Tíminn - 24.01.1978, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 24. janúar 1978.
Begin Hkir ummæl-
um egypzkra blaða
við áróður nasista
Jerúsalem/Reuter. Menachem
Begin forsætisráðherra tsraels
sakaði I gær egypzka fjölmiðla
um að reka áróður gegn tsraels-
mönnum og sagði að gagnslaust
væri og niðurlægjandi aö hefja
friöarviðræður f sliku andrúms-
lofti. Hann kvaðst þó vonast til
þess að egypzka stjórnin kveði
niöurslikan áróður og kleift verði
að hefja viðræöur aö nýju.
Þessi ummæli komu fram er
Begin ávarpaði israelska þingið
og ræddi um horfur i friðarvið-
ræðunum, eftir að fundur utan-
rikisráðherra Egyptalands og
tsraels fór út um þúfur. Hann
vitnaði i greinar egypskra dag-
blaða, m.a. Al-Ahram, þar sem
sagði aö „Gyðingar myndu jafn-
vel prútta við engil dauöans”.
Begin sagði að áróðurnum væri
ekki einungis beint gegn Gyðing-
um, heldur væri hann nákvæm-
lega það sama og Gyðingar hefðu
lesið i Die Sturmer, dagblaði nas-
ista. Hannsagðiað vegna þessara
niðurlægjándi skrifa um Gyðinga
væri útilokað að senda fuUtrúa
tsraelsmanna tilKairó. Begin átti
þá við að viðræður varnarmála-
ráðherrarikjanna gætu ekki farið
fram.
Egyptar hafa samþykkt að við-
ræður i hermálanefndinni i Kairó
haldi áfram, en tsraelsmenn hafa
hingaö til neitað að senda varnar-
málaráðherrann Ezer Weizman
til Egyptalands.
Begin varaði Egypta við og
sagði að væri haldið áfram að
birta óhróður um Gyðinga i
Kairó-blöðunum, myndu Israels-
menn ekki sjá sér fært að taka
viðræður upp að nýju. Hann baðst
einnig afsökunar á ummælum
sinum i ræðu við kvöldverð stuttu
eftir að stjórnmálanefndin hóf
viðræöur i Jerúsalem s.l. þriðju-
dag.
Begin visaöi kröfum er Sadat
gerði i ræðu s.l. laugardag á bug,
og sagði að ísraelsmenn færu
ekki á brott frá öllum svæðum er
hertekin voru 1967.
Nýkomin styrktarblöð og
augablöð í eftirtaldarbifreiðir.
Hækkið bflinn upp svo að hann taki
ekki niðri á snjóhryggjum og
holóttum vegum.
Bedford 5 og 7 tonna augabiöð aftan.
Datsun diesel 70—77 augablöð aftan.
Mercedes Bens 1413 aufíabiöð oj> krókbiöð.
Mercedes Bens 332 on 1113 augablöð.
Seania Vabis L55 og L56 augablöð og krókblöð aftan.
Seania Vabis L7(i augablöð og krókblöö.
2”, 2'A" og 2V4” styrktarblöð í fólksbila.
Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðraklemmum.
Smiðum einnig fjaðraklemmur eftir máli.
SENDUM í PÓSTKRÖFU HVERT Á LAND SEM ER.
Bflavörubúðin Fjöðrin h.f.
L'l/nrAM ciiui
Sendiherra
V-Þýzkalands
í Eþíópíu
rekinn heim
Nairobi/Reuter Sendiherra
Vestur-Þýzkalands I Eþiópfu,
dr. Johann Christian Lankes,
fór frá Addis Ababa í dag á leið
heim eftir að stjórn marxista I
Eþiópiu hafði visað honum úr
landi. Talsmaður vestur-þýzka
sendiráðsins I Addis sagði, að
Lankes færi nú til Bonn til að
ræða brottvisunina við ráðgjafa
stjórnarinnar þar.
I tilkynningu eþiópisku frétta-
stofunnar ENA, sagði að „vera
Lankes i landinu hefði skaðleg
áhrif á sambúð þjoðanna”.
Þessi yfirlýsing kom i kjölfar
þeirrar ákvörðunar
vestur-þýzku stjórnarinnar að
veita Sómaliumönnum 12
milljón dollara efnahagsaðstoð.
Þetta lán mun ekki bundið nein-
um skilyrðum varðandi það til
hvers það verður notað.
Liklegt er talið, að Sómaliu-
menn muni verja andvirði láns-
ins til vopnakaupa, entaliðer að
þá skorti nú vopn á vigstöðvun-
um i Ogaden eyðimörkinni, þar
sem þeir hafa barizt við Eþió-
piuménn i sex mánuði.
Þetta er i annað skipti á viku
að vestur-þýzkum sendimanni
er visað frá Eþiópíu. Siðastlið-
inn þriðjudag var hernaðarleg-
um sérfræðingi, er starfaði við
sendiraðið visað úr landi. Fyrr i
þessum mánuði var
vestur-þýzka skölanum i Addis
Ababa lokað, en eþiópiskir her-
menn voru þar að verki.
Vestur-Þjóðverjar, sem sinnt
hafa ýmsum störfum i Eþfópi'u,
hafa verið reknir úr störfum
sinum án nokkurrar ástæðu.
Vestur-Þjóðverjarhafa neitað
að kenna marxisk fræði i skóla
sfnum, er það talin aðal ástæðan
fyrir lokun hans.
Menachem Begin
Hart barizt
um Harar
Nairobi/Reuter. Sómaliskir her-
menn hafa ruðst inn i borgina
Harar i austur Eþiópiu, og berj-
ast þar á götunum, en eþiópiski
stjórnarherinn heldur uppi stöð-
ugum loftárásum á Sómaliu-
menn. I fréttum útvarpsins segir
að herflugvélarnar varpi
sprengjum á bústaði óbreyttra
borgara. Þetta er fyrsta frásögn
af bardögum á þessu svæði siðan i
nóvember.
Gagnsókn Eþiópíumanna mun
hafa verið árangurslitil og Sóma-
liumenn sagðir vinna i borginni. 1
fréttum frá Mogadishu í gær
sagði einnig að Sómallumenn
hefðu nú bæinn Babile á sinu valdi
en bardagar hafa staðið um hann
i nokkurn tima.
S.l. miðvikudag sagði tals-
maður Eþiópisku stjórnarinnar
að brátt yrði hafin sókn til að ná
aftur landi er Sómaliumenn hafa
hertekið, og Sómalíumenn segja
að Kúbanskir og Sovéskir
hernaðarráðgjafar vinni nú að
þessu verkefni til að tryggja ítök
Sovétmanna i austurhluta Afriku.
Manntjón í bardögum
í Suður-Líbanon
— Arabar óttast átök við ísraelsmenn
Beirut/Reuter. Fjórir hafa látizt
og að minnsta kosti 13 hafa særzt
er átök blossuðu upp aö nýju I
Suður-Libanon að því er sagt var i
skýrslu er birtist i Beirut f gær.
Ferðamenn, er nýkomnir voru
frá hinum striðshrjáðu landa-
mærahéruðum sögðu að átta
heföu særztá tólf klukkustundum,
er stórskotaliðssveitir pale-
stinskra vinstrimanna og li-
banskir hægrimenn sldptust á
skotum.
erlendar fréttir
NY SOLUSKRA
Bílasalan BRAUT s.f.—Skeifunni 11 —Símar: 81502 — 81510
Komið - hringið eða skrifið og fáið eintak
endurgjaldslaust
Borgarnes: Samvinnutryggingar
Egilsstaðir: Bilasalan Fell s/f
ísafjörður: Esso Nesti
Keflavik: Bilasalan IIl. 'argötu 50
Vestmannaeyjar: Jóker v/Heimatorg
Söluskráin liggur frammi á
eftirtöldum stöðum:
Akranes: Bflasala Hinriks
Akureyri: Bilasala Norðurlands
BiiAfAinn
fkeifunni 11
Sprengingar hættuað mestu
snemma I gærdag, en vélbyssu-
skothrið linnti ekki. útvarp
hægrisinnaðra falangista i Liban-
on sagði, að fjórir Palestinu-
skæruliðar hefðu verið drepnir.
Fréttastofa Palestínumanna gaf
hins vegar ekki út neina tilkynn-
ingu varðandi tölu særðra og lát-
inna, en sagði að sjúkrabilar
hefðu verið við flutninga særðra i
þorpinu Marjyoun sem hægri-
sinnar hafa á sinu valdi. Miklir
eldar loguðu i þorpinu.
Talsmaður Palestinumanna
sagði, að hald manna væri, að
hægrimenn hefðu nú hafið bar-
daga að undirlagi ísraelsmanna,
og ástæðan fyrir þvi væri þróunin
i málefnum Miöausturlanda,
fremur en ástandið i innanlands-
málum Libana.
Fulltrúar i friðarsveitum
Sameinuðu þjóðanna i Suöur-Li-
banon segja, að israelskar her-
sveitir séu á að minnsta kosti sex
stöðum i Suður-LIbanon, en þeir
taka engan þátt i þessum slðustu
bardögum.
Allmargir Arabaleiðtogar ótt-
ast nú, að til átaka kunni að koma
millilsraelsmanna og Araba eftir
siðustu atburöi-friðarviðræðn-
anna milli Egypta og ísraels-
manna. Liklegt er talið, aö ef til
átaka kemur verði það á landa-
mærum Israels og Libanon i Gol-
anhæðum.
Talið er að staöan i bardögum
hægri og vinstri manna I Libanon
séu vinstrisinnuðum Palestinu-
mönnum og libönskum banda-
mönnum þeirra mjög I hag. Her-
menn vinstrisinna eru milli 5.000
og 10.000, en hægrimenn varla
fleiiien eitt þúsund.