Fréttablaðið - 31.07.2006, Side 51
MÁNUDAGUR 31. júlí 2006
17. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti
18. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti
24. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti
25. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti
Partí í poka!
Með sérhannaða vasa fyrir
farsíma og MP3 spilara. Bæði
tækin geta tengst innbyggðum
hátölurum bakpokans.
Verð fyrir Og1
viðskiptavini
7.900 kr.
Verð fyrir eigendur
Vodafone live! síma
9.900 kr.
Almennt verð
12.900 kr.
Nokia 6230i
Tilboðsverð: 24.900 kr.
Verð áður: 28.900 kr.
Vodafone live!
20% afsláttur
af öllum handfrjálsum búnaði
Vantar þig síma?
Án handa!
menning@frettabladid.is
! Kl. 9.00Rögnvaldur Skúli Árnason sýnir
málverk og teikningar í Gallerí Tukt,
Pósthússtræti 3-5. Sýningin stendur
yfir frá 22. júlí til 5. ágúst.
Hið íslenska bókmennta-
félag hefur séð um útgáfu
Lærdómsritanna í eina þrjá
áratugi en þau eru orðin 62
að tölu. Björn Þorsteinsson
heimspekingur tók við sem
meðritstjóri ritanna haust-
ið 2005, en hann ritstýrði
nýjustu útgáfu þeirra,
Játningum Ágústínusar,
sem Sigurbjörn Einarsson
þýddi og ritaði inngang að
ásamt fleirum.
Lærdómsritin spanna vítt svið
mennta og fróðleiks, allt frá
fornöld til nútíma. Má þar nefna
rit um hagfræði, heimspeki, guð-
fræði, bókmenntir og listir, sagn-
fræði, sálfræði, siðfræði,
líffræði, eðlisfræði og umhverf-
ismál. Sum eru líka fræg skáld-
verk, full af lífsspeki og eru því í
eðli sínu lærdómsrit í bestu
merkingu þess orðs.
Nýverið gaf Hið íslenska bók-
menntafélag út kynningarrit á
Lærdómsritunum í þeim tilgangi
að gefa hugmynd um hið fjöl-
breytta efni sem þar er að finna.
„Lærdómsritin eru ein metnað-
arfyllsta og virtasta ritröð sem
gefin er út á Íslandi, en mikill
fjöldi fræðirita og sígildra bók-
menntaverka hefur verið þýddur
af hinum ýmsum sérfræðingum
hér á landi. Mörg ritanna hafa
verið endurprentuð, sum allt að
fimm sinnum, en það hlýtur að
bera vitni um vinsældir bóka-
flokksins. Lesendahópurinn er
líka nokkuð breiður, enda er efni
ritanna fjölbreytt og aðgengi-
legt,“ segir Björn.
„Markmiðið með útgáfu
þeirra frá upphafi var að þau
höfðuðu til þorra almennings
sem þykir gaman að lesa góða
fræðitexta á íslensku. Eins og ég
bendi á í eftirmála Játninga
Ágústínusar, þá er það rit gott
dæmi um eðli Lærdómsritanna,
því þau eru skrifuð á alþýðlegu
máli og eru skemmtileg aflestr-
ar. Játningar Ágústínusar er í
aðra röndina ævisaga, en í hina
er verið að takast á við grund-
vallarspurningar, eins og um
eðli tímans, hvernig guð skapaði
heiminn og stöðu mannsins
almennt í heiminum. Lærdóms-
ritin fjalla um nær öll viðfangs-
efni mannlegrar hugsunar, sem
oftar en ekki hafa markað djúp
spor í menningu og hugsunar-
hátt Vesturlandabúa.“
Ritin ekki stofustáss
Björn segir bókaflokka í anda
Lærdómsritanna hafa þá náttúru
að vekja upp söfnunarástríðu hjá
fólki. „Margir vilja eiga sem
flestar hilluraðir af ritunum en
útlit þeirra er jafnframt sér-
stakt. Helsta einkenni þeirra er
látlaus og grípandi kápa, hönnuð
af Hafsteini Guðmundssyni.“
Hann segir söfnunarástríðuna
þó varla áráttukennda eins og
þegar fólk safnar til dæmis frí-
merkjum eða öðru í þeim dúr.
„Ég held að það hljóti að vera
óhugsandi að fólk sanki að sér
þessum ritum í þeim tilgangi
einum að nota þær sem stofu-
spúss. Þeir sem eiga safn af rit-
unum hafa lesið þær flestar eða
alltént gluggað í þær. Þessar
bækur draga mann til sín, enda
er ekki of mikið af svona aðgengi-
legu, fræðilegu efni á íslensku.“
Salan stöðug og jöfn
Að sögn Björns er hugmyndin að
útgáfu kynningarritsins að taka
saman útgáfu allra Lærdómsrit-
anna, svo fólk geti með tiltölu-
lega litlum tilkostnaði áttað sig á
því hvað þau geyma margbreyti-
legt efni og mikið. „Lærdómsrit-
in eru óvenjulegar bækur fyrir
margra hluta sakir. Sem dæmi
má nefna er hverju riti fylgt úr
hlaði með ítarlegum formála
þýðanda eða annars höfundar,
ásamt skýringum við texta rits-
ins. Þar er meðal annars greint
frá höfundinum, útskýrð tilurð
ritsins, úr hvaða menningar-
heimi það er sprottið og í hvaða
samhengi, auk þess sem leitast
er við að gera grein fyrir áhrif-
um þess á íslenska menningu og
setja það að öðru leyti í sam-
hengi við íslenskar aðstæður.“
Björn segir að ritin seljist
jafnan vel, líka löngu eftir fyrstu
útgáfu. „Salan á ritunum er
stöðug og jöfn og því er ekki um
árstíðarbundnar vinsældir að
ræða. Nokkur ritanna, eins og
Síðustu dagar Sókratesar, hafa
selst í áratugi eða áratugaraðir.
Afstæðiskenningin eftir Albert
Einstein, í þýðingu Þorsteins
Halldórssonar eðlisfræðings og
nútímaverkið Saga tímans, eftir
Stephen W. Hawking í þýðingu
Guðmundar Arnlaugssonar, hafa
einnig verið mjög vinsælar en sú
síðarnefnda hefur verið prentuð
þrisvar sinnum.“
Mikilvægt menningarhlutverk
Björn segir Lærdómsritin hafa
þá þýðingu fyrir Íslendinga að
halda uppi og úti fræðilegri
umræðu á íslensku. „Enn fremur
þarf íslenskan að vera í stöðugri
endurnýjun og hluti af því felst í
að takast á við að þýða nýja texta
og gamla, af því tagi sem Lær-
dómsritin geyma. Það er ekki
auðvelt verk en skilar miklu til
baka til tungumálsins, því ef
Íslendingar ætla að halda áfram
að vera nútímaþjóð þá verðum
við að geta orðað þær hugmyndir
sem eru og hafa verið uppi.
Þannig gegna Lærdómsritin
jafnframt mikilvægu menn-
ingarhlutverki,“ segir Björn að
lokum. bryndisbjarna@frettabladid.is
Lærdómsrit og lífsspeki
Fyrsta samsýning gallerísins
Art-Iceland.com var opnuð
í Mublunni, Nýbýlavegi 18 í
Kópavogi um helgina. Listafólk-
ið Árni Rúnar Sverrisson, Helga
Sigurðardóttir og Álfheiður
Ólafsdóttir eiga verkin á sýn-
ingunni sem ber yfirskriftina
Orkuflæði.
Milli 200-300 gestir heimsækja
vefsvæði Art-Iceland daglega
en þar leitast galleríið við
að kynna Ísland frá ólíkum
sjónarhornum og birtast þar
greinar um mannlíf og listalíf
hérlendis.
Árni Rúnar Sverrisson er
undir sterkum áhrifum frá lit-
brigðum og formum frumgróð-
urs jarðar en Álfheiður nálgast myndefni sitt með
krafti og sterkum litatónum.
Helga Sigurðardóttir slær á
sína litastrengi með ákefð
og ákveðnum stíl sem
maður upplifir sem mikið
tilfinningabál.
Sýningin stendur til 30.
september en þess má geta
að mikið verður um dýrðir í
galleríinu á Menningarnótt,
19. ágúst næstkomandi,
þegar galleríið fagnar árs-
afmæli sínu. Þá mun hljóm-
sveitin Hjónabandið kynna
nýútkominn disk sinn og
góðir gestir mæta á svæðið
og kveða stemmur.
Sýningin „Orkuflæði“ stend-
ur til 30. september.
Orkuflæði í Art-Iceland
LÆRDÓMSRITIN KOMIN YFIR SEXTÍU Ein
virtasta ritröð sem út kemur á íslensku.
BJÖRN ÞORSTEINSSON HEIMSPEKINGUR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
Ö
R
Ð
U
R
TILFINNINGABÁL OG KRAFTUR
Verk eftir Helgu Sigurðardóttur sem tekur
þátt í fyrstu samsýningu Art-Iceland.
Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðn-
aðarins, segir mikilvægt að
afnema vörugjöld af mat-
vælum enda sé löngu ljóst
að ómögulegt sé að stýra
neyslu í gegnum skattkerf-
ið. Hann segir ömurlegan
tvískinnung ríkja í tollamál-
um og telur landbúnaðinum
holt að starfa í hefðbundnu
samkeppnisumhverfi.
Afnám vörugjalda af matvælum
hefur lengi verið meðal helstu
baráttumála Samtaka iðnaðarins.
Í nýlegri skýrslu formanns mat-
vælaverðsnefndar forsætisráð-
herra eru færð rök fyrir ágæti
niðurfellingar vörugjalda enda
myndi þess bæði gæta í matar-
reikningi heimilanna og hagræði
hjá framleiðendum. Vörugjöld á
matvæli hafa verið réttlætt með
því að æskilegt sé að hafa háa
skatta á matvörum sem taldar eru
óhollusta og eru þau því stundum
nefnd sykurskattur. Þannig hefur
verið reynt að stýra neyslu fólks.
Sveinn Hannesson blæs á það.
„Rökin fyrir að verið sé að skatt-
leggja óhollustu eru bara píp.
Vörugjöld leggjast til dæmis á
allar drykkjarvörur, hvort sem
þær eru óhollar eða hollar.“ Máli
sínu til stuðnings bendir hann á að
te og sódavatn beri vörugjöld.
„Fólk drekkur meira og meira
sódavatn þrátt fyrir þennan okur-
skatt, sem sýnir að þessi neyslu-
stýring virkar ekki.“
Eina þjóðin innan OECD sem leggur
vörugjöld á lúxusvörur
Vörugjöld eru víða við lýði og
leggjast nánast hvarvetna á fjóra
flokka vara; áfengi, tóbak, bíla og
eldsneyti. Sæmileg sátt ríkir um
þá skipan mála, að sögn Sveins.
Vörugjöld voru lögð á matvæli,
sælgæti og gosdrykki í Finnlandi
og Svíþjóð en þegar þjóðirnar
gengu í Evrópusambandið voru
þau afnumin. Norðmenn leggja
vörugjöld á matvæli og Danir á
sælgæti og gos. Á umliðnum árum
hefur þeim vöruflokkum fækkað
sem vörugjöld eru lögð á hérlend-
is. Má þar nefna byggingarefni á
borð við gler og steypustyrktar-
járn. Hins vegar leggjast gjöldin
enn á ýmis lagnaefni, gólfdúka,
baðkör og klósett. „Við erum að
líkindum eina þjóðin innan OECD
sem leggur vörugjöld á slíkar lúx-
usvörur,“ segir Sveinn og glottir.
Vörugjöldin eru föst krónutala
í fjölmörgum flokkum og nema
frá 8 krónum upp í 400 krónur á
kíló vöru. Þau leggjast á millistig
viðskipta og ofan á þau bætast
verslunarálagning og virðisauka-
skattur. Fyrir vikið eru það sem
kallað er ógagnsæ. „Þessi skattur
er ósýnilegur neytendum og jafn-
vel stjórnvöld furða sig á að ein-
hver tiltekin vara sé dýrari hér en
annars staðar en gleyma því að
þau hafa lagt vörugjöld á vöruna.
Þá mismuna gjöldin framleiðend-
um og skekkja verðmyndun,“
segir Sveinn.
Ótrúlegur og ömurlegur tvískinnungur
Upphaflega voru vörugjöld lögð á
með bráðabirgðalögum árið 1975
sem sértækar aðgerðir í efnahags-
málum. Síðar voru þau fest í sessi
meðal annars með þeim rökum
sem áður voru nefnd, að verið
væri að beina neyslu fólks frá
óhollum vörum. Sveinn veltir fyrir
sér hvers vegna vörugjöld séu þá
ekki líka lögð á saltar og feitar
vörur. „Opinberir aðilar láta sér
detta í hug að gera átak gegn off-
itu og sjúkdómum með að skatt-
leggja óhollustu. En hvað með
salt? Það er allt í lagi að borða
pínulítið salt en vafalaust óholt að
borða heilan bauk. Á þá að skatt-
leggja saltið sérstaklega?“ Spyr
Sveinn og svarar sjálfum sér neit-
andi. „Við skulum frekar upplýsa
fólk um hvað er hóflegt í stað þess
að stýra því með skattlagningu.“
En það eru ekki bara vörugjöld-
in sem Sveinn og iðnrekendur
gagnrýna þegar kemur að skatt-
lagningu matvæla. Tollar, hvort
sem þeir leggjast á vörur til
hreinnar skattheimtu eða verndar
innlendri framleiðslu, eru þyrnir í
þeirra augum.
„Við Íslendingar erum með
ótrúlegan og ömurlegan tvískinn-
ung í tollamálum. Við berjumst
fyrir afnámi tolla og viljum frí-
verslun með fisk en stöndum svo
með þeim þjóðum sem berjast
harðast gegn tollalækkunum á
landbúnaðarvörum. Við höfum í
raun geðklofna afstöðu til þessara
mála og ég vorkenni þeim mönn-
um sem þurfa að mæta á fundi í
alþjóðlegum viðræðum með svona
afstöðu,“ segir Sveinn.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra og Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra vildu hvorugur
kveða upp úr um hvort rétt væri
að lækka eða afnema verndartolla
á landbúnaðarvörur þegar þeir
tjáðu sig um skýrslu matvæla-
verðsnefndar. Bentu þeir á að
innan Alþjóða viðskiptastofnunar-
innar stæðu yfir viðræður um þau
mál og rangt væri að stíga nokkur
skref í þeim efnum áður en niður-
staða viðræðnanna lægi fyrir. Við-
ræðurnar hafa nú runnið út í sand-
inn og ekki von á niðurstöðum.
Sveinn telur miður að ekki hafi
samist um málið enda náist ekki
umtalsverðar breytingar á vernd-
artollum og niðurgreiðslum nema
með alþjóðlegu samkomulagi.
„Reynslan sýnir að hugmyndir
um frelsi í viðskiptum og aukna
samkeppni hafa ekki fæðst á
Íslandi. Þessu hefur yfirleitt verið
troðið uppá okkur í tengslum við
alþjóðlega samninga.“
Landbúnaðurinn fórnarlamb vernd-
arstefnu
Breyting varð á högum iðnaðarins
þegar Ísland varð aðili að EFTA.
Tollvernd var þá afnumin og segist
Sveinn ekki vilja sjá þann iðnað í
dag sem hefði þróast áfram í skjóli
tollverndar. „Ég held að sama gildi
um landbúnaðinn. Hann þarf á
þeim aga að halda sem samkeppn-
in veitir.“ Og Sveinn gengur raunar
lengra í að lýsa afstöðu sinni.
„Ef ekki er hægt að halda úti
landbúnaðarframleiðslu nema
með stórkostlegum niðurgreiðsl-
um eða tollamúrum þá eigum við
að draga úr henni. það gilda engin
sérstök lögmál í landbúnaði ólík
öllum öðrum greinum í heiminum.
Landbúnaðurinn er hins vegar
fórnarlamb verndarstefnu stjórn-
valda víða um lönd þar sem menn
eru svo talsmenn hnattvæðingar
og frelsis í viðskiptum í öllum
öðrum greinum.“