Tíminn - 05.01.1978, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 5. janúar 1978
Jón Þórðarson:
Samtöl við Jónas
SVIPMESTA MANN SINNAR
Jónsson, aö hann tæki þaö aö sér,
aö rita minningargreinina, þvi aö
ég var ekki nema aöeins mál-
kunnugur Jóni Þorlákssyni.
Stuttu áður vorum við i Actaprent
smiöju búnir aö prénta bók eftir
Jón Þorláksson. Jónas tók vel
beiöni minni og minntist Jóns
Þorlákssonar vel i Timanum. Þaö
var greinin, sem Olafur Thors
sagöi aö væru beztu eftirmælin
eftir Jón Þorláksson.)
Þú hefur bent á þaö áöur, segir
Indriöi, aö i dag gangi illa aö
koma fólki saman á fund. En ef
þiö settust aö I túnfæti út á landi,
þá varö úr þvi tólf eöa fjórtán
tima fundur. Almennur áhugi á
stjórnmálum hefur veriö gifur-
legur á fyrstu tugum aldarinnar.
Ahuginn var bara drepinn,
sagöi Jónas nokl uö snöggt. Hann
þurfti aldrei aö deyja. En hann
var bara drepinn af þessum at
vinnustjórnmálamönnum. Þeim
dettur svo litið i hug.
v — Nú fóruö þiö I feröalag um
landiö, Jón Þorláksson og þú,
sagöi ég. Já, og þar er toppúrinn,
þegar viö fengum tólf hundruö
manns á tólf tima fund á Sveins-
stöðum um miöjan sláttinn.
Fundurinn var haldinn utan viö
túniö. Þetta var alveg eins og
þingfundur, reglan var svo mikil.
Fundarmenn sátu bara á þúf-
unum. Þeir fóru ekki. Af okkar
hálfu töluöu Guömundur I Asi,
Tryggvi og ég. Og hinum megin
voru Þórarinn á Hjaltabakka,
sem var mjög góöur ræöumaöur,
Magnús Guömundsson og Jón
Þorláksson. Ég held nú aö þetta
hafi haft töluverö áhrif. Viö
unnum bæði kjördæmin á eftir.
Eg álit, aö Jón Þorláksson hafi
veriö dæmigeröur ihaldsmaöur.
Ja, hugsaöu þér bara þetta.
Krónan haföi lækkaö og hann
hækkaöi hana aftur.
Hann snerist aldrei, sagöi ég.
Nei, hann snersit ekki, sagöi
Jónas.
Þú spyrö um Jörund (segir
Jónas). Hann var efstur á lista
Dagsbrúnar viö þingkosning-
amar 1916. Þá munaöi tuttugu og
fimm atkvæöum aö Dagsbrún
fengi tvo þingmenn i Reykjavik.
Svo vildihann fara austur og búa.
Þá varö nokkurt hlé, en hann var
kominn á þing 1923 fyrir Fram-
sóknarflokkinn.
Var þab I hléinu, sem þú sagöir
honum aö snúast, en snúast hægt?
Jónas lyftiglasi sinu og lét sem
hann heyröi ekki spurninguna.
Indriöi heldur áfram og segir:
— Til er lýsing I Timanum á
fimmtugsafmæli Jónasar áriö
1935. Þann dag kom blaöiö út i
þrefaldri stærö. Fjörutíu og átta
menn skrifuöu þar ýmist um
Jónas sjálfan eöa einstök verk,
sem hann hafði átt upptök aö eöa
komið i framkvæmd. Þetta þre-
falda blaö af Tímanum veitti
nokkurt yfirlit yfir störf Jónasar,
sem blaöiö kallaöi mikilvirkasta
stjórnmálamann samtiðarinnar.
Blaöiö staöhæföi aö 1. maí hafi
staöiö fjölmennasta afmælis-
veizla, sem nokkrum manni hafi
veriö haldin hér á landi. Þaö voru
ekki eingöngu Reykvikingar_sem
sátu þessa veizlu. Allmaígir
menn komu til hennar úr Ames-
og Rangárvallasýslum og af
Vesturlandi. Hermann Jónasson,
þáverandi forsætisráöherra,
stýröi samkvæminu og flutti abal-
ræöuna fyrir minni heiöursgests-
ins. Sigurður Nordal mælti fyrir
minni Guörúnarog Ukti henni viö
spænska senorltu. Indriöi Þor-
kelsson á Fjalli flutti kvæöi, sem
hann haföi ort til Jónasar. Heilla-
óskaskeytin uröu alls um þrjú
hundruö aö tölu. t þakkarræöu
sinni rakti Jónas hver væru
meginrök þess, aö frjálslyndir
menn færu meö völd i landinu og
hver væru höfuöskilyröi þess, aö
svo yrði I framtiðinni... En þessa
kvöldstund, hinn 1. mai 1935, sátu
menn i fullum griðum og hylltu
foringja, sem haföi átt manna
mestan þátt i þvi að breyta stein-
um kreppunnar i brauð.
(Meðal þeirra 300 skeyta, sem
Indriði segir aö Jónasi hafi borizt
á hálfrar aldar afmælinu, sem
dæmi um afköst og átök Jónasar,
bera eftirfarandi stökur vitni, er
Böövar Bjarkan sendi, af tilefni
hálfar aldar afmælisins, árib
1935:
Heill sé þér, sem hefir I kvöld
hálfa öld aö baki.
Og lyft á hálfri, hálfri öld
heillar aldar taki.
Jónas eldri, á öld sem leið,
orti ljóöin fögur.
En Jónas yngri um áraskeiö
Islendingasögur.)
Indriöi heldur þannig áfram
frásögn sinni:
Haldiö var upp á sextugsafmæli
Jónasar aö Laugarvatni. Þaö var
fjölmennthóf, þóttþaö bæri nokk-
urn svip þeirra upskipta, sem
höföu orðiö I pólitlsku Ufi Jónasar
á flokksfundinum 1944. Bjarni
Bjarnason, skólastjóri, stjórnaöi
samsætinu. Egill Thorarensen.
kaupfélagsstjóri á Selfossi, flutti
aöalræöuna, en Sigurgeir
Sigurösson, biskup, talaöi fyrir
minni Guörúnar. Finnur Krist-
jánsson, kaupfélagsstjóri á Sval-
baröseyri, flutti ávarp frá
Þingeyingum. Böövar Magnús-
son, bóndi á Laugarvatni, ræddi
um störf Jónasar fyrir bænda-
stéttina og atorku hans I skdla-
málum Sunnlendinga. Ríkaröur
Jónsson talaöi fyrir hönd mynd-
listarmannna. Aö lokum þakkaði
Jónas fyrir sig og konu sína meö
ræöu. (Um 500 skeyti bárust aö
þessu sinni).
Þótt forystuliö Framsóknar-
manna á þessum tima sæti ekki
afmælisveizluna, birtist nafnlaus
grein um Jónas i Tlmanum, aö
likindum rituö af Þórarni
Þórarinssyni, ritstjóra. Tilvist
þessarar greinar, sem er skrifuö I
vinsemdar- og þakklætisskyni,
bendir til þess aö ekki hafi komiö
til fullra friöslita meö flokks-
forustunni og Jónasi fyrren slöar,
eöa við framboö til Alþingis áriö
1946, þegar Eysteinn Jónsson og
Hermann Jónasson vildu fá þvi
framgengt viö Þingeyinga, aö
þeir féllu frá stuöningi viö Jdnas
og kysu Björn Sigtryggsson á
Brún. Auöséö er á skrifum
Jónasar I Öfeigi, að þessu hefur
hann reiözt ákaflega. Upp úr þvi
fara þau aö haröna i garö tveggja
helztu forustumanna flokksins og
þeirra, sem I kringum þá stóöu...
Óhætt er aö segja, aö aöförin aö
Jónasi 1 heimahéraöi hans, undir
yfirskyni flokksstjórnarsam-
þykktar I Reykjvlk veröi aö
teljast til meiriháttar skamm-
sýni. Enda var henni svaraö á
verðugan hátt, þótt nokkrir afar-
kostir fylgdu.
Vegtyllurnar sjálfar hafa aldrei
stritt á þig, sagði ég.
Almáttugur. Nei. Blindi
maöurinn I Strandasýslu segir þá
sögu eftir verkamanni, aö hann
hafi, þegar ég var i stjórn, átt
erindi viö mig, en verið bundinn á
skrifstofutima. Hringir I mig og
spyr hvort hann geti ekki náö i
mig. Þá segi ég strax: ÞU getur
komið klukkan sjö i fyrramálið.
Svo kemur hann. Konan tekur á
móti honum. Eg er ekki kominn á
fætur. Svo setzt hann þar hjá
rúminu og segir sitt erindi og viö
drekkum kaffi. Svo fer hann og
hefur fengiö lausn sinna mála. —
Eg biö þig aö hafa þetta I huga:
Mér er ljóst, aö annaö hvort verö-
ur maöur aö láta hégómann vera
og leggjast ekki eftir veizlustjórn
eða fá engu áorkað af þvl sem
máli skiptir.
(Hérhleyp ég yfir langan kafla
hjá Indriöa, þar sem hann ræöir
um læknamálið og aöförina aö
Jónasi. Svargrein Jónasar mun
hafa birztl Tlmanum 26. febrúar
1930, undir nafninu „Stóra bomb-
an”. Ég hef I afmælisriti
Prentarafélagsins i ár ,,af tilefni
80ára afmælis félagsins”, aöeins
minnzt á þetta mál, en vlsaö til
Timans frá þeim tima. Hins veg-
argat ég þess,aö aldreifyrr heföi
selzt jafnmikiö I lausasölu af
vikublaðisem þá. Þab var byrjaö
aö prenta blaöið ab kvöldi til og
prentaö alla nóttina. Strax meö
morgninum varö eftirspurn
blaösins svo mikil, aö halda varö
áfram aö prenta Tlmann allan
næsta dag. Lausasala á þessu
tölublaöi reyndist um tvö þúsund
eintök. Þá var ibúatala Reykja-
vlkur um 28.300 manns. Af þessu
erljóst, aö almenningurvarákaf-
ur I aö fá vitneskju um, hvernig
Jónas mundi meöhöndla þessa
mótstöðumenn sina. — Ólafur
Thors sagöi mér sföar, aö hann
heföi haft mann 1 námunda viö
prentsmiönina alla nóttina, til aö
ná I eintak af blaðinu strax 1
morguns-áriö (ekki morgun-sár-
iö, eins og iöulega er ritaö og sagt,
jafnvell útvarpinu). ólafur sagö-
ist hafa verið afarspenntur aö
heyra hvernig Jónas svaraöi
árásinni.)
Indriöi heldur áfram og segir
frá þvi þeéar Sjálfstæöisflokkur-
inn bar fram vantraust á hina
hreinu Framsóknarstjórn, meö
nltján þingmenn aö baki, hafi
Haraldur Guömundsson tilkynnt,
aö hann og flokksmenn hans
myndu verja stjórnina falli, en
hlutleysiö væri dveg ótímabund-
iö. Enginn málefnasamningur
haföi verið geröur milli flokk-
anna. Þannig stóöu þessi mál til
vors 1939, þegar þrir flokkar
mynduöu samsteypust jórn,
Framsóknarflokkurinn, Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýöuflokk-
ur. Samsteypa þessara þriggja
flokka var nefnd þjóöstjórn.
Indriöi segir ennfremur: I
rauninni lauk linunni frá 1923 viö
uppfyllingu málefnasamningsins
1936, þegar horföi til samvinnu-
slita milli stjórnarflokkanna
vegna kröfu um þjóðnýtingu.
Formlega slitnaöi ekki upp úr
þessu samstarfi fyrr en meö úr-
sögn Haralds vegna átaka á þingi
út af setningu geröardómslaga.
Manni veröúr ósjálfrátt spurn:
Hvar var Jónas frá Hriflu þessa
örlagariku tima. Jónas sagöi
sjálfur svo frá: Nú var sá timi
kominn, sem ég haföi búizt viö að
ekki væri langt undan. Eftir tutt-
ugu ára samstarf voru umbóta-
flokkarnir frá 1916 orönir óstarf-
hæfir til samvinnu a.m.k. um
stundarsakir. Kommúnisminn
sótti fast á, en fyrir stafni var hiö
fyrirheitna land: Lýöveldiö. Þá
gekk ég á fund Ólafs Thors, sem
lengi haföi veriö eindreginn og
harösnúinn andstæöingur og lagöi
til, aö tekiö yröi upp samstarf
meö Alþýöu-, Framsóknar- og
Morgunblaösflokkunum. Upp úr
vopnahvild okkar Ólafs Thors
spratt Þjóöstjórnin, sem starfaði
I þrjú ár, 1939-42. Þessari stjóm
var fengiö mikiö vegamesti. Aö
sameina þjóöina um skilnaðinn
viö Dani.
(Jónas sagöi mér siöar, aö þaö
hefbi tekiö sig þrjár vikur aö
sannfæra Ólaf um nauösyn
þjóöstjórnar.)
Indriöi heldur áfram og segir:
Komnir voru þjóöstjórnartim-
ar. Ráöherrum hafði veriö fjölgaö
úr þremur upp I fimm. Hermann
var forsætisráðherra sem fyrr.
Stefán Jóh. Stefánsson satístjórn
fyrir Alþýöuflokkinn, en ráöherr-
ar Sjálfstæöisflokksins voru Ólaf-
ur Thors og Jakob Möller. Ey-
steinn Jónsson gegndi embætti
viðskiptamálaráðherra. Tvenn-
ar kosningar uröu 1942, sem
leiddu siöan til utanþingsstjórnar
fram yfir lýðveldistökuna......
Timinn og Dagur urðu eins og
hvellandi bjöllur I stjórnmálum.
Samt var kjósendahópurinn aö
nokkru leyti hinn sami. En eitt
haföi breytzt. „Hugsjónalausir
valdastreitumenn höföu meö
lævlslegum undirróöri náö stjórn
flokksins og blööum hans á vald
sitt.. Og þessari stefnubreyt-
ingu höföu fylgt svik viö unna
eiöa.” Þannig þrumaöi gamla
kempan yfir fyrri félögum slnum
fyrstu árin eftir aö sótt haföi verib
aö honum fyrir kosningarnar
1946. 1 ummælum (I þessum
greinarflokki) vikur Jónas aö til-
hneigingu til ritskoöunar (á
greinum Jónasar.) Að hinu leyt-
inu geröist þaö, þegar sýnt þtítti,
aö Sveinn Björnsson yröi fyrsti
forseti landsins, aö Jónas tók sig
til og skrifaöi grein i Timann um
Svein. Oörum forustumönnum
flokksins varö svo mikiö um
þetta, aö þeir héldu til Eddu-
prentsmiöju, þar sem Timinn var
prentaður, og létu brenna upplag-
iö.
(Hér er um algera missögn aö
ræða. Um þetta hefur Indriöi
fengiö rangar upplýsingar. For-
ystumenn flokksins létu aldrei
brenna upplagi af Tímanum. Hins
er rétt aö geta, aö eins konar
„sensor” var látinn yfirfara
greinar Jónasar. Hann átti svo
vitanlega aö láta blaöstjórnina
vita, ef eitthvaö þaö væri i grein-
unum, sem hann áliti aö gæti
skaöaö flokkinn. Ég býst viö aö
honum hafi gengið heldur bág-
lega aö komast fram úr handriti
Jónasar. Aö minnsta kosti kom
greinin óbreytt til min til setning-
ar. Helgi Sæmundsson haföi lesið '
Rikisstjórn Framsóknarmanna, sem mynduð var 1927. Lengst til vinstri er Magnús Kristjánsson, f
miöiö Tryggvi Þórhallsson og þá Jónas Jónsson.
Siðari hluti
SAMTÍÐ
próförk af greininni. Ég var búinn
aö brjóta um innforminn, og
prentarinn, Kristján Karl
Kristjánsson var byrjaöur aö
penta blaöiö, innri form. Samtim-
is mun hafa staöið yfir, uppi á
lofti, sameiginlegur fundur miö-
stjórnar flokksins og blaöstjóm-
ar. Prentarinn sagöi mér, aö sex
eintök af innforminum heföu
komiztúttil manna, sem komu til
hans, þar sem hann var aö prenta
blaðiö. Vel má vera aö einhver
þeirra hafi boriö innforminn upp
á fundinn.A þessum fundi hafði
veriö samþykkt aö láta Jónas
hætta að skrifa i blaðið. Þó
greiddu ekki allir atkvæöi meö
þvi. Jónasskrifaði alltaf J.J. und-
ir slnar greinar, eöa jafnvel fullt
nafn. Þaö var ekki fyrr búiö aö
samþykkja þetta á fundinum, en
einhver, er þar var staddur, mun
hafa simaö til Jónasar og sagt
honum hvaö samþykkt heföi ver-
iö. Jónas brá hart viö, slmæöi til
min og baö mig að taka greinina
úr blaöinu og brenna þaö sem bú-
iö væri aö prenta. Þetta geröi ég
þegar i staö. Niöurlagið var óum-
brotið . Ég þrykkti þrjú eintök af
niöurlaginu, skar siöan af þvi,
sem búiö var aö prenta, þrjú ein-
tök. Hitt fór þegar i ofninn. Þetta
er sú eina brenna, sem fram hef-
ur farið af Timanum. Af þessum
þrem eintökum, sem til voru af
greininni, fékk Jónas eitt,
prentarinn eitt. Hiö þriöja lagði
égtil geymslu i Landsbókasafni, i
samráöi viö Jónas. Skráð var á
umslagið, aö það mætti ekki opna
fyrr en aö tuttugu og fimm árum
liðnum. Nú munu þó vera liðin
um 30 ár. Þaö einkennilegasta er
þó, aö umslagiö, meö innihaldi
greinarinnar, finnst þó ekki i
Landsbókasafninu. Engu aö siöur
man ég nokkurn veginn greinina.
Aö visu voru i hfenni fremur hóg-
værar tituprjónastungur til
Sveins, I sambandi viö fisksöluna
til Spánar. Aö ööru leyti snerist
greinin um klessumálarana og
kommúnista.)
, \
Indriöi hefur enn oröiö:
Jónas varö sjötugur 1. mal 1955.
Þá var þeim hjónum haldiö slö-
asta opinbera hófiö aö Hótel
Borg. Þangaö komu gamlirvinir
og nemendur, og nú haföi hópur-
inn elzt töluvert. Hann liföi i
minningumumfyrri tlma. Slöasti
pólitiski blossinn var hjaðnaöur
meö samningum rikisstjórnar
borgaraflokkanna og atkvæöum
þingmanna borgaranna viö
Bandarikin um varnarliöiö á Is-
landi, eftir aö gengiö haföi veriö i
Atlantshafsbandalagiö 1949. — Is-
landi var tryggöur sess I sam-
félagi frjálsra þjóöa, þótt meö
öörum hætti væri en Jónas vildi.
(I þessu hófi var hinn þjóökunni
knattspyrnumaöur, Albert
Guðmundsson heildsali, bæöi
forystumaöur og veizlustjóri, þá
fyrir skömmu kominn til heima-
byggðarinnar eftir frægðarferil i
Englandi, Frakklandi og Itallu.
Hann stjórnaði veizlunni með
þeirri prúðmennsku og snilli, sem
honum var i blóð borin.)
Indriði segir: A sjötúgfeafmælinu
var skrifað um hann I blööin.
Itarlegustu afmælisgreinina rit-
aöi Sverrir Kristjánsson sagn-
fræðingur... Þeirhöföu ekki veriö
neinir vinir, Jónas og hann. Þeg-
ar Sverrir kom frá námi i Kaup-
mannahöfn skrifaöi hann töluvert
um Framsókn. Hann gat veriö
hvassyrtur og meinyrtur, en hon-
um varsvaraö fullum hálsi I Tim-
anum... A rin liöu og þegar kom aö
sjötugsafmæli Jónasar finnst
Sverri ástæöa til aö gera nokkra
úttekt á gömlum andstæöingi.
Fór svo, aö þar stýrði sagnfræö-
ingurinn pennanum. Sverrir lýsti
Jónasi þannig: Hann var gæddur
óbilandi starfsorku og pólitiskri
vinnugleöi, haföi geysilega
mannþekkingu til aö bera, og
mannfyrirlitning hans óx I réttu
hlutfalli viö aukin kynni af sam-
herjumogandstæöingum... Undir
lok greinar sinnar gaf Sverrir
afmælisbarninu vottorð um borg-
aralegar dyggöfr og hélt þvi
fram, aö enginn pólitiskur aöili