Tíminn - 10.02.1978, Síða 17
Föstudagur 10. febrúar 1978
17
Arnað heilla
25.9.77. voru gefin saman i gjóna-
band af sr. Sigurði Bjarnasyni i
Aðventkirkjunni Margrét
Theodórsdóttir og Glenn Bruvik
Heimili Karlagötu 14, R.
(ljósm.st. Gunnars Ingimars.
Suðurveri — simi 34852)
24.9.77. voru gefin saman i hjóna-
band af sr. 1 Þóri Stephensen
Dómkirkjunni Magnea R, Arna-
dóttir og Pétur Þ, Þorgrimsson
heimili Þrastargötu 8, R. Fyrst
um sinn (Ljósm.st. Gunnars Ingi-
mars. Suðurveri — Simi 34852)
Elsa Gress í
Norræna húsinu
Danski rithöfundurinn Elsa
Gress kemur hingað til lands 1
boði Norræna hússins 11. febriíar,
og heldur tvo fyrirlestra i Nor-
ræna húsinu. Fyrri fyrirlesturinn
verður siðdegis á sunnudaginn
kemur, 12. þ.m.kl. 16 og ber heit-
ið „Kan vi bruge kunstnerne?”
Siðari fyrirlesturinn verður á
miðvikudagskvöld 15. þ.m. kl.
20.30 og ber heitið „Indirekte og
direkte brug af virkeligheden i
Handbók
bænda
1978
komin út
Hjá Búnaðarfélagi tslands er
kominn út 28. árgangur Handbók-
ar bænda. Fjölbreytilegt efni er I
bókinni. Eins og venjulega þá
hefst Handbókin á almanaki
siðan eru upplýsingar um félög og
stofnanir landbúnaðarins. Allar
faggreinar i bókinni eru nýjar,
þær eru skrifaðar af 28 manns.
Itarlegasti kaflinn að þessu sinni
fjallar um alla þætti kartöflu-
ræktar. Mjög góöar áburðar-
leiðbeiningar eru i bókinni. Þá
eru stuttir þættir um garðrækt.
Margar gagnlegar leiðbeiningar
eru I kaflanum „Byggingar ogbú
tækni” en þar er m.a. grein um
lýsingu á útihúsum, mjólkurhús-
um og byggingarefni. t búfjár-
ræktarkafla Handbókarinnar eru
gagnlegar leiðbeiningar fyrir
ullarframleiðendur, þar eru
ábendingar um framleiðslu
nautakjöts og margt fleira
fróðlegt er að finna í þessum
kafla.
t kaflanum um búfjársjúkdóma
eru greinar um legukýr, krampa-
doða bráðadauða og magnesium-
skort svo er grein um garnaveiki I
sauðfé. Handbók bænda er aö
þessu sinni 352 blaösföur. Rit-
stjóri er Jónas Jónsson. Bókin var
prentuð hjá Gutenberg.
Tíminner
peningar
i Auglýsitf
| íTunanumj
kunsten”.
Elsa Gress (f. 1919) lauk
magisterprófi i bókmenntum frá
Hafnarháskóla 1944, og ferðaðist
eftir það árum saman um Evrópu
og Ameriku, en settist að lokum
að í Glumsö ásamt manni sinum,
bandariska listmálaranum Cliff-
ord Wright, og byggði þar upp
menningarmiðstöð. Fyrir tveim
árum fluttu þau öll þessi umsvif
til Marineborg á Mön. — Elsa
Gress hefur skrifað margar
skáldsögur, (t.d. Mellemspil 1947,
Concertino 1955, Salamander
1977), leikhúsverk, sjónvarps- og
útvarpsleikrit, og sent frá sér rit-
gerðasöfn (m.a. Det uopdagede
kön 1964, Engagement 1978) og
minningabækur hennar (Mine
mange hjem 1965, Fuglefri og
fremmed 1971, og Compania I-II
1976) hafa notið mikilla vinsælda.
Elsa Gress tekur þátt i umræðu
dagsins af lff i og sál, og hefur sett
svip sinn á danskt menningarlif,
bæði vegna óvenjulega viðs
sjóndeildarhrings og eins hins að
hún er algjörlega laus við kreddu-
festu og hefur með þvi komið illa
við margan.
Stofnfram-
lögin bjarg
hringur
SAA
Samtök áhugafólks um áfengis-
vandamálið vilja þakka þeim
fjölmörgu stofnfélögum sem
greitt hafa stofnframlög sin. Þau
hafa verið SAA ómetanlegur
stuðningur og má i raunsegja að
stofnframlögin hafi verið bjarg-
hringur samtakanna til þessa.
Þvi miður hefur komið i ljós, að
nokkur mistök hafa orðið i tölvu-
vinnslufélagaskrárinnar, og þess
vegna vill SAA biðja þá sem
skrifað hafa sig á stofnfélagalista
og enn ekki fengið sendan
Giró-seðil fýrir stofnframlagi að
hafa samband við skrifstofu SAA
og láta vita. Heimilisfangið er
Lágmúli 9 og siminn er 82399.
Einnig vilja samtökin minna þá
sem fengið hafa senda Gíró-seðla
á að greiða þá sem fyrst i næsta
banka, sparisjóði eða pósthúsi.
Giro-reikningur SAA er nr. 300 i
Útvegsbanka Islands, Laugavegi
105.
(Fréttatilkynning frá SAA)
Auglýsing um
aðalskoðun bifreiða
í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur í
febrúarmánuði 1978
Mánudagur 20. febrúar R-1 til R-400
Þriðjudagur 21. febrúar R-401 til R-800
Miðvikudagur 22. febrúar R-801 til R-1200
Fimmtudagur 23. febrúar R-1201 til R-1600
Föstudagur 24.febrúar R-1601 til R-2000
Mánudagur 27. febrúar R-2001 til R-2400
Þriðjudagur 28. febrúar R-2401 til R-2800
Skoðað verður að Bildshöfða 8, alla virka
daga nema laugardaga frá kl. 8.00 til
16.00.
Bifreiðaeigendum ber að koma með bif-
reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bilds-
höfða 8, og verður skoðun framkvæmd þar
alla virka daga kl. 08:00-16.00
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna
leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber
skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá-
trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi.
Athygli skal vakin á þvi, að skráningar-
númer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að
máli.
Lögreglustjórinn i Reykjavik
7. febrúar 1978
Sigurjón Sigurðsson.
g hádegis
á morgun!
Fjölbreytt
úrval af
nvium fiski
Landeigendur í Selási
Aðalfundur Félags landeigenda i Selási
verður haldinn að Hótel Esju laugardag-
inn 11. febrúar 1978 kl. 14.00
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf
2) önnur mál.
Stjórnin
Léttar -
meðfærilegar -
viðhaldslitlar
Góö varahlutaþjónusta.
m Þ. ÞORGRIMSSON & CO
'Armúla 16 ■ Reykjavík ■ sími 38640
%
þjDPPur
vibratorar
©
sagarbloð
steypusagir
Þjoppur
bmdivirsnjllur