Tíminn - 04.02.1978, Síða 15

Tíminn - 04.02.1978, Síða 15
Laugardagur 4. febrúar 1978 15 íþróttir KR-ingar og Tekst V-Þjóðverjuxn að hindra línuspil Rússa? ÞORVALDUR GEIRSSON... og félagar hans úr Fram veröa i sviösljósinu i dag, þegar þeir mæta Vals- mönnum i Hagaskóianum. VALDO STENZEL... hinn snjalli þjálfari V-Þjóöverja. Tekst honum aö stjórna liöi sinu til sigurs i HM? V-Þjóðverjar undir stjórn hins snjalla júgóslavneska þjálfara Valdo Stenzel verða í sviðsljósinu í Kaup- mannahöfn á morgun, en þá leika þeir til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handknattleik gegn Rúss- um. — Við komum hingað til Danmerkur til að verða heimsmeistarar", sagði Stenzel þegar hann kom til Danmerkur með sína menn. Nú er stóra spurningin — stendur þessi kunni þjálfari við orð sín? Tekst strákunum hans að hindra línuspil Rússa? Ef þeim tekst það.þá tryggja þeir sér heimsmeistara- titilinn. Danir eiga góða möguleika á að tryggja sér bronsið. en fyrir keppnina áttu Danir sér þann draum, sem virðist nú vera að rætast. Danir leika gegn A- Þjóðverjum um bronsið. Pólverj- ar og Tékkar leika um 5.-6. sætið og Sviar og heimsmeistararnir frá Rúmeniu leika um 7.-8. sætið. Spánverjar hafa komið einna mest á óvart i HM-keppninni — þeir eiga góða möguleika á að tryggja sér 9. sætið. Lokastaðan i riðlunum i 8-liða úrslitunum, eftir leikina á fimmtudagskvöldið varð þessi: 1. RIÐILL: Danmörk — Sviþjóð......18:14 Rússland —Pólland......18:16 Sovétrikin.....3 2 1 0 58:50 5 Danmörk.........3 2 1 0 59:53 5 Pólland..........3 1 0 2 61:60 2 Sviþjóð .........3 0 0 3 49:64 0 Eins og sést þa’ réði markatal- an þvi að Rússar leika til úrslita gegn V-Þjóðverjum sem komust einnig i úrslit á hagstæðari markatölu en A-Þjóðverjar. 2. RIÐILL: V-Þýzkaland — Rúmenia ...17:17 A-Þýzkaland —Júgóslavia .16:16 V-Þýzkaland.....3 1 2 0 49:44 4 A-Þýzkaland.....3 1 2 0 48:46 4 Júgóslavia......3 1 1 0 46:50 3 Rúmenia.........3 0 1 2 49:52 1 — og tryggja sér heimsmeistaratitilinn Framarar w leika saman í riðli á Islandsmeist- aramótinu í innanhússknattspyrnu Tvö af okkar allra sterkustu inn- anhússknattspyrnuliðum leika saman i riöli á islandsmeistara- mótinu i innanhússknattspyrnu, sem hefst i Laugardalshöllinni í dag kl. 14. — Þetta eru hin gamal- kunnu Reykjavikurlið KR og Fram. Þau leika saman i riöli ásamt Vikingi og Aftureldingu úr Mosfellssveit i A-flokki mótsins. 16-lið taka þátt i A-flokknum, sem er hálfgerð 1. deildarkeppni i innanhússknattspyrnunni og leika fjögur lið saman i riðli. B- keppnin hefst einnig i dag og leika þar einnig 16 lið — keppnin fer fram i iþróttahúsinu i Mosfells- sveit. Riðlarnir i A-flokknum eru þannig skipaðir: 1. RIÐILL: — Vikingur, Aftur- elding, KR og Fram. 2. RIÐILL: — Þróttur frá Nes- kaupsstað, FH, Haukar og Þrótt- ur frá Reykjavik. 3. RIÐILL: —Akranes, Njarð- vfk, Breiðablik og Týr frá Vest- mannaeyjum. 4. RIÐILL: — Valur, Armann, Fylkir og Keflavik. Efstu liðin úr riðlunum komast i undanúrslit og i þeim leika efsta liðið i 1. riðli gegn efsta liðinu i 3. riðli. Efsta liðið i 2. riðli gegn efsta liðinu i 4. riðli. Keppnin i B-keppninni verður leikin i Mosfellssveit og eru riðla- skiptingarnar þannig: 1. RIÐILL: — Viðir frá Garði, Hekla frá Hellu á Rangárvöllum, Grindavik og Léttir. 2. RIÐILL: — Selfoss, Skalla- grimur, Siglufjörður og Óðinn. 3. RIÐILL: — Isafjörður, USVS, Stjarnan og 1K frá Kópa- vogi. 4. RIÐILL: — Þór frá Vest- mannaeyjum, Einherji, Reynir frá Sandgerði og IR. Tvö efstu liðin úr B-flokknum færast upp i A-flokkinn, en tvö neðstu liðin i A-flokki leika i B- flokki á næsta Islandsmóti. Fjögur lið taka þátt i kvenna- flokki — Fram, Valur, FH og Breiðablik. Eins og fyrr segir, þá hefst keppnin i dag, verður henni hald- ið áfram á morgun. úrslitaleik- irnir fara siðan fram annað kvöld um kl. 18.00. Fjaðra- fok... Það verður mikið fjaðrafok í T.B.R.-húsinu við Gnoöavog um helgina, en þá veröur háö ts- landsmeistaramót unglinga i badminton. Mótið er eitt fjöl- mennasta badmintonmót, sem haldið hefur veriðhér — u.þ.b. 150 keppendur mæta til leiks og veröa alls leiknir 208 leikir. Keppnin hefst fyrir hádegi — kl. 9.30 i dag, en úrslitaleikirnir verða Ieiknir á morgun kl. 2. IR-ingar réðu ekki við Dunbar — sem skoraði 42 stig og var maðurinn á bak við sigur Stúdenta 98:88 ★ Framarar mæta Valsmönnum i dag og KR leikur gegn ÍR Bandarikjamaðurinn Dirk Dunbar var heldur betur i essinu sinu, þegar Stúdentar tryggðu sér sigur (98:88) yfir IR-ingum i 1. deildarkeppninni i körfuknattleik á fimmtudagskvöldiö. Dunbar var hreint óstöðvandi — hann lék mjög vel og réöu ÍR-ingar ekkert við hann. Dunbar skoraöi 42 stig i leiknum. Leikurinn var mjög skemmti- legur og fjörugur — IR-ingar höfðu yfir 43:38 i leikshléi en þeg- ar Stúdentar mættu til leiks i siðari hálfleik, fór Dunbar á kost- um — hann skoraði 10 stig i röð án þess að IR-ingar gætu svarað og staðan var þá orðin 48:43 fyrir Stúdenta, sem héldu þvi forskoti út leikinn. Gamla kempan Þorsteinn Hall- grimsson lék mjög vel hjá IR — skoraði 16 stig, en Kristinn Jör- undsson varð stigahæstur IR-inga með 22 stig. Staðan er nú þessi i 1. deildar- keppninni i körfuknattleik: Njarðvik..8 7 1 762:617 14 Valur.....9 7 2 815 731 14 KR .......9 7 2 767:531 14 Stúdentar.9 7 2 820:777 14 ÍR.......... 9 3 6 768:800 6 Þór......... 8 2 6 543:608 4 Fram............9 2 7 709:773 4 Armann..........9 0 9 720:942 0 Þrir leikir verða leiknir um helgina. Njarðvikingar halda norður á Akureyri þar sem þeir leika gegn Þór kl. 14.30 i dag. Tveir þýðingarmiklir leikir verða leiknir i dag i Hagaskólanum kl. 15 leika Fram og Valur og siðan IR og KR. Tueart til New York Dennis Tueart, hinn snjallii leikmaður Manchester City, hefur verið seldur til New York Cosmos á 250 þús. pund. Tueart er nú aö semja viö for- ráðamenn bandaríska liösins um aukagreiöslur. Tueart er mjög marksæk- inn, fljótur og harður sóknar- leikmaður. Hann er talinn einn af hættulegustu sóknar- leikmönnum Englands. — Hann er einn af fáum leik- mönnum, sem geta skorað mörk i öllum stellingum. Tue- art, sem er fæddur i New- castle og hefur leikið lands- leiki fyrir England, var i hinu frækna Sunderland-liði, sem tryggði sér bikarinn á Wembl- ey 1973, með þvi aö leggja Leeds að velli. Manchester City keypti Tueart frá Sunder- land 1974 á 275 þús. pund.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.