Fréttablaðið - 31.07.2006, Side 46

Fréttablaðið - 31.07.2006, Side 46
 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR28 Bessastaðastofa var byggð á árunum 1761 til 1766. Það var danska stjórnin sem lét byggja húsið en kostnaðurinn nam 4.292 ríkisdölum og 77 skildingum. Engar teikningar hafa fundist af Bessastaðastofu en talið er að húsameistarinn Jakob Fortling hafi teiknað hana. Á árunum 1805 til 1846 var Hólavallaskóli til húsa í Bessastaðastofu. Árið 1867 eignaðist skáldið og þingmaðurinn Grímur Thomsen húsið og bjó þar í tæp tuttugu ár. Þá fjárfesti Landsbanki Íslands í húsinu og tveimur árum síðar keypti Skúli Thoroddsen ritstjóri og alþingismaður það. Þar bjó hann ásamt fjölskyldu sinni í tíu ár. Eftir það bjuggu Jón H. Þorbergsson bóndi, Björgúlfur Ólafsson læknir og Sigurður Jónasson forstjóri í Bessa- staðastofu en sá síðarnefndi afhenti ríkinu Bessastaði sem gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur. „Draumahúsið væri í gamla Vesturbænum enda eru það æskuslóðirnar,“ segir Stefán Hallur en hann er þessa dagana að æfa leikritið „Afgangar“ ásamt Elmu Lísu Gunnarsdóttur í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Hann leikur einnig í leikritinu „Penetreitor“ ásamt félögum sínum í leikhópnum „Vér morðingjar“, en það hefur gengið vonum framar og eru fyrirhugaðar að minnsta kosti fjórar sýningar í ágúst. Það vefst ekki fyrir Stefáni Halli hvernig draumahúsið ætti að líta út. „Þetta yrði að vera risíbúð þar sem ég hef búið lengi í kjallara og er kominn með nóg af því. Útsýni er vanmetinn munaður og helst myndi ég vilja vera með útsýni yfir hafið enda er það skemmtilegra en að horfa á næsta bíl út um gluggann sinn. Það væri ekkert verra að það væri leikvöllur fyrir utan húsið til að strákurinn minn gæti leikið sér og það væri fínt að hafa hann í kallfæri til að geta fylgst almennilega með honum,“ segir Stefán Hallur. Stefán Hallur hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lélegur að nýta sér gömlu hlutina í innbúið en hann á það til að missa sig í kaupum á nýjum hlutum með kreditkortið að vopni. „Ég myndi líklega missa mig í búðum eins og „Seating concept“ á Laugaveginum og svo myndi ég skella hornbaðkari með nuddi í baðherbergið þar sem að minnsta kosti þrír myndu komast fyrir. Svo yrði nuddpottur og gufubað ofan á þakinu á risinu og þar yrði legið og horft á stjörnurnar þessa tvo daga á ári sem er gott veður,“ segir Stefán Hallur að lokum. DRAUMAHÚSIÐ MITT: STEFÁN HALLUR STEFÁNSSON LEIKARI Nauðsynlegt að hafa hornbaðkar Stefán Hallur Stefánsson leikari vill búa í Vestur- bænum. Vísitala fasteignaverðs hækk- aði lítillega í júní. Vísitala fasteignaverðs á höfuð- borgarsvæðinu mældist 309 stig í júní og hækkaði um 0,6 prósent frá fyrra mánuði, að því er grein- ingardeild Landsbankans greinir frá. Hækkunin í júní er þó undir meðaltali hækkana síðustu sex mánaða því það er eitt prósent. Því er ljóst að heldur hefur hægt á hækkunum þó augljóslega sé fasteignamarkaðurinn líflegur ennþá. Hjá greiningardeildinni kemur fram að fasteignaverð hefur hækkað um 13,1% síðast- liðna tólf mánuði en 0,6% hækkun á mánuði samsvarar 7,4% hækk- un á ársgrundvelli. Verð á sérbýli hækkaði um 1,3% á milli mánaða í júní en fjöl- býli hækkaði um 0,4%. Sérbýli hefur hækkað um 10,2% það sem af er ári en fjölbýli um 4,5%. Enn hækkar verðið ECC Skúlagötu 63 – Sími 511 1001 GASGRILL smíðað úr ryðfríu stáli • Fjórir massívir brennarar úr pottjárni 18,4KW/h • Grindur yfir brennurum úr áli • Grillteinn og rafmagnsmótor • Ábreiða • Hágæða elektronískur kveikjari • Tvö sett af grillgrindum annarsvegar úr krómuðu stáli og hinsvegar úr pottjárni (ein heil plata) • Skápur fyrir gaskútinn og tvær stórar skúffur • 4 hjól 2 með bremsu • Skúffa í fullri stærð undir brennurum sem tekur við fitu • Skúffa á hliðarborði til að geyma t.d. krydd og drykki • Hitamælir á loki • Grillflötur 78 x 46cm • Utanmál með lokið niðri H:124cm B:159cm D:59cm • Afhent samsett ef óskað er. BESSASTAÐA- STOFA SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 9/6- 15/6 120 16/6- 22/6 202 23/6- 29/6 117 30/6- 6/7 121 7/7- 13/7 116 14/7- 20/7 126

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.