Tíminn - 16.02.1978, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. febrúar 1978
13
Árnað heilla
12.12.77 v-ru gefin saman i hjóna-
band af sr. Sigurði Hauki Guð-
jónssyn i Langholtskirkju Þórunn
Sandholt og Kristján Sigurgeirs-
son heimili Torfufelli 31, R.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars.
Suðurveri — simi 34852)
10.12.77. voru gefin saman i
hjónaband af sr. Ólafi Skúlasyni i
Bústaðakirkju Karolina
Gunnarsdóttir og Björn Gislason
heimili Flúðaseli 89, R.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars.
Suðurveri — simi 34852)
Nú stendur yfir á Mokka við Skólavörðustig sýning á vatnslitamyndum
eftir Kristinu Nikulásdóttur. Kristin hefur ekki haldið einkasýningu á
verkum sínum fyrr en nú en tekið þátt I Sýningum meðöðrum. Sýningin
á Mokka stendur yfir fraF>i yfir mánaðamót.
jporsKveioar 1
flotvörpu bannaðar
í marz-maí
árið í röð
SJ- — Sjávarútvegsráðuneytið
hefur gefiö út reglugerðum bann
við þorskveiðum með flotvörpu
fyrir Suður og Vesturland. Þetta
er þriðja árið.sem slfkt bann er i
gildi tU að koma i Wg fyrir veiðar
á hrygningarfiski, að sögn Jóns
B. Jónassonar hjá sjávarútvegs-
ráðuney'tinu.
Samkvæmt rpglugerö þessari
eru þorskveiðar i flotvörpu bann-
aðar i islenzkri fiskveiðilandhelgi
þriðja
á timabilinu frá 1. marz til 31. mai
n.k. á svæði, sem að austan
markast af linu, sem dregin er
réttvisandi austur frá Stokksnesi,
og að vestan af linu, sem dregin
er réttvisandi vestur frá Bjarg-
töngum.
Reglugerð þessi, sem sett er að
fengnum tiUögum Hafrannsókna-
stofnunarinnar og Fiskifélags Is-
lands, er sama efnis og reglugerð,
sem gefin var út á s.l. ári.
Samdrykkja um
skáldskap og túlkun
F.I. Félag áhugamanna um
heimspeki, Norræna húsið og
heimspekideild Háskóla tslands
gangast fyrir samdrykkju um
skáldskap og túlkun helgina 18.
og 19. febrúar.
Fyrirlesarar á samdrykkjunni
verða Paul Ricoeur prófessor i
Paris og Chicago, Peter Kemp,
lektor i heimspeki við Kaup-
mannahafnarháskóla, og Lars
Hertzberg, heimspekingur frá
Helsinki.
Dagskrá samdrykkjunnar er
sem hér segir: Laugardaginn 18.
feb. frá kl. 13-18. Fyrst flytur Lars
Herzberg fyrirlestur, sem hann
nefnir „Psychology as a Herme-
neutic Study”. Þá verður kaffi-
hlé, en siðan ræðir Peter Kemp
um „Videnskab og sprog i det
politiske engaegment".
A sunnudaginn Irá kl. 14-16
heldur Paul Ricoeur fyrirlestur,
sem nenfist „The Narrative
Function". Allir fyrirlesararnir
verða fluttir i Lögbergi, húsi
lagadeildar, og eru öllum opnir.
Paul Ricoeur, prófessor i Paris
og Chicago, er heimskunnur
fræðimaður á sviði heimspeki og
einn virtasti heimspekingur
Frakka nú á dögum. Hann er
fæddur árið 1913 i Valance i
Frakklandi. í seinni heimsstyrj-
öldinni var hann fangi Þjóðverja
Paul Ricoeur, einn virtasti heim-
spekingur Frakka nú á dögum,
verður meðal gesta i samdrykkj-
unni í Lögbcrgi um helgina.
og vann i fangelsinu við að þýða
þýzk heimspekirit yfir á frönsku.
Meginritverk Ricoeurs er Heim-
speki viljans (Philosophie de la
volonte), en þvi verki, sem er i
mörgum bindum, er enn ólokið. I
þeim bindum, sem birzthafa fæst
Ricoeur við að greina þau hugtök,
sem liggja viljalifi manna og þar
með athöfnum þeirra til grund-
vallar.
Lars Hertxberg (f. 1945)) er
meðal fremstu ungra finnskra
heimspekinga. Hann lauk dokt-
orsprófi frá Cornell-háskólanum
i Bandarikjunum og starfar í vet-
ur við rannsóknir i Lundúnum.
Hefurhann ritað um siðfræði, fé-
lagslega heimspeki og heim-
spekilega sálarfræði. Hertzberg
hefur áður tekið þátt i heimspeki-
legri samdrykkju hér á landi áriö
1976.
Peter Kemp (f. 1937) er einn
kunnasti heimspekingur Dana af
yngri kynslóðinni. Hann lauk
doktorsprófi frá Kaupmanna-
hafnarháskóla og stundaði nám
víða erlendis, m.a. hjáPaui Rico-
eur sem áður er nefndur. Kemp
er lektor i heimspeki við Hafnar-
háskóla og kennir einkum sam-
timaheimspeki, enda hefur hann
ritað mörg aðgengileg inngangs-
rit um kenningar samtima-
heimspekinga.
Þeir tveir siðastnefndu munu
auk þessa flytja fyrirlestra i Nor-
ræna húsinu, Hertzberg á
fimmtudagskvöld og Kemp á
mánudagskvöld. fyrirlestur
Kemps mun fjalla um nýju heim-
spekingana svokölluðu i Frakk-
landi.
Aukning í byggingariðnaði
Helmingur manna í
byggingariðnaði vinnur
við íbúðarbyggingar
Samkvæmt könnun á byggingar-
iðnaði á 3. ársfj. 1977, sem Lands-
samband iðnaðarmanna stendur
fyrir eftirfarandi i ljós:
Verksvið i bvggingariðnaði
skiptist þannig, að við ibúðar-
byggingar störfuðu um 47%
mannaflans, 13% við byggingar
atvinnuhúsnæðis og 27% við
byggingar á vegum hins opin-
bera. Um 10% störfuðu við annað
en að framan greinir.
Starfsmannafjöldi var sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar-
innar áætlaður um 10.800 manns i
septemberlok. Er það um 1900
mönnum færra en i lok júni i sum-
ar. Má ætla, að þessi fækkun sé
mest vegna sumarfólks, sem
hverfur af vinnumarkaðinum á
haustin.
Niðurstöður um starfsemi eða
framleiðslu á 3. ársfj. i saman-
burði við 2. ársfj. 1977 gefa til
kynna að um aukningu sé að
ræða. Sé yfir heildina litið, þá
nemur aukningin að magni til um
13%. Hvað varðar einstakar
greinar, þá var aukningin mest
hjá verktakafyrirtækjum eða um
22%. Um litils háttar samdrátt
var að ræða i múrsniði og pipu-
lögnum.
Niðurstöður um starfsemi eða
framleiðslu á 3. ársfj. 1977 i
samanburði við 3. ársfj. 1976 gefa
til kynna, að hún hafi aukist að
magni til um 8%. Hvað snertir
einstakar greinar þá var aukn-
ingin að magni til mest hjá verk-
tökum, um 13%.
A 4. ársfjórðungi bjuggust
fyrirtækin yfirleitt við minni
starfsemi.
Fyrirliggjandi verkefni voru
talin minni framundan. Að þessu
Verk- Húsa- Húsa-
takar smiði málun
Iðnaðarmenn 32.9 43.9 6.7
Verkamenn 41.2 16.8 46.7
Iðnnemar 11.6 19.6 20.0
Verkstj./tækn. 5.0 0.9 0
Skrifst./annað 4.0 1.9 0
Eigendur 5.3 16.8 26.6
Alls 100.0 100.0 100.0
sinni var ástæðan fyrir of litlum
verkefnum aðallega veðurfar og
litil eftirspurn. Lóðaskortur, sem
koniiö hefur fram sem stærsta
vandamálið i fyrri könnunum,
var nú ekki áberandi, enda sú
árstið þar sem framkvæmdir eru
i lágmarki.
Um fyrirhi gaðar fjárfestingar
er það að segja, að fyrirtæki með
um helming mannaflans bjuggust
við að fjárfesta fyrir árslok. Þar
af ætluðu fyrirtæki með 35%
mannaflans að fjárfesta i bygg-
ingum, 39% i vélum og tækjum og
um 12.6% i efni.
Skipting mannafla i byggingar-
iðnaði:
Múr- Pipu- Raf- Dúka- Allar
smiði lögn virkjun lögn greinar
23.8 67.3 58.3 77.8 39.9
28.6 9.1 0 0 29.4
23.8 9.1 22.2 11.1 14.3
0 5.5 0 0 3.5
0 5.5 2.8 0 3.3
23.8 3.6 ' 16.7 11.1 9.6
100.0 100.0 100.0 100.0 100.0
Iðnaðarráðuneytið gerir hreint
fyrir sínum dyrum
vegna orðróms um mútuþægni opinberra aðila
Að gefnu tilefni þykir iðnaðar-
ráðuneytinu rétt að eftirfarandi
komi fram:
Tæknilegir ráðunautar Kröflu-
nefndar þe.Rogers Enigneering i
San Francisco og Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen h.f. i
Reykjavik, sendu útboðsbréf
vegna aflvéla Kröfluvirkjunar til
9 vélaframleiðenda 2. desember
1974. Ráðunautarnir sáu um gerð
útboðslýsingar og forval á hæfum
vélaframleiðendum, sem fengu
gögnin.
1 lok janúar 1975 skýrðu ráðu-
nautar Kröflunefndar nefndinni
frá þvi, að tilboð japönsku fyrir-
tækjanna Toshiba og Mitsubishi
væru að þeirra mati hagstæðust,
og óskuðu þeir eftir heimild til
þess að kveðja fulltrúa þessara
fyrirtækja til Islands til samn-
inga. -
Fulltrúar beggja þessara fyrir-
tækja komu til tslands og áttu
viðræður við ráðunauta nefndar-
innar.
Þann 7. febrúar 1975 var
Kröflunefnd afhent skrifleg um-
sögn ráðgjafanna þess efnis, að
þeir teldu tilboð Mitsubishi vera
hagstæðara og mæltu þeir með
þvi að gengið yrði til samninga
við það fyrirtæki.
Kröflunefnd fól þá þrem öðrum
ráðgjafafyrirtækjum, þ.e. Verk-
fræðistofu Guðmundar og
Kristjáns s.f., Baldurs Lindal og
Jóhanns Indriðasonar að fara
yfir tilboðsgögn Mitsubishi og
Toshiba og bera þau saman.
Komust þeir aðilar einnig að
þeirri niðurstöðu þ.e. að tilboð
Mitsubishi væri hagstæðara.
Samþykkti Kröflunefnd siðan ein-
róma að hlýta ráðum hinna
tæknilegu ráðunauta og ganga til
samninga við fyrirtækið Mitsu-
bishi.
Það er þvi ljóst að ásakanir um
að Kröflunefnd hafi haft óeðlileg
afskipti af vélakaupum eða reynt
að hafa áhrif á val framleiðenda
hafa ekki við neitt að styðjast.
Tíminn er
peningar
| AuglýsidT :
| íTimanumj
M»»»MM»>éMMMMMMM>>
r
Islenzkir hvolpar
til sölu á Húsa-
Tóftum.
Simi (99) 6530.