Tíminn - 10.02.1978, Side 16
16
Föstudagur 10. febrúar 1978
r
í dag
Föstudagur 10. febrúar 1978
Lögregla og slökkviliö
Reykjavik: Lögreglan simi’
11166, slökkviliöiö og sjúkra-
bifreiö, simi 11100.
Kópavogur: Lögreglan slmi
41200, slökkviliöiö og sjúkra-
bifreiö simi 11100.
Hafnarf jöröur: Lögreglan
slmi 51166, slökkviliö simi
51100, sjúkrabifreiö simi 51100.
1
Heilsugæzla
V-
Slysavaröstofan: Simi 81200,
eftir skiptiboröslokun 81212.
Sjúkrabifreiö: Reykjavik og
Köpavogur, simi 11100,
Hafnarfjöröur, simi.51100.
llaf narfjöröur — Garöabær:
Nætur- og helgidagagæzla:
Upplýsingar á Slökkvistöö-
inni, simi 51100.
Læknar:
Reykjavik — Kópavogur.
Dagvakt: Kl. 08:00-17:00
mánud.-föstudags, ef ekki
næst i heimilislækni, simi
11510.
Kvöld- nætur- og helgi-
dagavarzla apóteka i Reykja-
vik vikuna 10. til 16 febr. er i
Apóteki Austurbæjar og
Lyfjabúð Breiðholts. Það apo-
tek sem fyrr er nefnt, annast
eitt vörzlu á sunnudögum,
helgidögum og almennum fri-
dögum.
'Hafnarbúðir.
Heimsóknartimi kl. 14-17 og
19-20.
Heimsóknartimar á Landa-
kotsspitala: Mánudaga til
föstud. ki. 18.30 til 19.30.
I augardag og sunnudag kl. 15
tii 16. Barnadeild alla daga frá
kl. i5 til 17.
Köpavogs Apótek er opið öll
kvöld til kl. 7 nema laugar-
daga er opiö ki. 9-12 og sunnu-
daga er lokaö.
Bilanatilkynningar |
J
Rafmagn: i Reykjavik og
Kópavogi i sima 18230. 1
Hafnarfirði i sima 51336.
Hitaveitubilanir kvörtunum
verður veitt móttaka i sim-
svaraþjónustu borgarstarfs-
manna 27311.
V
Vatnsveitubilanir simi 86577. .
Simabilanir simi 95.
Bilanavakt borgarstofnana.
Simi 27311 svarar alla virka
daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8
árdegis og á helgidögum er
svarað allan sólarhringinn.
Félagslíf
- -
Kvikmyndasýning i MlR-saln-
um á laugardag kl. 15.
Sýnd veröur gömul leikin
mynd um tónskáldiö
Mússorgski. — Aögangur
ókeypis. Mir.
Kvenfélag Grensássóknar
heldur aöalfund sinn mánu-
daginn 13. febr. kl. 20,30 i
Safnaðarheimilinu viö Háa-
leitisbraut. Félagskonur eru
hvattar til að mæta vel og
stundvislega. Stjórnin.
Mæörafélagskonur. Af óviö-
aráöanlegur ástæðum verður
skemmtifundurinn, sem verða
átti 25. febr. færður til laugar-
dagsins 18. febr. — Stjórnin.
Föstud. 11/2 kl. 20
Geysir—Gullfoss Gengiö á
Bjarnarfell eða Sandfell. Gist
að Geysi sundlaug. Fararstj.
Kristján M. Baldursson. Far-
seðlar á skrifst. Lækjarg. 6A
simi 14606
Einsdagsferð aö Gullfossi á
sunnud.
Arshátiö útivistar veröur i
Skiðaskálnum 18/2 Pantið
timanlega. — Crtivist
Átthagasamtök Héraösmanna
minna á árshátið sina i Domus
Medica laugardaginn 11.
febrúar kl. 19.30.
Stefánsmótið 1978 i barna-
flokkum ( 12 ára og yngri fer .
fram i' Skálafelli laugardaginn
ll.feb. Keppni hefst kl. 14.
Skiðadeild K.R.
Dómkirjan: Laugardag kl.ll
barnaguðþjónusta i Vestur-
bæjarskóla við öldugötu. Séra
Þórir Stephensen.
Félag einstæðra foreldra.
Bingó i Tjarnarbúð uppi
þriðjudaginn 14.feb. kl.21.
Góðir vinningar.
Skemmtiatriði. Kaffi. Mætið
stundvislega og takið meö
ykkur gesti. Nefndin.
Sunnudagur 12 febrúar.
kl. ll.oo Gönguferð á Esju
(909in). Fararstjóri: Tryggvi
Halldórsson. Hafið göngu-
brodda með ykkur.
Gr.v/bilinn.
Kl. 13.oo Úlfarsfell Farar-
stjóri: Hjálmar Guðmunds-
son.. Gr.v/bilinn.
Kl. 13.oo Geldinganesið létt
ganga. Fararstjóri: Þorgeir
Jóelsson. Gr.v/bilinn. Farið
frá umferðamiðstöðinni að
austanveröu. Aætlun 1978 er
komin út. Vetrarferðin i Þórs-
mörk verður 18.—19. febr.
Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni. Ferðafélag Islands.
Jöklarannsóknafélag
íslands
Aðalfundur félagsins verður
haldinn i Tjarnarbúð niðri
fimmtudaginn 16. febrúar
1978, kl. 20.-30.
Dagskrá:
L Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. Kaffidrykkja
4. Helgi Björnsson fjallar um
þykktarmælingar á Vatnajökli
og Mýrdalsjökli sumarið 1977.
Jón E’. Isdal segir frá skála-
byggingum i Esjufjöllum og
Kverkfjöllum.
Félagsstjórnin.
Siglingar
______________ .
Skipafréttir frá Skipadeild
S.l.S.
Jökuifellfór i gær frá Hull til
Hornarfjarðar og Reykjavik-
ur. Disarfelllosar á Akureyri.
Fer þaðan til Neskaupsstaðar.
Helgafellfer i kvöld frá Sauð-
árkróki til Eyjafjarðahafna.
Mælifell er i Wismar. Ferð
þaðan til Reykjavikur. Skafta-
fell átti að fara i gær frá
Gloucester til Halifax.
Hvassafell fór i gærkvöldi frá
Reykjavik til Rotterdam, Ant-
werpen og Hull. Stapafellfór i
gær frá Raufarhöfn til
Reykjavikur. Litlafeller i oli-
flutningum i Faxaflóa. Paal
fer i dag frá Svendborg til Lu-
beck og Larvikur.
• . ------------------
Minningarkort
■-
Hjálparsjóður Steinddrs frá
Gröf.
Minningarkort Hjálparsjóðs
Steindórs Björnssonar frá
Gröf eru afgreidd i Bókabúð
Æskunnar, Laugavegi 56, og
hjáKristrúnu Steindórsdóttur,
Laugarnesvegi 102.
krossgáta dagsins
2702.
Lárétt
1) Strið 6) Ólga 7) Frostbit 9)
2500 11) 45 12) Blöskra 13)
Borða 15) Þrep 16) Segja frá
18) Kaffibrauð.
Lóðrétt
1) Hryggeymsli 2) Fótavist 3)
Timabil 4) Auð 5) Látnir 8)
Rödd 10) Þýfi 14) Gyðja 15)
Gyöja 17) öfug stafrófsröð.
Ráning á gátu No. 2071
Lárétt
I) Noregur 6) Öli 7) Týs 9) Lóu
II) RS 12) SS 13) AAA 15) Mat
16) Góa 18) Innanum.
Lóðrétt
1) Nötraöi 2) Rós 3) E1 4) Gil
5) Raustum 8) Ýsa 10) Ósa 14)
Agn 15) Man 17) Óa.
Gyðingar
Tvær gamlar vinkonur
hittust eftir bænagjörð i
samkomuhúsinu.
„Hvernig hefur dóttir þin
það?” spurði frú Krantz.
„ó.ó.ó, hún er gift yndis-
iegum manni sagði frú Gott-
iieb. „Hún fær að sofa út á
morgnana og þarf ekki að
dýfa hendi i kalt vatn. Og
siðdegis þarf hún ekki að
gera annað en að blanda vin-
blöndur.”
„Og hvernig vegnar 'syni
þinum?” spuröi frú Krantz.
„Æ, æ, það er voðaiegt
með hann aumingjann,”
veinaði frú Gottlieþ.” Vesa-
lings drengurinn er kvæntur
hræðilegri druslu — hún
sefur til hádegis hvern dag.
Hún dýfir aldrei hendi i kalt
vatn og hvað heidurðu — hún
er fyllibytta, eftir hádegi
gerir hún ekki annað en
drekka vinblöndur!"
i David Grahaxn Phillips:
J
136
SUSANNA LENOX
G
Jón Helgason
Spenser. en hafði aidrei notað. Svo lét hún á sig hattinn fyrir framan
spegilgarminn af þeirri vandvirkni sem hvert mikilvægt atriöi i
klæðaburði konu krefst jafnan.
Að siðustu fór hún I einu heillegu blússuna sem hún átti — hvita
blússu með faliegum leggingum ihálsmáiið. öll önnur föt sín er ein-
hvers voru verð, vaföi hún saman i böggul, þar á meðal ónot-
aðan lérefstkjól sem Jeffries og Jones höfðu gefið henni. Og inn I
þennan böggul stakk hún lika skammbyssunni sem hún hafði tekið
ai Spenser Hattinn frá Jeffries og Jones með fjaðraskrúðinu dýra
bjóhún um sérstaklega. Með þessa pinkla tvo fór hún út og stefndi i
veðlánarabúð i Houstonstræti er hún hafði áður haft dálitil kynni af.
Sóöalegur maöur með svart skegg stóð á bak við afgreiðsluborðið
I þessari litlu og skuggalegu búðarholu. Hún iagði pinklana á borðið
og opnaði þá. — Hvað gæti ég fengið mikið fyrir þetta? sagði hún.
Maðurinn skoöaði hvern hlut nákvæmlega. — Það er eiginlega
ekkert annað en sumarkjóllinn og hatturinn, sagði hann — Og hvor-
ugt er lengur i tizku. Ég get ekki borgaö meira en fjóra dali fyrir
þetta allt — og einn dal fyrir skammbyssuna, þvi að hún er góð, þó
hún sé gömul. Fimm dali. Meðhverju ætti ég að borga yður?
Súsanna gerði sig liklega til þess að fara aftur við svo búið. — Mér
þykir leitt að hafa ómakað yöur til þess að líta á þetta, sagði hún og
tók pinklana sinn i hvora hönd.
— Hvað vonuðuzt þér til að fá mikiö? spurði veðlánarinn.
— Tuttugu og fimm dali.
Hann rak upp hlátur og sneri inn i búðina. Þegar hún var komiml
að dyrunum heyrði hún hann segja innan viö búðarborðið eins hann
vildi þó enn leita hófanna: — Eg gæti kannski hækkað það upp i tiu
dali.
Fjaðrirnar á hattinum eru þrjátíu dala virði, sagði Súsanna. —
Þér vitið það eins vel og ég að strútsfjaðrir hafa stórhækkað i veröi.
Maðurinn þokaði sér nær. — Ég. get ekki vitað fólk fara frá mér
óánægt, sagði hann. — Ég skal láta yður fá tuttugu dali.
— Tuttugu og fimm — ekki vitund minna. 1 næstu búð heimta ég
þrjátiu — og fæ það.
— Ég er aldrei sterkur á svellinu þegar stúlkur eiga i hlut. Fáið
mér draslið.
Súsanna lagði pinklana á borðið og mæiti:
— Ég áfellist yður ekkert fyrir það, þó að þér reynið að svikja
mig. Það er alveg rétt af yður að reyna að kaupa yður út úr helviti.
Veðlánarinn velti vöngum, en skildi ekki hvað hún var að fara,
Hann fór þvi inn fyrir afgreiðsluborðið tók lykil upp úr vasa slnum,
opnaði skúffu og dró upp úr henni blikkkassa. Þennan kassa opnaði
hann með öðrum lykli úr öðrum vasa, og þegar hann lyfti lokinu,
komu i ljós alls konar skjöl og skilriki. Undan þessum skjölum tók
hann umslag. i þvi voru peningaseðlar. Hann rétti Súsönnu einn
tuttugu-dala-seðil og einn fimm daia-seðil báða svo óhreina að hún
sá varla, hvað á þeim stóð.
— Þér verðið að láta mig frá hreinniseðla en þetta, sagði hún.
— Þér eruð fin þykir mér, tautaði hann önuglega. En samt náði
hann i hreinni seðla.
Hún sneri heim aftur. Frú Tucker varð frá sér numin er hún sá
hana. — Nei! Nú ertu orðin eins og þegar ég sá þig fyrst, hrópaði
hún. — En hvað þú ert komin i falleg föt. Ég þarf auðvitað ekki að
spyrja að þvi: þú ætlar i kirkju.
— Nei, sagði Súsanna. — Ég hef ekki neitt að gefa, og ég sniki ekki
heldur.
— O-jæja. Ég hef nú ekki heldur farið i kirkju upp á síð-
kastið. Það lét eins og sæi mig ekki siðast — eöa kannski hefur mér
bara fundizt þaö af þvi að ég var svo sem ekki kirkjubúin. En ég
vildi, að þú væri trúaöri en þú ert. En það breytist áreiðanlega þvi
að þú ert góð stúlka. Þegar það er orðið mun, Herrann gera þig á-
nægðariog koma þér i sátt við lifið. Þú skyldir þó aldrei ætla út að
dansa?
— Nei, sagði Súsanna. — Nei. Ég er að yfirgefa þig. — Ég fer aftur
inn i borgina.
Frú Tucker lét fallast niður á rúmbrikina. — Hreint og beint að
fara frá ntér? sagði hún forviða.
— Ég hef fengið Nellýju Lemayer til þess að koma hingað i minn
staö ef þú vilt fallast á það, sagði Súsanna. — Hér er minn hluti af
„1 þetta sinn kallaði hann mig
ekki aðeins Stinu... hann sagði,
gantla brýnið þitt Stina!”
DENNI
DÆMALAUSi
’I-V