Tíminn - 10.02.1978, Síða 7
Föstudagur 10. febrúar 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á
mánuði' Blaðaprent h.f.
Ráðstafanir ríkis-
stj órnarinnar
Gengisfelling er alltaf neyðarúrræði. Hún leys-
ir ekki heldur neinn vanda til frambúðar, nema
henni fylgi fullnægjandi hliðarráðstafanir. Geng-
isfelling er langoftast afleiðing verðbólgu, sem
ýmist rekur rætur til innlendra orsaka eða er-
lendra. Að þessu sinni eru orsakirnar fyrst og
fremst innlendar. örar vixlhækkanir verðlags og
kaupgjalds hafa leitt til þess, að laun hafa hækk-
að hér um 60-70% á einu ári. Slika hækkun geta
útflutningsatvinnuvegirnir ekki staðizt, þrátt fyr-
ir hagstæða verðlagsþróun erlendis. Þess vegna
var ekki hjá þvi komizt að gripa til gengisfelling-
ar eða annarrar hliðstæðrar ráðstöfunar, ef ekki
átti að láta útflutningsatvinnuvegina stöðvast
meira eða minna. I kjölfar þess hefði fylgt at-
yinnuleysi með öllu þvi böli sem þvi fylgir.
Að þessu sinni hefur verið gripið til minni geng-
isfellingar en oftast áður. Þetta er gert i trausti
þess að verð útflutningsvaranna a.m.k. haldist
erlendis og að heldur takist að draga úr verð-
bólguvextinum innanlands. Rætist þessar vonir
ekki, verður þessi gengisfelling, eins og svo
margar aðrar, ekki annað en bráðabirgðaráð-
stöfun.
Til þess að koma i veg fyrir, að áhrif gengisfell-
ingarinnar til stuðnings útflutningnum renni
strax út i sandinn, hyggst rikisstjórnin fá fram
lög, sem takmarka nokkuð visitölubætur, þó til-
tölulega minnst hjá þeim launalægstu. Jafnframt
verða ýmsar bætur, eins og barnabætur, auknar
og einnig auknar niðurgreiðslur á helztu lifs-
nauðsynjum. Þetta kemur þeim launalægstu að
tiltölulega mestum notum. Kjaraskerðingin hjá
þeim ætti þvi að reynast litil, en hins vegar meiri
hjá þeim sem hærri laun hafa.
Eins og vænta mátti, hefur þessum fyrirætlun-
um verið mótmælt af samtökum launamanna.
Þvi hefur jafnframt verið hótað að gripa til verk-
falla. Slikt verður þó að telja óliklegt, þvi að bæru
verkföll þann árangur, að óbreyttar verðbætur
héldust áfram, gæti það ekki leitt til annars en að
útflutningsframleiðslan stöðvaðist eftir stuttan
tima. Þá héldi atvinnuleysið innreið sina og það
yrði ekki launafólki til hagsbóta. Verkföll eiga
rétt á sér, þegar atvinnuvegirnir geta borið
hækkanir, en ekki undir andstæðum kringum-
stæðum.
Það reynir nú á það, hvort þjóðin vill sætta sig
við, að heldur verði dregið úr verðbólguhraðan-
um miðað við það, sem hann myndi verða, ef ekki
væru gerðar neinar ráðstafanir til viðnáms gegn
honum. Með fyrirætlunum rikisstjórnarinnar eru
sannarlega ekki stigin nein stór skref til að draga
úr verðbólguhraðanum, enda myndi sliku fylgja
meiri háttar kjaraskerðing. Þvi aðeins er hægt að
vænta, að menn sætti sig við aðgerðir til að draga
úr verðbólgu, sem haldizt hefur um langt skeið,
að þær verði gerðar i áföngum. Aðalatriðið er að
reynt sé að stefna i rétta átt. Það er gert með um-
ræddum ráðstöfunum. Viðbörgð þjóðarinnar
munu sýna það, hvort hún vill stuðla að slikri þró-
un eða hvort oftrúin á kjarabætur verðbólgunnar
má sin meira.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Rommel yngri nýtur
sívaxandi vinsælda
Verður hann leiðtogi kristilegra demókrata?
ÞAÐ ER nokkuð almennt álit
i Vestur-Þýzkalandi um þess-
ar mundir, að vinsælasti
stjórnmálamaður landsins sé
enginn hinna helztu flokksleið-
toea eins og Helmut Schmidt,
Helmut Kohl, Franz Josef
Strauss eða Hans-Dietrich
Genscher. Það er heldur ekki
forseti rikisins, Walter Scheel,
þótt hann sé vel látinn. Sá
stjórnmálamaður sem nú er
talinn vinsælastur I
Vestur-Þýzkalandi á hvorki
sæti i rikisstjórn eða á þingi.
Hann gegnir borgarstjoraem-
bættinu i einni af stærri borg-
um landsins,en óvenjulegt er,
að sliku embætti fylgi það að
verða landsþekktur, þegar
borgarstjóraembættið i
Vestur-Berlin er undanskilið.
Borgarstjórarnir eru frekar
embættismenn en stjórnmála-
menn og láta oftast ekki mikið
á sér bera. Sá maður, sem hér
um ræðir, er þvi undantekning
frá reglunni. Frægð sina og
vinsældir á hann tvennu mest
að þakka. Annað er það, að
faðir hans var sá hershöfðingi
Þjóðverja i siðari heimsstyrj-
öldinni, sem nú nýtur mestrar
viðurkenningar landa sinna.
Hitt er það, að i borginni, sem
hann stjórnar, er fangelsið,
sem mest hefur komið við
sögu i sambandi við mál
hryðjpverkahópanna. Fang-
elsi þetta heyrir að sönnu ekki
undir borgina, heldur fylkis-
stjórnina, svo að borgar-
stjórinn kemur ekki neitt
nærri stjórn þess. Samt hefur
hann ekki komizt hjá þvi að
hafa ýms afskipti af málum
hryðjuverkamannanna og þau
hafa vakið á honum sérstaka
athygli fyrir frjálslyndi og
viðsýni sem virðist hafa mælzt
vel fyrir hjá öllum flokkum i
Vestur-Þýzkalandi. Þess
vegna þykjast nú margir sjá,
að þar sem hann fer, fari
framtfðarkanslari Vest-
ur-Þýzkalands.
SÁ MAÐUR,semhérerátt við
er Manfred Rommel, borgar-
stjóri i Stuttgart. Faðir hans
var hershöfðinginn frægi, Er-
win Rommel, sem gat sér
einna mest nafn allra þýzkra
hershöfðingja i siðari heims-
styrjöldinni, einkum þó vegna
framgöngu sinnar i Afriku.
Siðan lenti hann i ónáð hjá
Hitlerog þóttisannað, að hann
hefði tekið þátt i samtökum
sem hugðust svipta hann völd-
um. Hitler treysti sér þó ekki
til að handtaka hann og fang-
elsa,sökum vinsælda hans, og
var honum þvi gefinn kostur á
að taka inn eitur og svipta sig
lifi á þann hátt. Rommel
beygði sig fyrir þessu. Man-
fred sonur hans var fimmtán
ára þegar þetta gerðist, og
fylgdist meðal annars með
þvi, þegar Gestapómennirnir
komu til að sækja fóður hans
og fjölskyldan öll vissi hvað til
stóð. Meðan Hitler fór með
völd, gættu bæði Manfred og
aðrir vandamenn Rommels
eldri þess að hafa ekki orð á
þessu, þvi að svo var látið lita
út af stjórnvöldum, að Romm-
■el hefði látizt með eðlilegum
hætti. Þvi til sönnunar var það
fært, að hann hafði særzt i
Frakklandi og siðustu mánuð-
ina sem hann lifði, dvaldist
hann með fjölskyldu sinni og
var svo látið heita, að hann
gerði það sér til hvildar.
Astæðan var hins vegar sú, að
Hitler var búinn að fá vitn-
eskju um hlutdeild hans i
áðurnefndum samtökum og
hélt honum fjarri herstjórn-
inni, meðan mál hans var til
rannsóknar.
Manfred Rommel skipti
sér litið af stjórnmálum á upp
vaxtarárum sinum en fékkst
við blaðamennsku, jafnhliða
náminu. Um skeið var hann
óráðinn i því, hvort hann ætti
heldur að gerast blaðamaður
eða hermaður, en áhugi hans
beindist helzt í þessar áttir.
Niðurstaðan varð sú, að hann
gekk að laganámi loknu i
þjónustu fjármálaráðuneytis-
ins, en gerðist siðar starfs-
maður fylkisstjórnarinnar i
Baden-Wúrtemberg. Hann
vann sér þar gott orð. Sósial-
demókratar höfðu lengi ráðið
rikjum i höfuðborg fylkisins,
Stuttgart, þótt kristilegir
demókratar hefðu gert marg-
ar tilraunir til að hrekja þá
frá völum. Haustið 1974
hugkvæmdist þeim aö fá Man-
fred Rommel til framboðs
fyrir sig i borgarstjóra-
kosningunum og mun ætterni
hans hafa ráðið nokkru um val
þeirra, en hitt þó ekki siður aö
Rommel kom vel fyrir og átti
orðið góðan starfsferil aö baki.
Rommel féllst á að gefa kost á
sér og sigraði glæsilega.
Rommel og kona hans á einkaskrifstofu þeirra.
ROMMEL þykir hafa reynzt
mjög vel sem borgarstjóri.
Hann hefúr verið stjórnsamur
ogframtakssamuren mest álit
hefur hann þó unnið sér fyrir
meira frjálslyndi og viðsýni en
aðrir leiðtogar kristilegra
demókrata hafa þótt hafa tilað
bera. Þetta hefur ekki sizt
komið fram i sambandi við
hryðjuverkamálin. Það vakti
sérstaka athygli þegar hann
umþóttunarlaust leyfði að
skæruliðarnir þrir, sem réðu
sér bana i fangelsinu, fengju
að hvila i vigðri mold, en
venju samkvæmt hefði þurft
að bera þetta undir borgar-
stjórnina. Þar hefðu komið
fram ekki færri en sextiu
skoðanir, sagði Rommel, og
það var ekki unnt að biða eftir
þvi.
Bæði i innanrikis- og utan-
rikismálum þykir Rommel
vera til vinstri við flesta leiö-
toga demókrata, en þó virðist
hann hafa fullt traust hægri
manna. Enginn þeirra leið-
toga, sem nú eru fremstir hjá
kristilegum demókrötum,
virðist njóta almenns trausts
og þvi er það nú spá margra
þýzkra fréttaskýrenda, að
flokkur Kristilegra demókrata
eigi eftir að leita eftir þvi við
Rommel að hann taki að sér
forustuna.
Þ.Þ.