Tíminn - 05.01.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1978, Blaðsíða 2
2 mmm Fimmtudagur 5. janúar 1978 Kosningar í Chile Augusto Pinochet Santiago/Reuter. Fjöldi Chilebúa fór i biðraðir fyrir framan kjör- klefana i dag til að kjósa i fyrsta skipti i fimm ár. Þjóðaratkvæða- greiðslan er haldin til að kanna vinsældir herforingjastjórnar Pinochets. Kjósendur krossuöu við já eða nei við þá spurningu hvort þeir styddu stjórn Pinochets og teldu hana löglega. Pinochet boðaði til kosninganna eftir að Sameinuðu þjóðirnar for- dæmdu stjórn hans fyrir að troða á almennum mannréttinum. Heimildir úr herbúðum stjórn- arinnar herma að 60% muni kjósa stjórninni i vil. Rómversk- kaþólska kirkjan og stjórnmála- flokkar, sem nú eru bannaðir, hafa mótmælt skoðanakönn- uninni harðlega þar sem and- stæðingum stjórnarinnar var ekki leyftað heyja neina kosningabar- áttu. Kjósendur virtust fegnir að fá að kjósa að nýju, en óvissa rikir um það hvernig atkvæði þeirra verða túlkuð. Við allar götur voru veggspjöldjSem hvöttu fólk til að kjósa stjórninni I vil, en andstæð- ingar hennar gengu um göturnar og báðu fólk að greiða atkvæði gegn henni. 800 bílar rákust á — níu biðu bana Brescia, ttalia — Reuter. NIu manns létust, þar af brunnu þrir lifandi i árekstri 800 bila i röð á hraðbrautinni miili Miianó og Feneyja i fyrradag, að þvi er lög- reglan sagði i gær. Áreksturinn átti sér stað i mikilli þoku, en skyggni á veginum var ekki meira en fimm metrar. Ekki tókst að bjarga fólki sem sat fast i bilum sinum, er eldur varð laus i vörubilum og fólksbilum i þvög- unni. Lögreglan sagði að enn hefði ekki tekizt að bera kennsl á eitt likið. Staðurinn, þar sem slysið varð, er talinn slysagildra þvi ekki eru liðnir nema tveir mánuðir siðan þrfr biðu bana og 40 slösuðust er 100 bilar rákust þar saman. Vance færir Ung- verjum kórónu heilags Stefáns Búdapest/Reuter: 1 dag verður flogið með hina heilögu kórónu Stefáns fyrsta af Ungverjalandi til Búdapest, en hún hefur verið i vörzlu Bandarikjamanna I meira en 30 ár. Þá verður bundinn endi á deilur milli ráðamanna i Wash- ington og Búdapest út af kórón- unni. Þessi forni gripur er eitt af þjóðartáknum Ungverja, og verð- ur væntanlega mikill fögnuöur er honum veröur skilað. Flugvél i eigu bandarisku stjórnarinnar mun fljúga með kórónuna til Ung- verjalands. t vélinni verða sér- fræöingar i sögu kórónunnar, stjórnarstarfsmenn og banda- riskir þingmenn. Bandariski herinn tók kórónuna i sina vörzlu eftir að sovézkir her- menn hernámu Búdapest 1945. Ungverjar, sem búsettir eru i Bandarikjunum, lögðust gegn þvi að kórónunni væri skilað vegna þess að þeir töldu óeðlilegt að kommúnistastjórninni væri feng- in i hendur kórónan, en sögu hennar má rekja aftur til kristni- töku i Ungverjalandi. Banda- rikjastjórn hefur hins vegar und- irstrikað að kórónunni sé skilað til ungversku þjóðarinnar en ekki til stjórnvaldanna sérstaklega. Cyrus Vance mun afhenda Jan- osi Kadar leiðtoga ungverska kommúnistaflokksins kórónuna, en hann er fyrsti utanrikisráð- Portúgalar: Verða að ráðast gegn verðbólgnnni Paris/Reuter. Fyrsta verkefni Portúgala er aö vinna bug á gífurlegum greiðsluhalla sfn- um, að þvi er sagði I árlegri endurskoðun Samtaka um efnahagslega þróun og sam- vinnu, OECD, á efnahag landsins. t OECD eru 24 aðild- arþjóðir, og samtökin ráð- leggja stjórnvöldum i Portú- gal eindregiö að gera allar mögulegar ráðstafanir til að vinna bug á verðbólgu. 1 yfirlitinu sagði, að yfirvöld i Portúgal, sem nú standa i samningum varðandi hugsan- legt lán frá Alþjóða gjaldeyr- issjóðnum, vonist til að geta lækkað greiðsluhallann um 800 milljónir dollara. Einnig var sagt, að áður en stjórn Mario Soaresar forsætisráðherra féll 8. desember, hefði einnig verið fyrirhugað að auka þjóðar- framleiðsluna um 3-4%. 1 yfirlitinu sagði ennfremur að útilokað væri að ræða horf- ur i portúgölskum efnahags- málum að neinu marki fyrr en efnahagsstefna ársins 1978 hefði birzt. Dr. Soares hefur verið beðinn að mynda nýja stjórn, eftir að lýst var yfir vantrausti á stjórn hans á þinginu. herra Bandarikjanna sem fer I heimsókn til Ungverjalands siðan 1972. A meðan á heimsókninni stendur mun hann eiga viðræður við ýmsa ráðamenn. Akvörðun Bandarikjamanna um að skila kórónunni er talin viðurkenning á stefnu ungversku stjórnarinnar, sérstaklega við- horfi hennar i mannréttindamál- um og til andófsmanna. Arið 1000 krýndi Sylvester páfi annar heilagan Stefán fyrsta kon- ung Ungverjalands, og æ siðan hefur kórónan verið tákn valds i Ungverjalandi. A þeim öldum sem siðan eru liðnar hefur oltið á ýmsu um örlög kórónunnar. Hún týndist mörgum sinnum, var stol- ið, grafin i jörðu eða flutt til ann- arra landa, nú siðast til Banda- rikjanna. Sterlingspundið á 1,99 dollara London/Reuter. Enn er staða dollarans mjög óviss og veik, en sterlingspundið tók stökk upp á við á evrópskum gjaldeyrismörk- uðum i gær. Pundið bætti stöðu sina gagnvart flestöllum gjaid- miðlum. Sterlingspund var metið á 1,9930 dollara á timabili i gær, en iækkaöi siðan litillega. Þetta er hæsta verð pundsins i 22 mán- uði. Staða pundsins fer batnandi vegna þess að horfur þykja nú betri en áður i efnahagsmálum Breta. Vegna viðskiptahalla Banda- rikjanna og algers afskiptaleysis bandariskra stjórnvalda af stöðu dollarans, hefur staða dollarans aldrei verið eins lág og nú. Vest- ur-þýzki Aðalbankinn keypti 52,4 milljónir dollara til að styrkja bandariska gjaldmiðilinn, en þetta eru önnur mestu kaup þank- ans siðan dollarinn tók að falla i september, og eru talin merki þess að Vestur-Þjóðverjar muni hefja frekari aðgerðir til að hindra fall dollarans. Staða doll- arans hefur aldrei verið bágari gagnvart markinu, en hann er nú metinn á 2,0625 mörk. Carter hlynntari kröfum Araba en áður Aswan/Reuter. í viðræöum Sad- ats og Carters lagði Bandarikja- forseti áherzlu á að Palestinu- menn verði að taka þátt i að ákveða eigin framtið. Arabaleið- togar hafa farið hörðum orðum um aðgerðir Carters i málum Miðausturlanda þrátt fyrir að eft- ir fundinn meö Sadat hafi hann virzt hlynntur tillögu Araba um stofnun rikis Palestinuaraba. Eftir 50 minútna viðræður leið- toganna sagði Carter að aðalatr- iðin i samkomulagi i Miðaustur,- löndum væru, að eðlileg sam- skipti tækjust milli Araba og ísraelsmanna, að Israelsmenn létu af hendi svæði sem hertekin voru 1967 og ný landamæri yrðu samþykkt, að endanleg lausn fyndist á vandamálum Palestinu- araba. Sadat sagði eftir fundinn að al- gjört samkomulag hefði náðst, en i fyrri ummælum virtist hann ekki á þeirri skoðun. Kambódia-V íetnam: Barizt af hörku á landamærunum Bangkok/Reuter. í gær voru enn ákafir bardagar á landamærum Kambódiu ogVIetnam. Barist er á svokölluðu Páfagauksnefi, en þar gengur kambódiskt land- svæði eins og tangi inn I Vietnam. 'Ekkert er þó vitað nákvæmlega um gang orrustunnar. Stjórnir rikjanna hafa kallað heim sendi- herrasina frá höfuðborgum hvors annars, eftir að Kambódiustjórn tilkynnti á gamlárskvöld að hún sliti öllu sambandi við nágranna sina. Litlar likur eru á að ástandið fari batnandi. Hanoistjórnin boð- ar til friðarviðræðna, en Kambódiumenn krefjast þess að vietnamskirhermenn verði þegar á brott frá kámbódfskum land- svæðum. Útvarpið i Hanoi endur- Ali Bhutto og Zia uI-Haq Stuðningsmenn Bhuttos handteknir tugum saman Islamabad/Reuter< Lögreglan handtók i gær 100 menn til viðbót- ar af stuöningsmönnum fyrrver- andi forsætisráðherra Zulfikar Ali Bhutto kvöldið áður en halda átti mótmælafund gegn herfor- ingjastjórninni,sem nú situr við völd. Leiðtogar og starfsmenn flokks Bhuttos, þjóðarflokksins voru handteknir tugum saman og margir hnepptir I þriggja mán- aða fangelsisvist samkvæmt reglugerð um lög og reglu á al- mannafæri. Eiginkona Bhuttos, Nusrat, boðaði til mótmælaaðgerðanna, en hún situr i stofufangelsi ásamt dóttur sinni, Benazir Bhutto. Leiðtogarþjóðarflokksinshafa nú breytt mótmælafundinum i bæna- samkomu, en það kemur þeim undan banni, sem er við pólitiskri starfsemi utan dyra. Nusrat Bhutto hefur rætt um hugsanleg átök, ef yfirmaður landsins, Mohammad Zia ul-Haq, boði ekki þegar til kosninga. Hún hefur einnig farið fram á aö manni hennar og 10 öðrum leiðtogum þjóðarflokksins verði sleppt úr fangelsi, en þeir hafa verið i haldi frá þvl i september. Zia herforingi, sem bolaði Bhutto frá völdum með valdatöku hersins, hefur neitað að nefna ákveðinn kosningadag fyrr en honum hefur tekizt að uppræta spillingu i stjórnmálalifi Pakistans. Hann aflýsti kosning- um sei boðað hafði verið til sl. október. tók enn i gær tillögur um friðar- viðræður og sagði að Kambódiu- stjórn ætti að setja „frið og ein- ingu” i Indókina ofar öðrum mál- um. Kambódiumenn segja að vietnamskir hermenn hafi oft ráðizt inn á kambódisk land- svæði, en i fréttasendingu út- varpsins iPhnom Penh i gær var ekki minnzt á bardagana en sagt að Kambódiuher hefði trygg yfir- ráð yfir öllu kambódisku landi og hefði ekki misst svo mikið sem fersentimetra til Vietnama. Stjórnin i Hanoi sakar Kambódiumenn um að hafa ráð- izt á vietnamska hermenn á landamærasvæðum á siðustu mánuðum, og staðhæfa að vietnamskir hermenn hafi aðeins barizt i sjálfsvöm. Liklegt er að bardagar haldi áfram i nokkra daga áður en deiluaðilar hefji viðræður, þó er mögulegt að stjórnin i Peking reyni nú að miðla málum, en sl. laugardag hvatti hún báða aðila til að eyða deilumálunum með friðsamlegum hætti. u.þ.b. 10.000 hermenn frá hvoru Framhald á bls. 19. utan urheimi FULLTRUI FLOI LONDON SKOTINN L on d o n / R e u t er . Said Hammami, aðaltalsmaður PLO i Englandi, var skotinn til bana á skrifstofu PLO. Morðingi Hammami er sagður vera ung- ur Arabi. Menn, sem urðu vitni að at- burðinum, sögðu að fjórir menn hefðu ráðizt inn á skrifstofuna, skotið á Hammami, sem lézt samstundis, og horfið siðan i mannfjöldann fyrir utan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.