Tíminn - 11.01.1978, Page 11

Tíminn - 11.01.1978, Page 11
10 Miðvikudagur 11. janúar 1978 Skipting vinnunnar i .heimilis- störf” og „launuð störf” varð til þess að tvö mismunandi foreldra- hlutverk sköpuðust: móðirin og fyrirvinnan, sérfræðingur i til- finningum og sérfræðingur i efna- hagsmálum, svo notuð séu sterk- ari orð. Nútimafólk er sagt ein- kennast af hæfileika þess til sál- fræðilegrar skiptingar. Störf verða æ sérhæfðari og skiptast i smærri undirgreinar. Nútima- karlmaður verður að skipta per- sónuleika sinum þegar hann fer frá einu verki, stað eða hóp til annars. Hlutverkin, hinir ýmsu þættir sjálfs hans þurfa ekki nauðsynlega að tengjast hvert öðru. Vinnumarkaður nútimans krefst þess að greint sé milli vinnu og einkalifs. Karlinn varð fyrr „nútimamað- ur” og hafði þannig forskot. At- höfnum hans var skipt og þær urðu óháðar hver annarri. Vinnumarkaðurinn byggist á hagnaði og afköstum. Vaxandi skrifstofuveldi krefst þess að menn séu ópersónulegir og hafi stjórn á tilfinningum sinum, hlýði reglum og fyrirmælum, keppi eft- ir stöðum, þeir sem teljast til sama hóps hljóti sömu meðferð, samkeppni ráði mati hæfileika og umbunar. Störf konunnar (ef hún var gift) héldu áfram að snúast um fjölskylduna. Hlutverk henn- ar sem eiginkona, móðir og hús- móðir voru samofin. Þannig hélt hún áfram að lifa hefðbundnu lifi fjölbreyttra athafna. Auðvitað var grafið undan hlut- verki hennar þegar hið opinbera tók að sér Tnörg þau verk sem konur höfðu áður verið ábyrgar fyrir. En nú var gert ráð fyrir þvi að hún i fjölskylduhlutverki sinu bætti upp þann missi sem varð þegar störfin fjarlægðust heimilin og það ómannlega við nútimaat- vinnulif. I hópi fjölskyldunnar bar að sýna tilfinningar, vera eðlilegur og kátur. Hjá fjölskyld- unni varð fyrirvinnan aftur „heill og óskiptur”. Fjölskyldan var tákn umhyggju og ástar i hörðum og ópersónulegum heimi. Sjálfsvitund bæði karla og kvenna byggist á reynslu þeirra á þessum tveim sviðum. Þessi reynsla eykur á sálfræðilegan mun kynjanna á sama tima og lögin auka jafnræði þeirra i orði. Fólk giftist og eignast börn ungt og er á sama tima að reyna að vinna sér sess á vinnumarkaðin- um eða er að ljúka menntun sinni. Hjón glima sameiginlega við mörg erfið,en þroskandi verkefni. Hættan á að þau ofgeri sér er aug- ljós. Gamlar hugmyndir og skoðanir á fjölskyldunni hafa haldið áfram aö stjórna byggingariðnaðinum og skipulagningu borga á ára- tugnum eftir 1930. Hverfi eru skipulögö með fjölskyldu sem byggð er upp af húsmóður og fyr- irvinnu i huga. Vel skipulögð dag- vistun og skynsamleg heimilisað- stoð er ónóg eða skortir alger- lega. Vinnumarkaður iðnrikjanna Hlutverk for- eldra í þjóðar- framleiðslu og viðhaldi mannkynsins Eða — hvernig eigum við að ráða bót á geðklofanum i nútíma þjóðfélagi? Nokkur athyglisverð atriði úr bók að nafni ,,Börnin okkar, óþekktarormar annarra” eftir Ritu Lijeström þjóðfélagsfræðing, en í henni fjallar hún m.a. um hlutverk kynjanna. Bókin kom út^fyrir nokkru á sænsku Liber bókaúrgáfunni var frá byrjun byggöur upp á sömu forsendum. Hvorki vinnu- aðferðir, vinnutími og dreifing hans á daginn né fjarlægðin milli vinnustaðar og heimila var skipu- lagt með tilliti til ábyrgðar for- eldra. 1 október 1974 rannsakaði opinber nefnd i Sviþjóð hve mikl- um tima börn veröu á dagvistun- arstofnunum og hjá „dagmömm- um” á einkaheimilum. Fyrstu niðurstöður sýna að heldur meira en helmingur barnanna eru á dagheimilinu a.m.k. niu klukku- stundir á dag. Fimmta hvert barn er -þar a.m.k. tiu stundir. Þvi yngra sem barnið er þvi lengur dvelst það á dagheimilinu. 60 % af börnum einstæðra foreldra eru a.m.k. niu klukkustundir i dag- vistun., og það sama gildir um 45% barna frá -fjölskyldu með tvö börn. Algengast er að börn verka- kvenna dveljist mjög lengi dag- lega á dagvistunarstofnunum. Það á við um 27% af börnum þeirra, en 20,7% barna miðstétt- arforeldra og 13.6% barna for- eldra úr yfirstétt. Vinnumarkaðurinn tók aðeins tillit til barna með þvi að greiða konum almennt lægri laun og láta þær ekki koma til greina við stöðuhækkanir. Enn bæta úti- vinnandi mæður sér upp lág laun með því að vinna meirihluta heimilisstarfanna. Munstrið er þekkt um heim allan. Konur, sem unnið hafa tilbreyt- ingarlaus og illa launuð störf hafa litið á sig fyrst og fremst sem eig- inkonur og mæður. Þegar þeim bjóðast flóknari störf, sem vekja meiri áhuga, verður starfið miklu meiri þáttur i sjálfsvilund þeirra. Vinnan hefur i augum margra karla verið ill nauðsyn til að þeir gætu séð fjölskyldum sinum far- borða. Þeir hafa einnig orðið aö búa fjarri fjölskyldum sinum aö nokkru leyti. Umgengni við börn getur leyst úr læðingi bælda þætti i skapgerð þeirra. Meðan slikar breytingar eiga sér stað er hætt við að börn kynnist innri átökum foreldranna og reikulum skoðun- um, en þau gætu einnig fengið hlutdeild i frelsistilfinningu og nýrri reynslu foreldranna. Nú er hlutverk fjölskyldunnar að vera uppfylling gagnvart öðr- um þáttum, einkum gagnvart vinnumarkaðinum. Þvi hefur verið treyst að konan i fjölskyld- unni héldi uppi eðlilegu græðandi og slakandi sambandi við aðra fjölskyldumeðlimi sem er svo mikilvægt i samskiptum við börn og til þess að fólk sé i andlegu jafnvægi. Konur hafa i rikari mæli varðveitt persónuleika sinn heilan og óskiptan. Ef hið skipta þjóðfélag verður jafnopið konum og körlum á sama grundvelli verða þá ekki einnig konur/mæð- ur andlega skiptar, tilfinninga- lega deyfðar og kerfisbundnar? Jafnrétti kvenna og karla er stundum túlkað svo sem i þvi fel- ist einkum að konur taki stöður karla og hasli sér völl samkvæmt leikreglum karlaþjóðfélagsins. Hið skipta þjóöfélag greinir á milli verksviða karla og kvenna. Mörkin eru nokkuð greinileg, jafnvel þegar konur og karlar vinna i sömu grein. Hin ýmsu verksvið eru engan veginn jafn- mikilvæg. Þau mikilvægustu (efnahagsmál og stjórnmál) eru verksvið karla. Þarfir þeirra ganga fyrir þörfum annarra verksviða. Hin ýmsu störf innan sama verksviðs eru einnig mis- munandi mikilvæg. Karlar skipa venjulega æðstu stöðurnar jafnvel á verksviði kvenna eins og i heilsugæzlu. Eina verksviðið þar sem konur ríkja,er við að veita tilfinningalegan stuðning i einka- lifi. Opinberlega eru tilfinningar fremur látnar i ljós af körlum, konum hefur einkum veriö fengiö það hlutverk að mæta þörfun^ bama og gamalmenna, þeirra aldursflokka, sem ekki taka þátt i framleiðslunni. Konur eru ábyrg- ar fyrir samræmingu andlegra og félagslegra þarfa ýmisskonar fólks. 1 tækniþjóðfélagi okkar eru öll kvennastöf-vanmetin, vanrækt og illa launuð. 1 hinu skipta þjóðf- élagi njóta tilfinningar, um- hyggja og hispursleysi litillar virðingar. Framtiöarvonir i þágu barna, byggjast á þvi að konur komi með nýjar kröfur i félags- málum og nýtt gildismat, i sam- vinnu við aðrar hreyfingar og gagnrýni, sem eru sama sinnis. í bændaþjóðfélaginu fylgdu synirnir i fótspor feðranna. Þeir fengu býli, jörðog jarðvinnutæki i arf frá feðrum sinum. Nú verða karlar hverrar kynslóöar að vinna sig upp i stöðu feðra sinna að nýju, svo að fjárhagur fjöl- skyldunnar þrengist ekki (Arnbjörnsson, 1974). Þetta ger- ist með menntun. 1 barnauppeldi millistéttafjölskyldna er mikil áherzla lögð á að búa synina und- ir að ávinna sér stöðu föðurins, eða aðra sem talin er jafngild. I þessari baráttu verða ungir menn að læra reglur karlaþjóð- félagsins. Leikreglur efnahags- lifsins gera ráð fyrir að menn séu færir um: = sérhæfð og sundur- greind samskipti við fólk = að hafa hömlur á tilfinningum sinum, og blanda ekki inn minni- háttar atriðum = staðlaða hegðun, viðurkennt gildismat og ópersónulega hegð- un i meiri háttar málum = einbeitingu i framkomu, sókn og sjálfsöryggi. Með þetta andlega veganesti berjast ungir menn fyrir stöðum eða a.m.k. bærilegri afkomu. Þessar kröfur hafa komiö i veg fyrir að margir feður hefðu samskipti við börn sin á unga aldri. Árið 1974 gengu ný lög um for- eldratryggingar i gildi. Þær eru tákn nýrrar stefnu i fjölskyldu- málum, sem miðar að jafnrétti foreldra. Feðrum er gefið tæki- færi til að njóta hluta af launuðu barnsburðarleyfi eiginkvenna, sem vinna úti. Enn fremur hafa þeir sama rétt og þær til að vera frá vinnu,ef börnin eru veik. Að sögn f jölmiðla notuðu aðeins 1-2% feðra nýfasddra barna sér nýfeng- in réttindi sin fyrsta áriö, sem lögin voru i gildi. Þeim fjölgaði i 6% á öðru árinu. Ein hjónanna sem ákváðu að skipta með sér ábyrgðinni á barni sinu fyrsta æviár þess, tóku sér launalaust frf þegar barnsburðarleyfið var út- runnið. Jafnrétti foreldra hefur meiri áhrif á tviskipt þjóðfélag en fólk heldur i fyrstu. 1 kjölfar þess kemur foreldrafræðsla, styttri vinnutimi, hjón fara að skipta með sér starfi.stunda hlutastörf, sveigjanlegur vinnutimi, þjálfun afleysingafólks fyrir fólk i barns- burðarleyfi, timastetning funda smærri og stærri og ráðstefna i samræmi við þarfir, staðarval vinnustaða nær ibúðarhverfum, vandlega skipulögð dagvistunar- heimili i umhverfi sem hæfir börnum, efasemdir um arösemi róttækra breytinga á efnahags- lifi, o.sv.frv. Það er togstreita milli hagsmuna fyrirtækja og barna. Hugmyndin um styttan vinnu- tima er ofarlega á baugi: til að byrja með sex stunda vinnudagur fyrir foreldra barna á forskóla- aldri. En þvi fylgja tæknileg vandamál, og vandræði á vinnu- stað! Vinnuhópar binda fólk við vinnu og ágóða og launakerfi fer i mola. Uppbygging vinnumarkað- arins er i hættu. Það leiðir til þess að foreldrar lftilla barna verða settir hjá, segja þeir sem bezt þykjast vita. Sérfræðingar i hagræðingu eru ráðalausir. Þeir eru vanir aö loka vinnustöðum, knýja fram flutn- inga og breyta vinnuaðferðum — en ekki þessu. Vinnumarkaðurinn byggðist <■ Miðvikudagur 11. janúar 1978 upprunalega á fyrirvinnum og ógiftum konum. Það var engin þörf á að taka tillit tii barna. Byggingaverkamenn, sjómenn, sölumenn, flutningaverkamenn eru burtu dögum og vikum sam- an. Vaktavinna og óþægilegur vinnutimi voru hluti af þessu, en hvenær var tekið tillit til þess tima sem hentaði börnum? Leikum okkur að þeirri hug- mynd að feður almennt fari að eyða tima með börnum sinum. Hvernig kæmi það út? Abyrgðin á börnunum hefur haldið flestum konum fyrir utan stjórnmál. Verður nú eins um karlmennina? Hver verður fulltrúi starfsmannanna i stjórn fyrir- tækisins? Hver verður i vinnu- ráöinu og starfsmannanefndun- um? Hver annast vaxandi hlut- verk starfsmanna I umhverfis- og öryggismálum? Hver tekur þátt i fundum og skipulagi verkalýðs- félagsins og tilraunaverkefnum? Hver starfar með aölögunarhóp- um og gætir hagsmuna aldraðra og annarra hópa sem hafa veika aðstöðu á vinnumarkaðnum? Hver fylgist með endurmennt- unarmálum? Ef þessar nýlegu endurbætur eiga að verða eitthvað annað en til málamynda, er nauðsynlegt að starfsfólk verji tlma og orku til aö kynna sér þær og koma þeim áfram á vinnustaönum. Ef núna er erfitt aö fá fólk, sem vill vinna slik sjálfboðastorf, hvernig verður það ef karlar fara að lfta á heimiliö og börnin, sem sinn vett- vang, eins og konurnar geröu, þegar þær voru skildar eftir með alla ábyrgðina? Nei, þaö er litið vit í þvi fyrir feður morgundagsins að likja eft- ir mæðrum gærdagsins. Timi er kominn til að við endurskoðum hugmyndir okkar um foréldra- hlutverkið. Ef til vill munu foreldrar I framtiðinni búa i opn- ari fjölskyldum, þar sem auðveldara verður fyrir fullorðna fólkið að samræma foreldrahlut- verkið/ vinnu og þátttöku i opin- beru lifi, þar sem börnin verða umvafin neti fjölbreyttra tengsla við fullorðna. Ef ekki, hvernig verðum við fær um aö aflétta torstreitunni milli foreldrahlut- verksins og annarra hlutverka fullorðins fólks. ÞýttSJ. [ II i ,i( n ii i( ii 11 Fær- eyjar Þrjár samstæður frimerkja munu koma út hjá Póstverki Föroya á árinu 1978. Er þeim fyrst og fremst ætlað aö gefa innsýn I náttúru og menningu eyjanna, en fögur er hliðin og fornsögur nokkrar. Þann 26. janúár kemur Ut samstæða með 5 verðgildum, sem eiga að fullnægja vissum þáttum burðargjalda. Myndefni er sótt til Mykiness, en þar er mikilfenglegt fuglalíf, enda eru þar stór björg fyrir fuglinn aö búa I. 13. apríl heldur svo áfram út- gáfa fuglamerkjanna frá 1977, með 3nýjum verögildum. Veröa það að þessu sinni: Langvfa, Lundi og Súla. Þaö er einmitt Súlan sem mest er af I Myki- nesi. 1 byrjun nóvember veröur svo gefin út samstæða til að minnast 150 ára afmælis Bókasafns Fær- eyja. Verða þetta sérstaklega 2 verðgildi vegna bókasafnsins, en 3 merki úr gömlum kvæðum, sérstökum færeyskum menn- ingararfi. Myndir merkjanna úr kvæð- unum eru teknar af málverkum skáldsins William Heinesen. 1 tilkynningu Póstverks Fær- eyja segir aö ekki sé enn vitaö um nafnverð slðustu samstæð- unnar, en það megi áætla um 7,00. Samtals verði nafnverð þessara þriggja samstæða ekki yfir 20,00 færeyskar krónur. Þá verða sérstimplar meö hverri útgáfu og sérstök opinber fyrsta dags bréf. Nafnverð merkjanna frá Mykinesi veröur: 100, 130, 140, 150 og 180 aurar. Nafnverö merkjanna með fuglamyndunum veröur: 140, 180 og 400 aurar. Fyrsta bókin á færeysku kom út 1822 og innihélt „Færöiske Qvæder om Sigurd Fafnesbane og hans Æt” Strax árið eftir, 1822 kom næsta bókin á fær- eysku út. „Evangelium Sankta Matthæussa”. Þar meö var á- huginn fyrir bókum vakinn, og strax á eftir var svo fariö aö ræða bókasafn. Þessi umræða var gerö að veruleika árið 1828. Var þá opnað við frumstæöar aöstæður „Færö Amts offentlige Bibiiothek” I Þórshöfn. Þar með höfðu Færeyingar eignazt sitt eigiö bókasafn og það eiga þeir enn, þvl aö byggingin er ennþá varðveitt og mun hún vera elzta opinber bókasafnsbygging varðveitt á Noröurlöndum. Því er rætt um aö þessi bygging skreyti annaö merkiö. Hitt merkið gæti svo haft mynd af bókabilnum sem flytur bækurn- ar heim til fólksins, eins og I Reykjavlk á Islandi. Þaö verða því þrjár samstæö- ur frá Færeyjum 1978, 13 merki að upphæð um 20 krónur, eða um 650 fslenzkar krónur. Þvl veröur ekki annaö sagt en frændur okkar haldi sér full- komlega innan ramma alls vel- sæmis I frlmerkjaútgáfu. Siguröur H. Þorsteinsson Rokk á rúmstokknum tíðkast ekki í Kína Frakkinn Georges Valensin, 55 ára kynllfsfræöingur, þykist* hafa komist aö því, aö Klnverj- ar stundi eins lltiö kynllf og þeir komist af með og hefur hann meira að segja skrifað bók um það efni. Nefnist hún „Kynlíf I kommúnistarlkinu Klna”. Þrjár vikur notaði Georges til gagna- öflunar á staðnum og hefur hann verlð gagnrýndur fyrir það að nota of skamman tíma. Verst hann öllum árásum, og segir þrjár vikur hafa veriö kappnóg fyrir sig, — sér- fræöinginn. Hann hafi ekki átt I neinum vandræðum með að draga sínar ályktanir á þeim tlma. Georges Vaensiu Litt karlmannlegir En hvers vegna að skrifa þessa bók? Georges segist hafa haft tækifæri til þess aö rann saka Klnverja á læknisfræöileg- an hátt og hafi hann tekið eftir þvl, hve lltiö karlmannlegir þeir voru. — Þessar 900 milljónir manna, sem enginn veit I raun og veru neitt um, voru mér ráð- gáta. Mér tókst aö staöfesta þann grun minn, að kynlíf Kín- verja er nánast ekkert. Georges segir, aö Maó for- maöur hafi algjörlega útrýmt kynlifi úr daglegu llfi manna og hafi að þvl leyti tekið upp fyrri predikanir Konfúslusar. Sam- ræði utan hjónabands er bann- aö. Má vitna I Maó, þar sem hann segir: „Aöeins menn, sem sjúkir eru á sálinni, veröa ást- fangnir og sóa I þá vitleysu dýr- mætum tíma og orku”. For- maöurinn taldi, að allar aörar athafnir væru miklu gagnlegri fyrir þjóðfélagiö. Ung hjón elsk- ast einu sinni til tvisvar að jafn- aði á viku, og fara þá I einu og öllu eftir heilbrigðisráðum. Brúðkaupsferðir eru nánast óþekkt fyrirbrigði. Margt nýgift fólk fer strax að vinna daginn eftir brúðkaup sitt til þess að sýna I verki, aö rúmið sé ekki það sem það hafi áhuga á. Konur leyna linunum Sklrllfi og hreinleiki er mikill I Klna. Klnverjar hafa alla' tlö verið kappklæddir og konurnar klæðast mörgum blússum og brókum undir vinnuklæönaði slnum til þess að mjaðma og brjóstlinur sjáist alls ekki. Pilluna gleypa konur L KIna allt frá þvl þær fyrst lofast, en sjaldnast þekkja þær eiginmenn sina nokkuö fyrir hjónabandið. En hvaö finnst Klnverjum nú um vestræna kynlffsmenningu? I stuttu máli sagt finnst þeim hún spillt meö afbrigðum. Spillt eins og kapítalisminn þeirra og vestrænt borgarllf. Þegar Evrópubúar eöa Amerlkumenn koma til Kina geta þeir lítiö bjargaö sér I sambandi við hold- legar nautnir — og kvarta sár- an! Reyna Klnverjar ekkert að koma vitinufyrir þá.sjásem er, að þeir eru of siöspilltir. Georges var að því spuröur, hvort hann ætlaöi ekki aö beita sér fyrir flutningi nokkurra kynlifsfræðinga til Kína, — þar ættu þeir virkilega aö njóta sín. Var hann heldur svartsýnn á sllkt og endurtók aö kynllf væri alls ekki áhugamál Klnverja og gæti ekki oröið I bráð. — „Það sem aftur á móti ætti aö senda til Klna, eru kynóðir karlar og kynóöar konur Ætli það færi þá ekki mesti asinn af þeim fljótlega?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.