Tíminn - 04.02.1978, Page 2
2
Laugardagur 4. febrúar 1978
Franski frankinn á
hraðri niðurleið
Paris/Reuter. Franski frankinn
féll enn i gær á alþjóðagjaldeyris-
mörkuöum, en orsökin f yrir þessu
er, að óttazt er að vinstrimenn
beri sigur Ur býtum i kosningun-
um i næsta mánuði. Þetta er ann-
ar dagurinn i röð sem frankinn
fellur óðfluga. Vestur-þýzka
markiö er nú á 2,33 franka og
svissneski frankinn á 2,49
franskra franka. Siðan frankinn
tók að siga á miðvikudag hefur
hann lækkaö um 3% miðað við
Bandarikjadollar, þrátt fyrir að
dollarinn þyki nú standa illa
gagnvart flestum evrópskum
gjaldmiðlum.
Er kauphallir opnuöu i gær,
hófst mikið taugastrið þvi óttazt
var, að frankinn félli gifurlega,
þvi flestir bankar vilja losa sig
við franska gjaldmiðilinn af ótta
við að hann haldi áfram að siga i
verði.
Barre forsætisráðherra hyggst
notafall frankans sem kosninga-
vopn.
Gífurlegur ótti er nú rikjandi i
kauphöllunum, þvi komist
kommúnistar og sósialistar i
stjórn, hafa þeir heitið þvi að
þjóðnýta fjölda fyrirtækja og
leggja aukna skatta á auðhringi.
Stjórnin notar viðbrögðin á gjald-
eyrismörkuðum sem rök fyrir þvi
hvernig brugðizt verði við sigri
vinstrimanna á alþjóðavettvangi
og fær þarna i hendurnar kær-
komið kosningavopn. Raymond
Barre forsætisráðherra sagði að
fall frankans væri af sálfræðileg-
um orsökum og sýndi þjóðinni
hvað væri i húfi i kosningunum
sem fara fram i tveim áföngum
12. og 19. marz.
„Gildi gjaldeyrisins fer eftir
trausti fólksins á þeim sem bera
ábyrgð á stööu hans.... að þessu
sinni er um frönsku þjóðina að
ræða”, sagði Barre.
Snjóflóð í Ölpunum:
Tíu látnir og níu
saknað
Genf/Reuter. Að minnsta kosti
tiu hafa látizt og niu er saknað
eftir að miklar snjóskriður féllu i
Frakklandi, Sviss og Italiu i
fyrrakvöld og snemma i gærdag.
Miklir stormar ergeisuðu i fjalla-
héruðunum komu skriðunum af
stað.
Fjórir létust, tveir slösuðust og
tveggja er enn saknað eftir að
snjóskriða hreif með sér fjalla-
kofa nærri franska bænum Cha-
monix. Á Italiu eru fjórir Belgiu-
menn og tveir Italir taldir af, eftir
að snjóskriður féllu á vegi og lok-
uðu þeim nærri skiða bænum Cer-
vinia sem er noröaustur af Aosta.
Allmargir lokuðust inni i bilum
sinum á vegum i Sviss, truflanir
urðu á ferðum lesta og ófært varð
um marga vegi. Ekki er talið að
neinn hafi beðið bana i Sviss, en
lestarstjóri og farþegar slösuðust
mikið er snjóflóð þeytti nokkrum
vögnum lestarinnar af sporinu.
Snjóflóð lokuðu St. Gotthard
járnbrautarlinunni milli ítaliu og
Sviss, og olli það miklum truflun-
um á lestasamgöngum, þvi tals-
verðan tima tók að hreinsa tein-
ana. 1 suðurhéraði Sviss, Ticino,
voru þyrlur hersins notaðar til að
bjarga bændum og öðru fólki er
einangrazt hafði á afskekktum
býlum sinum. Talsverður hluti
suðvestur héraðsins Valais varð
rafmagnslaus, þvi snjór gróf
simalinur.
Ítalía:
Andreotti hyggst veita
kommúnistum ítök í
nýju stjórninni
Róm/ReuterGiulio Andreotti for-
sætisráöherra Italiu lét i gær það
boð út ganga að hann hygðist
breyta bráðabirgðastjórninni á
þann veg aö kommúnistar fengju
meiri áhrif i stjórninni. Hann
lagði til að lokuðum fundi með
togum Kristilega demókrata-
flokksins, að mynduð yröi ný
bráðabirgðastjórn sem setið gæti
út þetta ár og komið fram áætlun-
um sem þegar hafa verið sam-
þykktar af sex stjórnmálaflokk-
um.
Bráðabirgðastjórnin á að starfa
fram i desember, en þá veröur
kosinn nýr forseti sem tekur við
embætti Giovanni Leone. Hefðin
er aö stjórnin segi af sér hvert
sinn er forseti hefur nýtt kjör-
timabil. Andreotti er nú að reyna
aö mynda nýja stjórn sem leyst
getur af hólmi minnihlutastjórn
hans er sagöi af sér völdum í sið-
asta mánuði og situr nú til bráða-
birgða.
Kommúnistar hafa farið fram á
ráðherrasæti i nýju stjórninni, en
talið er að þó að Andreotti segist
tilbúinn að veita kommúnistum
áhrif i stjórninni, eigi hann ekki
við að þeir fái ráðherrasæti. Til
skamms tima studdu kommúnist-
ar minnihlutastjórn Andreottis,
en þegar þeir sneru baki viö
minnihlutasjóninni, kom til nú-
verandi stjórnmálakreppu.
Giulio Andreotti
Bardagarnir í Ogaden:
Eþíópíski loftherinn
hefur mikla gagnárás
Mogadishu/Reuter.Eþiópiumenn
hafa nú hafiö miklar loftárásir á
sómalska innrásarliðið I Ogaden
eyðimörkinni að þvi er heimildir
hermdu I gær. Haft var eftir vest-
rænum diplómötum að Eþiópiu-
her notaði sovézkar MIG-21 og
MIG-23 flugvélar og bandariskar
F-5þotur við árásir á bækistöövar
Sómaliumanna. Sendimenn Ara-
barikja og vestrænna rikja voru
kallaðir til fundar i sómalska
utanrikisráðuneytinu i gær og
sagt að Sómaliustjórn byggist við
miklum loftárásum á þorp i
Norður-Sómaliu.
Yfirburðir Eþiópiumanna yfir
Sómaliumenn munu nú vera
miklir i lofthernaði, en þeir hafa
fengiðmikið magn nýrra flugvéla
frá Sovétrikjunum á siöustu
mánuðum. Árásir eþiópiska hers-
ins eru mestar allt frá fjallaborg-
inni Harar i norðurhluta Ogaden
ogalltsuðuri miðjaeyðimörkina.
Sómaliustjórn tellur að loftárás-
irnar sétu aöeinsupphafið að mik-
ill gagnsóks Eþiópiumanna, en
Sómalfuher var mun sigursælli á
siðasta ári.
Gaddafi kom-
inn til
Algeirsborgar
Algeirsborg/Reuter Leiðtogi
Libýumanna, Muammar Gaddafi
kom i gær til liðs við harðlinu Ar-
aba er þinga nú i Algeirsborg.
Fundurinn fjallar umnýjar leiðir
til að koma friðartilraunum
Egypta á kaldan klaka. Opinberir
starfsmenn ráðstefnunnar neit-
uðu að útskýra hvers vegna
Gaddafikom ekki til Alsír i fyrra-
dag til að vera við setningarat-
höfn fundarins.
Aður hafði verið gefin út sú
yfirlýsing, að libýski leiðtoginn
hefði ekki komizt að heiman
vegna magaveiki. öruggar heim-
ildir herma að Arabaleiðtogarnir
sem sitja fundinn I Alsir hafi
flestir haft simasamband við
Gaddafi i' gær og hvatt hann til að
koma til ráðstefnunnar.
Auk libýumanna taka Alsirbú-
ar, Sýrlendingar, Suður-Jemenir
og fulltrúar Frelsissamtaka
Palestinuaraba þátt i ráðstefn-
unni.
Lstuttri yfirlýsingu á flugvell-
inum i Algeirsborg sagði Gaddafi
að hann væri þangað kominn til
að undirstrika stuðning sinn við
frelsun Palestinu. Gaddafi átti
greinilega við Sadat Egypta-
landsforseta þegar hann sagði:
„Við verðum að berjast gegn fá-
vislegri framtaksemi einstakl-
inga”. Hann bætti við að litayrði
á Yasser Arafat formann PLO
sem hinn eina sanna fulltrúa
Palestinumanna.
Gaddafi sýndi engin veikinda-
merki er hann skundaði i ráð-
stefnusalinn, umkringdur aðstoð-
armönnum og libýskum hern-
aöarráðgjöfum. Hann leit i áttina
til hinna þjóðarleiðtoganna og
sendi Yasser Arafat vinarkveðju
um leið og hann tók sér sæti. Ann-
ar leiötogi kom til Algeirsborgar i
gær, en þar var George Habash
leiðtogi samtaka Palesti'nu-
manna, PFLP. Fjarvera Habash
i fyrradag var talin merki þess að
slettzt hefði upp á vinskapinn
milli PLO og PFLP.
Fundinum átti að ljúka i gær-
kvöldi, en fréttaskýrendur telja
að vegna þess hve Gaddafi kom
seint til leiks muni ráðstefnan ef
til vill dragast á langinn.
Muammar Gaddafi
Norska stjórnin
fjallar um
efnahagsvandann
Oslo/Reuter Norska stjórnin
heldur þessa dagana fjölmarga
fundi og fjallar á þeim um alvar-
legt ástand i efnahagsmálum sem
nú blasir við Norðmönnum.
Stjórnin mun hafa i hyggju að
gera margháttaðar ráðstafanir
sem koma eiga til framkvæmda á
næstu tveim árum, en einnig eru
gerðar tillögur um möguleika
rikisins til rekjuöflunar.
A siðustu mánuðum hefur kom-
ið i ljós aö stjórnin þarf að endur-
skoða bæði langtima- og skamm-
timaáætlanir sinar, með tilliti til
núverandi efnahagsástands. Tal-
iö er að jafnvel stjórnarandstað-
án viðurkenni aö ekki verði kom-
izt hjá þvi að kaupgeta almenn-
ings í Noregi minnki á næstunni.
Einn meginþáttur efnahags-
vanda Norðmanna er að iðnaður
þeirra á i vaxandi örðugleikum
vegna hækkana innanlands. Sér-
fræöingar telja að gagnger breyt-
ing alþjóðaefnahags sé eini úr-
skoturinn er leyst geti vanda
norsks iðnaðar. Stjórnin hefur á
stefnuskrá sinni aö berjast gegn
veröbólgunni, en meðal þess sem
getur aukið hana er að stjórnin
hefur gefið bændum, eftirlauna-
þegum og lægstlaunuðu
verkamönnunum loforð um bætt
kjör á árinu 1978.
Danir gegn banni
við selveiðum
Kaupmannahöfn/Reuter Danir
munu berjast gegn kröfum 20
þjóða sem aðild eiga að Evrópu-
ráöinu um að algjört bann verði
lagt við selveiöum i tvö ár.
Þetta kom fram I ræðu Græn-
landsmálaráðherrans Jörgen
Peder Hansen i gær. Hannsagði
á fundi með fréttamönnum, að
ákvörðun Evrópuráðsins hefði
verið tekin án nokkurs tillits
til þess að þúsundir Grænleik-
inga hafa atvinnu sina af sel-
veiðum, og þeirrar staðreyndar
að grænlenzki selastofninn væri
ekki i neinni útrýmingarhættu.
Hansen neitaði einnig að kóp-
ar væru drepnir i stórum stil við
Grænland, en leikkonan Brigitte
Bardot.sem talin er eiga drjúg-
an þátt i banninu, hefur barizt
einarðlega gegnkópadrápi „Viö
munum berjast gegn ósann-
gjörnum kröfum ráðsins á fundi
þess i Strassborg i vor.
Talið er að 10.000 Grænlend-
ingar hafi atvinnu sina af sel-
veiðum eða noti afurðir selsins,
sér til lifsviðurværis. Kon-
unglega grænlenzka verzlunar-
félagiðsem kaupir mestan hluta
grænlenzku selskinnanna segir,
að nær helmings verðfall hafi
oröið á kópaskinnum á siðasta
ári vegna alþjóðlegrar herferð-
ar gegn kópadrápi.
„Viö höfum átt við þennan
vanda á striða áður, þegar Bing
Crosby rak áróður gegn
laxveiðum við Grænland, núna
er það Brigitte Bardot, og rætt
heftir veríð um að hún heimsæki
Grænland til að sjá aðstæður
með eigin augum. Ég mun þó
ekki gefa túskilding til að af
þeirri ferð geti orðið”, sagði
Hansen,