Tíminn - 11.01.1978, Síða 13

Tíminn - 11.01.1978, Síða 13
Miðvikudagur 11. janúar 1978 13 björnsson. Höfundur les (13). 15.00 Miðdegistónleikar. Mir- cea Saulesco og Janos Sok yom leika Fiðlusón. I c-moll op. 1 eftir Hugo Alfvén. Vín- aroktettinn leikur Tvöfald- an kvartett i f-moll op. 87 eftir Louis Spohr. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn.Halldór Gunn- arsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Hottabych” eftir Lazar Lagin. Oddný Thorsteinsson les þýöingu sina (14). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gestir I útvarpssal: Arto Novas sellóleikari frá Finn- landi leikur ásamt Gisla Magnússyni Sónötu fyrir selló og pianó op. 40 eftir Dmitri Sjostakovitsj. 20.00 Af ungu fólki. Anders Hansen sér um þátt fyrir unglinga. 20.40 „Astin gefi þér ylinn sinn”.Gunnar Valdimarsson tekur saman dagskrána. Lesarar meö honum: Marg- rét Guömundsdóttir, Helga Þ. Stephensen og Siguröur Skúlason. Eirikur Þor- steinsson leikur á tvöfalda harmoniku. 21.35 Stjörnusöngvarar fyrr og nú. Guömundur Gilsson rekur söngferil frægra þýzkra söngvara. Fyrsti þáttur: Hermann Prey 22.05 Kvöldsagan: Minningar Ara Arnalds.Einar Laxness les (12). 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikudagur 11. janúar 18.00 Daglegt lif I dýragaröi Tékkneskur myndaflokkur Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. 18.10 Björninn Jóki Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýöandi' Guöbrandur Glslason. 18.35 Cook skipstjóri Bresk myndasaga 15. og 16. þátt- ur. Þýöandi Óskar Ingi- marsson. 19.00 On We Go Enskukennsla 11. þáttur frumsýndur. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Nýjasta tækni og vlsindi Könnun sólkerfisins, Nýjungar I meðferö bein- brota. Rannsóknarstörf há- skólanema. Umsjónar- maöur Ornólfur Thorlacius. 20.55 Fiskimennirnir (L) Danskur myndaflokkur. Lokaþáttur. Samheldnin Efni fimmta þáttar: Sóknarpresturinn veröur aö láta af störfum eftir skemmtiferöina meö unga fólkinu. Hann fær annaö brauö og fiskimennirnir fá prest sem er þeim aö skapi. Samkomulagiö viö sjó- mennina I sunnanveröum firöinum hefur ekki veriö sem best aö undanförnu. Kristilegt umburöarlyndi fiskimannanna er á þrotum, svo aö slær I bardaga. Þýö- andi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpiö) 22.00 Aöur en áriö er liöið (L) Blandaöur þáttur meö léttu ívafi, þar sem meöal annars veröur fjallaö um ýmsa at- buröi ársins 1977 og dag- skrárefni sjónvarps skoöaö I nýju ljósi. Þáttur þessi var á dagskrá á gamlárskvöld en er nú endursýndur vegna rafmagnstruflana 'sem þá voru viöa um land. 23.10 Dagskrárlok liiiíilí r David Graham Phillips: j m SUSANNA LENOX ú Ján Hélgasan ,ðV Og svo þuldi hann stefin. Það var um ástina og lífið. Súsanna tók við blaðinu, sem kvæðið var skrifað á, leit yfir það og rétti honum það svo aftur þegjandi. „Finnst þér það ekki fallegt?" spurði hann dálítið órólegur — hann ókyrrðist alltaf, þegar talið barst að samlífi karla og kvenna. Þá var hann alltaf á nálum vegna þess, að hann hélt, að hann segði eitthvað, sem særði hinar næmu tilfinningar kvenfólksins. „Fallegt", sagði Súsanna annars hugar. „Og satt .... Það er sennilega allt, sem kona getur vænzt — að vera sú, sem karlmaðurinn hverf ur aftur til. Og — er það ekki lika nóg?" „Þú er mjög ólík öðrum stúlkum, sem ég hef kynnzt", sagði hann. „Og mjög ólik því, sem þú varst í fyrrahaust — dásamlega ólik". „ Ég hef ði verið undarleg manneskja, ef svo væri ekki. Ég hef lifað nýju lífi. Ég hef lært — af því að ég verð að læra". „Það hef ur sjálfsagt margt komið fyrir þig — þú mátt margt þola, svona ung". Súsanna yppti öxlum. Hana lagaði stundum til þess að trúa einhverjum fyrir leyndarmálum sínum, en hafði aldrei fyrirhitt neinn, sem hún vildi segja allt af létta. Ekki einu sinni Roderick — nei, sízt af öllu Roderick. „Þú ert — hamingjusöm?" „Hamingjusöm — og það, sem meira er: ánægð". Þetta var satt, eða það hélt hún. Ef til vill var það líka óyggjandi sannleikur, því að þegar kona á það dýrmæt- asta, sem hún hefur eignazt, og veit, að það er hvergi annars staðar rúm fyrir hana í tilverunni, þá er ekki nema réttmætt, að hún sé ánægð. Drumley virtist vera að hugleiða, hvernig hann ætti að koma orðum að einhverju, sem honum lá á hjarta. En hann hætti við það, þegar hann hafði litið nokkrum sinn- um framan í Súsönnu. „Hvað ertu gömul?" spurði hann snögglega. „Hér um bil nítján ára". „Svo gömul, liggur mér við að segja. Og þó: Svona ung! Hvað er langt siðan þú giftist?" „Hversvegna spyrðu um þetta?" spurði hún brosandi. Hann fór hjá sér og roðnaði. „Það var ekki ætlun mín að hnýsast í einkamál þín". „Þetta er ekki að hnýsast — eða finnst þér það? Að spyrja konu, hvað langt sé síðan hún giftist?" En hún svaraði ekki spurningu hans. I þess stað þóttist hún vera með allan hugann við gamlan mann og korn- unga stúlku, sem létu eins og þau væru ástfangin hvort af öðru. Þegar þau höfðu lokið snæðingi, gengu þau gegnum garðinn sömu leið og þau höfðu komið. En það var samt eins og þau væru komin á nýjar slóðir, því að máninn hellti geislum sínum yfir allt, og trén vörpuðu mildum skuggum á jörðina. Og í hverjum skugga sátu elskendur. Þegar þau voru komin hér um bil að garðshliðinu, mælti Drumley: „Við skulum setjast á bekkinn þarna. Mig langar til þess að ræða við þig alvörumál". Súsanna settist og beið þess, sem nú kæmi. Hann kveikti i sígarettu af stakri vandvirkni. Þessi bekkur var þannig, að honum var skipt niður i mörg sæti með járn- örmum á milli sætanna. Þegar hann settist, lét hann eitt sæti standa autt á milli þeirra. Hann sneri sér að henni, og tunglið skein á kinnina á honum. En hann leit aðeins snöggvast á hana og f lýtti sér svoaðsnúa sér undan. „Við skulum setjast á annan bekk", sagði hann hásum rómi, eins og kvöldkulið hefði setzt í hálsinn á honum. „Hvers vegna það?" spurði hún. „Ég vil heldur vera hérna í tunglsljósinu". Hann stóð upp. „Láttu mig ráða". Og hann leiddi hana að öðrum bekk, þar sem á bar dimman skugga af stóru tré. Þau sáu aðeins móta f yrir andliti hvors annars. Eft- ir stutta þögn hóf hann máls. „Þú elskar Roderick — er það ekki?" Hún hló glaðlega. „Heitar en allt annað á þessari jörð". „Og kannski himni líka". Þögn. „Vildurðu öllu fórna til þess, að honum farnist vel?" „Það gæti ekkertaftrað því. Það býr í honum sjálfum. Honum hlýtur að farnast vel". „Þetta hefði ég sjálfur sagt — fyrir einu ári — eða þvi sem næst ári". Hún sneri sér skyndilega að honum, og þá sneri hann sér líka betur að henni. „Hvað áttu við?" spurði hún snöggt, nærri því skipandi. „Ja — það ert þú", svaraði hann. „Áttu við, að ég sé honum til trafala?" Þegar Drumley loks svaraði spurningu hennar, var málrómurinn hátíðlegur, eins og hann væri að tala yfir gröf látins vinar.,, Þú ert honum f jötur um fót. Þú ert að ræna hann framgirninni". „Þú skilur okkur ekki", svaraði hún og kveinkaði sér við hvert orð. „Annars myndirðu ekki tala svona". „ Ertu að skirskota til þess, að hann er þér ekki trúr?" ,, Er hann það ekki?" sagði hún og leit eins og hún væri forviða. „Þótt það væri, hefðir þú ekki neinn rétt til þess að segja mér það — þú, vinur hans. Og sé þetta ósattt „Hvorttveggja væri jafn lítilmótlegt af mér —en vel á minnzt: ég vissi það fyrirfram, að þér var kunnugt um það. Það er langt síðan ég tók eftir því, að þú vissir það. Ég tók eftir því hérna um kvöldið forðum, þegar hann dró í ógáti slæðu og kvenhanzka upp úr vasa sínum. Ég hef gefið þér nánar gætur síðan". — Þú ert mjög góðum vinur minn, Drumley, sagði hún. — En þú máttekki tala um hann við mig. — Ég verð að gera það, svaraði hann. Að hætti allra hræsnara flýtti hann sér að leita skjóls undir pilsfaldi skyldunnar. — Það væri glæpur af mér að þegja. Hún stóð upp. — Ég get ekki hlustað á þig. Það er ef til vill skylda þín að tala. En það er skylda mín að neita að hlusta á þig. —Hann er skuldum vafinn. Hann er að missa stöðu sina. Allt þetta stafar af þvi, að hann hefur lítillækkað sig — að honum f innst hann hafa bundizt konu, sem hann skammast sin fyrir að elska — konu, sem hann hefur árangurslaust reynt að gera útlæga úr huga sínum. Súsönnu f annst hún allt í einu verða svo vanmáttug, að hún settist aftur. Það hafði strax haf izt hörð barátta í sál hennar, er Drumley vakti máls á þessu — hjarta hennar vildi ekki skilja samband þeirra Rodericks eða tilfinn- ingar hans í hennar garð, sem henni hafði svo lengi tekizt að halda leyndum fyrir sjálfri sér. Undir eins og Drum- ley fór að tala um þetta, vissi hún, að sjálfsblekkingin myndi missa tökin á henni — svo fremi sem hún leyfði honum að tala. En þegar þessi orð voru sögð, var barátt- an á enda. Hefði hann ætlað að hætta, myndi hún hafa þröngvað honum til þess að tala. — Þessi kona ert þú, hélt hann áfram jafn hátíðlegri röddu og áður. — Roderick vill ekki kvænast þér. Hann getur ekki yf irgef ið þig. Og þú ert honum f jötur um fót. Þú ert ung. Þú veizt ekki, að ástríðuþrungin ást er versti

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.