Fréttablaðið - 31.07.2006, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 31. júlí 2006 7
Arkitektar: Guðmundur Gunnlaugsson/Gunnar Páll Kristinsson
ARKITEKTARNIR GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON
Á TEIKNISTOFUNNI ARCHUS EHF. OG GUNNAR
PÁLL KRISTINSSON Á TEIKNISTOFUNNI RÝMA
ARKITEKTAR HAFA UNNIÐ SAMAN Í MÖRG ÁR AÐ
ÝMSUM VERKEFNUM.
Guðmundur lærði í Kunstakademiets arkitekt-
skole í Kaupmannahöfn en Gunnar í California
College of the Arts í San Fransisco og segja þeir
að í samstarfi þeirra skarist því jarðbundin áhrif
danskra arkitekta og hugmyndauðgi og framsækni
Vesturheims.
Guðmundur og Gunnar hafa í starfi sínu hann-
að bæði fyrir verktaka og einstaklinga. „Ég hef sem
sjálfstætt starfandi arkitekt hannað nærri tvö þús-
und íbúðir og Gunnar hefur teiknað mörg vönduð
einbýlishús og unnið mikið af innanhússhönnun
fyrir einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Guðmundur.
Síðastliðið ár hafa þeir félagar meðal annars
verið að hanna fjölbýlishús í hinum nýja Lundi
í Kópavogi þar sem hafin er bygging 380 íbúða
í blandaðri byggð hærri og lægri húsa. „Þetta er
spennandi verkefni og íbúðirnar verða í háum
gæðaflokki. Við leggjum mikla áherslu á frágang í
verkum okkar og viljum að þau séu sem viðhalds-
minnst,“ segir Guðmundur.
Guðmundur og Gunnar telja mikilvægt að við
hönnun húsa séu arkitektar fengnir til verksins.
„Starf arkitektsins er dýrmætt og það væri óskandi
að fólk leitaði frekar til stéttarinnar við hönnun
húsa sinna en að láta verkmenntað fólk teikna
þau,“ segir Guðmundur. emilia@frettabladid.is
Hanna saman hágæða íbúðir
Lægri fjölbýlishús í Lundi í Kópavogi sem Guðmundur og Gunnar teiknuðu saman.
Hærri fjölbýlishús í Lundi í Kópavogi sem Guðmund-
ur og Gunnar teiknuðu saman.Íbúðir fyrir aldraða í Herjólfsgötu í Hafnarfirði sem Guðmundur teiknaði.
Níu hæða skrifstofubygging við Urðarhvarf í Kópavogi sem hýsa mun nýjar höfuðstöðvar TM Software og
Guðmundur og Gunnar teiknuðu saman.
Netfang: kjoreign@kjoreign.is • Fax 533 4041Ármúla 21 • Reykjavík
Dan V.S. Wiium hdl.,
lögg. fasteignasali
Sími 896 4013
Sigurbjörn
Skarphéðinsson
lögg. fasteignasali
Ólafur Guðmundsson
sölustjóri
Sími 896 4090
Rakel Robertson
ritari
Dröfn Friðriksdóttir
ritari
TRAUST
OG ÖRUGG
ÞJÓNUSTA
Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17
Kristinn Valur Wiium
Sölumaður
Sími 896 6913Fasteignasala
sími 533 4040 • www.kjoreign.is
SÉRHÆÐ
KAMBSVEGUR - ALLT SÉR.
Mjög góð 3 - 4ja herb. sérhæð. Mikil loft-
hæð. Stærð 82,0 fm. en gólfflötur er stærri.
Útsýni er frá íbúðinni. Gott ástand á húsi og
íbúð. Frábærlega staðsett í rólegu grónu
hverfi. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 18,9 millj.
4RA HERBERGJA
LJÓSHEIMAR - Lyftuhús:
Rúmgóð 4ra herb. endaíbúð í lyftuhúsi.
Stærð 107,3 fm. Glæsilegt hús allt nmýl.
einangrað og klætt að utan. Tvennar sval-
ir. Frábær staðsetning, stutt í flesta þjón-
ustu. Laus strax.
Fr
um
ÍBÚÐARHÓTEL - GLÆSIÍBÚÐIR
Íbúðrnar sem eru alls fimm, eru
staðsettar í góðu steinhúsi í mið-
borginni. Heildarstærð er 565,8 fm.
Glæsilega innréttaðar íbúðír með
öllum húsbúnaði. Vaxandi rekstu.
Miklir möguleikar. NÁNARI UPP-
LÝSINGAR VEITA DAN V.S. WII-
UM S. 896 4013 OG KRISTINN
WIIUM S. 896 6913.
FREYJUGATA
GULLMOLI Í MIÐBÆ, RVÍK.- Mjög
góð 3ja til 4ra herb. íbúð á 2.hæð í
fjörbýli ásamt vinnuskúr út á ba-
klóð. Íbúðin er samtals 94,2 fm.
þ.e. íbúð 78,2 og vinnuskúr 16,0
fm. Verð 23,5 millj.
LAXAKVÍSL - NÝTT Á SKRÁ
Falleg 108 fm íbúð á neðri hæð í
góðu tveggja hæða fjölbýli. Ástand
á íbúð og húsi er mjög gott. Stað-
setning er sérlega góð, rétt við Ár-
bæjarsafn. Örstutt í Elliðaárdalinn.
Verð 28,8 millj.
GUNNARSBRAUT
Mjög góð neðri sérhæð ásamt
bílskúr. Stærð alls 131,4 fm. þ.e.
íbúð 106,6 fm. og bílskúr 28,4 fm.
Íbúðin er mikið endurnýjuð og í
góðu ástandi. Parket á gólfum,
flísalagt baðherbergi. Suðursvalir
Verð 28,5 millj.
DALTÚN - KÓPAVOGUR
Sérlega vel staðsett eign á skjól-
sælum stað neðst í Fossvogsdaln-
um. Stærð 304,4 fm hæð, rishæð
og kjallari. Sérbyggður bílskúr. Sér
Íbúð í kjallara. Fallegur gróinn
garður, sólskáli, hiti í stéttum. Frá-
bært fjölskylduvænt hús innst í lok-
aðri götu. Verð 59,8 millj.
BARÐAVOGUR - EINBÝLI - TVÍBÝLI
Gott og sérlega vel staðsett eign,
kjallari, hæð og ris ásamt sér-
byggðum bílskúr. Sér 2ja til 3ja
herb. íbúð í kjallara. Mikið endur-
nýjuð eign. Frábær staðsetning á
skjólsælum stað. Eignin er laus
strax. Ásett verð 58,0 millj. ATH.
SKIPTI Á MINNI OG ÓDÝRARI
EIGN MÖGULEG.
— T R A U S T O G Ö R U G G Þ J Ó N U S T A —