Tíminn - 16.02.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. febrúar 1978
I
9
Þjóðin verður að sníða
sér nýjan stakk
Islenzka þjóðarskútan veltist
nú undan sterkum straumi, um
illfærar flúðir óðaverðbólgunn-
ar, og sjínast stjórnendur henn-
ar eiga fullt i fangi með að ver j-
ast brotöldum og halda henni á
réttum kili.
Ýmsir af áhöfninni virðast
alluggandi um afdrifin. Fleiri
og fleiribera fram varnaðarorð,
benda á leiðirsvosiglingin verði
happasælli ogöruggari. Þetta er
að visuekki alveg ný bóla. Þeg-
ar eitthvað bjátar á í þjóðarbú-
skapnum virðast furðumargir
luma á hollráðum.og hafa lausn
vandans á reiðum höndum,
flestir aðrir en þeir, sem um
stjórnvölinn halda hverju sinni.
Það er raunar æriö umhugsun-
arefni hvernig á þvi kann að
standa, að stjórnvöld skuli vera
svo ráðum rúin og fram-
kvæmdasein, ekki siztef á móti
blæs og mest á rfður, að brugð-
izt sé við af einurð, og án tafar.
Ráð stjórnarandstöðunnar, sem
ekki eru spöruð, eru að sjálf-
sögðu léttvæg fundin, og stjórn-
arherrunum hverju sinni virðist
jafnvel alveg fyrirmunað að
muna sin eigin hollráð, meöan
þeir sjálfir voru i stjórnarand-
stöðu. Vissulega furöulegt fyrir-
bæri og liklega veröugt rann-
sóknarefni, eins og sagt er.
Þegar um slika háskasiglingu
er að ræða, sjá flestir og viður-
kenna hættuna, en stjórnend-
urnir þráast við að rifa seglin af
ótta við að verða taldir ragir
siglarar og lélegir stjórnendur,
og siglingin endar svo oft með
uppreisn um borð. Þá tekur ný
stjórn við stjórnvölinum, en
gleymir að láta rétta af komp-
ásinn og er þvi fyrr en varir
komin i svipaða rás og áður, og
sagan endurtekur sig.
Þannig hefur lýðveldisfleyt-
unni, í stórum dráttum, verið
siglt liðinn aldarþriðjung.
Og enn einu sinni er siglt órif-
uðum seglum, þó að verðbólgu-
sortinn byrgi alla sýn. Ætli
stjórnin sér nú að komast hjá
uppreisn um borð, verður hún
þegar í stað að leggja skútunni
til drifs, meðan reynt er að átta
sig á stefnunni, svo komizt verði
út úr þessari gjörningahrið, —
og nú duga engin vettlingatök.
Næst: Neyðin kennir naktri
konu að spinna.
— JKr.
Tálknafjörður
Kj£n|arcti
SIMAR: 1-69-75 & 1-85-80
Barna- og unglinga
skrifborð með hiiium
að vi/d.
Litir: brúnt, grænt, rautt, orange
og biátt. _______________r
glóðarkerti
m
fyrir flesta
dieselbíla
flestar
dráttarvélar
og aðrar
vinnuvélar og
dieselvélar
til sjós og
iands.
Póstsendum hvert ó land sem er
m
K A
TF
ARMULA 7 - SIMI 84450
Nýtt dagvistunarheimili
tekið i notkun
BS-Tálknafirði/JB Siðastliðinn
laugardag afhenti kvenfélagið
Harpa i Tálknafirði, Tálkna-
fjarðarhreppi til eignar og um-
ráða nýtt dagvistunarheimili
fyrir börn á aldrinum tveggja til
sex ára. Veitti Björgvin Sigur-
björnsson oddviti gjöfinni við-
töku fyrir hönd hreppsfélagsins
og færði kvenfélaginu sérstakar
þakkir fyrir þessa veglegu gjöf.
Heimilið er byggt á einni hæð,
120fermetrar aö grunnfleti. Það
er að öllu leyti fullfrágengoð á-
samt 1250 fermetra leigulóð,
sem eigninni fylgir. Kvenfélagið
hefur einnig keypt leiktæki á
lóðina, en aöstaða hefur ekki
verið i vetur til að setja þau upp,
en það mun verða gert strax er
fer að vora. Byggingarfram-
kvæmdir hafa staðið yfir i þrjú
og hálft ár og hefur kvenfélagið
staðið straum af öllum kostnaði
við bygginguna og hefur haft
alla forystu og framkvæmda-
stjórn viö verkið. Mikill al-
mennur áhugi hefur verið i
byggðarlaginu fyrir verkinu og
má segja aö allir hreppsbúar
hafi veitt málinu mikilvægan
stuðning einkum með mjög
mikilli gjafavinnu, sem ráðið
hefur miklu um farsæla lausn
málsins. Annars hefur kvenfé-
lagið Harpa aflað fjár til
byggingarinnar með samkomu-
haldi og samskotum innan
hreppsfélagsins og gjöfum sem
þar má nefna sérstaklega gjöf
frá Sigurfljóð Olafsdóttur frá
Vindheimum i Tálknafirði aö
upphæð ein milljón króna gjöf
frá systkinum Sigurfljóöar eitt
hundrað þúsund og gjöf frá Guð-
mundir Þorsteinssyni, Hrauni
Tálknafirði sem nú er látinn, að
upphæð eitt hundrað þúsund.
Framlag rikissjóðs til bygg-
ingarinnar er kr. þrjár og hálf
milljón, en heildarbyggingar-
kostnaðurinn er nær átta
milljónir króna. Dagvistunar-
heimilið var hannað og teiknað
af Gunnari Jónassyni frá
Reykjavik og framkvæmdir all-
ar gerðar i fullu samráði við
menntamálaráðuneytið. Bygg-
ingarmeistari var Höskuldur
Daviðsson, Tálknafirði. Dag-
heimilinu hefur verið gefiö nafn
eftir æskustöðvum Sigurfljóðar
ólafsdóttur og systkina hennar
og ber nafnið Vindheimar.
Hraðfrystihús Tálknafjarðar
gerir nú út tvo þrjú hundruð
tonna báta á linu og hafa þeir
aflað 351 tonn frá áramótum.
Atvinna hefur verið sæmileg, og
vinna milli fimmtiu og sextiu
manns hjá Hraðfrystihúsi
Tálknafjarðar. Þar eru fimm-
tán til tuttugu aðkomumenn.
Um siðustu mánaðamót var
keyptur hingað tvö hundruð
tonna bátur, sem Tálkni h/f á og
gerir út, og rær hann með net.
Fór hann i sinn fysta róður sl.
laugardag.
A sl. ári var hafin bygging á
verzlunarhúsi fyrir Kaupfélag
Tálknafjarðar, sem er 440 fer-
metrar að stærð og var flutt i
það 10. des. sl. Ennfremur er
hafin bygging á sextán ibúðum
og verða þrettán þeirra fokheld-
ar á árinu, þar af tiu i tveim
fjölbýlishúsum, sem Blikanes
h/f lætur byggja. Sjö þeirra eru
þegar seldar og verða afhentar
á þessu ári. Sveitarfélgið er að
láta byggja tvær leiguibúðir i
parhúsi og var það fokhelt fyrir
áramótin.
Ibúatala á Tálknafirði var
skv. bráðabirgðatölu 1.12. 1977
291 talsins og hefur fjölgað um
4.6% á árinu.
Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
HÚSBYGGJENDUR,
Norður- og Vestur/andi
F.igum á. lager milliveggjaplötur stærð
50x50 cm. þykkt 5, 7 og 10 cm. Verð og
greiðsluskilmálar við flestra hæfi Sölu-
aðilar:
Akranesi: Trésmiðjan Akur h.f. simi 2006
Búðardalur: Kaupfélag Hvammsfjarðar sími 2180
V-Húnavatnssýsla: Magnús Gislason, Staö simi 1153
Blönduós: Sigurgeir Jónasson simi 4223
Sauöárkrókur: Þórður Hansen simi 5514
Rögnvaldur Árnason simi 5541
Akureyri: Byggingavörudeild KEA simi 21400
llúsavik: Björn Sigurðsson simi 41534
Dalvik, ólafsfjöróur: Óskar Jónsson, simi 61444
Loftorka s.f. Borgarnesi
simi 7113, kvöldsimi 7155
Bændur - Verktakar
Höfum stóraukið varahlutalager okkar,
og höfum fyrirliggjandi flestalla varahluti
i Perkingsmotora og Massey Ferguson
dráttarvélar og traktor gröfur.
Vélar og þjónusta h.f.
Smiðshöfða 21, simi 8-32-66.