Tíminn - 05.01.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.01.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. janúar 1978 !l»,! !l ■! f'(" Úr leikritinu Stalin er ekki hér, Anna Kristin, Rúrik og Steinunn Þjóðleikhúsið Teskeiðin, Stalín og Fröken Margrét aftur á sviðið Nú upp úr áramótunum hefjast á ný sýningar i Þjóðleikhúsinu á þeim leikritum, sem i sýningu voru fyrir jól en legið hafa niðri vegna jólasýningarinnar á Hnotubrjótnum. A Litla sviðinu verður fyrsta sýningin á Fröken Margréti þriðjudagskvöldið 3, janúarog sú næsta 5. janúar. Þetta brasiliska leikrit um kennslukonuná Margréti hefur vakið verðskuld- aða athygli og leikur Herdisar Þorvaldsdóttur i eina hlutverki sýningarinnar hlotið mikið lof. Uppselt hefur verið á allar sýn- ingar verksins til þessa. Leikstjóri er Benedikt Arnason. A Stóra sviðinu' verður leikrit Vésteins Lúðvikssonar, Stalin er ekkihér sýntmiðvikudagskvöldið 4, janúar, en leikritið hlaut afbragðsgóða dóma og undirtekt- ir. Leikstjóri er Sigmundur örn Arngrimsson en i hlutverkunum eru Rúrik Haraldsson, Bryndis Pétursdóttir Anna Kristin Arngrimsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Sigurður Sigur- jónsson og Sigurður Skúlason. Leikrit Kjartans Ragnars- sonar, Týnda teskeiðin, verður sýnt fimmtudagskvöidið 5. jamiar og er það 24. sýning verksins. Mikil aðsókn hefur verið að leikritinu i allt haust enda hlaut það hinar bestu viðtökur gagnrýnenda. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir. Þær breytingar verða nú á hlutverkaskipan, að Sigurður Skúlason tekur viö hlut- verki Randvcrs Þorlákssonar, en aðrir leikendur eru Róbert Arn- finnsson, Sigriður Þorvaldsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Gisli Alfreðsson, Guðrún Þ. Stephen- sen, Flosi ólafsson, Lilja Þóris- dóttir og Jón Gunnarsson. jllfcí ' ■ -y- r I i Æj&íik | 1 %$'■?$ j 1 aSs. 1 i\ nny . <>. ifl * ' 'í: SBMKyiSBiSMr v ':y s < ||f 1 m \ | m ■' ^ 1 Jm, M' -i i ' 1 Nokkrir aðstandendur Bifrastar i skipinu við komuna til Hafnarfjarðar, talið frá vinstri: Þórir Jónsson, Bjarni Magnússon, Valdimar Björnsson, Geir Þorsteinsson, Jón Guðmundsson, Finnbogi Gislason og Ingimundur Sigfússon. í heimahöfn Bifröst Islenska bifreiðaflutningaskip- ið Bifröst er nú i heimahöfn sinni, Hafnarfiröi, i fyrsta sinni. Að skipinu stendur samnefnt hluta- félag og eru hluthafar 1 þvi 112. Að sögn gekk ferðin til Islands vel, og reyndist skipiö vel, þótt þaö fengi misjöfn veður á leiðinni. Skipiö var smiðað árið 1969 i Þýzkalandi og er af svokallaðri „Roll off Roll on” gerö. Flutn- ingsgeta þess er 260 bilar á 4 þil- förum eða 1200 tonn af vörum. Kaupverö skipsins er 340 millj. kr. Skipstjóri er Valdimar Björnsson og yfirvélstjóri Sigur- jón Þórðarson. — Samið hefur verið við hafnarstjórn Hafnar- fjaröar um athafnasvæði við höfnina, og standa nú fram- kvæmdir þar yfir, sem lokiö verð- ur I áföngum, en fyrsti áfangi er uppfylling á 15 þúsund fermetra svæöi, og er verið að ljúka við undirstöðu skemmubyggingar. Svæðið verður afgirt i næsta mán- uði. Við komu skipsins til Hafnar- fjarðar flutti stjórnarformaöur Bifrastar, Þórir Jónsson, ávarp og sagði þar m.a.: „Astæða fyrir kaupum þessa skips er fyrst og fremst sú, að aðilar vildu reyna nýja flutningatækni. Skip þetta er frábrugöiö hinum eldri að þvi leyti, aö hægt er að aka farar- tækjum inn og út úr skipinu. Einnig er hægt aö losa og lesta skipið meö lyfturum, þannig aö ekki er þörf neinna hifinga. Að- ferð þessi er margfalt fljótvirkari og ódýrari I framkvæmd og t.d. má auðveldlega hlaöa eöa af- ferma 100 bila á klst. Þá opnast þeir möguleikar að flytja vörur á flutningavögnum, svokölluð „Door to Door” þjón- usta, það er, aö vörur eru teknar I flutningavagn beint frá framleið- anda og skilað til kaupenda án nokkurrar umhleðslu. Þar með minnkar áhætta á skemmdum og rýrnun vörunnar. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi, að aka megi flutninga- vögnum með ferskum fiski til og frá skipi og aka siöan beint á neytendamarkaö erlendis, þar sem fá má hæsta mögulegt verð á hverjum tima. Þetta ætti að vera Islendingum hagkvæmt, mitt I löndunarbanninu á aðalmarkaði okkar i Bretlandi.” Akstur í myrkri I. Næstum allt sem við gerum Næstum allt sem viö ger- um i umferðinni er háð þvi sem við sjáum. Ljósin sem við notum, þótt þau séu þau beztu sem völ er á eru þús- und sinnum daufari en dags- ljósið. Þéss vegna er miklu vandasamara að átta sig á umferðarskilyrðum i myrkri. Möguleikararnir á þvi að hjá árekstri verði komizt verða æ minni eftir þvi sem birtuskilyrðin verða verri. Sá ökumaður, sem vill aka með sem mestu öryggi og heíur áhuga á að tileinka sér þá sérstöku ökutækni sem talin er gefa mest öryggi i nútima umferð, ætti sem allra fyrst að taka hana upp. Það er staðreynd að það er ekki hægt að aka eins að nóttu sem að degi. Látum sjónlengdina ákveða hraðann. Þrátt fyrir það að manns- augað sé mikilvægasta skyn- færi okkar og láti okkur i té mest af þeirri vitneskju sem við höfum um umhverfi okk- ar, er hæfni þess sem áður mjög takmörkuð. Látum sjónlengdina ákveða hraðann .—&—-------------------------------------- Hemlun Viðbragðsflýfir. Það er góð regla oð oka ekki hraðar en svo, að ökumaöur hafði sföðvunarvego- lengdina innan þess svæðis, sem Ijós- ið lýsir upp fyrir framan hann. Þó er ekki hægt að reikna með, að ökumaður gefi séð eins langt og Ijóskerin lýsa. Rannsóknir hafa leitt í Ijós, aö því hrað- ar sem ekið er, þvi styttra sér moður fró sér. Á 30 km. hraða er venjulega hægt að koma augo ó ýmsa hluti ó ak- brautinni um það bil 25 metra fram- undan, en hvað þó ef ekið er ó 60-70 km. hraða eða ennþó hraðar? Verði eitthvað óvænt ó leið okkar, komum við auga ó það helmingi seinna, en ef við vissum af þvi fyrirfram. Til dæmis slæm hola, sem maöur hefur farið framhjó dag eftir dag og man eftir, kemur manni ekki eins ó óvart og hola í vegi, sem maður ekur sjaldon. Leikrit vikunnar: Eiginkona ofurstans Fimmtudaginn 5. janúar kl. 20.10 veröur flutt leikritið „Eigin- kona ofurstans” eftir Somerset Maugham. Þýðandi er Torfey Steinsdóttir og leikstjóri Rúrik Haraldsson sem jafnframt er sögumaður. Með önnur helztu hlutverk fara Gfsli Halldórsson, Margrét Guðmundsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Sigriður Þor- valdsdóttir. Leikritiö er tæplega klukkustundar langt. Ofurstinn George Peregrine er mektarmaður i sveit sinni, en kona hans er lítil fyrir mann að sjá og viröist ekki líkleg til stór- ræða. Þaö kemur ofurstanum þvi mjög á óvart, þegar hún verður allt I einu fræg fyrir ljóðabók, sem gefin er út undir skirnarnafni hennar. Ofurstanum finnst hann hverfa I skuggann, þvi að nú vilja allir þekkja konu hans. Sjálfur hefur hann litinn áhuga á ljóðum, en þvi meiri á ýmsu ööru, sem honum finnst áþreifanlegra. William Somerset Maugham fæddist I Paris 1874. Hann stund- aði nám I heimspeki og bók- menntum við háskólann i Heidel- berg, og læknisfræðinám um skeið i Lundúnum. Fyrsta saga hans ,, Liza frá Lambeth”, kom út árið 1897 og fyrsta leikritið nokkrum árum siöar. Stórbrotn- asta saga Maughams er vafalltið „1 fjötrum”, sem er sjálfsævi- saga að nokkur leyti. A stríðsárunum dvaldi Maugh- am i Bandarikjunum, en hann lézt i Frakklandi árið 1965, þar sem hann haföi lengstum átt bú- setu siðustu tvo áratugina. „Eiginkona ofurstans” er ekki skrifuð sem leikrit, heldur gerö eftir einni af sögum Maughams, en hann var snillingur i smá- sagnagerð. Hann hefur verið vin- sæll höfundur hér, þvlað fjölmörg verka hans hafa verið flutt bæði á leiksviöiog I útvarpi. „Eiginkona ofurstans” er 21. leikrit hans, sem útvarpið flytur. Nýr umboðsmaður Tímans á Húsavik HAFLIÐI Þorsteinsson, Garöars- braut 52, Húsavik, hefur tekið aö sér umboð fyrir Timann á Húsa- vik. Bjóðum viö hann velkominn til starfa. Hafliði tekur við um- boðinu af Guörúnu Finnsdóttur, og flytur Timinn henni beztu þakkir fyrir störf hennar. Auglýsið í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.