Tíminn - 04.02.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.02.1978, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 4. febrúar 1978 borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarj JG — Eins og frá hefur verib skýrt hér i blaöinu kvaddi borgarstjórinn I Reykjavik Birgir tsl. Gunnarsson, sér hijóös utan dagskrár viö upphaf fundar I borgarstjórn siöast- liöinn fimmtudag og ræddi borgarstjóri m.a. um blaöaskrif er snerta borgarstjórn Reykja- vlkur, þaö er aö segja um bíla- stæöi viö Regnbogann,hiö nýja kvikmyndahús viö Hverfisgötu. Borgarstjóri hefur ekki fengið bréfið Þá vék borgarstjóri aö skrif- um um sérstakt bréf, sem full- yrt hefur veriö aö borgaryfir- völd hafi stungiö undir stól: bréfi sem varöar stórt svikamál sem varöaö geti eignir upp á hundruö milljóna króna. Um þetta sagði borgarstjóri m.a. orörétt. — Ég verö aö viöurkenna aö enginn okkar sem meö dagskrá borgarráðs höfum meö aö gera, könnumst viö neitt slikt bréf. Allar tilraunir til þess aö fá frekari skýringar á þvi hafa reynzt árangurslausar. — Við töldum reyndar hugsanlegt aö hér væri um aö ræöa eitt bréf sem mun hafa borizt inn á fund borgarráðs á þriðjudaginn fyrir rúmri viku siöan en þar var um aö ræöa bréfritara sem er eigandi hús- eigna i Grjótaþorpi, sagöi borgarstjóri. Siöan greindi borgarstjóri frá þvi aö nefndur húseigandi heföi ekki kannazt viö aö um þetta bréf gæti veriö aö ræöa enda var gengiö frá erindi hans i sam- ræmi viö bréfiö á fundi borgar- ráös. Alfreð Þorsteinsson um mál Páls Líndal Aö lokinni ræöu borgarstjóra kvaddi Alfreö Þorsteinsson sér hljóös og gagnrýndi hann harö- lega vinnubrögö borgarendur- skoöanda og borgarinnar i máli Páls Líndal fv. borgarlög- manns. 1 ræöu sinni beindi Alfreö nokkrum fyrirspurnum til borgarstjóra og sagði þá m.a. á þessa leið: „Astæöan til þess aö ég kveö mér nú hljóös eru skrif sem birzt hafa I dagblöðunum und- anfariö en þar er átt viö blaöa- skrif Páls Lindal fyrrverandi borgarlögmanns,” sagði Alfreö Þorsteinsson orörétt. Siöan sagði hann að eölilegt heföi veriö aö loka fundinum meöan þetta mál væri til umræöu en þar eð borgarstjóri heföi hafiö umræöuna án þess aö gera slika kröfu sæi hann ekki ástæöu til Alfreð Þorsteinsson krefst svara um mál fv. borgarlögmanns Haf a margir háttsettir bor gar s tarf smenn sjóði undir höndum? Alfreö Þorsteinsson, borgarfulltrúi. þess aöfara fraih á aö fundinum yröi lokaö. Þá kvaöst ræðumaöur taka þaö skýrt fram að hann ætlaöi ekki hér og nú að kveöa upp neinn dóm yfir Páli Llndal, hvorki til sýknu, né sektar enda ekki I aðstööu til slikra hluta.en hins vegar virtist málsmeðferö- in öll þess eölis aö hún krefjist svara af hálfu borgarstjóra,að borgarfulltrúum veröi gerö grein fyrir vissum atriðum þessa máls, áöur en lengra er haldiö. Siöan beindi ræöumaður nokkrum spurningum til borgarstjóra: en tók þaö fram aö hann heföi hinn sama dag reynt aö ná tali af borgarstjóra, bæöi fyrir hádegi og siðdegis og þaö heföi ekki tekizt. Spurningarnar voru þessar: ,,Ég vil þá I fyrsta lagi beina þeirri spuriiingu til borgar- stjóra hvort rétt sé aö borgar- endurskoöandi hafi nánast brotizt inn i læstar hirzlur fyrr- verandi borgarlögmanns, eins og borgarlögmaöur getur um i bréfi til borgarráðs og hvort nokkur heimild hafi veriö gefin til bess. Birgir tsl. Gunnarsson, borgarstjóri. Hafi þetta verið gert þá vil ég spyrja, hvort þetta hafi veriö gert meö vilja og vitund borgar- stjóra. í framhaldi af þvi má þá spyrja: Viö hvaöa dómsúrskurö eða lagaheimild var stuözt?” Viö þessu þurfa aö fást skýr svör, þvi aö frá mlnum bæjar- dyrum séö, er það engin afsökun fyrir borgarstjóra eöa borgar- endurskoöanda aö brjóta lög þrátt fyrir meint misferli fv. borgarlögmanns. Ég spyr ekki um það,eins og Páll Lindal hvaö hafi veriö tekiö úr skrifboröi hans en ég spyr þó eins og hann, telur borgar- endurskoöandi sig hafa heimild til þess aö ganga aö læstum skrifboröum annarra borgar- starfsmanna á þennan hátt?” Hver á að rannsaka svona mál? Þá vék Alfreö Þorsteinsson aö upplýsingum til blaöa um þetta mál og spuröi hvort þaö væri meö samþykki borgarstjóra aö blööunum væru gefnar upp- lýsingar um þetta tiltekna mál á þessu stigi. Páll Lindal. Þá kvaöst ræöumaður gjarn- an vilja vita um álit borgar- stjórans á þeirri staöreynd aö mál borgarlögmanns nær sjö ár aftur I timann og hefur þannig veriðunnt aö stunda fjártöku án vitundar borgarendurskoðanda i mörg ár. Þá vék ræöumaöur aö ýmsum öörum embættismönnum, sem hefðu sér innheimtur og sjóöi undir höndum og taldi aö setja þyrfti nýjar reglur um meöferö þeirra. Aö lokum varpaöi ræöumaöur fram þeirri hugmynd hvort ekki væri réttara aö fela utanaðkom- andi aöila rannsókn þessa máls (málfv.borgarlögm.) einsog til dæmis heföi veriö gert I Lands- bankamálinu svonefnda. Aö einhverjir aörir aðilar en „hin sljóa borgarendurskoðun” ann- ist rannsókn málsins þvi hann (ræöumaöur) fái ekki betur séö en aö borgarendurskoöandi og starfsmenn hans þurfi þess þegar þar aö kemur. Þá fjallaöi Alfreö Þorsteins- son nokkuö um ábyrgö æöstu stjórnenda borgarinnar, sem virtust aldrei veröa fyrir neinu aökasti hversu alvarleg óreiöumál sem kæmu upp, en a hinn bóginn væri ráðizt þeim mun harkalegar á starfsmenn þeirra sem brytu af sér. Taldi hann ábyrgð þessara manna vera nánast enga,þótt oft væru framdar ólöglegar fjártökur ár- um saman i stofnunum.sem þeir ættu aö stjórna og hafa eftirlit meö. Þá taldi hann málsmeðferð alla I máli fv. borgarlögmanns og reyndar I fleiri skyldum mál- um, vera með hæpnasta móti. Borgarstjóri svarar Borgarstjóri svaraöi ekki efnislega hinum ýmsu spurningum Alfreös Þorsteins- sonar og hann dró I efa aö upp- lýsingar blaðanna væru komnar frá borgarendurskoöanda, sem haföi sagt borgarstjóra aö hann hefði ekki viðhaft þau orð sem ákveöiö blaö hafði eftir honum um máliö. Kvað borgarstjóri alla þekkja áhuga fjölmiöla á málum er vöröuðu misferli I opinberu starfi og þvi væri tals- veröur þrýstingur frá blööunum sem vildu fá upplýsingar, þótt mál séu enn á rannsóknarstigi. Borgarstjóri svaraöi ekki beint um viðhorf sitt til þeirra atburöa er endurskoöendur sprengdu upp lása i skrifborði Páls Lindal (en þaö var gert áöur en afsögn fv. borgarlög- manns tók gildi sbr. bréf Páls Lindal til blaösins. sl. íimmtu- dag. Telur fv. borgarlögmaður skrifborðsbrotið hafa gerzt dag- inn áður en afsögn hans tók gildi.) A hinn bóginn lýsti borgar- stjóri sig samþykkan þeirri málsmeðferö sem viöhöfð er I máli fv. borgarlögmanns. Taldi hann eölilegt aö endurskoöandi borgarinnar og starfslið hans sæju um þennan þátt rann- sóknarinnar. Benti borgarstjór- inn einnig á að auk faglegra endurskoðenda þá væru einnig pólitiskir endurskoöendur kjörnir af borgarstjórn. Þar ættu minnihlutaflokkarnir sina fulltrúa sem fylgzt gætu með rannsókn málsins. Heföi borgarendurskoðandi haldiö átta fundi með hinum kjörnu endurskoðendum um mál fv. borgarlögmanns. Þá kvað borgarstjóri borgar- ráö fylgjast meö þessu máli og veriö væri aö kanna ýmsa þætti þess vegna borgarráös og kvaöst borgarstjóri búast viö þvi aö skýrsla bærist um málið frá borgarendurskoðanda fyrir næsta fund I borgarráöi og yröi þvi aö biða meö frekari upp- lýsingar, þar til skýrslan heföi borizt. JG Flugleiðir: Farþegum f jölgadi í fyrra HEI — Tölur liggja nú fyrir um flutninga Flugleiöa þ.e. Flug- félags Islands og Loftleiöa og International Air Bahama fyrir árið 1977. t áætlunarflugi fluttu flugvélar félaganna 689.090 far- þega á móti 660.809 áriö á undan og er það aukning um 4,3%. 1 áætlunarflugi milli Islands og Evrópulanda varð markverð aukning. voru fluttir 142.155 far- þegar sem er 11,2% aukning frá fyrra ári. 1 flutningum yfir Norður-Atlantshaf fækkaði far- þegum nokkuö en þá leið voru nú fluttir 239.816 sem er fækkun um 5,6%. Endurspeglar þetta hina hörðu samkeppni er nú rikir á Norður-Atlantshafsflugleiðum og sem nú nálgast vandræðaástand að dómi sérfróðra manna. Far- þegar með International Air Bahama milli Nassau og Luxem- borgar voru 71.725 og hafði fækkað um 1,8%. Vöruflutningar með þotum Flugleiða milli landa jukust verulega. Flutt voru 6.651 tonn af vöru a móti 5.189 tonnum árið áöur svo aukningin er 28%. Farþegum i innanlandsflugi fjölgaði verulega á árinu. Voru þeir 235.394 og hafði fjölgaö um tæp 30 þúsund frá fyrra ári. Er þetta I fyrsta skipti sem innan- landsfarþegar Flugfélagsins fara fram úr ibúatölu landsins. Vöru- flutningar innanlands námu 4.152 lestum og höfðu minnkað um 4,5% frá fyrra ári. Arið 1977 var metár i leiguflugi. 1 pflagrimaflugi Loftleiða til og frá Jeddah i Saudi-Arabiu voru fluttir 30.994 farþegar i leiguflugi International Air Bahama 10.506 farþegar og i Sólarlandaferðum, svo og leiguflugum milli Mið- Evrópu og Islands, aðallega meö Flugfélagi Islands voru fluttir 31.805 farþegar. Farþegar i leigu- flugi uröu þvi 73.305 og haföi fjölgað um rúman þriöjung. Alls voru þvi farþegar 762.395 og aukning milli ára 6,6% þrátt fyrir um tveggja vikna stöövun á flugsamgöngum i október s.l. JB — ómar Skúlason myndlistarmaöur opnar sýningu á verkum sinum á Kjarvalsstööum laugardaginn fjóröa febrúar. Þetta er fyrsta einka- sýning ómars, en áöur hefur hann tekiö þátt i nokkrum samsýningum. m.a. hjá FIM. Aö þessu sinni sýnir hann fimmtiu og sex myndir unnar með blandaðri tækni, eru nokkrar teikningar svo og myndir unnar meö sprautu og skapalóni. Mun sýningin standa til fimmtánda febrúar. Timamynd: Róbert. Nýbygg- ingar í Reykja- Um siðustu áramót voru 1250 ibúðir I smiöum. Þar af vorufok- heldar eða meira 652 ibúðir, en aörar á mismunandi bygginga- stigum. A árinu 1977 voru hafnar bygg- ingar á 478nýjum ibúðum og lokiö var við byggingu á 737 ibúöum en þaö er 176 ibúöum fleira en áriö 1976. Mest var byggt af 3ja og 4ja herbergja i'búöum en meöalstærö nýbyggöra i'búöa var ca. 393 rúm- metrar en þaö er 4 rúmmetrum minna en áriö áöur. Alls voru byggingar sem lokið var viö á árinu samtals 677.994 rúmmetrar og var skipting þeirra milli byggingarefna sem hér segir: rúmmetrar Úrsteinseypu 650.154.- Ortimbri 8.594.- Úrstáli 19.246.- eða eins og áöur segir 677.994 rúmmetrar en þaö er 43% aukning frá árinu áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.