Tíminn - 11.01.1978, Side 9

Tíminn - 11.01.1978, Side 9
Miðvikudagur 11. janúar 1978 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar §iöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftif kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu lir. 80.00. Askriftargjalij kr. 1.50flLÓ rnánuði. • ‘ - Blaðaprenth.f. Þokulýður í seinni tið hefur sitthvað verið talað um opið þjóðfélag og er með þvi orðafari átt við, að hentara sé og betur við hæfi, að almenningur i landinu eigi þess kost að fylgjast vel með umfjöllun veigamik- illa mála og fái vitneskju um, hvað i uppsiglingu er. Stundum hefur það valdið miklum deilum, timasó- un og fjárútlátum, að sá háttur var ekki á hafður, og er þar Laxárvirkjun frægt dæmi. Ýmsir hafa gerzt talsmenn þess, sem kallað er opnaraþjóðfélag, og ef rétt er munað hefur Alþýðu- blaðið stundum tekið i þann streng — nú siðustu ár- in. öllum er kunnugt um, að myrk ský eru nú á lofti og mikill vandi á höndum i efnahagsmálum. Það er að visu ekki ný bóla, og hefur svo verið með stuttum hléum um tugi ára. Ætti Alþýðublaðsmönnum að vera þetta minnisstætt frá veldisdögum viðreisnar- stjórnarinnar svonefndu, sem sigldi þessum málum út i bullandiatvinnuleysi og landflótta og þá ódæma vesalmennsku að fjöldi byggðarlaga var að þvi kominn að veslast upp undir handarjaðri hennar. En við skulum ekki f jölyrða að sinni um liðna tið, en aftur á móti staldra við harla undarlega staðhæf- ingu i forystugrein Alþýðublaðsins á laugardag- inn var. Eins og alþjóð er kunnugt hefur ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, kveðiðupþúr með það, að þær efnahagsráðstafanir, sem óhjákvæmilegar teljast, beri að gera á þvi þingi, er nú situr, áður en gengið er til kosninga. Að þessu hniga mörg rök, meðal annars þau, að það er heiðarlegra, að landsmenn viti fyrirfram, að hverju er að ganga, en ráðstafi ekki atkvæði sinu i meiri eða minni blindni um það, hvað i vændum er. Við þessu bregzt Alþýðublaðið á harla einkenni- legan hátt. Orðrétt segir i forystugrein þess: ,,Ekki er þetta lýðræðisleg hugsun, og væri nær að flýta kosningum svo sem tvo mánuði...” Sennilega verða ekki færð að þvi viðhlitandi rök i dag eða á morgun, að lýðræðislegra sé að láta fólk velkjast i vafa um það fram yfir kosningar, hvaða úrræði flokkarnir aðhyllast, og á engan hátt er það i samræmi við hugmyndir manna um opnara þjóðfé- lag. Það er þvert á móti skylda stjórnmálamann- anna að hafa allt á hreinu fyrir kosningar, og sú skylda hvilir ekki á stjórnarflokkunum einum, held- ur einnig stjórnarandstöðunni. En á þvi örlar ekki i forystugrein Alþýðublaðsins, hvað Alþýðuflokknum sýnist helzt til ráða, þótt ekki skorti hörð orð um það, sem nú er. Á hinn bóginn eru fear dágóð dæmi þess, i hvers konar orðaþoku tiltækilegast þykir að sigla út á kosningasjóinn i þeirri fiskistöð. Þar er ekki skýrar að orði komizt um hugmyndir Alþýðu- flokksins en svo, að glima eigi við ,,aðgerðir, sem miðist við nokkra framtið”, þjóðin eigi að ráðast „einbeitt en raunsæ gegn margvislegum vanda” og hefja „nýja sókn að háleitari markmiðum en rikt hafa i landinu hin siðustu ár”. Þetta eru allt falleg orð en flestir munu jafnnær um hvað þau tákna. Þess vegna eru þau lika inni- haldslaus. Þarna er þokulýðurinn uppmálaður. Það verður engin reiða á þvi hent, hverjar þessar að- gerðir eru né heldur hin „háleitu markmið”. Og ef þaueruiætt við viðreisnarstjórnina sálugu, þættust trúlega ýmsir sviknir á innihaldinu, þótt umbúðirn- ar séu fallegar. Það hefur gerzt hér á landi að gengið hefur verið til kosninga’að óluktum hinum mikilvægustu mál- um og mörgum hnykkt við, er þeir sáu eftir á, til hvers var gripið. Heiðarlegra er að fólkið viti hverju það er að greiða atkvæði. JH Eduardo Frei EDUARDO FREI, fyrrv. for- seti I Chile og leiðtogi Kristi- lega flokksins, hefur vakið sérstaka aðdáun með fram- komu sinni að undanförnu. Þótt flokkur hans, sem eitt sinn var stærsti flokkurinn i Chile, sé bannaöur, hefur Frei hvað eftir annað ýmist i eigin nafni eöa nafni flokksins birt yfirlýsingar, þar sem mót- mælt hefur verið aðgerðum hershöfðingjastjórnarinnar. Siðast hefur það gerzt i sam- bandi við þjóðaratkvæða- greiðslu þá, sem fór fram i Chile 4. þ.m. Eduardo Frei var forseti Chile á árunum 1964-1969. Hann náði kosningu á vegum Kristilega flokksins, sem var þá nýlega stofnaöur. 1 kosn- ingunum 1969 skiptist fylgiö nokkurn veginn jafnt milli þriggja frambjóðenda, en þá mátti Frei ekki bjóða sig fram aftur. Allende, frambjóöandi vinstri fylkingar, fékk flest at- kvæöi, en frambjóöandi I- haldssinna og frambjóðandi Kristilega flokksins fengu hvor um sig litlu minna. Það féll þvi I hlut þingsins aö velja forsetann, þar sem ekkert for- setaefni hafði fengiö tilskilinn meirihluta. Frei taldi rétt aö gefa Allende kost á að reyna sig og var hann þvi valinn forseti meö stuðningi Kristi- lega flokksins. Allende reynd- ist bæöi ráörikur og óraunsær sem forseti og átti i stööugum deilum viö þingiö. Stjórn hans leiddi þvl til vaxandi öngþveit- is. Haustið 1973 skarst herinn þvi i leikinn og féll Allende i þeirri viöureign. Slöan hefur herinn farið meö völdin, en aðalmaður stjórnar hans hefur veriö Augusto Pinochet hershöföingi, sem hefur stöö- ugt verið að draga völdin meira i slnar hendur. Mikil ógnarstjórn hefur rikt I Chile siöan Pinochet kom til valda, og er hann nú I röð þeirra ein- ræðisherra, sem einna verst eru ræmdir. PINOCHET efndi til þjóðarat- kvæðagreiðslunnar 4. janúar i tilefni af þvi, að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna haföi vitt stjórnarhætti I Chile, aöallega vegna brota á mannréttind- um. Spurningin, sem Pinochet lét leggja fyrir kjósendur var i fyrsta lagi á þá leið, að mót- mælt væri erlendum óhróöri um stjórn Pinochets og i ööru lagi væri staðfest að hún væri lögleg stjórn Chile. Flestir kjósendur voru af þjóöernis- legum ástæðum fylgjandi fyrri hlutanum, en til þess að lýsa stuöningi sinum við hann urðu þeir jafnframt aö sam- þykkja siöari hlutann. Lög- maður rikisins, Hector Hum- ares, taldi það ósamrýman- legt stjórnarskránni að leggja Pinochet flytur ræöu á sigurhátfðinni. málið þannig fyrir kjósendur, en Pinochet geröi sér þá litiö fyrir og rak hann úr embætti. Fulltrúar flughers og sjóhers I stjórnarnefnd rikisins lýstu sig einnig andviga þjóðarat- kvæðagreiöslu i þessu formi, en Pinochet, sem er formaður nefndarinnar sem fulltrúi landhersins, hafði mótmæli þeirra að engu. Þaö var þá, sem Frei boðaði til blaöa- mannafundar, og lýsti sig mótfallinn aðförum Pino- chets, þar sem spurningin væri lögð fyrir á þann hátt, að til þess aö samþykkja fyrri hluta hennar, yrðu menn einn- ig að samþykkja siöari hlutann. Fjarri færi þvi, aö allir væru á sam máli um þetta atriði. ÚRSLIT þjóöaratkvæða- greiöslunnar urðu á þá leið, að þátttaka varð mikil. Um 5.3 millj. kjósenda greiddu at- kvæði og nær 75% þeirra sögðu já við spurningunni. Fljótt á litið mátti þetta teljast mikill sigurfyrir Pinochet. Kristilegi flokkurinn birti þó yfirlýsingu, þar sem hann lýsti úrslitin markleysu. Rök hans voru þau, að andstæöingar stjórn- arinnar heföu ekki fengiö nein ' skilyröi til að fylgjast með framkvæmd atkvæöagreiðsl- unnar og yröi þvi ekkert full- yrt um hver úrslitin heföu orö- ið raunverulega. Þá heföu þeir ekki heidur fengið nein skil- yrði til aö skipuleggja and- stöðu sina. Pinochet tilkynnti atkv-æöagreiösluna fyrst I ræöu, sem hann hélt 21. des- ember( eða hálfum mánuöi áöur en hún fór fram. Þetta heföi verið alltof stuttur tlmi til að skipuleggja nokkra and- stööu, enda engin skilyrði til þess fyrir hendi, þar sem allir flokkar landsins væru bann- aöir og einnig önnur samtök, sem heföu getaö skipulagt ein- hverja raunhæfa mótspyrnu. Fjölmiðlarnir væru allir undir áhrifavaldi stjórnarinnar og heföu verið fullir af áróöri I þágu hennar. Að nafni til hefði mönnum verið heimilt aö birta auglýsingar i þeim um and- stööu sina, en I reynd hefði þetta veriö ógerlegt. Allt þetta, og sitthváð fleira, sýndi það, aö þjóöaratkvæðagreiðsl- una væri ekki neitt að marka. Flestir óháðir fréttaskýr- endur hafa tekiö undir þessi ,rök Kristilega flokksins. En Pinochet var á ööru máli. A sigurhátið sem var haldin þeg ar úrslitin voru tilkynnt lýsti hann yfir þvi, að hann myndi á , grundvelli atkvæðagreiösl- unnar setja landinu nýja stjórnarskrá, án þess að efna til sérstakrar þjóðaratkvæða- greiöslu um hana. Jafnframt væri ákveöiö, að kosningar færu ekki fram I Chile fyrr en > 1986 I fyrsta lagi. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Frei hefur ekki látið Pinochet beygja sig Hann lýsir þjóðaratkvæðagreiðsluna markleysu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.