Tíminn - 10.02.1978, Síða 3

Tíminn - 10.02.1978, Síða 3
Föstudagur 10. febrúar 1978 3 Forseti ASI segir „stór- felldan í aðsigi FI — Ég hef ekki fengiö ráöstafanir rikisstjórnarinnar upp f hendurnar en allt bendir til, aö þessar ráöstafanir, sem m.a. fela i sér breytingu á veröbóta- Björn Jónsson forseti ASÍ. ófrið” ákvæöum kjarasamninga eigi eftir aö stofna til stórfeiids ófriöar á vinnumarkaöinum, sagöi Björn Jónsson forseti ASÍ, þegar Timinn náöi tali af honum rétt áöur en hann gekk á fund for- sætisráöherra ásamt formanni BSRB, þar sem ræöa átti tillögur minnihiuta verðbólgunefndar. Sá fundur var haldinn kl. 18 í gær. Breyting á verðbótaákvæðum kjarasamninga er tekin fyrir i fimmta valkosti verðbólgunefnd- ar, og er þar ekki gert ráð fyrir neinum verðbótum á laun fram að 1. des. n.k. Laun undir 150 þús- und kr. hljóti þó 5% uppbót á timabilinu. Eftir 1. des. er gert ráð fyrir hálfum uppbótum allt árið. Einnig verði áætluð áhrif breytinga á gengi isl. krónunnar frá 1. júli' 1977 dregin frá verð- bólguvisitölu. Björn sagði, að þessi verðbótaskerðing auk gengisfellingar þýddi ekki annað en samningsrof að sinum dómi. Hópur nemenda úr Vighólaskóla i Kópavogi heimsótti Timann I gær, skoðaði húsakynni og spuröist fyrir um vinnubrögö viö útgáfu dagblaös. Hér á myndinni sést Jón Sigurðsson ritstjórnarfulltrúi á tali viö gestina. — Timamynd: Róbert. Góður loðnuafli s.l. sólarhring Rækjuveiði óvenju góð GS — Isafriði — Rækjuveiði hefur liklega aldrei verið hér meiri en nú. Þau sex tonn, sem bátarnir mega landa á viku, fá þeir yfir- leitt á 3—4 dögum, af mjög stórri og góðri rækju. Mikil vinna er þvi i rækjuvinnslunum á staðnum, svo unniö er á tveim vöktum. Einstök veðurbllða hefur verið hér undanfarna daga og reiknum við með að svo verði áfram, þvi gamla þjóðtrúin segir að ösku- dagur eigisér átján bræður og þvi viljum við gjarnan trúa nú. Daginn er farið að lengja, svo bjart er orðið til kl. hálf sjö á kvöldin. Margir nota þvi veður- bllðuna til að bregða sér á skiði eftir að vinnu- og skólatima lýk- ur. Hér er nú litill snjór og hefur svo verið i vetur. Norðanhríð þekkjum við varla orðið nú und- anfarin ár. Við vonumst þó eftir Verður blaða- manna verkfall? JH-Reykjavik. Viðbúið er, að til blaðamannaverkfalls komi á miðnætti næsta fimmtudag. Samningaumleitanir hafa orð- iö árangurslausar fram að þessu, og á siðasta fundi deilu- aðila á vegum sáttasemjara, sem haldinn var siðdegis i gær, var afráöið aö fresta um- ræðum þar til á mánudaginn kemur, en þá er nýr samningafundur ákveðinn klukkan tvö. Mikið ber á milli, og hefur litið sem ekkert dregið saman á þeim fundum, er haldnir hafa verið. Þaö ákvæði var I fyrri samningum, að kaup blaðamanna skyldi samræma kaupi fréttamanna útvarps og sjónvarps, eins og það yrði eftir samninga opinberra starfsmanna við rlkið, og stendur deilan um þaö, hvernig túlka beri þetta ákvæði og framfylgja þvi. svolitið meiri snjó, þvi annars er hætta á vatnsleysi I sumar. ESE —1 fyrradag slasaðist skip- verji á Búöanesi GK 101 frá Grindavik illa er hann lenti i spili um borð i bátnum, sem staddur var skammt út af Reykjanesi. Slysavarnarfélag Islands sendi hjálparbeiðni til varnarliðsins, sem sendi þyrlu til móts við bát- inn, en sökum slæms sjólags var ekki hægt aö taka hinn slasaða upp i þyrluna, svo aö brugðið var á það ráö að senda tvo hjúkrunar- menn niður I Búðanesið. Þeir geröu svo til bráðabirgða aö sár- um mannsins, þar til komið var til hafnar i Grindavik. Maöurinn GV-JB — Frá og með deginum i dag verður öllu fastráðnu starfs- fólki frystihúss Sambands is- lenzkra sam vinnufélaga á Kirkjusandi sagt upp vegna fyrir- sjáanlegrar rekstrarstöðvunar á næstunni. Fastráðið starfsfólk er tæplega tuttugu manns, en í frystihúsinu starfa talsvert á annaðhundrað manns, sem koma þvi til með að missa vinnuna. Aö sögn ráðamanna er lausafjár- staða fyrirtækisins það erfið að t.d. er ekki hægt að borga fyrir hráefnið sem þarf. JB — Tuttugu og tvö skip til- kynntu um loðnuafla sl. sólar- hring, samtals tiu þúsund og þrjú hundruð lestir. Aflahæst skipanna var Narfi með um eitt þúsund lestir. Það sem af er þessum sólarhring er aflamagnið oröið um 8850 lestir hjá tuttugu skipum, — sagði Andrés Finnbogason hjá Loönunefnd er blaðiö hafði sam- band við hann um nónbil i gær. Aö sögn Andrésar hefur ágætt var siðan fluttur á sjúkrahúsiö i Keflavik, en þaðan var hann svo fluttur um hæl til Reykjavikur, þar sem farið var með hann á gjörgæzludeild Borgarspitalans, en þar var siðan gerö aðgerö á honum i fyrrinótt. Er haft var samband við gjör- gæzludeild Borgarspitalans I gær fengust aöeins þær upplýsingar, aö liðan mannsins væri eftir at- vikum og að hann væri talinn úr lifshættu. Maðurinn sem slasaðist er af þýzkum ættum, en búsettur hér á landi. I viðtali við Vilhjálm Arnason sem sæti á i stjórn fyrirtækisins, er unniö að þvi að finna lausn á þessum vanda, en sagði að ekkert nýtt hefði gerzt i málinu. Þó vonuðust menn til aö þetta leystist áður en langt um liður. innlendar fréttir veöur verið á loönumiðunum og heldur flotinn sig á svipuöum slóðum og áður, þ.e. út af Langa- nesi. Þó sigur hann hægt suðvest- ur með djúpkantinum. Timinn hafði samband við tvær verstöðvar i gær og spuröist þar frétta af loðnuvinnslunni. A Vopnafirði hefur veriö nær stöðug löndun undanfarna daga, og hafa borizt þar á land um fimmtán þúsund tonn. Þróarrými er '•llefu í gær gekk dómur i borgardómi Reykjavikur i svokölluðu skyldu- sparnaðarmáli sem Gunnar H. Baldursson höfðaði gegn fjár- málaráðherra fyrir hönd rikis- sjóðs. Guðmundur Jónsson borgardómari kvað upp dóminn og féll hann efnislega stefnanda i vil. Af hálfu rikisstjórnarinnar var yfir þvi lýst að hún myndi hlita þeim dómi, er upp yröi kveðinn i borgardómi. Skyldusparnaöur stefnanda hófst árið 1964 og hljóðaði krafa ESE — I gær kom varðskipið Ar- vakur með belgiska togarann Henriette til hafnar i Reykjavik. Varðskipsmenn höfðu farið um borð i togarannum kl. 18.30 i gær og framkvæmt mælingar á veiö- arfærum, og kom i ljós, að möskvastærð i poka var 125 mm, en samkvæmt lögum þá má hún ekki vera minni en 135 mm. Fundur i stjórn Starfsmannafé- lags Reykjavikurborgar varar stjórnvöld m jög alvarlega við þvi að rjúfa eöa skerða gildandi kjarasamninga, en ráðstafanir i efnahagsmálum, sem fela i sér slika skerðingu, munu fyrst og þúsund tonn og er það svo til fullt. Siðastliöinn sólarhring var land- aö á Vopnafirði um fimmtán hundruð tonnum, en afkastagetan er 400 tonn á sólarhring. A Raufarhöfn hafa borizt á land 20086 tonn frá þvi um áramót. Þróarrýmið i Sildarverksmiðjum rikisins þar er um 8500 lestir, og aö sögn er það fullt núna og losnar ekki rými fyrr en á laugardags- nótt. hans upp á rúmar 64 þúsund krón- ur sem hann taldi vanreiknaöar. Honum voru aftur á móti ekki dæmdar nema 1.274 krónur. Lögmaður stefnanda var Gunn- ar M. Guðmundsson, en lögmaður rikissjóðs Gunnlaugur Claessen. Þetta mál snertir mjög marga þar sem skyldusparnaðurinn hefur tekið til mörg þúsund manna á liðnum árum. Eiga þeir hliðstæða kröfu á rikissjóð vegna skyldusparnaðar sins. Togarinn var á veiðum á þvi svæði, sem belgisku togararnir hafa leyfi til að vera á, eða nánar til tekið djúpt út af Reykjanesi. Landhelgisgæzlan fram- kvæmir af og til mælingar á veiðarfærum, og hefur mjög gott eftirlit með þvi að lögum um stærö veiðarfæra sé framfylgt. fremst bitna á launafólki, — segir i tilkynningu sem borizt hefur frá fundinum. Mótmælir fundurinn öllum þeim aðgerðum stjórn- valda, sem hafa i för með sér skerðingu á nýgeröum kjara- samningum harðlega. Slys um borð í Búðanesi, frá Grindavík — skipverji lenti í spili Skyldusparnaðarmálið: Dómurinn stefnanda efnislega í vil Frystihús SÍS á Kirkjusandi: Starfsfólki sagt upp á föstudag — vegna rekstrarstöðvunar „Belgi” með ólögleg veiðarfæri togarinn Henriette færður til hafnar Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar ályktar um efnahagsmál

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.