Tíminn - 05.01.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.01.1978, Blaðsíða 1
c V. Fyrir vörubilá^ Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu- dri Mikil hálka á vegum suðvest- anlands í gær GV — í gær gekk slæmt veður yfir vestanvert landið og framan af degi gekk á með skafrenningi og snjókomu. Er liða tók á daginn gerði frostleysi á láglendi og varð mikil háika á vegum suðvest- anlands. Sæmilega greiðfært var um vegi i Árnes- og Rangárvalla- sýslum, en i Vik og á Mýrdalssandi gerði mikla snjókomu og varð mjög þungfært Á Breiða merkursandi snjóaði mikið i gær, og er alveg ófært á þeim slóðum. Vegurinn austan Hafnar um A1 mannaskarö er alveg ófær og er þungfært þaöan alla leiö til Breiö- dalsvikur. Frá Breiödalsvík var í gær fært stórum bflumtil Reyöar- fjaröar og þaöan er greiöfært til Noröfjaröar og Egilsstaöa. Fjaröarheiöi er aöeins fær stærri bflum. Öfært var í gær um Hró- arstungu og Jökuldal. Fært norður Nú er fært allt noröur til HUsa- vikur, og einnig er fært um Snæ- fellsnes og vestur í Dali, en mikil hálka er á þessum vegum Mikill skafrenningur hefur veriö á heiö- um noröanlands. Unniö var aö snjóruöningi i gær á Ólafsf jaröar- veginum, en um miöjan dag féllu skriöur á veginn og varö aö hætta viö verkiö og loka veginum. A Noröausturlandi haföi færö spillzt nokkuö, og var f gær fært fyrir stóra bila frá HUsavik um Tjörnes og Melrakkasléttu til bórshafnar. Austan Þórshafnar er nu ófært. AÞ —Laust fyrirhádegif gær gerði byi I höfuöborginnl og spilltist færð viða. Umferð stöðvaðist algjörlega á öskjuhlfðarveginum f um það bil klukkustund og sömu sögu var að segja um Kringlumýrarbrautina. Þrír árekstrar urðu f Kópavogi i gær og má kenna hálku um fiesta, ef ekki alla. Virðist ófærö alltaf koma mönnum i opna skjöldu, eins og myndir Gunnars bera með sér. Rekstrarhagnaður hjá X^I£i|l|Ai|l,MM| —91,7% af áætlaðri XVlSlllUJ 111 1 I framleiðslu náðist AÞ —Þrátt fyrir miklar reksturs- truflanir á liönu ári er Utlit fyrir að Kfsiliðjan f Mývatnssveit hafi verið rekin með hagnaði. Alls framleiddi verksmiðjan tæplega 20 þúsund tonn af kfsiigUr, en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 22 þUsundum tonna. Ef að llkum lætur ættu birgðir Kfsiliðjunnar að endast fram í aprfl, en þá á að vera hægt að hefja dælingu Ur Mývatni á nýjan leik. — Við erum meö 91,7% af áætl- aöri framleiöslu. Miöaö viö aö- stæöur held ég, aö menn megi vel viö una, sagöi Vésteinn Guö- mundsson, annar af fram- kvæmdastjórum Kisiliöjunnar. — Ég veit ekki hve marga daga viö misstum Ur á síöasta ári, en þeir eru orðnir glettilega margir. Hráefni er i tveim af þrem þróm Kisiliöjunnar og sagöi Vé- steinn, aö siöan 22. desember heföi allt vatn horfiö Ur annarri þrónni. En veöur hafa verið all- sæmileg I Mývatnssveit þaö sem af er vetri, og þvi hægt aö fylgjast vel meö ástandi þrónna og gera viö þær, er göt hafa myndazt. — Ég þori alveg aö fullyrða þaö, aö verksmiöjan kemur Ut hallalaus eftir siöastliöiö ár, sagöi Vésteinn. — En hve mikill hagnaöurinn veröur, þori ég ekki aö fullyröa. Hafa ber I huga, aö stórar upphæöir hafa veriö notaö- ar I viögeröir. Hjá Kisiiljunni eru 54 starfs- menn I fastri vinnu, en á sumrin er dæling stendur yfir, eru þar 8 til 9 aukamenn. Frumtillögur um nýtt alþingishús — lagðar fram þegar þing kemur saman Prókjör í Reykjavík: Utankj örstadakosning hefst 11. janúar Prófkjör Framsóknarflokks- ins I Reykjavfk vegna alþingis- og borgarstjórnarkosninganna, sem fram fara á árinu, veröur dagana 20. og 21. janUar nk. En utankjörstaöakosning hefst miðvikudaginn 11. janUar. Geta þeir stuðningsmenn flokksins, sem ekki verða I bænum próf- kjörsdagana, kosið á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstfg 18 á venjulegum skrifstofutima frá kl. 9 til 17 og laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 17. Þátttökurétt I prófkjörinu hafa flokksbundnir framsókn- armenn i Reykjavik, 16 ára og eldri, og aðrir stuónmgsmenn flokksins á kosningaaldri. Tilkynnt veröur innan skamms hvernig skiptingu I kjördeildir og kjörsvæöi veröur háttaö I prófkjörinu, en kosiö veröur á skrifstofu Framsókn- arflokksins aö Rauöarárstlg 18 og I Fáksheimilinu og ef til vill á fleiri stööum. SJ — A miðju sfðasta ári var hásameistara rfkisins falið að kanna byggingu nýs þinghúss á lóð alþingis. Þessa dagana er starfshópur arkitekta hUsameist- araembættisins önnum kafinn við að IjUka skýrslu um hvernig standa megi að slfkri framkvæmd á sem hagkvæmastan hátt. Að sögn Haröar Bjarnasonar hUsa- meistara þurfti að taka tiilit til margvfsiegra skoðana þegar hugmyndir voru smfðaðar að varanlegri byggingu fyrir alþingi tslendinga. Arkitektarnir hafa i huga skipulagslega og sögulega þróun svæðisins I nágrenni al- þingishUssins, og jafnframt verndunarsjónarmið. Talsverö gagnasöfnun hefur verið samfara þessu verki. — Viö leggjum skýrslu okkar og frumhugmyndir fyrir forseta þingsins, þegar al- þingi kemur saman á ný eftir jólaleyfi, sagöi hUsameistari rfkisins. Alþingi á lóöir I nágrenni nU- verandi þinghUss, á milli Kirkju- strætis, Vonarstrætis, Templara- sunds og Tjarnargötu. Hugmynd- ir starfshóps húsameistaraemb- ættisins gera ráö fyrir eölilegri viöbót fyrir allar þarfir alþingis á þessu svæöi. Þar standa þó nokkrar byggingar, sem taka þarf tillit til, og óvist er hvaö veröur um. Þar kemur m.a. á- fangaskipting byggingafram- kvæmda til greina og hvort alþingi getur nýtt húsin tima- bundiö eöa til frambúöar. Höröur Bjarnason kvaöst ekki geta greint frá tillögum starfshópsins fyrr en forsetum alþingis heföi veriö gerö grein fyrir þeim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.