Tíminn - 10.02.1978, Síða 13

Tíminn - 10.02.1978, Síða 13
Föstudagur 10. febrúar 1978 H AM11 ílll'. 13 Af kútter Surprise úr silfri og fl. Gunnar Hjaltason sýn- ir i Norræna húsinu Gunnar Hjaltason, gullsmiður og myndlistarmaður er fæddur árið 1920 norður i Eyjafirði. Foreldrar hans bjuggu á ytri-Bakka í Arnarneshreppi, en fluttu siðar suður til Reykjavik- ur. Gunnar Hjaltason lauk sveinsprófi i gullsmiði árið 1947 og útvarpsvirkjaprdfi árið 1943, en báðar þessar iðn- greinar krefjastgóðra handa og mikillar þolinmæði. Gunnar er af þekktri ætt og listrænni, en Ásta móðir hans var systir Ásgeirs heitins Ás- geirssonar forseta, Ragnars neitins Asgeirssonar 'hjá Búnaðarfélaginu og þeirra syst- kina, en hjá þvi fólki var mikill áhugi á listum. Gunnar lærði teíknipgu i Iðn- skóla, var um tima Handgeng- inn Jóhannesi Kjarval, og hann mun hafa haldið sina fyrstu málverkasýningu i Hafnarfirði árið 1956, en siðan hefur hver sýningin rekið aðra. Hann mun hafa sýntþrisvar i Hafnarfirði á árunum 1965-1968, i Vestmanna- eyjum 1966, og nokkrar sýning- ar hefur hann haldið i Reykja- vik, og a.m.k. eina norður á Akureyri. Ég hefi séð sumar þessara sýninga. Myndir hans bera vott um góða hæfileika, einkum i teikningu, en litaval. heppnast ekki alltaf eins vel. Myndirnar vilja verða hver annarri likar, þótt eitt og eitt eintak beri af öðrum. Bezt finnst mér Gunnari tak- ast upp við tréristur og pastel- teikningar. Það sem einkum gerir þessa sýningu Gunnars Hjaltasonar merkilega, eru sýningar á grip- um úr silfri, sem hann hefur gert, en þótt hljótt hafi farið, hefur Gunnar Hjaltason oft ver- ið fenginn til þess að smiða gripi, konungsgersemar, sem erlendum þjóðhöfðingjum, eða öðrum slikum hafa verið gefnir, þegar leið þeirra hefur legið hingað, eða af öðru viðlika til- efni. Auðvitað eru þessir gripir ekki til sýnis hér, enda i eigu manna erlendis, en fáeina gripi hefur Gunnar nú fengið að láni hér heima, er sýna vel hversu hagur og merkilegur gullsmiður Gunnar er. Þarna er að finna m.a. kúlu eina úr silfri, sem slegin var fyrir menningarmálanefnd Norðurlanda, handa skrifstofu- stjóra Alþingis til minja. Silfur- likan af hínu træga riafnfírz'ka skipi kútter Surprise.Hvalslik- an, smiðað fyrir Loft heitinn Bjarnason, en hann lét Gunnar gjarnan smiða silfurhvali, sem hann (hvalstöðin) gaf hluthöf- um og stjórnarmönnum, þegar ærið tilefni gafst. Þá er þarna silfurbakki og mörgstaupúr silfri, sem komið er úr búi Vilhjálms heitins Arnasonar, togaraskipstjóra, en silfur þetta þáði hann að gjöf á einhverju merkisafmæli, en Vil- hjálmur var i sinni tið einn mesti skipstjóri togaraflotans. Það ér dálitill galli, að Gunn- ar Hjaltason hefur ekki gjört skrá um gripina, sem hann sýn- ir þarna, eða silfrið. Það hefði auðveldað skoðun og gjört hana áhugaverðari, þvi gripir sem þessir njóta sin illa án eigenda og sögu. Úr þessu þyrfti að bæta, þvi margar spurningar vakna, þegar maður skoðar slika sýningu. Sýning Gunnars Hjaltasonar ásilfursmiðisinni, ermikilsvert framlag til lista og iðnaðar. Þetta eru kjörgripir. Sýning Gunnars Hjaltasonar er i Norræna húsinu og verður opin fram yfir helgi. Ómar Skúlason Ómar Skúlason, listmálari opnaði málverkasýningu á Kjarvalsstöðum. Ómar Skúla- son er ungur málari og við höf- um stöku sinnum séð myndir hans, sem margar eru gerðar af ágætri kunnáttu og skilningi. Ómar Skúlason hefur að undanförnu einbeitt sér að „collage” myndum, þ.e. málar- inn notar ýms föng og limir upp myndir og teiknar og málar i eyðurnar. Það er dálitið af ungu Ómar Skúlason fólk í listum Kútter Surprise úr silfri. (Timamyndir Röber) fólki við þetta núna t.d. Magnús Kjartansson, sem er i svipinn ókrýndur kóngur þessarar list- greinar — og auðvitað með páfabréf upp á það, þvi ýmsir hinna eldri hafa fagnað þessum aldurhnignu „nýjungum” i myndlistinni. Ómari Skúlasyni er þó ljóst, að föng úr öllu tiltæku efni eru ekki til frambúðar, og þvi hefur hann reynt nýtt tæknisvið, sem- sé að sprauta málningu, með skapalóni fær hann siðan form, sem hann getur'endurtekið og málað inn i. Þahnig fær hann fram afbrigði, en getui samt fjölfaldað myndir,(en það var e'kki mögulegt alltaf) með fyrri aöferöum. Þetta er merkilegt að voru mati, og myndraðir Ómars eru skemmtilegar og áhugaverðar i alla staði. Ómar sýnir mikla hæfileika i myndsköpun, en ég er ekki sátt- ur við litinn. Hann hæfir naum- ast þessumyndmáli, að ekki sé nú meira sagt. Myndaröð (dúkristur) frá 1972 sýna aðra hlið á litameð- ferð, og það er gömul kenning, að málarinn sitji alla ævi uppi meðsama „litakortið” i sálinni. Þvigætilitavalið núna gefið vis- bendingu um að það sé nú ekki alveg i samræmi við hið með- fædda kort, heldur tilraun til þess að beygja ákveðna lita- flokka undir hin nýju form. Stóra myndin andspænis inn- gangi er að voru mati sterkasta myndin á þessari sýningu. Ómar Skúlason deilir Vestur- salnum með Guðbergi Auðuns- syni að þessu sinni, en sýningar þeirra eru einkasýningar, sem tilviljunin hefur leitt I sama húsið. Það er skemmtileg tilviljun að boðiðskuli upp á tvær fram- búðarlausnir undir sama þaki, sömu daga, þvi Guðbergur hef- ur einmitt einsog ómar reynt nýja leið til þess að yfirfæra gömlu ,,collage”-tæknina yfir i varanleg efni. Jónas Guðmundsson Tékkar og notkun þeirra Enn skal kennt að nota tékka Samvinnunefnd banka og sparisjóða hefur i niunda sinn gefið út meðfylgjandi bækling um ”Tékka og notkun þeirra”, og er hann nú gefinn út I 20 þús. eintök- um. Bæklingurinn á að vera al- menningi til upplýsinga um tékka og notkun þeirra og mun verða afhentur öllum nýjum tékka- reikningshöfum auk þess, sem hann mun liggja frammi i af- greiðslum banka, bankaútibúa og sparisjóða. Maður í manns stað Þessi lausavisa, ort undir limruhætti, barst blaðinu nýlega. Þegar Gróur á Leiti eru grafnar og glatkistan Mörðunum safnar, þá er svolitil fró fyrir siðlausan róg, aö Svarthöfði lifir og dafnar. María Finnsdóttir hjúkrunarkona: AÐ LIÐNUM JÓLUM Á STOFNUN FYHIR ALDRAÐA Jólahátiðin er gengin um garð. Þessi hátið hefir hlotið mörg nöfn, eins og svo margt annað sem mönnunum er kært, meðal annars „hátið ljóssins”, og „hátið barnanna”. A dögum grútartýrunnar var eldsneytið sparað til jólanna og kerti voru tendruð. Nú á dögum er úti- ljósum fjölgað til þess að lýsa upp skammdegiö yfir hátiðina. „Hátið barnanna”. Þetta hug- tak endurspeglar skilning á þörf barnsins fyrir yl og birtu mitt i skammdegismyrkrinu. Máltæk- iö segir: „Tvisvar verður gam- all maður barn”. Má þar oft til sanns vegar færa bæði i likam- legum, sálarlegum og félags- legum skilningi. Hinn aldraði verður aftur háöur þeim full- orðnu, þeim sem málum stjórna. Þeim er nú skammtað meðal annars ljós, ylur og félagsleg samskipti. Þar gefur hver af gnægtum sinum. Eftir nokkurra mánaða starf við stofnun fyrir aldraða hér i borg, langarmig tilþess aö létta af mér nokkrum þönkum sem brotizt hafa um innra með mér þessa siðustu mánuði, þó sér I lagi i sambandi við jólahátlðina. Sem betur fer eru það margir, sem eiga gnægtabrunn ástúðar og umhyggju til að ausa af og spara i engu að létta þeim ást- vinum lifið, sem hlotið hafa þau örlög að verða farlama, eða geta ekki af félagslegum ástæð- um dvalizt á heimilum sinum eða sinna. Enginn getur fylli- lega lesiö annarra hug. Oft er erfitt að gera sér grein fyrir hvað þeir hugsa, sem eiga I erfiðleikum með eða eru ófærir um að tjá sig. Ef til vill eru það þessir tjáningarörðugleikar, sem valda þvi að hjá alltof mörgum rofna tengslin við þá nánustu, þegar hinir öldruðu eru komnir inn á stofnanir, og þar með hverfur skilningur þeirra á likamlegum, sálarleg- um og félagslegum þörfum þeirra. Dæmiskulu nefnd. Þegar far- iðer aö athuga fatabirgðir eins lifeyrissjóðsþega, sem dvelst á þessari stofnun, kemur I ljós að þær eru mjög takmarkaðar og fötin slitin. Þegarhafið er máls á þessu við dóttur hins aldraöa eru fyrstu viðbrögðin: „Hann pabbi fatalaus, það getur ekki verið.égsem „gaf” honum bux- ur fýrir jólin i fyrra”. Annar öldungur hefir ekki farið heim um árabil. Þegar farið er að spjalla við hann um heimferð fyrir jólin eru fyrstu viðbrögðin stutt og hart NEI. En þegar skygnzt er undir yfirborðið kemur i ljós sársauki, biturleiki og vonbrigði. Það var ekkert pláss fyrir hann heima hjá syninum. Heimilið er of fint fyr- ir hann. En spjalliö hafði vakiö vonir. öldungurinn, sem áður hafði setiö við rúmið eða legið upp i þvi allan daginn, fór nú að ganga um deildina, sitja i dag- stofu og jafnvel ganga stiga. Heimferðin gekk mjög vel, öldungnum til mikillar ánægju. En hver voru viöbrögð aöstand- enda? Reiði yfir þvi að spjallað hafði verið um heimferð án þess aðspyrja þá að. Þaö þarf engan að undra, að komið var með öldunginn til baka áður en kvöldverðargestirnir komu, en „gestirnir” voru afa og langafa- börn hins aldraða. Fleirisvipuð dæmi mætti taka, en ég læt þetta nægja. Eitt var mjög áberandi I þessu samfélagi hinna öldruðu: Það mátti telja til undantekn- inga að börn eöa unglingar kæmu i heimsókn. Það virðist þvi sem á engan hátt sé stuölaö að þvl að þessir aldurshópar umgangist elztu kynslóðina. Þá vaknar sú spurning hvort þeir sem er.u miðaldra I dag séu ekki aðstyrkja þau viðhorf hjá hinni upprennandi kynslóð, sem við- heldur þvi kynslóöabili, sem skapazt hefur af breyttum þjóð- félagslegum lifnaðarháttum siðustu áratuga. Er verið að leggja grundvöllinn að viðhorf- um til eigin ellidaga. Viðhorftim sem firra foreldra kærleik og umhyggju barna sinna þegar þau þurfa mest á þvi að halda? Verður það þetta ömurlega af- skiptaleysi sem biður þeirra? Ég læt þessum spurningum ósvarað. Vistun aldraðra á stofnunum um lengri eða skemmri tima er ómissandi þáttur i nútima þjóö- félagi. Þrátt fyrir það kemur stofnunin aldrei i stað heimilis, hversu góða þjónustu sem hún veitir. A sama hátt getur starfs- lið stofnana, hversu vel mennt- að og hæft sem þaö kann að vera, aldrei komiö i stað nán- ustu ættingja og vina. Til þess að létta hinum aldraða þann missi sem hann verður fyrir við að þurfa aö dvelja á stofnun siö- ustu æviárin, þarf aö koma til náið samstarf milli starfsfólks, ættingja og ödunganna sjálfra. Jólin 1C77 eru liöin og jólaljós- in slokknuð. Skammdegi norðursins grúfir ennþá yfir borginni. Heimferðir hinna öldruðu á umræddri stofnun eru aðmestu leyti hættar. Þarfhinn aldraöi að biða i ellefu mánuði til aö skreppa heim til barna sinna? Verður nokkur timi af- lögu fyrir vorið eöa pláss I aftursæti bilsins þegar leiðin liggur út I náttúruna? Þessum spurningum veröur heldur ekki svarað hér. Hver einstaklingurskapar sér ákveðinn lifsmáta. Akveðinn timi er tekinn til vinnu, matar- tima, svefns, tómstundaiðkana o.s.frv. Kannski höfum við gleymt að taka skyldur okkar við aldraða ættingja og vini með inn i myndina. Minnumstþess að enginn veit hver á eftir að verða gamall og farlama og þá háður miskúnn- semi ættingja og vina, þvi Elli kerling fer ekki i manngreinar- álit. Þótt góð þjóðfélagsleg staða veiti öryggi i dag, er hún engin trygging fyrir þvi að al- hliða þörfum þess sama ein- staklings sé fullnægt á elliárun- um.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.