Tíminn - 26.02.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.02.1978, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 26. febrúar 1978 Margrét Gubmundsdóttir og Bessi Bjarnason i hlutverkum sfnum. Þjóðleikhúsið frum sýnir á Húsavík Sú nýbreytni ver&ur nú hjá Þjóöleikhúsinu aö það frumsýn- ir leikrit á Húsavik á fimmtu- daginn 2. marz. Er hér um að ræöa bandariskan gamanleik A sama tíma aö ári eftir Bernard Slade. Höfundur kallar verkið rómantiskan gamanleik. Það var frumsýnt á Broadway fyrir tveim árum og hefur siöan farið sigurför viöa um lönd. Persónur leiksins eru aðeins tvær,karl og kona sem hittast á sveitahóteli og eiga ánægjulega helgi. Þar sem þau eru bæði gift stendur þetta gaman stutt, en þau ákveða að hittast þessa sömu helgi á hverju ári. Leik- ritið spannar siöan 25 ár i lifi þeirra frá 1951 til 1975 og sjáum við þau á fimm ára fresti. Með aðalhlutverk fara Bessi Bjarnason og Margrét Guð- mundsdóttir. Þýðandi leiksins er Stefán Baldursson^leikmynd er eftir Birgi Engilberts og leik- stjóri er Gisli Alfreðsson. Nokkrar sýningar verða á Húsavik. Þá kemur leikflokkur- inn aftur til Reykjavikur en ráðgert er að sýna verkið i vor og sumar viða um land. Barnakennar ar mótmæla Fulltrúaráðsfundur Sambands islenzkra barnakennara haldinn föstudaginn 24. febrúar 1978 mót- mælir harðlega þvi gerræði stjórnvalda að ógilda nýgerða kjarasamninga rikisins og BSRB. Fulltrúaráðið minnir á, að það eru aðeins tæpir fjórir mánuðir frá þviað fjármálaráðherra fyrir hönd rikisstjórnarinnar sam- þykkti og undirritaði ákveðið samkomulag um kaup og kjör starfsmanna rikisins, þeirra á meðal kennara. Þetta samkomu- lag áttiað ná til 30. júni 1979. Ekk- ert óvænt hefur gerzt i efnahags- málum þjóðarinnar á þeim tima sem liðinn er frá undirskrift samninganna sem réttlætt getur riftun þeirra. Að ógilda undirskrift fjármála- ráðherra nú er þvi algert siðleysi til þess fallið að grafa undan þvi trausti sem nauðsynlegt er að riki á milli rikisvaldsins og starfs- manna þess. Takist ekki að hrinda þessari árás er sjálf til- vera stéttarsamtaka okkar i húfi. Fundurinn skorar þvi á alla launþega og launþegasamtök i landinu að taka höndum saman i baráttunni sem framundan er og væntir þess að stjórn BSRB og öll aðildarfélög þess standi fast með Alþýðusambandi Islands og öðr- um launþegasamtökum, hvort heldur er i vinnustöðvun eða öðr- um aðgerðum,sem vænlegar verða taldar tij þess að fylgja fram til sigurs kröfunni: Samn- ingana i giidi. Fulltrúaráð Sambands is- lenzkra barnakennara lýsir þvi jafnframt yfir, að það telur eitt brýnasta hagsmunamál islenzku þjóðarinnar að vinna bug á verð- bólgunni og er fyrir sitt leyti reiðubúið til samstarfs um ýmsar aðgerðir aðrar en þær sem brjóta skýlaust i bága við gerða samn- inga. Höfn Hornafirði: Prófkjör Kjörstjórn vill hér með koma þvi á framfæri við alla stuðningsmenn er hyggja á framboð i komandi prófkjöri, að þeir hafi nú þegar samband við einhvcrn kjörstjórnar- mann. Ennfremur eru menn hvattir til að koma á framfæri tillög- um um framboð. Kjörstjórn skipa: Friðrik Kristjánsson, Björn Axelsson, Ingólfur Arnarson, Friðjón Guðröðarson og Kristbjörg Guðmundsdóttir. Framboðsfrestur rennur út í dag, sunnudaginn 26. febrúar. Styrkir frá NATO Atlantshafsbandalagið (NATO) mun á árinu 1978 veita nokkra styrki til fræðirannsókna á vandamálum er snerta opinbera stefnumótun á sviði umhverfis- mála. Styrkirnir eru veittir á vegum nefndar bandalagsins, sem fjallar um vandamál nútimaþjóðfélags. Eftirfarandi fjögur verkefni hafa verið valin til samkeppni að þessu sinni: a) Alþjóöasamvinna til þess að hindra að mengun berist milli landa. b) Vandamál er snerta orku- þarfir nú og i framtiðinni, val orkugjafa og umhverf issjónar- miö I iönvæddum lönt’um. c) Val framtiðarflutningakerfa i borgum og umhverfissjónar- mið. d) Aætlanir um nýtingu lands meö tilliti til verndunar land- búnaðarsvæða. Styrkirnir eru ætlaðir til rann- sóknarstarfa i 6-12 mánuði. Hámarksupphæð hvers styrks getur að jafnaði oröið 220.000 belgískir frankar, eða rösklega 1.700.000 krónur. Gert er ráð fyrir, að umsækj- endur hafi lokið háskólaprófi. Umsóknum skal skilað til utan- rikisráðuneytisins fyrir 31. marz 1978 — og lætur ráðuneytið i té nánari upplýsingar um styrkina. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiösla Auglýsingadeild TímanS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.