Tíminn - 24.01.1978, Page 16
16
Þriðjudagur 24. janúar 1978.
David Graham Phillips:
j
121
SUSANNA LENOX
C
Jón Helgason ^0.
kytru Súsönnu. ,,Þetta er ekki boðlegur bústaður handa
stúlku eins og þér", hrópaði hún. ,,En þú þarft ekki að
vera hér lengi — ekki nema í dag, ef þú ferð ekki hreint
og beint að eins og kjáni".
— Ég er fyllilega ánægð, sagði Súsanna, — ef ég get
bara lafað á þessu herbergi.
Hún var alveg skeytingarlaus um útlit sitt, þar til
María lagði kjólinn og hattinn á rúmið hennar. Þá
f jörguðust augun, og það kom í þau grár glampi. Ellen,
vinnukonan, hafði átt leiðframhjá dyrunum og séð, hvað
var á seyði. Hún kom inn til þess að dást að skrúðinu með
hinum. Svo flýtti hún sér niður til þess að sækja frú
Tucker, sem aldrei á ævi sinni hafði séð annað eins og
það, sem nú gat að líta í þessu fátæklega herbergi. Sú-
sanna fór nú í kjólinn með aðstoð þeirra þriggja, sem a11-
ar voru jaf n hátíðlegar og lotningarf ullar og þær væru að
klæða drottningu á krýningardegi hennar. Ellen sótti
heitt vatn og stærri þvottaskál. Frú Tucker vildi endilega
láta hana fá ilmandi sápu, sem hún var vön að þvo sér
úr, þegar hún fór í samkvæmi. En Súsanna fékkst ekki
til að nota aðra sápu en sápuna sína. Þær voru henni aII-
ar til liðs við þvottinn, og þær aðstoðuðu hana við að vel ja
skástu nærfötin, sem hún átti, Súsanna vildi færa sig
sjálf í sokkana, en Ellen tók samt að sér annan fótinn, en
frú Rucker hinn.,, Eru þeir ekki yndislegir", sagði Ellen
við frú Tucker, þar sem þær krupu hlið við hlið. ,,Ég hef
aldrei sé svona fætur — nema á myndum".
Frú Tucker tók hattinn af rúminu, og Súsanna lét hann
á sig sjálf. Þetta var stór, svartur stráhattur með tveim-
ur snjóhvítum f jöðrum, sem hringuðu sig yf ir kollinn, og
þeirri þriðju ofurlitið styttri, sem hreykti sér yf ir stórri
spennu, þar sem f jaðurleggirnir þrír mættust. Og nú var
að því komið, að hún færi í kjólinn. AAaría og frú Tucker
héldu honum á milli sín eins og hann væri dýrmætt og
brothætt ker, svo að Súsanna gæti komizt í hann. Ellen
hélt pilsinu uppi, meðan þær hinar hjálpuðu henni i upp-
hlutinn.
Loks lét hún á sig hanzkana, og svo var ofurlitlum
klútbleðli stungið niður í hanzkann á vinstri hendi.
— Hvernig er ég núna? spurði Súsanna.
— Yndisleg — dásamleg — hrífandi, hrópuðu þær allar
þrjár.
— AAér líður hræðilega í þessu öllu, sagði hún. — Og svo
er þetta svo heitt.
— Þú verður að fara niður, svo að ekki svífi að þér.
Það er svalara þar, sagði f rú Tucker. — Haltu pilsinu vel
að þér á leiðinni niður. Stigarnir eru ekki rétt hreinir.
I baðherberginu niðri var langur spegill felldur inn i
vegginn — eins og til vitnisburðar um forna f rægð þessa
húss. Þar gat Súsanna horft á sjálfa sig. Hún vissi, að
hún var falleg. En nú varð hún þó forviða. Hún þekkti
sjálfa sig varla — svona hávaxna, fallega og vel búna.
Var þetta í raun og veru hárið á henni — þetta augun í
henni — og munnurinn og nefið? Var þessi háa, granna
stúlka í raun og veru hún? Hvílíkur regin munur hver
fötin voru! Súsanna hafði aldrei fyrr verið svona vel bú-
in. — Svona ætti ég alltaf að vera, hugsaði hún. — Og
svona vil ég vera. Og þó mátti gera betur — miklu betur.
Glögg augu hennar sáu strax ágallana, sem bæta þurfi
úr—hvernig laga þurfti hattinn og skreyta hann dálítið
öðru vísi, svo að hann samsvaraði betur andiitsfalli
hennar, hvernig breyta þurfti kjólnum til þess að hann
yrði smekklegri og dyldi ekki fallegan vöxt hennar.
— Hvað haldið þér, að kjóllinn kosti, ungfrú Hinkle,
spurði Ellen.
— Hann kostar f immtíu dali í heildsölu, sagði AAaria. —
AAeð öðrum orðum hundrað tuttugu og fimm, ef til vill
hundrað og fimmtíu, ef hann væri keyptur í búð. Og
hatturinn — ja, þeir myndu f lestir heimta f immtíu eða
sextíu dali fyrir hann án þess að roðna.
— Hamingjan hjálpi mér! hrópaði Ellen. — Hafið þið
nokkurn tímann heyrt annað eins!
— AAig undrar það ekki, sagði frú Tucker, sem samt
var alveg forviða. — Já, þessi kjóll er sannarlega þess
virði fyrir þá, sem hafa efni á að kaupa svona flíkur.
Guð hefur þó skapað allt, sem til er, i þeim tilgangi að
það sé notað. Og þér, ungfrú Sackville, eruð einmitt
sköpuð til þess að vera vel klædd.
Dyrabjöllunni var hring. Súsanna hrökk við, andlit
hennar varð fölt og kalt. Ellen gægðist f ram f yrir, og f rú
Tucker og AAaría hlustuðu með öndina í hálsinum. — Það
hljóðvarp
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05: Valdimar Ornólfsson
leikfimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. landsmálabl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn 7.50:
Séra Ingólfur Astmarsson
flytur (a.v.d.v.). Morgun-
stund barnanna kl. 9.15:
Guöribur Guöbjörnsdóttir
lýkur lestri sögunnar af
Gosa eftir Carlo Collodi i
þýðingu Gisla Asmundsson-
ar(7). Morgun-
tónleikar kl. 10.45.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: ,,A
skönsunum” eftir Pál Hall-
biörnsson Höfundur les
(18).
15.00 Miðdcgistónleikar a.
16.0Ö Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn Þorgeir Ast-
valdsson kynnir.
17.30 Tónlistartimi barnanna
Egill Friöleifsson sér um
timann.
17.45 Ungir pennar Guörún
Stephensen les bréf og rit-
geröir frá börnum.
18.05 Tónleikar. Tilkynning-
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt málGisli Jóns-
son flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn
Þáttur eftir Oddnýju Guð-
mundsdóttur rithöfund.
Gunnar Valdimarsson les.
20.05 Lög unga fóiksins Asta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
20.55 Gögn og gæöi Magnús
Bj arnfreðsson stjórnar
þætti um atvinnumál.
21.55 Kvöldsagan: „Sagan af
Dibs litla” eftir Virginiu M.
Alexine Þórir S. Guðbergs-
son les þýðingu sina (3).
22.20 Lestur Passiusálma
hefst Kristinn Agúst Frið-
finnsson stud. theol. les.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Frá tónlistariðjuhátið
norræns æskufólks I
Reykjavlk I júni sl. Fjórði
ogsföasti þáttur. Guðmund-
ur Hafsteinsson kynnir.
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 tþróttir. Umsjónarmað-
ur Bjarni Felixson.
21.00 Athafnamaðurinn (L)
Danskt sjónvarpsleikrit eft-
ir Erik Tygesen. Leikstjóri
Gert Frédholm. Aðaihlut-
verk Christoffer Bro.
Bæjarstarfsmaðurinn og
þingmannsefnið Bent
Knytter er hamhleypa til
allra verka. Hann hefur
unnið að þvi að fá ýmis fyr-
irtæki til að flytjast til
heimabæjar sins. Þýðandi
Vilborg Sigurðardóttir
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
22.00 Undur mannslikamans.
Bandarisk fræðslumynd,
þar sem starfsemi manns-
likamans og einstakra lif-
færa er sýnd m.a. með
röntgen- og smásjármynd-
um. Myndin er að nokkru
leyti tekin inni i likamanum.
Þýðandi Jón O. Edwald. Aö-
ur á dagskrá 21. september
1977.
22.50 Dagskrárlok