Tíminn - 26.02.1978, Page 5

Tíminn - 26.02.1978, Page 5
Sunnudagur 26. febrúar 1978 5 „Sköpuð betri skilyrði fyrir frjálsum sparn- aði....” GV—„Frá 1. ágústsl. hafa vextir við innlánsstofnanir verið sam- settir af tveimur þáttum, grunn- vöxtum og verðbótaþætti vaxta. Seðlabankinn endurskoðar verð- bótaþáttinn á um þriggja mánaða fresti með hliðsjón af verðlags- þróuninni. Með þessu er stefnt að þvi að tryggja ávöxtun sparifjár við verðbólguaðstæður og þar með sköpuð betri skilyrði fyrir frjálsum sparnaði i formi inn- stæðna hjá bönkum, sparisjóðum og öðrum innlánsstofnunum,” segir i fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands. Þá segir þar einnig, að enginn vafi sé á þvi, að þessi tegund verðtryggingar á sparifé hafi sannað gildi sitt og hamlað gegn rýrnun sparifjár á timum verð- hækkana. „Verðbótaþáttur vaxta er hinnsami á öllum flokkum inn- lána og útlána, nema innistæðum á tékkareikningum. Var hann upphaflega 8% á ári, en hefur verið 11% frá 21. nóvember s.l.” Verðbótaþáttur hækkar um 3% Bankastjórn Seðlabankans hef- ur nú tekið verðbótaþáttinn til endurskoðunar öðru sinni og hef- ur — að höfðu samráði við banka- ráð — ákveðið að hækka hann um 3% frá og með 21. febrúar Frá þeim tima verður verðbóta- þátturinn þvi 14% á ári. Við þessa breytingu hækka heildarvextir af almennum sparisjóðsbókum úr 16% i 19% á ári og af innistæðum á vaxtaaukareikningum úr 29% i 32%. Forvextir af vixlum verða 23 1/2% á ári og heilsársvextir vaxtaaukalána verða 33%. Vextir af öðrum flokkum spariinnlána og útlána breytast samsvarandi. Þá segir i fréttatilkynningunni að tekin hafi verið ákvörðun um að fella niður sérstök vaxtakjör sem gilt hafa um svokölluð út- gerðarlán. Frá 21. febrúar greið- ast almennir útlánsvextir af þess- um lánum. Reglum um vaxta- aukalánhefur verið breytt á þann veg, að lágmarkstimi styttist úr einu og hálfu ári i eitt ár. Þá segir að lokum orðrétt i fréttatilkynningu Seðlabankans: „Hækkunin, sem nú hefur verið ákveðin á verðbótaþætti vaxta, tekur mið af hinni öru hækkun visitölu framfærslukostnaðar að undanförnu. Hins vegar var einn- ig litið til þess, að ráðstafanir hafa nú verið gerðar með laga- setningu til að draga úr hraða verðbólgunnar frá þvi, sem verið hefur nú um langt skeið. Af þess- ari ástæðu hækkar verðbóta- þátturinn töluvert minna en til- efni hefði verið til, ef eingöngu væri tekið tillit til undangenginn- ar verðþróunar.” Eigum fyririiggjandi nokkra bíia af gerðinni 160 Hardtop SSS árgerð 1977 á sérstaklega góðu verði BEZTU KAUP ÁRSINS eftirsóttir Bíllinn er einn af topp-bílum verksmiðjanna og hafa verið í Rally-keppnir — enda unnið í mörgum slíkum — undir skráningunni DATSUN BL 710 — Áætlað verð kr. 2.775.000 með ryðvörn, beltum og fleiru. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 8-45-10 & 8-45-1 1 SÚG- þurrkun Eins og undanfarin ór smíðar Landssmiðjan hina frábæru H-12 og H-22 súgþurrkunarblásara Bldsararnir hafa hlotið einróma lof bænda fyrir afköst og endingu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.