Tíminn - 26.02.1978, Side 7

Tíminn - 26.02.1978, Side 7
Sunnudagur 26. febrúar 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar biaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð í lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. B'.aðaprent h.f. Æsingar stjórnar- ands tæðinga Þótt launþegasamtökin séu höfð á oddinum i andstöðu þeirri, sem reynt er að halda uppi gegn efnahagslögum rikisstjórnarinnar, eru leiðtogar stjórnarandstöðunnar þar fyrst og fremst að verki. Þeir gera sér vonir um að með æsingum og blekkingum megi hafa áhrif á almenning, sem geti orðið vatn á myllu stjórnarandstöðunnar. Mikil má skammsýni þeirra leiðtoga vera, sem gera sér vonir um þetta. Almenningur veit af reynslunni, að kjarasamningar eru leiðtogum stjórnarandstæðinga ekki neinn helgidómur, þótt þeir láti svo nú. Alþingi hefur mörgum sinnum gripið til þess að breyta visitöluákvæðum kjara- samninga, þegar slikt hefur þótt nauðsynlegt af efnahagsástæðum. Alþýðuflokkurinn undir for- ustu þeirra Gylfa Þ. Gislasonar og Benedikts Gröndals hefur margsinnis stutt slika löggjöf. Þeir Gylfi og Benedikt samþykktu meira að segja löggjöf á Alþingi 1960 þar sem bannað var að greiða visitölubætur á laun. Lúðvik Jósepsson og Magnús Kjartansson stóðu að frumvarpi, sem vinstri stjórnin flutti vorið 1974, þar sem lagt var til að fresta greiðslum á verðlagsbótum og viss- um grunnkaupshækkunum, sem fóru yfir ákveðið mark. Bæði i þessi skipti og mörg önnur hefur leiðtogum Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokks- ins gleymzt friðhelgi kjarasamninga, sem þeir tala fagurlegast um nú. Það hefur þvi áreiðanlega litil áhrif á alþýðu manna, þótt þessir leiðtogar tali nú hátt um frið- helgi kjarasamninga. Almenningur gerir sér annað ekki siður ljóst. Það er ekki launþegum til hags að brotið sé niður það viðnám gegn verð- bólgunni, sem felst i efnahagslögum rikisstjórn- arinnar. Launþegar myndu ekki græða á nokk- urri krónufjölgun i bili, sem strax yrði etin upp af vaxandi verðbólgu. Þvi siður myndu þeir græða á þvi atvinnuleysi, sem fylgja myndi i kjölfarið. Alþýða manna gerir sér ljóst, að það sem nú skiptir mestu er að tryggja ekki lakari kaupmátt launa en á siðasta ári, jafnhliða þvi, sem unnið er að þvi að tryggja næga atvinnu. Að þessu tvennu er stefnt með efnahagslögum rikisstjórnarinnar. Þegar blekkingamoldviðri og æsingum stjórnar- andstöðuforingjanna linnir, mun uppskera þeirra þvi reynast litil, en fylgi vaxa við viðn- ámsstefnu rikisstjórnarinnar gegn verðbólgunni. Aróðurinn um kjara- skerðinguna Stjórnarandstæðingar ástunda mjög þann áróður að mikil kjaraskerðing hljótist af efna- hagslögum rikisstjórnarinnar. Hið rétta er, að með þeim er stefnt að sama kaupmætti launa og var á árinu 1977. Hins vegar gera þau ekki ráð fyrir þeirri kaupmáttaraukningu, sem stefnt var að á árinu 1978 með kjarasamningunum i fyrra. Slik kaupmáttaraukning gæti ekki heldur orðið raunhæf, þvi að atvinnulifið þolir hana ekki. Hún myndi þvi aðeins leiða til verðbólgu, sem gæti leitt til sliks samdráttar og atvinnuleysis, að ekki tækist að tryggja i ár sama kaupmátt og i fyrra. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Chirau nýtur fylgis ættarhöfðingj anna Miklir brottflutningar hvitra manna frá Ródesiu Nkomo og Mugabe, aöalandstæöingar Chiraus. mönnum fækkar i Ródesíu, en þetta megi ekki gerast of hratt. Siöustu 18 mánuöina hefur hvitum mönnum i Ródesiu fækkað um 22 þús. eða úr 285 þúsundum i 263 þús- und. Þessir brottflutningar eiga sinn þátt i þvi, að Smith telur sig nauðbeygðan til að semja. Chirau segist óttast, að þessi þróun geti orðið of hröð, ef hvitir menn óttist hina nýju blökku valdhafa i Ródesiu. Annað sé ekki hyggilegt af1 blökkumönnum en að taka mið af þessu og láta þvi valdatökuna gerast i áföng- um, en ekki einu heljarstökki. CHIRAU er 54ára, fæddur 6. júni 1923. Hann var flugmaður i hér Ródesiu 1942—1946 og hlaut liðsforingjatitil fyrir framgöngu sina. Siðar varð hann fangelsisvörður og brunavörður og dvaldist þá um skeið i Lusaka, sem nú er höfuðborgZambiu. Hann gekk úr opinberri þjónustu 1961, er faðir hans lézt. Hann gerðist þá höfðingi ættflokksins sins, en hann telur um 50 þúsund manns og lýtur strangristjórn Chiraus. Það hefur unnið hon- um álit annarra ættarhöfð- ingja. Hann hefur veriö for- maður i landsráði þeirra siðan 1973. Hann gegndi um skeið minni háttar ráðherrastöðu i stjórn Smiths, en lét af henni fyrir 18 mánuðum. Hinir rót- tækari blökkumannaleiðtogar hafa mjög gagnrýnt Chirau fyrir samvinnu hans við Smidt. Þeir gera jafnframt litíö úráhrifum ættarhöfðipgj- anna. Chirau segist hins vegar ekkert óttast og hann kviði engu, þegar talið er upp Ur kjörkössunum, ef til kosninga kæmi. Chiraus er maður myndar- legur i sjón og hressilegur i framgöngu. Hann á 3 konur og á með þeim lObörn, 7 syni og 3 dætui. Þ.Þ. JEREMIAH CHIRAU er minnst þekktur utan Ródesiu þeirra þriggja blökkumanna- leiðtoga, sem undanfarið hafa setiðá fundum með Ian Smith, forsætisráðherra uppreisnar- stjórnarinnar i Salisbury. Við- raeður þessar hafa borið þann árangur, að náðst hefur sam- komulag um ýms veigamikil atriði varðandi fyrirkomulag þeirrar breytingar, að blakkir menn taki við stjórn i landinu. Gert er ráð fyrir, að þessi til- högun komi til framkvæmda i áföngum og miðast fyrsti á- fanginn við 10 ár. Á þeim tima eiga blakkir menn að taka við stjórnlandsins.e n hvitir menn að fá nokkra hlutdeild i henni, en öll ákvæði varðandi það verða tekin til endurskoðunar að tiu árum liðnum. Enn er ó- samið um nokkur veigamikil atriði, en menn virðast von- góðir um, að samkomulag ná- ist um þau. Af þeim þremenningum, sem samið hafa við Smidt er Muzorewa biskup talinn hafa mest fylgi. Yfirleitt er hann á- litinn fylgismesti leiðtogi blökkumanna i Ródesiu. Fylgi Sitholes virðist hafa verið mjög á reiki. Stundum mun fylgi hans hafa verið verulegt, en hann siðan misst tök á þvi. Spádómar eru einnig á reiki um fylgi Chiraus, þvi að aldrei hefur fyllilega reynt á það. Margir fréttaskýrendur spá þó að staða hans reynist sterk, komi til kosninga. Þá gæti hann jafnvel reynzt Muzorewa meira en jafnoki. ÞESSAR spár um fylgi Chiraus byggjast á þvi, að hann er formaður i ráði hinna blökku ættarhöfðingja lands- ins og virðist njóta mikils trausts þeirra. Ættarhöfðingj- arnir hafa enn talsverð áhrif meðal ættflokka sinna, eink- um úti um landið. Ættarhöfð- ingjarnir eru nú um 260 tals- ins. Af 6.7 milljónum blakkra manna i Ródesfu, heyra 4 milljónir undir ættarhöfðingj- ana eða tilheyra einhverjum ættflokki, sem heyra undir þá. Sameinist höfðingjarnir undir forustu Chiraus I kosningum, Chirau og Smith getur stuðningur þeirra reynzt honum mikilvægur. Chirau hefur fylgt þeirri stefnu á undanförnum árum, að þótt blökkumenn fengju völdin i landinu, mættu þeir ekki hrekja hvita menn burtu. Blökkumenn væru enn ekki undir það búnir að taka alla stjórn stofnana og fyirtækja i sinar hendur. Þeir yrðu að njóta áfram um sinn þekking- ar og leiðsagnar hvitra manna á ýmsum sviðum. Astandið, sem nú rikir i Angóla og Mó- sambik, hefur styrkt þetta álit hans. Þar eru mörg atvinnu- fyritæki i rúst vegna skyndi- legrar brottfarar Portúgala. Chirau bendir á, að þróun mála stefni i þá átt, að hvitum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.