Tíminn - 05.01.1978, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 5. janúar 1978
15
lesendur segja
Er tillitssemin
á undanhaldi?
Siðustu átta til tiu árin hefur
sá, er þetta ritar, haft bæði gagn
og gaman af þvi að leggja eyru
við hinum mörgu ágætu erind-
um, sem oft eru flutt I hljóð-
varpið, og þá einkum á kvöldin,
þegar aðrir horfa á sjönvarp,
sem ég get ekki notið. En — þar
sem ég e'r kominn langleiðina
eftir áttunda áratugnum er
svefninn orðinn mér sá ofjarl,
þegar liður á tiunda tlmann á
kvöldin, að ég verð oftast að láta
i minni pokann, hve leitt, sem
mér þykir það. Svo miskunn-
samur er hann þö að losa oft um
fangbrögðin eftir litla stund.Læt
ég þá venjulega verða mitt
fyrsta verk að seilast eftir við-
tækinu, sem er rétt við bólið
mitt, og vita, hvort erindið, sem
ég hafði mestan áhuga á að
heyra, væri byrjað, eða máske
búið. Svo fór lika oft á siðast
liðnum vetri, að ég tapaði af þvi
sem ég ætlaði mér að heyra, en
það voru hinir stórfróðlegu
minningaþættir séra Matthias-
ar og frásögn Þorvalds Thor-
oddsens um ferðir sinar um ís-
land. Lestur þeirra hófst ekki
fyrr en á ellefta timanum, eða á
eftir siðari fréttum. Oft óskaði
ég eftir þvi, að þessir þættir
hefðu verið fluttir á undansiðari
fréttum, eða á þeim tima, sem
oft voru lesnar skáldsögur, sem
ætla mátti að öldruðu fólki þætti
minni missir að en unga fólkið
vakti, hvort sem var, langleið-
ina þar til útvarpi lauk. Um
þetta er auðvelt að deila, eins og
flest annað, þvi „sinum augum
litur hver á silfrið”, og svo mun
lengst af verða.
Nú bar svo við, fimmtudags-
kvöldið, fyrsta des. s.l., að
svefninn flutti mig, fyrr en
varði, inn i draumalöndin, eftir
viðburðarikan dag. Ég vissi þá
heldur ekki hvað eftir var á dag-
skrá útvarpsins. Nokkru siðar
vaknaði ég og varð þá fyrst fyrir
að vita, hvort ekki væri eitthvað
eftir af dagskránni. Jú! Það var
hvorki meira ne minna en verið
að ræða um málefni aldraðs
fólks. Ég glaðvaknaði og lagði
eyru við eftir megni, ef verða
mætti til þess að festa I minni
eitthvað af þvi, er þarna bar á
góma. Það var sannarlega þess
vert, þvi valdir menn voru
þarna að verki. Ég dauðsá eftir
þvi að hafa tapað sumu af þessu
spjalli, sem lauk ekki fyrr en
nálægt miðnætti. Og ekki get ég
neitað þvi að mér sárgramdist
að þessi timi skyldi vera valinn
fyrir þetta efni, sem allt aldrað
fólk hefði haft svo mikla ánægju
af að geta notið. Og eftirfarandi
spurning ásótti mig hvað eftir
annað: Skyldu það nú vera
margir jafnaldrar minir, sem
heyra þetta? Og einhver rödd
tók undir, dimmum tómi og al-
vöruþrungnum: ,,0-o, nei — nei.
Ég efast um að það sé einn á
móti hverjum niu, sem eru
steinsofnaðir, þvi svefninn er
öldruðum sætari en flest
annað”, Þá kvað við önnur hjá-
róma rödd, þvi háðið og glettnin
leyndi sér ekki: „Þau virðast
ekki syfjuð þessi.Og það er ekki
einu sinni að þeim verði það á að
geispa”.
Um samtal þeirra ágætu
manna, sem þarna birtu skoð-
anir sinar, væri margt gott hægt
að segja, þó ekki verði gert bér.
Eitt af þvi, sem allir þátttak-
endur voru sammála um, varð
mér svo kært, að ég stenzt ekki
mátið að minnast á það hér. Það
var skoðun þeirra að taka hönd-
um saman og leggja þvi lið —
eftir mætti — að aldurhnigið
fólk fengi aðstöðu til þess að
dvelja siðustu ár ævi sinnar sem
næst heimabyggð sinni, svo lif-
rænt samband þess við ættingja
og vini og æskustöðvar gæti
fremur haldizt, þar til yfir lyki.
Slikyfirlýsing, af vörum þeirra,
sem af heilum hug mæla, hefur
svipuð áhrif á hugarlendur
aldraðs fólks og sólskinið á
blómin, eftir svala nótt, þvi
tvisvar verður gamall maður
barn. Tillitssemin er æðsti vörð-
ur i allri sambúð. Hún er ljós-
berinn i riki sannrar menning-
ar. Frá henni stafar ávallt yl og
birtu. Það tignarheiti, er einnig
að finna i riki jurtanna, þvi ljós-
berinn heillar .alla með fegurö’
sinni og hugljúfum ilmi.
Það var ekki fjárri Tagi að llka
tillitsseminni við sólskinið, enda
fann ég ekki betri samlikingu.
Bæði hafa þau sömu áhrif. Hér
mæli ég lika af eigin reynslu.
Þegar ég legg leið mina um fjöl-
farnar götur i þéttbýli, henda
mig oft smáóhöpp, þvi sjón-
depran er slysinn ferðafélagi.
Fyrr en varir hafa þá borið að
vegfarandur, sem fúslega rétta
mér hjálparhönd.
Á hina hlið hefur það oft vakið
undrun mina og gremju hvað
fullorðið fólk, sem vissulega er
réttmætt að gera meiri kröfur
til — veldur oft óþægindum, með
óþarfa hávaða — um miðjar
nætur — með hrópum og hrað-
knúnum ökutækjum og svo með
tóbaksreyknum, en fjölmiðlar
eiga mikið hrós skilið fyrir það,
hve oft þeir vara við skaðsemi
hans og áreiðanlega með vax-
andiávinningi. Það er vissulega
gleðiefni.
Af þessu tagi er það ekki
ætlun min að minnast á fleira,
þótt ös sé fyrir dyrum. Aftur á
móti var það áform mitt — með
þessum linum — að biðja þig
bónar, lesandi minn. Hún er sú
að hugleiða þessi þankabrot
sem urðu svo áleitin þegar ég
lagði eyru við orðaskiptunum
fyrrnefndu i dagskrárlok út-
varpsins 1. des. 1977. Hún krefst
að visu talsverðar umhugsunar,
og helzt i næði, þvi að svo mörgu
er að hyggja. Það er þó bót i
máli, að sjálfur er ég sannfærð-
ur um, að þær stundir færa
meira til betri vegar, en flest
annað.
Húsavik 2. des. 1977
Theodór Gunnlaugsson
— frá — Bjarmalandi.
Skeyti
svarað
Góðvinur minn sendi mér úr-
klippu úr Dagblaðinu frá 24/11
s.l.
Einhver Páll Danielsson
hefur fundið köllun sina og sent
mér skeyti út af smágrein frá
mér sem Timinn birti.
Undanfari greinarkornsins
var þessi:
Þeir sem hlustuðu á lestur úr
forustugreinum dagblaöanna
(þeirra á meðal ég) máttu
heyra dag eftir dag þennan
boðskap ritstjóra Dagblaðsins:
Beita verður öllum tiltækum
ráðum til að útrýma bændum.
Ég snillingurinn, hefi tilbúna
snjalla lausn á þessu máli og
þar meö lausn á fjárhagsvanda
þjóðar.innar. — A næstu 5 árum
verði 2000 bændum Utrýmt. Hin-
ir2000koma á eftir án þess sér-
stakar ráöstafanir aörar þurfi
til. A þeirri lausn einni saman
græðir þjóðin þúsundir mill-
jarða. Þar að auki sparast út-
gjöld við vegi út um sveitir
landsinsrskóla út um land, auk
margs annars sem af þessari
útrýmingu leiðir, o.s.frv.,
o.s.frv.
Lengra verður þetta ekki rak-
ið þó af nógu jafn hugvitsam-
legu sé að taka. Verður það aö
nægja Páli Danielssyni og
öðrum sem lesið hafa grein
mlna með sama hugarfari og
hann til skýringar og umhugs-
unar.
Úr þvi þessi Páll Danielsson
tók grein mina til umfjöllunar
og „tók þaö upp alveg af eigin
höndum” aö svara fyrir Jónas
Kristjánsson get ég ekki annað
en dáöst að prúðmennsku hans
og það munu fleiri gera og
þakkað honum fyrir að hafa
stillt sig um aö nota stóru orðin.
— Það er ekki á hverjum degi
sem slik prúðmenni láta vita um
tilveru sina. Ég daist lika að i
hversu dásamlegu samræmi
svarið er við önnur skrif Dag-
blaðsins þó einkum um land-
búnaöarmál og bændur. Það
sýnir ennfremur hve háttvis og
prúö sú hirö er sem Jónas
Kristjánsson safnar um sig.
Með slikrihirð er hægt að vinna
hylli og þjóð sinni ómetanlegt
gagn!!
Bæ, 11/12 1977
Guðmundur P. Valgeirsson
Bridgefélag
Borgamess
sigursælt í
Færeyjum
Aðalfundur Bridgefélags Borgarness var haldinn 13. október sl. A
fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf og hefur áður verið
greint frá Urslitum helztu móta inn á við sem út á við á liðnu starfsári.
Da'gana 1. —7. júli heimsótti 26 manna hópur úr félaginu Fuglafjörð I
Færeyjum, en samskipti þessara bæja i bridge og knattspyrnu hófust
fyrirtveimur árum. IFuglafirði sigruðu Borgnesingar bæjarkeppnina
en auk þess var spiluð „parkapping” og hraðsveitakeppni en I henni
sigraði sveit heiðursfélagans okkar, ólafar Sigvaldadóttur, og voru
með henni i sveit þrir synir hennar, Guðmundur, Hólmsteinn og Unn-
steinn Arasynir. Allar móttökur i Færeyjum voru> frábærar og ferðin i
heild ógleymanleg þátttakendum.
A aðalfundinum var vetrarstarfið skipulagt og kjörin stjórn og var
Guðjón Pálsson endurkosinn formaður félagsins.
Fyrsta keppni vetrarins var einmenningskeppni félagsins og voru
spilaðar 3 umferðir.
Úrsht urðu þessi: -2. Hólmsteinn Arason 169 stig
Magnús Valsson 169 stig
3. GuðjónPálsson 161 stig
4. JónGuðmundsson 159 stig
5. Agúst Guðmundsson 155 stig
6. FriðgeirFriðjónsson 153 stig
Jafnhliða var spiluð hin árlega firmkeppni og tóku þátt I henni 55 fyr-
irtæki og færir félagið þeim öllum sérstakar þakkir fyrir þátttökuna.
Úrslit urðu þessi:
1. Rafveita Borgarness 64 stig
2. Málningarsala Einars Ingimundarsonar 62stig
3. Trésmiðja Sigurgeirs Ingimarssonar 60 stig
4. Vatnsveita Borgarness 60 stig
5. Virnet H/F 57 stig
6. Klukkuborg 57 stig
Fimm kvölda tvimenningskeppni hófst 17. nóvember og lauk 15.
desember. Þátttakendur voru 16 pör.
Úrslit urðu þessi:
1. Guðjón Stefánsson og JónÞ. Björnsson 1267stig
2. BaldurBjarnasonog JónEinarsson 1243stig
3. GuðjónPálsson og Jón Guðmundsson 1223 stig
4. Hólmsteinn ArasonogUnnsteinn Arason 1190 stig
5. Eyjólfur Magnússon og JenniR. Ólason 1168 stig
6. GuðjónKarlssonogMagnúsÞórðarson 1077 stig
Meðalstig voru 1050 stig.
Aðalsveitakeppni félagsins hefst 19. janúar, en næsta fimmtudag
verðurspilaðurlandstvimenningur. Hinn 12. janúar verður frjáls spila-
mennska og eru nýliðar þá sérstaklega boðnir velkomnir.
Spilað er I Hótel Borgarnesi kl. 20 á fimmtudagskvöldum.
Flugmenn óskast
Flugleiðir h.f. vegna Flugfélags íslands
h.f. og Loftleiða h.f. óska eftir að ráða
flugmenn til starfa.
Að öðru jöfnu munu umsækjendur sem
uppfylla eftirtalin skilyrði ganga fyrir um
starf:
1. Hafa atvinnuflugmannsskirteini með
blindf lugsréttindum.
2. Vera á aldrinum 21-30 ára.
3. Hafa lókið: a) a.m.k. eins árs almennu
námi að loknum grunnskóla með full-
nægjandi árangri að mati skólans, eða
öðru hliðstæðu námi. b) stúdentsprófi
stærðfræðideildar i ensku. c) stúdents-
prófi máladeildar i stærðfræði og eðlis-
fræði.
4. Hafa óflekkað mannorð.
Skriflegar umsóknir óskast sendar
starfsmannahaldi Reykjavíkurflugvelli
fyrir 15. þ.m.
Eldriumsóknir með sama hætti endurnýj-
aðar fyrir 15. þ.m.
Flugleiðir h.f.