Tíminn - 06.01.1978, Side 9
Föstudagur 6. janúar 1978
9
WtMWW
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar bíaðamanna: 86562, 86495. Eftij- kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 &
mánuði. Blaðaprent h.f.
„Þá upphófst
fj árf es tingaræði’ ’
Á miðvikudaginn var forystugrein i Visi um villur
á vegi stjórnlistarinnar. Þótt enginn hörgull sé á
slikum dæmum i islenzkri stjórnmálasögu, fer Visi
likt og kerlingunni i sögu Halldórs Laxness, er villt-
ist á bæjarhlaðinu heima hjá sér og kom fram i ann-
arri sveit.
Það er vinstristjórnin sem gerir Visishöfundinum
þessa ofbirtu i augu. Hann færir það til ódæma, að á
fyrsta valdaári hennar jókst fjárfesting um 42% —
„þá upphófst hér eins konar fjárfestingaræði, sem
staðið hefur nær óslitið siðan”, segir Visir. Þvi er
bætt við, að á þessum árum hafi mest munað um at-
vinnuvega- og ibúðafjárfestingu.
Skárri var það villan, að afla atvinnutækja, svo að
fólk ætti þess kost að vinna nytsöm störf, og stuðla
að þvi, að unga kynslóðin og þeir, sem bjuggu i
gömlu og úr sér gengnu húsnæði, gætu komið sér
upp iveruhúsum, sem til frambúðar eru. Það er von
að haft sé orð á sliku, þegar villur eru tiundaðar.
öllum er enn i fersku minni, hvernig viðreisnar-
stjórnin stýrði landinu. Hún vanrækti atvinnuveg-
ina og horfði sljóum augum á atvinnuleysið, sem
þjakaði samfélagið. Hún hirti ekki um að nýta
vinnuaflið i landinu. Hún lét sig einu gilda, þótt
fjöldamörg byggðarlög um land allt væru svo að-
þrengd, að fólk gekk frá öllu sinu, og sums staðar
væri vonleysið komið á það stig, að enginn áræddi
að grafa fyrir nýjum húsgrunni á annan tug ára.
Hún skellti skollaeyrum við þvi, þótt fólk streymdi
unnvörpum úr landi i atvinnuleit og blómi þjóðar-
innar, fólk á bezta aldri, hefðist árum saman við i
útlegð og léti öðrum þjóðum i té starfsorku sina og
starfsþekkingu. En það er villa, sem Visir hefur
ekki orð á.
Verk vinstristjórnarinnar var að höggva þennan
herfjötur dauðans og dofans af þjóðinni. Hún beitti
sér fyrir öflun nýrra og góðra atvinnutækja og
bættri aðstöðu til vinnslu á hráefnum. Hún rétti hlut
þeirra byggðarlaga hringinn i kring um landið, er
lengi höfðu verið látin lönd og leið, og glæddi á ný
trú fólks á heimahagana og möguleikana til þess að
lifa þar farsælu lifi. Og við tilkomu hennar fóru út-
lagarnir — fólkið, sem flúið hafði undan regimenti
viðreisnarstjómarinnar — að snúa heim aftur.
Alla stund siðanhefur þjóðin búið að þvi, sem gert
var á hinum fáu vinstristjórnarárum, þegar horfið
var frá atvinnuleysisstefnu viðreisnarstjórnarinnar
svonefndu til fullrar nýtingar á vinnuaflinu, og alla
stund siðan hefur það verið eitt meginmarkmið-
anna, að allar hendur i landinu hefðu vinnu og eng-
inn þyrfti nauðugur að hrekjast brott af þeim slóð-
um, er hann kýs að vera á. Þetta er sá arfur, sem
vinstristjórnin lét eftir sig, grundvallaðar á ,,fjár-
festingaræðinu”, sem upphófst „strax árið 1971”
eins og Visir kemst að orði. Hversu margt, sem úr-
skeiðis kannað hafafariðá liðnum árum, og hversu
margt, sem nú kann að ama að, þá stendur það eigi
að siður fast, að þá fyrst værum við nú hörðum
veðrum skekin, ef þessi umskipti árið 1971 hefðu
ekki komið til.
Það verður ekki að fullu metið, að þrátt fyrir allt,
sem á bjátar og við er að kljást,að full atvinna er þó i
landinu og hefur verið. Likt og það þykir mikils
virði, til dæmis hjá flugfélagi, að sætanýting sé góð,
skiptir það þjóðfélag meginmáli, að nýting starfs-
orkunnar i landinu sé i lagi.
Vissulega „upphófst” mikil fjárfesting árið 1971,
en það skipti öllu máli, að það var að meginhluta
fjárfesting, sem gagn var að — fjárfesting, sem við
höfum síðan haft af arð, allt annars eðlis en eyðsla
fjármuna, er engan stað sér." JH
ERLENT YFIRLIT
Rússar vilja vingast
við Vestur-Pjóðverja
Brésnjev ætlar að heimsækja Schmidt
Brésnjev
I RÚSSNESKUM fjölmiöl-
um er nú mikið rætt um fyrir-
hugað ferðalag Brésnjevs for-
seta til Vestur-Þýzkalands,
þar sem hann mun ræða við
HelmutSchmidtkanslara. Svo
mjög ræða rússneskir fjöl-
miðlar þetta ferðalag, að
margir erlendir fréttaskýr-
endur eru farnir að stinga
saman nefjum um, að eitthvað
sérstakt búi á bak við. Sumir
telja.að valdamenn Sovétrikj-
anna séu óánægðir yfir því að
ekki hafi miðað neitt til aukins
samkomulags milli Sovétrikj-
anna og Bandarikjanna síðan
Carter kom til valda.og telji
rétta svarið við þvi að bæta
sambúðina við Vest-
ur-Evrópuþjóðirnar. Aðrir
telja aö þetta geti verið hugs-
að sem svar við Evrópu-
kommúnismanum. Leiðtogar
Sovétrikjanna þurfi ekki neitt
að halda á leiðtogum
kommúnista i Vestur-Evrópu.
Hagsmuna Sovétrikjanna
verði ekki sfður gætt með
snurðulausri sambúö viö and-
stæðinga kommúnista þar eins
og Helmut Schmidt og Giscard
forsetaJKInverskir fréttamenn
hafa hins vegar á þessu aðra
skýringu. Hún er sú.að Rússar
séu með vinsamlegri fram-.
komu sinni að auka andvara-
leysi þjóðanna i Vest-
ur-Evrópu og fá þær þannig til
að draga úr viðbúnaöi sinum.
Einn af helztu fréttaskýr-
endum APN, Vladimir
Lomeiko, hefur nýlega ritað
grein um væntanlega Þýzka-
landsför Brésnjevs. Lomeiko
var I fylgdarliði Brésnjevs,
þegar hann heimsótti Vest-
ur-Þýzkaland 1973 og hefur
svo nýlega verið á ferðalagi I
Vestur-Þýzkalandi. Hann
ritaði áðurnefnda grein sina
eftir heimkomuna. Þar ræðir
hann ekki atvinnuleysi og
hryðjuverk I Þýzkalandi,
heldur ber Þjóðverjum góða
sögu, sérstaklega þó Schmidt
og Genscher utanrikisráð-
herra. Þar sem grein þessi
mun sýna allvel.hvernig rúss-
neskir fjölmiðlar ræða um
sambúð Rússa og Vest-
ur-Þjóðverja um þessar
mundir, þykir rétt að birta hér
kafla úr henni:
„NAFN Brésnjevs er tengt
hinu algerlega nýja þróunar-
stigi tvihliðasamskipta land-
anna tveggja sem losuð voru
úr sjálfheldu og breytt I
varanlegan og áhrifarikan
þátt jákvæðra áhrifa á mál-
efni Evrópu. Alþjóðlegir
fréttaskýrendur hafa oftar en
einu sinni bent réttilega á
þann mikla skilning sem
skapazt hafi á fundum Leonid
Brésnjevs meö Willy Brandt
og Helmut Schmidt. Þetta hef-
ur gert þaö auöveldara aö
finna sameiginlega afstöðu
þegar fjallað er um flókin
vándamál samtimans. Þessi
andi gagnkvæms skilnings er
einnig einkennandi fyrir fundi
Gromikos og Genschers og
hans hefur gætt á öllum stig-
um samvinnu landanna.
Fundir stjórnmálamanna og
stjórnarerindreka landanna
hafa orðið tiðari og árangurs-
rikari. Vert er að leggja
áherzlu á eitt atriöi þegar mat
er lagt á þýðingu þessara
breytinga: Löndin, sem eitt
sinn börðust hvort við annað
senda nú fulltrúa sina til þess
að fylgjast með heræfingum
hvors annars t.d. fylgdust full-
trúar vestur-þýzkra hersins
með Karpataheræfingunúm
sl. sumar.
Stjórnvöld i Moskvu hafa
áhuga á að samræma viðleitni
sina og Bonnstjórnarinnar og
vissulega einnig annarra
landa til þess að draga úr vig-
búnaðarka pphlaupinu og
koma I veg fyrir hættu á
kjarnorkustyrjöld. Skoðana-
skipti milli Brésnjevs og Sch-
midts varðandi afvopnunar-
mál.m.a. Vinarviðræðurnar
geta stuðlað að framgangi
mála á þvi sviði. Vestur-Þjóö-
verjar, sem greiddu þátttöku
sina i siðari heimsstyrjöldinni
dýru verði, gætu orðiö hinir
fyrstu til þess að styðja tillögu
Brésnjevs um gagnkvæma
höfnun framleiöslu nifteinda-
vopna, þvi meö tilliti til hlut-
fallslegs þéttbýlis landanna er
hættan af nifteindasprengj-
unni 21 sinnum meiri fyrir
V-Þýzkaland heldur en Sovét-
rikin.
ÞAÐ vita ekki allir, að
V-Þýzkaland er orðinn stærsti
vestræni viðskiptavinur
Sovétrikjanna siðan undirrit-
un Moskvusáttmálans fór
fram. Viðskipti landanna
tveggja fimmfölduðust á ár-
unum 1970-1976 og komust upp
í 11.000 milljón mörk. Ein-
kennist efnahagssamvinna
þeirra af langtima viöskiptum
og stórverkefnum. Sovézkir
sérfræðingar álita að heim-
sókn Brésnjevs muni veröa
frekari efnahagslegri sam-
vinnu hvati, og leiða til þess að
gerðir verði fleiri slfkir
samningar. Þetta er þeim
mun llklegra,sem vlðtæk upp-
bygging Síberiu og þá einkan-
lega hagnýting Tjumen olíu-
og gaslindanna skapar mögu-
leika fyrir enn meiri sam-
vinnu báðum aðilum til hags-
bóta.”
LOMEIKO heldur áfram I
þessum dúr og segir: „I
Moskvu má sjá næg vitni um
vaxandi samvinnu landanna
tveggja, m.a. má nefna nýjar
skrifstofur fulltrúa vest-
ur-þýzkra fyrirtækja, bygg-
ingu nýrrar flughafnar á
Sjeremetjavoflugvelli utan við
Moskvu, sem Turrerbaufyrir-
tækið stendur að og tugi nýrra
bóka vestur-þýzkra höfunda
sem árlega kom út I Sovét-
rlkjunum. Þegar Klaus von
Donany, ráðherra .talaði á
sovézk -vestur-þýzkum um-
ræðufundi I vináttuhúsinu I
Moskvu I júnl 1977, benti hann
á, að báðir aðilar væru vel I
stakk búnir til þess að gánga
braut samvinnu og spennu-
slökunar.”
Lomeiko sleppir að sjálf-
sögðu ekki að minnast á
Strauss og fylgismenn hans
sem vilja nú sem fyrr spilla
sambúðinni milli Rússa og
Vestur-Þjóðverja. En síðan
segir hann: ,,En þaö eru þó
ekki þessi öfl sem hafa
ákvörðunarvald um mótun
núverandi samskipta Sovét-
ríkjanna og Vestur-Þýzka-
lands. Hver sem heimsækir
Vestur-Þýzkaland getur sjálf-
ur séð,að íbúar þess fagna
aukinni samvinnu, sem er
báðum aðilum til hagsbóta.
Oftar en einu sinni hef ég
heyrt spurt af greinilegum
áhuga: „Hvenær mun
Brésnjev heimsækja Bonn?”
Margir Vestur-Þjóöverjar
blða heimsóknarinnar I þeirri
von, að hún muni enn valda
breytingum til batnaðar á
sambúð landanna tveggja. Og
það sama vona allir I
Moskvu.”
Vissulega mætti vænta af
þessu.að Brésnjev hafi eitt-
hvað nýtt I pokahorninu þegar
hann kemur til Bonn og Rúss-
ar vænta árangurs af því.
Þ.Þ.