtar meira. Við okkur blasir mynd: Fátækt fólk framleiðir lúxusvöru sem eftirsótt er á heimsmarkaði. Kann- ast lesendur við hana? Jú. Henni svipar til ástandsins á Kúbu. Úr sér gengið kerfi hefur haldið þjóð í heljargreipum svo lengi sem menn muna. Og yfir því trónir léttgeggjaður leiðtoginn sem fyrir löngu missti sambandið við veru- leikann og lifir á ímyndinni einni. En afurðin er eftirsótt: frægasti smyglvarningur heims, Havana- vindlar. Glaumgosar allra landa borga svimandi fjárhæðir fyrir kassann á meðan amma gamla situr sveitt og tannlaus heima á Kúbu og vefur tóbak fyrir dollara á dag. Íslenska lambakjötið slær í gegn á fremstu veitingahúsum vestra á meðan frostbitnir bænd- ur brjótast í fjárhús til að gefa á garðann. Fyrir túkall á tímann. Samanburðurinn gengur óþægi- lega vel upp. Túristar flykkjast til Kúbu af því það er svo krúttlegt að sjá fólkið þar fast í fortíðinni, svona sjarmerandi fátækt, á öllum þessum gömlu bílum og spilandi þessa gömlu tónlist. Hérlendis flykkjast nýstöndugir borgarar í sveit á sumrin, kaupa jarðir, túttur og lopapeysu, þar til þeim líður „alveg eins og afa gamla“ og njóta þess að strita upp á gamla móðinn. Helst eiga bændur að vera pikkfastir í gamla tímanum. Sumir borgarbúar hafa enn ekki tekið rúllubaggana í sátt. Helst eiga bændur að heyja upp á gamla lagið, svo notalegt að sjá heysátur með yfirbreiðslu þegar brunað er hjá í fína jeppanum. Ómeðvituð ósk Íslendinga er sú að landbúnað- urinn tæknivæðist ekki um of, fari ekki of langt inn í nútímann, held- ur standi eins og minnisvarði um liðna tíð: síðasta vígi gamla Íslands. Á sama hátt mun sumum sárna þegar Kastró deyr og Kúba verður rifin út úr krúttlegri fortíðinni. Til að ná að lifa af undir komm- únismanum hefur kúbanska þjóð- in þróað með sér hliðarhagkerfi, knúið af bandaríkjadölum úr vösum ferðamanna. Sumir lifa á því að leigja út heimili sín og búa í tjaldi árið um kring á meðan aðrir hafa tjaldað yfir sál sína og leigja út líkamann. Vændi mun vera undirstöðuatvinnugrein á Kúbu. Á sama hátt hefur íslenski bóndinn reynt að bjarga sér þar sem hann situr fastur í hálf-kommúnísku kerfi fortíðar. Og rétt eins og á Kúbu er stílað á túrismann. Bænd- ur breyta jörðum sínum í golfvelli, selja þær undir sumarhús, setja upp leiktæki og húsdýragarða, breyta fjósum og fjárhúsum í hótel. Ferðaþjónusta bænda. Kúba selur dætur sínar. Ísland selur nætur sínar. Og yfir öllu ríkir leiðtoginn: léttgeggjaður forngripur sem vér grínistar höfum óvart hæpað upp úr hófi fram svo hann er orðinn vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Samt er hann maðurinn sem engu vill breyta, sem ríkir eins og konungur yfir fátækt bænda og lifir á ímyndinni einni. Guðni Ágústsson er Kastró og íslenskur landbúnaður er Kúba. Gagnvart þeirri staðreynd er Geir H. Haarde jafn ráðalaus og Bush gagnvart félaga Fídel. Íslenskir bændur búa á Kúbu Í DAG LANDBÚNAÐUR HALLGRÍMUR HELGASON Túristar flykkjast til Kúbu af því það er svo krúttlegt að sjá fólkið þar fast í fortíðinni, svona sjarmerandi fátækt, á öllum þessum gömlu bílum og spilandi þessa gömlu tónlist. Það er fagnaðarefni að utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðn-ingi við afstöðu helstu Evrópuríkja til árása Ísraelsmanna í Líbanon. Ástandið er hörmulegt. Alþjóðasamfélagið situr van- máttugt hjá þegar Bandaríkjamenn veita þegjandi samþykki fyrir því að gengið sé milli bols og höfuðs á skæruliðum Hizbollah. Niðurstaðan er sú að Ísraelsmenn fara fram með offorsi og drepa fjöldann allan af óbreyttum borgurum á leið sinni að þessu markmiði sínu. Leið Ísraelsmanna er siðlaus. Hún skeytir engu um saklaust fólk. Hún er fordæmanleg á sama hátt og dráp öfgamús- lima á saklausum borgurum í skæruliðaárásum. Bretar hafa komið sér í sérstaka stöðu á alþjóðavettvangi sem einhvers konar sáttasemjarar milli Evrópu og Bandaríkjamanna. Íslendingar drógu taum Bandaríkjanna í aðdraganda Íraksstríðs- ins. Það voru mistök. Afstaða til stórra deilumála á heimsvísu markast af tveimur þáttum. Annars vegar hagsmunum og hins vegar siðferðilegri sýn á heiminn með þá grundvallarspurningu á vörunum: Fyrir hvað viljum við standa? Við erum friðelskandi þjóð sem viljum standa vörð um frelsi og mannréttindi. Þetta ætti að vera útgangspunktur afstöðu okkar á alþjóðavettvangi. Án slíkrar meginreglu eigum við ekkert erindi í stofnanir á borð við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ef við eigum þá eitthvert erindi þangað yfirleitt. Við erum meðal ríkustu þjóða heims og það er algjörlega óverj- andi ef slík þjóð tekur ákvarðanir um afstöðu til meginspurninga út frá sérhagsmunum. Ísrael er stríðshrjáð land og skilningur og langlundargeð er á margan hátt skiljanlegt í afstöðu til atburða og aðgerða fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísrael hefur hins vegar fyrir löngu gengið á lag samviskubits Vesturlanda vegna óhæfuverka nasista í stríðinu og illri meðferð á gyðingum í gegnum söguna. Það er ekki endalaust hægt að sækja sér athafnarými óhæfuverka til sögunnar. Túlkun Ísraels á afstöðu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Bandaríkin beittu neitunarvaldi er hörmuleg. Íslendingar eiga að hafa skýra afstöðu til þess að tafarlaust verði komið á vopnahléi í Líbanon. Sú krafa snýst um að Ísrael skeytir ekki um almenna borgara í aðgerðum sínum. Ísrael brýtur mannréttindi á saklausu fólki. Slíkt er óverjandi og ber að fordæma. Því minni stuðning á alþjóðavettvangi sem slíkt hefur, því erfiðara verður að halda út í slíkar herferðir gegn saklausu fólki. Mótstaðan mun líka gera Bandaríkjunum sífellt erfiðara fyrir að halda kíkinum við blinda augað þegar óhæfuverk þjóða sem þeir styðja eiga í hlut. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Alþjóðasamfélagið verður að ná tökum á ástandinu í Líbanon. Við eigum að taka siðferðisafstöðu Afstaða til stórra deilumála á heimsvísu markast af tveimur þáttum. Annars vegar hagsmunum og hins vegar siðferðilegri sýn á heiminn með þá grundvallar- spurningu á vörunum: Fyrir hvað viljum við standa?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.