Tíminn - 04.02.1978, Side 13
Laugardagur 4. febrúar 1978
13
Árnað heilla
Laugardaginn 10. desember
voru gefin saman i hjónaband
Sigríður Jónsdóttir og Sigurbjörn
R. Guðmundsson. Þau voru gefin
saman af séra Guömundi Þor-
steinssyni i Arbæjarkirkju.
Heimili ungu hjónanna er aö
Engihjalla 1, Kópavogi.
Laugardaginn 10. desember
voru gefin saman i hjónaband
Aðalbjörg Haraldsdóttir og
Þröstur Björgvinsson. Þau voru
gefin saman af séra Guðmundi
Þorsteinssyni i Arbæjarkirkju.
Heimili ungu hjónanna er aö
Hraunbæ 12 A, Reykjavik.
Kirkjan
Dómkirkjan: Laugardag.
Barnasamkoma kl. 10.30 i
Vesturbæjarskóla við öldu-
götu. Séra Hjalti Guðmunds-
son.
Arbæjarprestakall: Barna-
samkoma i Arbæjarskóla kl.
10.30 árd. Guösþjónusta í skól-
anum kl. 2. Séra Guðmundur
Þorsteinsson.
Neskirkja: Barnasamkoma
kl. 10.30 árd. Messa kl. 2. e.h.
Séra Frank M. Halldórsson.
Bænaguðsþjónusta kl. 5 s.d.
Séra Guðmundur Öskar Ólafs-
son.
Hallgrimskirkja: Messa kl.
11. Altarisganga. Lesmessa
næstkomandi þriðjudag kl.
10.30. Beðiö fyrir sjúkum. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson.
Landspitaliim: Messa kl. 10
árd. Séra Ragnar Fjalar Lár-
usson.
Keflavikurkirkja: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11 árd. Þess
er vænst að sunnudagaskóla-
og fermingarbörn sæki guös-
þjónustuna ásamt foreldrum.
Sóknarprestur.
Frikirkjan Reykjavlk: Barna-
samkoma kl. 10.30. Guðni
Gunnarsson. Messa kl. 2. Séra
Þorsteinn Björnsson.
Dómkirkjan: Sunnudag kl. 11.
altarisganga. Séra Óskar J.
Þorláksson fyrrverandi dóm-
prófastur. Messa kl. 2. Ferm-
ingarbörn eru beðin aö koma
til messunnar. Séra Þórir
Stephensen.
Landakotsspltali: Messa kl. 10
árd. sunnudag.
Fella- og Hólasókn: Barna-
samkoma i Fellaskóla kl. 11
árd. Guðsþjónusta i Safnaðar-
heimilinu að Keilufelli l,kl. 2
s.d. Séra Hreinn Hjartarson.
Langholtsprestakall: Barna-
samkoma kl. 10.30. Guðsþjón-
usta kl. 2. Séra Arelius Niels-
son.
Kársnesprestakall: Barna-
samkoma i Kársnesskóla kl.
11 árd. Messa i Kópavogs-
kirkju kl. 2. Altarisganga.
Séra Arni Pálsson.
Digranesprestakall: Barna-
samkoma i Safnaðarheimilinu
við Bjarnhólastig kl. 11. Guðs-
þjónusta i Kópavogskirkju kl.
11. Altarisganga. Séra Þór-
bergur Kristjánsson.
Laugarneskirkja: Barnaguös-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 2.
Margrét Hróbjartsdóttir safn-
aðarsystir predikar. Kirkju-
kaffi i safnaðarsal kirkjunnar
eftir messu. Tónleikar kl. 5.
GUstaf Jóhannesson organisti
leikur verk eftir Jóh. S. Bach.
Sóknarprestur.
Breiðholtsprestakall. Sunnu-
dagsskólikl. 11 árd. Messa kl.
2 e.h. i Breiðholtsskóla. Séra
Lárus Halldórsson.
Asprestakall: Messa kl. 2 að
Norðurbrún 1. Eftir messu:
aðalfundur i safnaðarfélagi
Asprestakalls. Kaffi. Osta-
kynning. Séra Grimur Grims-
son.
Eyrarbakkakirkja: Barna-
guðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Sóknarprestur.
Stokkseyrarkirkja: Almenn
guðsþjónusta kl. 2 s.d. Altaris-
ganga. Sóknarprestur.
Aðventukirkjan I Reykjavlk:
Bibliukynning sunnudag kl. 5.
Sigurður Bjarnason.
Háteigskirkja: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 árd. Séra Tóm-
as Sveinsson.Messakl. 2. Séra
Arngrimur Jónsson. Siðdegis-
guðsþjónusta kl. 5. Séra Tóm-
as Sveinsson.
Seltjarnarnessókn: Barna-
samkoma kl. 11 árd. i félags-
heimilinu. Sr. Guðmundur
Óskar ölafsson.
Bústaðakirkja: Barnasam-
koma kl. 11. Guösþjónusta kl.
2. Barnagæzla. Séra Ólafur
Skúlason.
Frikirkjan i Hafnarfirði:
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30
árd. Safnaðarprestur.
Hafnarfjarðarkirkja: Barna-
samkoma kl. 11. Séra Gunnþór
Ingason. Guösþjónusta kl. 2.
Séra Sigurður H. Guðmunds-
son. Bænastund á þriðjudags-
kvöldið kl. 8. Safnaðarprestur.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur
samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins,
föður okkar, tengdaföður og afa
Magnúsar Guðfinnssonar
frá Seyöisfiröi, til heimilis Hátúni 10.
Júlianna Guömundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför
Gunnars Waage
skipstjóra, Alftamýri 48.
Jón Kr. Waage,
Bergljót Haraldsdóttir,
Jón Waage, Edda Garðarsdóttir,
Erla'Waage, Kristinn A. Gústafsson,
Auður Waage, Kjartan Lárusson,
Baldur Waage, Asdis Guöjónsdóttir
og barnabörn.
Nýja skipiö viö bryggju á Akranesi '
Nýr Bjarni Ólafsson AK 70 kom
inn til Akraness og á loðnuveiðar
SJ — Niunda janúar sl. kom nýtt
skip til Akraness, Bjarni Ólafsson
AK 70, sem er eign Runólfs Hall-
freðssonar skipstjóra og útgerð-
armanns þar i bæ,
Skipið tekur við af öðru minna
með sama nafni og er 556 tn stál-
skip, 54 m á lengd og tæpir 10 m á
breidd. Þaðer smiðað i Sviþjóð og
Danmörku. Kaupverð var 730
milljónir.
Skipið er búið fullkomnum
tækjum. Kælikerfi þess rúmar 30
tn. Ganghraði var 14 milur i
reynslusiglingu.
Nýja skipið er útbúið fyrir nóta
og togveiðar. Það er nú á loðnu-
veiðum en ætlunin er að það verði
á kolmunnaveiðum með flotvörpu
i sumar.
Gamli Bjarni Ólafsson var met-
inn á 270 milljónir og ætlunin var
að taka hann upp i nýja skipið. Úr
þvi varð þó ekki,heldur var hann
seldur til Hafnarfjarðar og tók
þar við af Arnarnesinu og ber nú
nafn þess.
Mynd af finnskum tréskuröarmyndum sem Markus Leppo hefur tekiö.
Finnsk vika í Norræna húsinu
FINNSKUR LJÓSMYNDARI
MEÐ SÝNINGU
Finnskar kvikmyndir og skyggnur sýndar
JB- Dagana 2.-12.febrúar n.k.
verður I bókasafni og anddyri
Norræna hússins ljósmyndasýn-
ing eftir finnska ljósmyndarann
Markus Leppo. A sýningunni eru
eingöngu myndir af finnskum tré-
skurðarmyndum. Norræna húsið
hefur sent frá sér fréttatilkynn-
ingu i tilefni sýningarinnar og þar
segir:
Finnsku tréskurðarmyndirnar
„Fattiggubbarna”, sem mætti
þýða með ölmusumenn eða fá-
tæklingar, eiga sér enga hlið-
stæöu i alþýðulistasögunni. Þetta
eru tréskurðarmyndir, sem hafa
haft þvi hlutverki að gegna að
safna peningum fyrir fátæka og
sjúka. Uppruna þeirra má rekja
til kaþólsku Guðskistunnar eða
ölmusustokkanna, sem voru
bannaöir þar i landi við siöa-
skiptin. En á 17. öld var siðurinn
tekinn upp að nýju: Kristln
drottningfyrirskipaðiárið 1649 að
söfnunarbaukar skyldu settir upp
á opinberum stöðum, en nú án
helgimynda, og var mönnum gert
að gefa i þá til fátækra og sjúkra.
Með tímanum tók stokkurinn á
sig mannsmynd, sem oftast stóð
með útrétta hönd við kirkjudyr.
Tréskurðarmyndirnar voru oftast
málaðar. Heimildir greina frá að
minnsta kosti 130 slikum tré-
skurðarmyndum. Nokkrar hafa
glatazt á siðustu áratugum en nú
munu vera til 118 slikar styttur
við finnskar kirkjur.
Finnski ljósmyndarinn og rit-
höfundurinn Markus Leppo hefur
ljósmyndaö allar stytturnar og
safnaö um þær heimildum. Hann
gaf út bók um þær 1967, sýndi
hluta af myndunum á listahátið i
Helsinki 1973, og bjó út lit-
skyggnusýningu i Amos Ander-
sons-listasafninu 1975. Norræna
sýningarráðið hefur beitt sér fyr-
ir þvi að þessi ljósmyndasýning
veröi sett upp alls staðar á Norð-
urlöndunum og hefur fengið til
þess styrk frá Norræna menn-
ingarsjóðnum. Norræna húsið i
Reykjavik er fyrsti staöurinn sem
hýsir sýninguna, Markus Leppo
setur sýninguna sjálfur upp og
kynnir hana.
Jafnframt þessari ljósmynda-
sýningu verða sýndar finnskar
kvikmyndir og litskyggnur 1 sam-
komusal Norræna hússins.