Tíminn - 04.02.1978, Page 7
Laugardagur 4. febrúar 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á
mánuði. . , , ,
Blaðaprenth.f.
Endurbætt land-
búnaðarstefna
Aðalfundar Stéttarsambands bænda, sem hald-
inn var siðast liðið sumar, verður áreiðanlega
lengi minnzt. Fulltrúarnir, sem þar mættu, þurftu
að horfast i augu við mikinn vanda. Skýrslur
sýndu, að bændastéttin, eða a.m.k. verulegur hluti
hennar, býr við lakari kjör en aðrar stéttir. Sölu-
erfiðleikar höfðu farið mjög vaxandi. Framleiðsl-
an hafði aukizt meira en eftirspurnin innanlands
og þvi þurfti að flytja meira út og þannig myndazt
þörf fyrir meiri útflutningsbætur en rikinu er skylt
að greiða. Þessi viðhorf kröfðust þess, að brugðist
væri fljótt við og leitað nýrra úrræða. Það gerði
fundurinn á myndarlegan og ábyrgan hátt, sem
vafalitið mun stuðla að þvi að fundin verði lausn,
sem verður jafnt bændastéttinni og þjóðinni til
hags.
í þessu sambandi er eðlilegt að vekja athygli á
þvi, að landbúnaðarstefnan er nú komin langt frá
þvi, sem Framsóknarflokkurinn markaði hana á
sinum tima. Landbúnaðarstefnan, sem ruddi sér
til rúms á þriðja tug aldarinnar fyrir atbeina
Framsóknarflokksins, var fólgin i þvi að styrkja
vissar ræktunarframkvæmdir og tryggja bændum
löng og vaxtalág lán til uppbyggingar. Þessi stefna
byggðist á þvi, að landbúnaður skilar ekki fljót-
teknum arði en hins vegar öruggum, þegar timar
liða, og þvi verður hann að njóta annarra lána-
kjara en annar atvinnurekstur. Þessi stefna var
sérstaklega hagstæð efnaminni bændum og frum-
býlingum, sem gátu litið fé lagt fram sjálfir, en
þurftuá verulegu fé að halda til að koma fótum
undir búreksturinn. Á þessum timum þekktust
hvorki niðurborganir á útsöluverði landbúnaðar-
vara né útflutningsuppbætur, a.m.k. ekki að neinu
marki. Aðstoðin var veitt á frumstigi og kom i veg
fyrir, að mikill stofnkostnaður eða háir vextir eða
stutt lán hefði áhrif á verðlag afurðanna.
1 valdatið viðreisnarstjórnarinnar var hafið
mikið fráhvarf frá þessari stefnu, og hefur það
haldizt að verulegu leyti siðan. Lán, sem eru veitt
til framkvæmda, eru orðin styttri og vextirnir
hærri, og ýmsir styrkir hlutfallslega minni. f stað-
inn hafa komið útflutningsuppbætur og niður-
greiðslur, sem eru fyrst og fremst dýrtiðarráð-
stafanir. Sú breyting, sem hér hefur orðið, er sér-
staklega óhagstæð fyrir þann hluta bændastéttar-
innar, sem skemmra hefur verið kominn i fram-
kvæmdum, og skapar auk þess frumbýlingum sér-
stakan vanda.
Það hefur verið venja islenzkra bænda að bregð-
ast vel vil, þegar við erfiðleika hefur verið að etja.
Þeir hafa þá mörgum fremur fundið rétt ráð. Sá
efnahagslegi vandi, sem landbúnaðurinn glimir nú
við, verður þannig bezt leystur, að bændur hafi
forustuna og bendi á leiðir til úrbóta. Áreiðanlega
er lika engum ljósaraen þeim, að landbúnaðar-
stefnan þarfnast endurskoðunar og breytinga. Það
sýndi lika áðurnefndur aðalfundur Stéttarsam-
bandsins, svo að ekki verður um villzt.
Þess ber svo vel að gæta, að islenzkir bændur
eru ekki einir um það, að glima við mikil efna-
hagsleg vandamál. Hið sama gildir um bændur i
nágrannalöndum okkar, þar sem styrkir eru viða
miklu hærri en hér. Samt heyrast þar ekki neinar
hjáróma raddir um að leggja eigi landbúnaðinn
niður. Þvert á móti er mönnum ljóst, að blómlegur
landbúnaður er ein helzta stoð efnalegs og andlegs
sjálfstæðis.
ERLENT YFIRLIT
Buthelesi vinnur að
friðsamlegri lausn
Zulumenn skipa sér undir merki hans
Buthelesi talar á Soweto-fundinum
SA LEIÐTOGI blökku-
manna i Suður-Afriku, sem
vekur mesta athygli siðan
Biko féll fTá, er Gatsha Buthe-
lesi, forsætisráðherra i
blökkumannafylkinu Kwa-
zulu, en þar eru aðalheim-
kynni fjölmennasta svarta
þjóðflokksins i Suður-Afriku,
Zulumanna. Zulumenn telja
um 4,5 milljónir og eru dreifð-
ir um alla Suður-Afriku, en
flestir þeirra búa þó i Kwa-
zulu, sem er austurströndin
milli Lesotho og Swazilands.
Kwazulu myndar ekki eina
sjálfstæða heild, heldur nær til
um 30 dreifðra landsvæða, þar
sem Zulumenn bda. Stjórn
Suður-Afriku hefur um skeið
viljað veita Kwazulu sjáH-
stæði, likt og Transkei og Bop-
huthatswana, en Buthelesi
hefur hafnað þvi, þar sem það
feli i sér viðurkenningu á að-
skilnaðarstefnunni. Þrátt fyr-
ir þessa synjun hans, hefur
verið sæmi legt samstarf milli
hans og stjórnvalda Suð-
ur-Afriku, enda skákar hann i
þvi skjóli, að það myndi vekja
mikla reiði Zulumanna, ef
hann væri beittur ofriki.
Buthelesi gætir þess lika að
veita stjórnarvöldunum ekki
höggstað á sér. Þess vegna er
hann eini þekkti leiðtogi
blökkumanna i Suður-Afriku,
sem aldrei hefur setið i fang-
elsi. Af þeim ástæðum nær
hann ekki eins sterkum tökum
á yngri kynslóðinni og Biko
gerði, en eldri kynslóðin f ylgir
honum fast að málum. Það er
yfirlýst stefna Buthelesi, að
svartir merin og hvitir búi
samani friði i Suður-Afriku og
hvitir menn eigi að njóta þar
fullra réttinda eftir að blökku-
menn hafa tekið völdin, t.d. á
þann hátt, að hvitir menn fái
aðráða yfir vissum landsvæð-
um.
BUTHELESI vakti athygli
heimsblaðanna um siðustu
helgi, en hann boðaði siðast-
liðinn sunnudag til útifundar i
Soweto, blökkumannaborg-
inni, þar sem mestar róstur
hafa orðið. Fundinn sóttu milli
9-10 þús. manns og er það
langsamlega fjölmennasti
fundur, sem haldinn hefur.
verið i Soweto um langt skeið.
Buthelesi andmælti þar að-
skilnaðarstefnunni mjög harð-
lega, en hvatti jafnframt. til
þess, aðbaráttunni gegn henni
yrði haldið uppi með friðsam-
legum hætti. 1 samræmi við
þaðhvatti hannibúa Soweto til
að taka ekki þátt i kosningum
meðanforingjar þeirra væru i
fangelsi, en borgarstjórnar-
kosningar eiga að fara fram i
Soweto siðar i þessum mán-
uði. Jafnhliða þessu hvatti
hann hins vegar þá Zulumenn,
sem búsettir eru i Soweto, en
eiga kosningarétt i Kwasulu,
til þess að neyta atkvæðisrétt-
ar sins þar i þingkosningun-
um, sem einnig eiga að fara
fram i þessum mánuði. Buthe-
lesibaðþáumað styrkja flokk
sinn, Inkatha, sem er aðal-
flokkurinni Kwazulu, en hefur
deildir viða annars staðar.
Ætlun Buthelesier að hann nái
brátt til allrar Suður-Afriku,
og verði markmið hans að
berjast með friðsamlegum
hætti fyrir yfirráðum svartra
manna i Suður-Afriku, án þess
að svipta hvita menn eðlileg-
um réttindum.
FYLGI sitt meðal Zulu-
mannaáButhelesi m.a. þvi að
þakka, að hann er höfðingi
stærstu ættar Zulumanna.
Hann erfði höfðingjaréttinn
frá föður sinum, en móðir
hans var þó enn tignari, þvi að
hún tilheyrði frægustu kon-
ungaætt Zulumanna. Buthe-
lesi verður fimmtugur á næsta
ári, en stöðu ættarhöfðingja
hefur hann gegnt siðan hann
var 25 ára. Hann stundaði
ungur nám við kristniboðs-
skóla, en siðar nám við há-
skóla fyrir blökkumenn, sem
er I Fort Hare i Höfðafylki. A
háskólaárum sinum gekk
hann i' elztu þjóðernissamtök
blökkumanna i Suður-Afriku,
African National Congress, en w
þau hafa nú verið bönnuð. Eft-
ir að stjórnarvöld Suð-
ur-Afriku mynduðu Kwa-
zulu-fylkið, hóf Buthelesi þátt-
töku i stjórnmálum þar og hef-
ur hann veriö forsætisráö-
herra þess siðan 1970. Hann
telur sig þannig fá möguleika
til að vinna að ýmsum hags-
munamálum blökkumanna,
en jafnframt hafnar hann öll-
um hugmyndum um, að það
verði sjálfstætt riki og ibúar
þess missi þannig borgara-
réttindi i Suður-Afriku.
Stjórnarvöld Suður-Afriku
hafa orðið að sætta sig við
þessa afstöðu hans.
Buthelesi er myndarlegur
maður i sjón og kemur vel fyr-
ir. Erlendir blaðamenn, sem
hafa rættvið hann, láta vel af
honum og telja stefnu hans
hyggilega. Hins vegar höfði
hann ekki til þeirra blökku-
manna, sem lengst vilja
ganga, og er þar ekki sizt að
nefna yngstu kynslóðina. En
hann eigi þó marga fylgis-
menn og fari þeim fjölgandi.
Buthelesi hefur gert sér far
um að hafa góða samvinnu við
Indverja og kynblendinga,
sem eru fjölmennir i landinu,
en stjórnarvöld Suöur-Afríku
hafa reynt að aöskilja þessa
aðila með þvi að veita kyn-
blendingum og Indverjum
meiri réttindi en blökkumönn-
um. Þá hefur Buthelesi nána
samvinnu við leiötoga Fram-
faraflokksins, sem nú er
stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn á þingi Suður-Af-
riku. Þannig vill hann árétta,
að svartir menn og hvitir eigi
aö vinna saman.
Þ.Þ.
Þ.Þ.