Fréttablaðið - 31.07.2006, Side 54
N-Sync meðlimurinn fyrrverandi,
Lance Bass, er kominn út úr skápn-
um. „Ég var í þessari rosavinsælu
hljómsveit og vissi að frami fjög-
urra annarra stráka væri í mínum
höndum. Ég vissi að ef ég hegðaði
mér einhvern tímann eins og
hommi eða ljóstraði því upp að ég
væri samkynhneigður myndi það
setja allt úr skorðum,“ sagði Lance,
sem faldi kynhneigð sína fyrir
vinum og vandamönnum þar til
nýlega. Söngvarinn er nú 27 ára en
N-Sync gerði allt vitlaust fyrir tíu
árum og er Justin Timberlake sá
hljómsveitarmeðlimur sem hefur
náð mestum frama í tónlistar-
bransanum. Bass hefur reynt fyrir
sér sem leikari, framleiðandi og í
geimflugi eftir að N-Sync hætti
árið 2002. Bass er nú að vinna að
framhaldsþættir með Fatone úr N-
Sync en í þeim mun Bass leika
homma. Hann er nú með leikaran-
um og módelinu Reichen Lehmkuhl
sem er þekktur fyrir að hafa sigr-
að í Amazing Race raunveruleika-
þættinum. „Ég skammast mín
ekki, það er það eina sem ég vil
segja,“ sagði Bass í viðtali við
People. „Ég er frjálsari og ham-
ingjusamari en nokkurn tímann.
Ég er bara hamingjusamur.“
Lance Bass samkynhneigður
LANCE BASS OG JOEY FATONE Félagarnir úr N-Sync vinna nú saman að framhaldsþáttum.
Leikkona unga, Scarlett Johans-
son, hefur skrifað undir milljóna
samning við íþróttavörumerkið
Reebok. Johansson mun koma
fram í auglýsingum fyrir merkið
og einnig hefur hún samþykkt að
hanna eigin íþróttavörulínu sem
verður byggð á gamaldags íþrótta-
fötum. Forsvarsmenn Reebok eru
mjög ánægðir með þennan samn-
ing og segja að Scarlett sé heims-
þekkt fyrir góðan fatasmekk og
að hún sé innblástur fyrir ungar
konur. Nýja línan hennar Scarlett
mun koma í verslanir vorið 2007.
Reebok er þar með að feta í
fótspor annarra íþróttamerkja á
borð við Adidas og Puma sem
hafa fengið heimsþekkta ein-
staklinga eins og Stellu McCartn-
ey og Alexander McQueen til liðs
við sig.
Scarlett andlit Reebok
SCARLETT JOHANSSON Þessi unga leikkona er nýja andlit íþróttavörumerkisins Reebok og
mun hún einnig hanna sína eigin línu sem kemur í verslanir í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Spjallþáttastjórnandinn David
Letterman hefur boðið þeim stall-
systrum Paris Hilton og Nicole
Richie að vera gestir í þættinum
hans, saman.
Stúlkurnar eru búnar að vera
óvinkonur í tvö ár og hafa þær
báðar neitað að tala um hver var
valdurinn að óvinsemd þeirra.
Richie og Hilton leika báðar í sjón-
varpsþáttunum „Simple Life“ en
tökuliðið á fullt í fangi með að láta
þær tvær ekki hittast á meðan á
tökum stendur. Letterman hefur
boðist til þess að vera friðarstillir
milli stallanna en þær eiga ennþá
eftir að gefa honum svar.
Sættast í Letterman
Á MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI
Paris og Richie voru óaðskiljanlegar en svo
kom eitthvað mikið upp á og hafa þær
verið óvinkonur í tvö ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Í Noregi er nú komin á markað ný
kaffitegund sem á að virka grenn-
andi. Norska þjóðin hefur eins og
sú íslenska verið að fitna svo þetta
eru gleðitíðindi fyrir þá kaffiunn-
endur sem vel mega við því að
missa nokkur kíló. Kaffitegund
þessi heitir CoffeeSLENDER og
segja framleiðendur að í kaffi-
bauninni leynist efni sem nýta
megi til að stýra blóðsykrinum og
minnka líkamsþyngdina. Undra-
kaffi þetta er líka selt í töfluformi
en mönnum er ráðlagt að drekka
þrjá bolla af kaffinu á dag eigi það
að gera eitthvað gagn.
Norðmenn
grenna sig
með kaffi
MEGRUNARKAFFI
Kaffidrykkjumenn geta nú huggað sig við
það að kaffið eigi eftir að gera þá léttari.
Patti Smith mun halda tónleika á
Íslandi 5. september í Háskólabíói
og verða þeir með öðru sniði en
tónleikar rokkgyðjunnar fyrir ári
síðan á Nasa. Tónleikarnir í
Háskólabíói verða órafmagnaðir
og einnig mun Smith fara með
vel valin ljóð en hún hefur vakið
mikla athygli erlendis fyrir
„spoken word“. Patti Smith er eitt
af stóru nöfnunum í rokksögunni
og ferill hennar spannar þrjátíu
ár, en hún er bæði rokkari, ljóð-
skáld, leikari og ljósmyndari. Með
Patti kemur tónlistarmaðurinn
Lenny Kayei. Miðasala hefst í
byrjun ágúst á www.miði.is og í
verslunum Skífunnar í Reykjavík
og BT á Akureyri, Selfossi og
Egilsstöðum. Um 900 miðar verða
í boði og selt verður í númeruð
sæti á tveimur svæðum.
Patti kemur aftur
PATTI SMITH Tónleikar söngkonunnar á Íslandi í fyrra fengu frábæra dóma.
SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 8 og 10.40
ULTRAVIOLET kl. 4.50 og 8 B.I. 12 ÁRA
OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 3 og 5
OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 3, 5, 7 og 9
SÝND Í LÚXUS ENSKT TAL kl. 3 og 5
STICK IT kl. 3, 5.30, 8 og 10.20
CLICK kl. 10.10 B.I. 10 ÁRA
RAUÐHETTA ÍSL. TAL kl. 3
SILENT HILL kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA
STORMBREAKER kl. 6 og 8
THE BENCHWARMERS kl. 8 og 10 B.I. 10 ÁRA
CLICK kl. 5.30, 8 og 10.10 B.I. 10 ÁRA
DA VINCI CODE kl. 5 og 10 B.I. 14 ÁRA
SILENT HILL kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
STORMBREAKER kl. 6, 8 og 10
STICK IT kl. 6
!óíbí.rk004
Gildir á allar sýnin
gar í
Regnboganum me
rktar með rauðu
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
50.000
MANNS
BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI!
Magnaður
Sci-Fi spennutryllir!
Blóðstríðið
er hafið!