Fréttablaðið - 31.07.2006, Page 58

Fréttablaðið - 31.07.2006, Page 58
 31. júlí 2006 MÁNUDAGUR30 FÓTBOLTI Frank Lampard hefur gagnrýnt Sven-Göran Eriksson opinberlega fyrir að velja ekki sóknarmanninn Jermain Defoe í leikmannahóp enska landsliðsins fyrir HM. Eriksson tók aðeins fjóra sóknarmenn með sér til Þýskalands, þar á meðal Theo Walcott sem hafði aldrei spilað leik í efstu deild. „Það hefði gefið okkur meiri möguleika ef Jermain hefði líka komið með, ég spilaði með honum hjá West Ham og þekki hæfileika hans. Það voru mistök hjá Eriks- son að velja hann ekki,“ sagði Lampard. Wayne Rooney og Michael Owen áttu báðir við meiðsli að stríða fyrir mótið og því voru Peter Crouch og Walcott einu sóknarmennirnir sem voru alveg heilir. - egm Lampard gagnrýnir Eriksson: Mistök að velja ekki Defoe Á ÆFINGU Jermain Defoe er hér á æfingu með enska landsliðinu. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson lék í stöðu miðvarðar er Charlton mætti Valencia í æfingaleik seint á laugardagskvöldið á Spáni. Valencia hafði sigur, 3-1, með mörkum Fernandos Morientes, Baraja og Silva en Gonzalo Sor- ondo skoraði eina mark Charlton. Hermann hefur verið orðaður við nokkur lið á Englandi undanfarið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Charlton. Ian Dowie, nýráðinn stjóri Charlton, hefur undanfarið látið Hermann leika í stöðu vinstri bakvarðar en á laugardagskvöldið var hann mættur í sína gömlu leikstöðu. - esá Charlton mætti Valencia: Hermann á sínum stað FÓTBOLTI Evrópumeistaramóti U-19 landsliða lauk í Póllandi um helgina og stóðu Spánverjar uppi sem sigurvegarar með því að leggja Skotland að velli 2-1 í úrslitaleik. Kristinn Jakobsson dæmdi úrslita- leikinn og gerði það vel. Sóknar- maðurinn Bueno skoraði bæði mörk Spánverja. - egm Evrópumót U-19 landsliða: Spánverjar tóku bikarinn FÓTBOLTI Jose Antonio Reyes, leik- maður Arsenal, vill halda heim til Spánar en hann hefur ekki fundið sig í London. Þessi 22 ára leikmað- ur var keyptur á rúmar tíu millj- ónir punda frá Sevilla í janúar 2004 en hann hefur nú verið orðað- ur við stórliðið Real Madrid. „Ég hef ekki náð að venjast líf- inu í Englandi og það væri draum- ur að komast til Real Madrid. Ég hef alls ekkert á móti Arsenal sem er frábært félag og ég hef fengið mikinn stuðning þaðan. Ástæðurn- ar fyrir því að ég vil fara eru aðrar,“ sagði Reyes. - egm Leikmannamál Arsenal: Reyes þjáist af heimþrá HEIMÞRÁ Reyes er orðaður við Real Madrid. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Ólafur Örn Bjarnason lét markvörð Fredrikstad verja frá sér víti í leik með Brann í gær. Það kom þó ekki að sök þar sem Brann vann leikinn, 3-1, og hélt þar með forystu sinni á toppi deildarinnar. Ólafur og Kristján Örn Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Brann rétt eins og Veigar Páll Gunnarsson í Stabæk en hann og félagar hans töpuðu, 3-1, fyrir Sandefjord. Birkir Bjarna- son sat á varamannabekk Viking sem vann Ham-Kam, 2-1. Í Svíþjóð vann topplið Hammar- by 3-0 sigur á Häcken. Pétur Mart- einsson og Gunnar Þór Gunnars- son voru sem fyrr í byrjunarliði Hammarby en Pétur fór af velli á 58. mínútu. Jóhann Guðmundsson var ekki í hópi GAIS sem tapaði 3-0 fyrir Elfsborg. Bjarni Ólafur Eiríksson og Hörður Sveinsson léku báðir allan leikinn fyrir Silkeborg sem tapaði fyrir Nordsjælland, 1-0, en þetta var þriðja tap liðsins í jafn mörg- um leikjum í upphafi dönsku leik- tíðarinnar. Í Belgíu hófst tímabilið um helgina og kom Rúnar Krist- insson inn á sem varamaður á 75. mínútu í 2-1 sigurleik Lokeren á Standard Liege en hann var nærri búinn að leggja upp mark. - esá Íslendingar í Evrópu: Ólafur lét verja frá sér víti STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI: 1. FH 12 9 2 1 21-7 29 2. FYLKIR 11 5 2 4 14-13 17 3. VALUR 11 4 4 3 15-13 16 4. BREIÐABLIK 12 5 2 5 19-23 16 5. KEFLAVÍK 11 4 3 4 20-12 15 6. VÍKINGUR 12 4 3 5 14-11 15 7. GRINDAVÍK 11 3 5 3 16-13 14 8. KR 11 4 1 6 10-22 13 9. ÍA 12 4 0 8 15-21 12 10. ÍBV 11 3 2 6 11-20 11 Akranesvöllur, áhorf.: 1300 ÍA FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–8 (2–3) Varin skot Bjarki Freyr 2 – Daði 2 Horn 3–6 Aukaspyrnur fengnar 1–5 Rangstöður 13–16 FH 4–3–3 Daði Lár. 8 Guðmundur 7 Ármann Smári 7 Ásgeir Gunnar 6 Hermann A. 5 Baldur Bett 7 *Sigurvin 8 Matthías 8 Tryggvi G. 6 Ólafur Páll 5 (71. Atli Guðnason -) Lindbaek 6 (81. Allan Dyring -) *Maður leiksins ÍA 4–5–1 Bjarki Freyr 7 Kári Steinn 5 Árni Thor 7 Heimir E. 6 Pálmi H. 6 Ellert Jón 8 Igor Pesic 6 (52. Andri J. 6) Þórður G. 7 Jón Vilhelm 4 (52. Dean Martin -) (65. Guðjón H. 6) Hafþór Ægir 5 Hjörtur 5 0-1 Sigurvin Ólafsson (38.) 0-1 Garðar Örn Hinriksson (6) FRJÁLSAR Svo gæti farið að heims- og ólympíumeistarinn í hundrað metra hlaupi karla, Bandaríkja- maðurinn Justin Gatlin, verði dæmdur í lífstíðarbann frá keppni í frjálsum íþróttum. Á laugardag- inn sagði hann frá því að í apríl síðastliðnum hefði hann fallið á lyfjaprófi og í gær var greint frá því að B-sýni hans hefði einnig reynst jákvætt fyrir karlhormón- inu testósteróni. Árið 2001 féll Gatlin einnig á lyfjaprófi og reyndist þá vera amfetamín í sýni hans. Samkvæmt öllu ætti hann því að vera dæmdur í lífstíðarbann. - esá Justin Gatlin: Fær ef til vill lífstíðarbann JUSTIN GATLIN Féll á lyfjaprófi í vetur. NORDIC PHOTOS/AFP GOLF Þegar Íslandsmótinu í högg- leik lauk í gær á Urriðavelli voru tveir nýjir Íslandsmeistarar krýndir í greininni. Sigmundur Einar Másson, GKG, hafði verið með forystuna strax frá fyrsta degi og vann svo karlaflokkinn með miklum yfirburðum. Helena Árnadóttir, GR, þurfti að þreyta bráðabana við Ragnhildi Sigurð- ardóttur og hafði betur. Hvort um kynslóðaskipti sé að ræða skal ef til vill ósagt látið en það skal tekið fram að margir atvinnukylfingar Íslands tóku ekki þátt, svo sem Birgir Leifur Hafþórsson, Heiðar Davíð Braga- son og Ólöf María Jónsdóttir. Sigur Sigmundar var engu að síður mjög glæsilegur og vann hann með átta högga mun á þá Úlfar Jónsson, Auðunn Einarsson og Birgi Má Vigfússon en sá síðastnefndi vann í umspili um 2. sætið á mótinu. Úlfar náði reyndar að minnka forystuna í fjögur högg eftir að hafa fengið tvo fugla, á 13. og 14. braut, en hann náði ekki að fylgja því eftir og sigur Sigmundar var aldrei í hættu. „Þetta er búið að vera erfitt en loksins er þetta búið og ég gerði það sem ég ætlaði mér að gera,“ sagði Sigmundur Einar, kampa- kátur eftir mótið. „Dagurinn í dag var mjög skemmtilegur en svolítið erfitt að halda einbeitingunni. En eftir að ég náði fugli á 17. braut þá gat ég leyft mér að anda aðeins léttar. Ég vissi að Úlfar var nálægt mér á tímabili en ég hugsaði sem minnst um það og hélt mér við mitt leikskipulag.“ Sigmundur Einar hafði ásamt þjálfara sínum lagt línurnar fyrir mótið á ákveðinn máta og var hann viss um að það hefði skilað sér sigrinum. Helena var einnig hæstánægð með sigurinn en hún og Ragnhildur voru einnig jafnar áður en keppni hófst í gær. Snemma dags var Helena búin að dragast þremur höggum aftur úr Ragnhildi en náði að jafna metin fyrir rest og hafði svo sigur í þriggja holu bráðabana. „Það þýðir ekkert að gefast upp þó að á móti blási. Ég náði að halda rónni í dag og það var það sem skipti máli,“ sagði Helena. Nína Björk Geirsdóttir úr GKG var einungis einu höggi á eftir Helenu og Ragnhildi og Tinna Jóhannsdóttir, GK, fylgdi svo einu höggi á eftir Nínu. Þess- ar fjórar voru í sérflokki hjá kon- unum en sem fyrr segir hafði Sigmundur fáheyrða yfirburði í karlaflokki. - esá Helena Árnadóttir og Sigmundur Einar Másson urðu Íslandsmeistarar í golfi: Tveir nýir meistarar krýndir SIGRINUM FAGNAÐ Sigmundur fagnar eftir að hafa sett síðasta púttið niður. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA MEISTARARNIR Helena Árnadóttir og Sigmundur Einar Másson með sigurlaunin eftir mótið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Aðeins eitt mark var skorað á Skaganum í gær þegar ÍA og FH mættust en það skoraði Sig- urvin Ólafsson í fyrri hálfleik. Skagamenn fengu reyndar kjörið tækifæri til að jafna metin í þeim síðari þegar þeir fengu vítaspyrnu en hún fór forgörðum og því voru það gestirnir úr Hafnarfirði sem gátu brosað breitt á tónleikum Sigur Rósar seinna um kvöldið. Skagamenn spiluðu hörkuvel á upphafskafla leiksins en um mið- bik fyrri hálfleiks fjaraði spila- mennskan skyndilega út. Ellert Jón Björnsson skapaði oft á tíðum usla á hægri kantinum og átti hann fyrsta skot leiksins sem Daði Lárusson varði. Stuttu seinna fékk Tryggvi Guðmundsson dauðafæri en Bjarki Guðmundsson lokaði markinu vel og náði að verja. Það var svo á 38. mínútu sem eina mark leiksins kom en þá urðu heimamönnum á mistök í vörn- inni, Andre Lindbaek renndi bolt- anum út á Sigurvin sem skoraði með hörkuskoti í hornið. FH-ingar voru komnir með undirtökin á miðjunni þar sem Sigurvin, Baldur Bett og Matthías Vilhjálmsson voru í aðalhlutverki. Snemma í seinni hálfleik áttu þó Skagamenn flotta sókn þegar Haf- þór Ægir Vilhjálmsson átti frá- bæra sendingu á Ellert Jón sem renndi boltanum á Þórð Guðjóns- son en skot hans fór yfir markið. Á 68. mínútu átti Þórður frábæra sendingu á Ellert Jón sem skaut yfir markið en Hermann Alberts- son braut á honum og var réttilega dæmd vítaspyrna. Á punktinn fór Hjörtur Hjartarson en vítabaninn Daði Lárusson varði spyrnu hans. Eftir þetta virtist allur vindur úr heimamönnum og FH-ingar voru líklegri til að bæta við á loka- kaflanum en Skagamenn að jafna. Sanngjarn sigur og eru Íslands- meistararnir komnir með tólf stiga forskot en Skagamenn töp- uðu þarna sínum áttunda deildar- leik í sumar. „Þetta var erfiður leikur, Akranesvöllur er alltaf víg- völlur sama hvernig gengi liðsins hefur verið. Þeir spila sóknarbolta og taka áhættur og því er sterkt hjá okkur að halda hreinu á móti þeim. Þeir gáfu okkur lítið svæði en við spiluðum bara okkar bolta, Skagamenn spila skemmtilegan fótbolta og gaman að mæta þeim,“ sagði Sigurvin Ólafsson, marka- skorari FH. „Það var gaman að ná að skora, ég gerði það líka í fyrri leiknum gegn þeim. Verst að við spilum ekki oftar við ÍA. Við höfum lent í miklum hremmingum upp á síð- kastið og því sérstaklega mikil- vægt að ná að vinna þennan leik, við sýndum það að við erum komn- ir til baka. Við höfum misst mátt- arstólpa í meiðsli en alltaf náum við að setja saman lið og erum vonandi komnir í gang núna aftur,“ sagði Sigurvin eftir þennan góða sigur. elvargeir@frettabladid.is Mark Sigurvins tryggði FH sigur gegn Skagamönnum FH-ingar komust í gær í tólf stiga forystu á toppi Landsbankadeildar karla eftir eins marks sigur á ÍA. Þetta var áttundi tapleikur Skagamanna á tímabilinu en Daði Lárusson varði vítaspyrnu Hjartar Hjartarsonar í síðari hálfleik. HART BARIST Leikmenn FH og ÍA gáfu ekkert eftir í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR SIGURMARKINU FAGNAÐ FH-ingar fagna marki Sigurvins Ólafssonar en Hafþór Ægir Vil- hjálmsson er niðurlútur að sjá. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.